Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 17
Laufblaðið En Halldór ákvað sem sagt að gera hina beittu grein Jóns Hjaltasonar ómerkilega með því að velta sér upp úr einu atriði. Finna fölnaða laufblaðið og for- dæma skóginn, sem er gamalkunn aðferð en þykir ekki merkileg. Einhver hefur sagt Halldóri að það sé ónákvæmni hjá Jóni Hjaltasyni að Bjarni Benediktsson hafi skip- að Má Guðmundsson tvisvar seðlabankastjóra. Það hafi hann aðeins gert einu sinni. Það er nú svo. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hafði bæði gefið til kynna og sagt ýmsum frá að hann ætlaði sér ekki að endurskipa Má Guðmunds- son þegar að því kom árið 2014. Þegar að þessu dró var ráðherrann staddur fyrir norðan, sennilega á Siglufirði, og hringdi í menn og upplýsti þá, og þar á meðal ritstjóra Morgunblaðsins, að vegna óvænts flækjustigs sem upp hefði komið (sem ekki verður farið út í hér) hefði hann ekki náð að gera breyting- arnar sem hann hefði margboðað. Hann myndi því skipa Má og skipunarbréfið gæfi til kynna að það yrði til fimm ára. Hins vegar væri sameiginlegur skilningur á því að skipunin stæði í hæsta lagi til eins árs. Ekki voru endilega allir mjög trúaðir á þennan málatilbúnað. En samkvæmt minnispunktunum sagði ráðherrann efnislega á þessa leið: Þessu mega menn treysta og Már gerir sér grein fyrir þessu og mun birta yfirlýsingu sem í raun staðfestir það sem ég er að segja. Og mikið rétt. Már bankastjóri stóð við sitt. Þetta birtist: „Af þessu tilefni hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri gefið út eftirfarandi yfirlýsingu: „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í dag skipað mig í stöðu seðlabankastjóra til fimm ára. Í skipunar- bréfi sínu vekur ráðherrann athygli á því að hafin er vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Ís- lands. Eins og áður hefur komið fram tel ég fulla þörf á þeirri endurskoðun. Seðlabanki Íslands hefur lagt því verkefni það lið sem hann getur og eftir hefur ver- ið leitað. Endurskoðunin mun að mínu mati kalla á einhverjar breytingar varðandi stjórnskipun bank- ans. Þar eru mismunandi kostir í boði og ég get ekki spáð fyrir um hver endanleg ákvörðun Alþingis verð- ur í þeim efnum. Hitt er mér ljóst að þær breytingar gætu haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Ég tel í þessu sambandi rétt að upplýsa að ég hef í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis áður en aldursmörk hamla um of. Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabank- anum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breyt- inga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu miss- erum.“ Eins og áður sagði stóð Már við sitt. Þannig að útkoman varð sú að fjármálaráðherrann de facto skipaði Má tvisvar með því að standa ekki við yfirlýsingar sínar. Engin skýring hefur fengist á því. Þannig að Jón Hjaltason reyndist, kannski óviljandi, hafa haft rétt fyrir sér. Fölnaða laufblaðið kom þessum skógi ekki við. Hvernig væri að leita til skátanna? Ef ekki hefði legið svona illa á Halldóri Blöndal hefði hann ekki kallað á þessa dapurlegu upprifjun. Halldór Blöndal gat stundum forðum tíð haft átta- vita sem mátti hafa hliðsjón af. En hann ratar illa eft- ir að notkunin á ættarvitanum óx. Og lendir þá í hverri hafvillunni af annarri. Ættarvitanum fylgdi hann þegar hann kúventi yfir nótt og lagðist á árar með Jóhönnu og Steingrími í Icesave og erlendum kröfuhöfum. Flokkurinn hans og okkar hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú sýna kannanir að allur þorri flokksmanna er á móti orkupakkaruglinu. Enginn hefur fengið að vita af hverju forystan fór gegn flokknum í Icesave. Og nú fær enginn að vita „af hverju í ósköpunum“, svo notuð séu orð formannsins sjálfs, laskaður flokkurinn á að taka á sig enn meiri högg. Halldór Blöndal áttar sig ekki á þessu fremur en Icesave, sem hann hafði barist gegn þar til ættarvitinn tók öll völd. Þessi sami ættar- viti sem núna er að ærast í segulstormunum. Það vantaði ekki neitt upp á það að hann sendi þá gömlum vinum sínum kveðjurnar eftir krókaleiðum vegna þess að þeir mökkuðu ekki með. Þeirra svik voru að fara ekki kollhnís þegar kallið barst frá Stein- grími og kröfuhöfum. Nú hefur bréfritari ekki heyrt í Halldóri lengi. En hann hringir til manna allt í kringum þann með sama hætti og síðast og þeir segja að það liggi þetta líka óskaplega illa á honum núna. Það hlýtur að gera það, því að Halldór er innst inni drengur góður. Hann ætti því kannski að bíða með þessar hring- ingar. En best væri þó að skátarnir segðu honum að ættarvitar hafi aldrei náð nokkurri átt. Aldrei. Morgunblaðið/Hari 16.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.