Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 11
16.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
knattspyrnunni árið 1996. Aumingja leikmenn-
irnir voru þó saklausir enda réðust úrslitin víst
þegar vofa Nelsons flotaforingja gekk af göfl-
unum í stjórnarherbergi Blackpool. Nelson
heitinn var í þessu samhengi sagður hafa verið
áhangandi Bradford og kunni því illa að eikarp-
anellinn í stjórnarherberginu hafi komið úr
flaggskipinu hans. Það dregur aðeins úr trú-
verðugleika þessarar sögu að Bradford City
var ekki stofnað fyrr en 98 árum eftir andlát
Nelsons. En mögulega var það vofan sem batt
sitt trúss við félagið.
Fyrsta veturinn sem leikstjórnandinn Vinny
Testaverde lék með Tampa Bay Buccaneers í
NFL-deildinni komust andstæðingar liðsins 35
sinnum inn í sendingar kappans. Ekki var þó
við Testaverde sjálfan að sakast, heldur þá
staðreynd að hann er litblindur. Ansi óheppi-
legt fyrir íþróttamann sem þarf að greina með-
herja frá mótherjum á sekúndubroti. Mögu-
lega hefði Testaverde átt að velja annað sport.
Menn koma sjaldan að tómum kofunum hjá
Norður-Kóreubúum og eftir að kvennalið þjóð-
arinnar laut í gras gegn Þjóðverjum á HM 2011
tjáði þjálfarinn blaðamönn-
um að ástæðan fyrir slakri
frammistöðu leikmanna í
seinni hálfleik væri sú að
þeir hefðu allir sem einn
orðið fyrir eldingu meðan á
æfingaleik stóð í Pyon-
gyang um mánuði fyrr. Viðstaddir tóku þessu
með fyrirvara minnugir þess að hinn mikli leið-
togi Norður-Kóreu, Kim Il-sung, var á sínum
tíma sagður hafa farið ellefu holur í höggi á ein-
um og sama golfhringnum.
Hjátrú er snar þáttur í íþróttum. Bæði hjá
íþróttamönnunum sjálfum og ekki síður áhang-
endum þeirra. Hitt er þó sjaldgæft að heilt fé-
lag hafi áratugum saman getað kennt hjátrú
um ógengi sitt. William nokkur Sianis móðgað-
ist heiftarlega þegar hann var beðinn um að yf-
irgefa heimavöll hafnaboltaliðsins Chicago
Cubs árið 1945 vegna þess að öðrum áhorfend-
um þótti gælugeitin hans lykta illa. „Cubs eiga
aldrei eftir að vinna aftur,“ gall í honum á leið-
inni út. Í 71 ár gátu leikmenn Cubs falið sig sig
á bak við geitarbölvunina enda vonlaust við
hana að eiga, að því er virtist. Það breyttist árið
2016 þegar Cubs varð loks Bandaríkjameistari
í hafnabolta og bölvuninni var aflétt.
Meiddist við dádýrsburð
Íþróttamenn geta að sjálfsögðu orðið fyrir
meiðslum utan vallar sem innan og þá ríður á
að þenja út hugmyndaflugið til að friða þjálf-
arann. Og kalla jafnvel fram smá samúð.
Hafnaboltamaðurinn Clint Barmes gaf einu
sinni þá skýringu þegar hann mætti meiddur á
æfingu hjá liði sínu, Colorado Rockies, að hann
hefði orðið fyrir hnjaski þegar hann bar mat-
vörur í þar til gerðum poka í hús. Við nánari
eftirgrennslan kom í ljós að Barmes hafði í
raun verið að rogast með dádýrsskrokk sem
liðsfélagi hans hafði gefið honum. Þekkt er að
lifandi dádýr geta valdið miklu tjóni og jafnvel
meiðslum þegar ekið er á þau en hitt er líklega
fátíðara að dauð dádýr slasi mann. Hvað þá
stríðþjálfaðan íþróttakappa.
Hafnaboltamaðurinn Jeff Kent hélt því einu
sinni fram að hann hefði úlnliðsbrotnað við það
að þvo bílinn sinn. Í raun og veru hafði hann
slasast við að prjóna á vélhjóli sem var klárt
brot á samningi hans við liðið. Kent til ama þá
gáfu nokkrir sjónarvottar sig fram og hann var
sektaður.
Hér er að lokum ein ósönn hnjasksaga – en
of góð til að sleppa henni. Árið 1990 fór frétt
þess efnis að hafnaboltamaðurinn John Smoltz
hefði brennt á sér bringuna þegar hann var að
strauja skyrtuna sína meðan hann var klæddur
í hana eins og eldur í sinu um heimsbyggðina.
Blaðið Atlanta Journal Constitution vitnaði
meira að segja beint í Smoltz: „Ég trúði þessu
ekki. Ég hef gert þetta fimm eða sex sinnum
áður án þess að þetta hafi gerst.“
Smoltz bar söguna seinna til baka. Kannaðist
ekki við að hafa beitt straujárninu með þessum
frumlega hætti.
Smitaður af kókaíni
Árangursbætandi lyf hafa löngum verið plága í
heimi íþróttanna og iðulega er það sama sagan
þegar menn eru nappaðir; þeir koma af hæstu
fjöllum. Spretthlauparinn Justin Gatlin var
sem frægt er gómaður fyrir lyfjamisnotkun
þegar ferill hans stóð sem hæst. Að sjálfsögðu
var ekki við hann sjálfan að sakast. „Ég notaði
ekki lyf – skemmt var fyrir mér. Nuddarinn
bar testósterónkrem á fæturna á mér án minn-
ar vitneskju.“
Ekki var hlustað á þær röksemdir en tennis-
leikaranum Richard Gasquet gekk betur að
sannfæra dómendur eftir að kókaín fannst í
blóði hans árið 2009. Eftir að hafa verið upp-
haflega dæmdur í bann var þeim úrskurði
hnekkt þegar Gasquet hafði gert hreint fyrir
sínum dyrum. Kappinn hafði sumsé villst inn á
strípibúllu og lent í frönsku kossaflensi við eina
dansmærina sem hafði verið svo ósvífin að
neyta kókaíns fyrr um kvöldið. Þess vegna var
hann með efnið í blóðinu.
Ha, haugalygi? Nei, þetta er sönn saga!
Hjólreiðamaðurinn Alberto Contador var
heldur ekki í vafa þegar hann mældist með
ólögleg efni í líkamanum og var dæmdur í
bann. „Ég borðaði mengað kjöt!“
Árið 1983 fannst striknín í blóði hollenska
hjólreiðakappans Adri van
der Poel en í smáum
skömmtum getur eitrið haft
örvandi áhrif. Van de Poel
kom að vonum af fjöllum en
lét þess getið að hann hefði
skömmu áður borðað yfir
sig af dúfnaböku tengdaföður síns. Hráefnið í
bökuna voru víst bréfdúfur sem hlytu, að sögn
hjólreiðakappans, að hafa verið á strikníni.
Já, já, þetta er líka satt. Fyrir ykkur sem
misstuð ekki þráðinn þegar dúfnabökuna bar á
góma.
Þegar lyfjapróf leiddi í ljós að spretthlaupar-
inn Dennis Mitchell var með of mikið testóster-
ón í blóðinu árið 1998 gaf hann þá skýringu að
hann hefði hvolft í sig nokkrum bjórum kvöldið
fyrir prófið og notið í framhaldinu ásta í fjór-
gang með eiginkonu sinni. Spurður nánar um
þau hraustlegu rekkjubrögð svaraði Mitchell:
„Hún átti afmæli og ég vildi gera vel við hana.“
Þyki mönnum það svar frumlegt, skoðið þá
þetta:
Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og
getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóð-
prufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki
var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjól-
reiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þess-
ari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má
Hamilton sjálfan. Þannig er mál með vexti að
hann hafði misst tvíburabróður sinn í móður-
kviði og eitthvað af frumum hans orðið eftir í
blóðinu. Blóðið var sumsé ekki úr Hamilton
sjálfum, heldur tvíburabróður hans sem aldrei
fæddist.
Eins ótrúlega og það hljómar þá getur þetta
í raun og veru gerst en er á hinn bóginn ofboðs-
lega sjaldgæft. Nógu sjaldgæft til þess að lyfja-
eftirlit Bandaríkjanna dæmdi Hamilton í
tveggja ára keppnisbann.
Það tengist ekki beint íþróttum en árið 2007
var vatnsflaska tekin af ruðningskappanum
Michael Wick á flugvellinum í Miami. Ástæðan
var sú að á henni var leynihólf sem tollvörðum
þótti anga af marjúana. Engin fíkniefni fundust
þó í flöskunni og Wick fékk að fljúga sína leið.
Síðar hélt hann því fram að leynihólfið hefði
verið til þess fallið að geyma skartgripi – svo að
hann týndi þeim ekki.
Fann ekki fyrir fótunum
Eins og gengur valda íþróttamenn andstæð-
ingum sínum annað slagið skaða og oftar en
ekki er ásetningurinn víðsfjarri.
„Ég datt,“ sagði úrúgvæski knattspyrnu-
maðurinn Luis Suárez sem frægt var eftir að
hann beit Ítalann Giorgio Chiellini á HM 2014.
Fáir keyptu þá skýringu enda aðferðin þekkt
úr vopnabúri Suárez.
Ndamukong Suh, varnarmaður Detroit
Lions í NFL-deildinni, steig fyrir nokkrum ár-
um illa á ökklann á andstæðingi sínum sem lá
flötum beinum á vellinum. Í framhaldinu var
hann dæmdur í leikbann en því var aflétt af
áfrýjunardómstóli eftir að Suh gerði grein fyrir
máli sínu. Það var hávetur og fimbulkuldi með
þeim afleiðingum að hann fann ekki fyrir fótum
sínum og gat fyrir vikið ekki gert greinarmun á
grasinu og fæti mótherjans.
Já, það getur borgað sig að malda í móinn.
’Mér leið aldrei vel íþessari byggingu.Fann ekki innri frið.Fann ekki áruna mína.
Einar Vilhjálmsson var á heimsmæli-kvarða í spjótkasti á níunda áratugnumog fór með Gleðibanka-væntingar
heillar þjóðar á herðunum inn á Ólympíu-
leikana í Los Angeles 1984 (og það áður en
Gleðibankinn var saminn). Hann náði sjötta
sæti á leikunum, sem var sannarlega frábær
árangur og mun betra en sextánda sæti, en var
þó nokkuð frá sínu besta. Í samtali við fjöl-
miðla að keppni lokinni gat Einar þess að gríð-
arlega erfitt hefði verið að átta sig á því hvern-
ig útkastshornið átti að vera. Menn, leika sem
lærða, greinir ennþá á um það hvort hér hafi
verið á ferðinni skýring eða afsökun en það
breytir ekki því að frasinn fór á mikið flug hér
í fásinninu og dæmi um að framhalds-
skólanemar hafi notað hann til að útskýra/
afsaka slælega frammistöðu á prófum. „Út-
kastshornið hentaði ekki!“
Annar spjótkastari, Ásdís Hjálmsdóttir, náði
sér engan veginn á strik á Ólympíuleikunum í
Ríó árið 2016; enda ekki við því að búast, hún
var nefnilega í formi lífs síns. „Þetta er nátt-
úrulega voðalega svekkjandi. Það er bæði já-
kvætt og neikvætt við þetta að ástæðan fyrir
því að ég er að gera þessi köst ógild er [að ég
er] svo hroðalega fersk og hröð núna,“ sagði
Ásdís við Ríkisútvarpið.
Á móti sól
Uppkast dómarans réð úrslitum þegar KR tap-
aði knattspyrnuleik fyrir Val árið 2014, 1:2.
„Mjög slæm byrjun á leiknum skipti sköpum.
Það er eiginlega hægt að segja að á svona dög-
um þá er mjög slæmt að tapa uppkastinu, því
það var rosalega erfitt að spila á móti sólinni
hérna í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei nein-
um takti og það var mjög erfitt að horfa bara
fram á við,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði
KR, eftir leik.
Í leik sömu liða fyrir
meira en hálfri öld áttu
Valsmenn á brattann
að sækja, voru 7:0 und-
ir, segir sagan. Þegar
Árni Njálsson, hinn
grjótharði bakvörður
Vals, hreinsaði hátt í
loft upp svo minnstu
munaði að tuðr-
an færi á spor-
baug um jörðu
skammaði sam-
herji hann:
„Hættu þessu,
við verðum að
halda boltanum
niðri og spila!“
Árni var á öðru
máli og svaraði
um hæl: „Nei,
þeir skora ekki
á meðan!“
Of mikið magn af karlhormónum
Hjalti Árnason, gjarnan nefndur Úrsus, féll á
lyfjaprófi eftir að hafa orðið heimsmeistari í
kraftlyftingum árið 1991. Hann sór þó alltaf
og sárt við lagði að hann hefði aldrei neytt
ólöglegra lyfja. Testósterón í honum væri á
hinn bóginn meira en gerist og gengur. „Þetta
eru óskaplega flókin mál og menn greinir
mjög á um gildi þessara lyfjaprófa. Þar á ég
ekki við það þegar ólögleg lyf finnast í mönn-
um heldur þegar of mikið magn af karlhorm-
ónum finnst hjá íþróttamönnum eins og í mínu
tilfelli. Það er leyfilegt að vera með ákveðið
hlutfall, upp í 6, af karlhormónum í líkaman-
um og ég mældist með 9. Var aðeins 3 yfir
leyfilegum mörkum. Ég veit um mikil karl-
menni sem hafa mælst með hlutfallið 50 í lík-
amanum. Færustu
vísindamenn
heims standa ráð-
þrota frammi
fyrir þessu
máli,“ sagði
Hjalti í samtali
við DV.
Lyfjanefndin tók
þær röksemdir ekki
gildar og Hjalti var dæmdur í
þriggja ára keppnisbann.
Loks var það Carl J. Ei-
ríksson skotmaður, eftir að
hann lenti í 50. sæti á móti.
„Ég fékk mikinn hjart-
slátt, mun meiri en ég er
vanur. Það getur verið af
miklum hita, ég er alltaf
sveittur hér. Þessi
mikli hjartsláttur var
aðalástæðan fyrir
því að mér gekk
ekki betur.“
Útkastshornið vann ekki
með Einari Vilhjálmssyni.
Morgunblaðið/Eva Björk
Erfitt að átta sig á
útkastshorninu
Hjalti „Úrsus“ Árnason
lenti í klandri vegna of
mikilla karlhormóna.
Morgunblaðið/Eggert
Ásdís Hjálms-
dóttir var í of
góðu formi á
ÓL í Ríó. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Baldur Sigurðsson
átti í basli með að
horfa upp í alla sólina.