Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 12
HEILBRIGÐISMÁL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 H eilbrigðisráðherra virðist ekki skilja að reynsla sérfræði- lækna er ómetanleg, hún verð- ur ekki metin til fjár. Hún get- ur ekki skipulagt eða búið eitthvert kerfi í staðinn fyrir það. Utanspítala- kerfi sem er rekið beint af sérfræðingum er af- leiðing af því að spítalakerfið hefur ekki getað sinnt öllum. Þetta er búið að þróast í áratugi, en það er eins og það sé heilaþvottur í gangi um það að það þurfi allt að vera ríkisrekið inni á spítölunum en misskilningurinn er sá að sér- fræðikerfið, sem hefur alltaf verið með samning við Sjúkratryggingar, er hluti af opinbera kerf- inu. Ef það leggst niður mun það þýða það að þjónustan á spítölunum verður verri og það myndast alvöru tvöfalt kerfi,“ segir Ágúst Kárason, bæklunarlæknir og fulltrúi Íslands í Félagi evrópskra axla- og olnbogaskurðlækna. Hann hitti blaðamann ásamt kollega sínum, Ragnari Jónssyni bæklunarskurðlækni og þá- verandi formanni Íslenska bæklunarlækna- félagsins og núverandi forseta Norrænu bækl- unarskurðlæknasamtakanna til þess að ræða stöðuna sem upp er komin í þjóðfélaginu varð- andi heilbrigðiskerfið en heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur beitt sér gegn ný- liðun sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og komið í veg fyrir að sérfræðilæknar geti opnað stofu ut- an spítala. Lausir samningar alls staðar Samningar sérfræðinga runnu út um áramótin en í dag er enn verið endurgreiða sjúklingum samkvæmt gjaldskrá síðasta árs. „Ef verðið hækkar þarf sjúklingurinn að greiða mismuninn, og er það byrjað að gerast,“ segir Ágúst. „Svandís skrifar undir reglugerð á þriggja mánaða fresti sem heimilar að fólk fái endur- greitt. Um leið og hún hættir að skrifa undir hættir öll endurgreiðsla og fólk verður að punga út hundruðum þúsunda í aðgerðir. Það er ekki mikið að gerast í þessum samningamálum en okkur skilst að það sé verið að undirbúa eitt- hvað sem heitir útboð. Þetta á víst allt að vera á útboðsformi, þar sem boðið er í aðgerðir og þjónustu. Það er mjög óljóst hvernig það kemur til með að vera,“ segir Ágúst. „Það hefur ekki verið neitt samráð. Þetta er allt unnið í ráðuneytinu. Við erum í lausu lofti og vitum ekki hvað er í gangi; það er verið að setja á einhverjar reglur og eitthvert fyrirkomulag sem við komum ekki að en samt sem áður eig- um við að taka þátt í því og framfylgja því,“ seg- ir Ragnar. „Þetta á að vera hagkvæmara en það mun aldrei ganga eftir,“ segir hann. „Við sjáum ekki hvernig þetta á að vera framkvæmalegt í okkar tilfelli. Svandís er búin að flokka kerfið upp í 1. gráðu þjónustu, sem er heilsugæslan, 2. gráðu þjónustu, sem eru sér- fræðingar úti í bæ, og 3. gráðu þjónustu eða „endaþjónustu“ sem á að vera spítalinn. Við í Orkuhúsinu sinnum 2. og 3. gráðu þjónustu sem er bæði stofu- og aðgerðarþjónusta, því Land- spítalinn gerir ekki þessar aðgerðir sem við framkvæmum í Orkuhúsinu. Það er eins og Svandís og hennar ráðgjafar skilji þetta ekki. Þessi starfsemi úti í bæ er mjög öflug og afar mikilvæg en það er horft framhjá þessu eins og það skipti engu máli,“ segir Ágúst. „Nú vantar okkur sérfræðinga og við erum með biðlista af sjúklingum. Ungir læknar sem eru erlendis í dag segja að það séu leiðindi og óvissa á Íslandi og þeir hafa ekki áhuga á að koma heim,“ segir Ágúst. „Það sem ráðherra er að gera, er að leggja niður hluta af opinbera kerfinu með því að ráð- ast að sérfræðilæknakerfinu. Hún skapar mikla óvissu og það hefur skapað mikil vandamál að hafa lokað á sérfræðinga á tveggja ára tímabili, margir hafa hætt störfum en við þurfum stöð- uga endurnýjun. Hún hefur gert stóran skaða; það eru lausir samningar alls staðar,“ segir Ágúst. Einkarekstur af hinu illa? „Það er ekkert nýtt að það eigi að gjörbylta kerfinu; þetta er allt sama tuggan. Það er verið að finna upp hjólið aftur og aftur. Þessi þróun að færa þetta út í bæ varð án inngripa af ríkinu. Áður fyrr var nánast allt gert inn á spítölum en svo þróast það þannig að það myndaðist meira álag á sjúkrahúsin og þau gátu ekki sinnt smá- aðgerðum. Það varð til þess að sérfræðingar björguðu hlutunum sjálfir og opnuðu klíníkur til þess að sinna því sem þurfti að sinna. Þetta var einkaframtak og einkarekstur en greitt af rík- inu og hluti af sjúklingum,“ segir Ragnar. „Síðan hefur tæknin þróast þannig að það er hægt að gera meira á styttri tíma og utan spít- alans. Það er búið að skoða þetta; hver aðgerð er ódýrari úti í bæ heldur en á spítölunum. Þetta var rannsakað fyrir löngu síðan. Enda ekkert skrítið! Hvers vegna á að taka skrúfur úr fæti inni á sjúkrahúsi, það er léleg nýtni á þeirri fjárfestingu. En það er bara prinsíp, einkarekstur er af hinu illa og hann skal burt,“ segir Ragnar. „Þegar við fáum sjúklinga þá flokkum við þá strax niður og ef viðkomandi er of veikur á hann heima uppi á spítala þar sem gjörgæslan er og aðgangur að öllum sérgreinum ef þörf er á til að tryggja öryggi. En það er ekki pláss þar því þar eru margir „frískir að öðru leyti“ einstaklingar í aðgerðum. Eins og í gerviliðaaðgerðum; við- komandi er kannski fullfrískur en þarf á gervilið að halda. Þá kemst ekki þessi veiki að. Þessi hrausti á að fara í meðferð utan spítalans, en hinn, sem er til dæmis með sykursýki, krans- æðasjúkdóm eða aðra áhættuþætti, á að fara á spítalann. Spítalinn á að fá greitt fyrir sjúk- dómsgreiningar og þar með fær spítalinn hærra verð fyrir að sinna þyngstu verkunum. Enda eðlilegt; þar er milljarðafjárfesting í gangi. Þetta er það sem við köllum eðlilegt flæði en ef þessu verður ekki fylgt mun spítalinn stíflast enn meira en í dag og biðlistar munu verða enn lengri en í dag. Það gengur ekki upp að taka skrúfur úr fæti eða inngrónar táneglur á skurð- stofum spítalanna þar sem mínútan kostar kannski hundrað þúsund kall. Þetta gengur ekki upp; þetta eru engin geimvísindi,“ segir Ágúst. Menn hafa ekki málfrelsi Ragnar og Ágúst segja það fé sem lagt verður í heilbrigðiskerfið muni ekki nýtast í þessu kerfi sem heilbrigðisráðherra boðar. Þeir gagnrýna einnig vinnubrögð innan ráðuneytisins og þá staðreynd að ekki sé hlustað á rök eða tillögur lækna. „Hún mokar peningum í heilbrigðiskerfið, sem er í sjálfu sér gott, en verst er að það leysir ekki vandann því peningarnir nýtast ekki,“ seg- ir Ágúst. „Hún er nú með bandamenn í ráðuneytinu; fyrrverandi landlækni sem kom með sínar til- lögur og fer svo hinum megin við borðið í ráðu- neytið og fer svo að vinna úr sínum eigin tillög- um. Það sér enginn neitt athugavert við þessa stjórnsýslu,“ segir Ragnar og hristir höfuðið. „Þetta með liðskiptaaðgerðirnar og aðgerð- irnar sem gerðar eru úti er svo fáránlega heimskulegt að það er ekki hægt að tala um það án þess að maður roðni. Það er ekki greitt fyrir aðgerðina hér á landi á einkastofu, og þar með að nýta allan þann mannafla og sérfræðiþekk- ingu sem hér finnst, heldur er sjúklingnum pakkað upp í Saga Class, hann sendur út og svo heim. Þá er reikningurinn borgaður. Þetta er hagfræði dauðans, það skilur þetta enginn,“ segir Ragnar. Í Svíþjóð hefur einkarekstur aukist mjög mikið, að sögn Ágústs. „Spítalarnir lenda þar í vandamálum með biðlista og þá má sjúklingur leita hvert sem er. Ef þú leitar út fyrir sýsluna er borgað fyrir aðgerð og ferðir og því hefur verið samið við einkastofur svo ekki þurfi að greiða ferðakostnaðinn,“ segir Ágúst. „Yngvi Ólafsson, yfirlæknir bæklunardeildar Landspítalans, er búinn að viðurkenna það að þetta sé vandamál sem er ekki að leysast og hægt að leysa með einföldum samningum. Hann var tekinn á teppið strax á eftir. Það er ekki tekið mark á hans reynslu og það er þagg- að niðri í honum,“ segir Ágúst. „Það er takmarkað hvað menn í hans stöðu mega tjá sig. Menn hafa bara ekki málfrelsi,“ segir Ragnar. „Það er búið að skrifa margar skýrslur sem segja þetta og hitt. En það gerist ekki neitt. Þorvaldur Ingvarsson , sem var yfirlæknir og forstjóri hjá FSA fyrir norðan, hefur skrifað um þörfina fyrir gerviliðaaðgerðir, hversu margar þyrfti á hverju ári reiknað út frá þróun mann- fjölda og eigin rannsóknum. Enginn sem er í þeirri stöðu að ákveða hvernig heilbrigðiskerfið þróast hlustar á þetta. Það virðist vera gagns- laust að benda á þörfina og það gerist ekkert fyrr en allt er komið í óefni. Það var vitað um þessa þörf fyrir fjölgun gerviliða fyrir mörgum árum,“ segir Ragnar og bendir á að hann og fleiri bæklunarlæknar hafi fyrir löngu fjallað um þetta í greinaskrifum m.a. í Læknablaðinu fyrir meira en þremur áratugum. Japanska lestarítroðsluaðferðin Í dag fá sérfræðilæknar á einkastofum um 500.000 heimsóknir á ári; bæði í aðgerðir og við- töl og spyrja þeir Ragnar og Ágúst hvert þessir sjúklingar eigi að fara í framtíðinni. „Hverjir eiga að vinna þetta, hvar er að- staðan, þekkingin og hver er kostnaðurinn? Er nóg pláss á göngudeildunum?“ spyr Ragnar. Hvað teljið þið að yfirvöld vilji gera við þessar 500.000 heimsóknir? „Inn á sjúkrahúsin, punktur. Það verður not- uð japanska lestarítroðsluaðferðin. Það er engin önnur leið,“ segir Ragnar. „Þetta er ríkisvæð- ingarstefna dauðans, þessi aðstaða er öll til hjá sérfræðingum utan spítalans.“ segir Ágúst Lengjast þá ekki biðlistar? „Það sjá allir nema þeir sem vinna í heilbrigð- isráðuneytinu,“ segir Ragnar. „Svo er hægt að kalla þetta óþarfa aðgerðir líka, þá minnkar þörfin. Fæstar af þeim aðgerð- um sem við gerum eru lífsnauðsynlegar. En þær eru þjóðhagslega hagkvæmar. Fólk sem er óvinnufært er fólkið sem við erum að halda í gangi,“ segir Ágúst. Það kosti gríðarlega pen- inga fyrir ríkið að halda uppi fólki sem er á bót- um, svo ekki sé minnst á skert lífsgæði fólks sem búa þarf við stöðuga verki. „Ég er búinn að fylgjast með umræðum um heilbrigðismál í mörg, mörg ár og ég safna greinum sem birtast í blöðum. Þetta er ná- kvæmlega sama sem er alltaf verið að tala um; sparnaður, skortur á rúmum, og að spítalinn kalli eftir skýrari stefnu. Hún er nú komin; allt sem er úti, fer inn á spítalann,“ segir Ragnar. Við erum endastöð Gæti farið svo að fólk myndi kaupa sér heilsu- tryggingu til að eiga fyrir þjónustu sem ekki verður greidd af ríkinu? „Ef Svandís hættir að endurgreiða og mælir „Það er heila- þvottur í gangi“ Sérfræðingar eru samningslausir og virðist fátt miða áfram í þeim efnum. Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragn- ar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Þeir segja einkareknar læknastofur nauðsynlegan hlekk í keðjunni en að kerfin þurfi að vinna betur saman. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sérfræðilæknarnir Ragnar Jónsson og Ágúst Kárason gagnrýna harð- lega stefnu heilbrigðisráðherra. ’ Það er búið að skoða þetta;hver aðgerð er ódýrari úti íbæ heldur en á spítölunum. Þettavar rannsakað fyrir löngu síðan. Enda ekkert skrítið! Hvers vegna á að taka skrúfur úr fæti inni á sjúkrahúsi, það er léleg nýtni á þeirri fjárfestingu. En það er bara prinsip, einkarekstur er af hinu illa og hann skal burt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.