Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 LÍFSSTÍLL Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Elskaðu. Lifðu. Njóttu. FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári Égmæli hiklaust með Femarelle. Þegar ég var 45 ára fór ég að finna fyrir hitaköstum bæði á daginn og einnig á nóttunni, sem var mjög skrítið því mér var venjulega alltaf svo kalt. Þegar þetta ágerðist fór ég að spá í því hvað væri í gangi. Ég las um Femarelle sem konur á mínum aldri væru að taka með góðum árangri og ákvað að prófa. Ég fann strax mikinn mun á c.a. þremur vikum þannig að hef haldið áfram að taka Femarelle og það stendur ekki til að hætta að taka það. Get því hiklaust mælt með því. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Ef fjárhagurinn leyfir gerir það ferðalög alltaf þeim mun eft- irminnilegri að gista á framúrskar- andi hótelum með merkilega sögu. Í Kambódíu er valið þá ósköp einfalt: Raffles. Lífskúnstnerar ættu að þekkja Raffles-hótelin vel, en fyrsta hótelið með þessu nafni hóf rekstur í Singa- púr seint á 19. öld. Undanfarna ára- tugi hefur Raffles-merkið breitt úr sér og eignaðist árið 1997 tvö sögu- fræg hótel í Kambódíu: Grand Hotel d’Angkor í Siem Reap og Hotel Le Royal í Phnom Penh. Bæði kambódísku hótelin búa yfir einstökum töfrum, og hafa hýst gesti á borð við Charlie Chaplin, Jackie Kennedy Onassis, Charles de Gaulle og Michelle Obama. Þá hefur kamb- ódíska konungsfjölskyldan ræktað náið samband við hótelin, og t.d. býður veitingastaðurinn í Siem Reap upp á margréttaða veislumáltíð eftir uppskrift sem fengin var að láni frá sumarhöll konungsins. Er óhætt að mæla með kon- unglegu máltíðinni á Restaurant Le Grand í Siem Reap –hún er ein af þessum sjaldgæfu matarupplifunum sem sprengja alla skala og hleypa svo miklum gleðihormónum af stað að gesturinn er í móki lengi á eftir. Í Phnom Penh er það aftur á móti helgar-brönsjinn þar sem kampavín- ið, gæsalifrarkæfan, wagyu- nautakjötið og humarhalarnir flæða. Í báðum tilvikum er um að ræða há- punkta þess sem veitingastaðir borganna hafa upp á að bjóða, og verðskulda sérstaka ferð ef fólk gist- ir annars staðar. Helst ættu lesendur, ef þeir eiga þess kost, að reyna að taka frá eins og einn dag á hvorum stað til þess eins að njóta hótelsins, panta einn eða tvo kambódíska kokkteila, fá nudd við sundlaugarbakkann og gæla við skilningarvitin – því aðra eins meðferð er erfitt að finna ann- ars staðar, nema þá á margfalt hærra verði. Blaðamaður gisti á Raffles í boði hótelkeðjunnar AccorHotels. Flestir mektarmenn og -konur sem heimsótt hafa landið hafa valið að gista hjá Raffles. Raffles starfrækir sögufræg lúxushótel bæði í Siem Reap og Phnom Penh. Barinn á Raffles í Phnom Penh er með fallegri rýmum í borginni til að fá sér drykk. Umvafin lúxus og sjarma nýlendutímans HVAR Á AÐ GISTA? geta hótelin í bænum komið í kring ferð með einkaleiðsögumanni og túk- túk fyrir lítið. Þykir ágætis dagspakki að sjá aðalmusterið, sem Angkor Wat-svæðið er nefnt eftir, Bayon- musterið, þar sem stór andlit hafa verið höggvin út í steininn, og loks Ta Prohm – sem sumir kalla Tomb Rai- der-musterið, eftir að atriði í sam- nefndri mynd Angelinu Jolie var tek- ið þar upp. Í Ta Prohm hefur viðgerðum af ásetningi verið stillt í hóf svo gestir geti séð hvernig trjá- gróðurinn tók svæðið yfir eftir að mannfólkið hvarf. Gesturinn ræður ferðinni og getur leyft leiðsögumanni og ökumanni að snúast í kringum sig eins og honum hentar, en þó er gert ráð fyrir hádeg- ishléi til að hvílast og matast og er þá ekið stuttan spöl að jaðri mustera- svæðisins þar sem sæmilegur matur er í boði á ágætum og snyrtilegum veitingastöðum. Að öðru leyti er ekki margt að sjá í Siem Reap, en í miðbænum má finna þyrpingu veitingastaða, öldurhúsa og verslana með túristavarning, og þökk sé stöðugum straumi bakpokaferða- langa er stutt í gleðina á kvöldin. Svo miklu meira en musteri Tilviljun réð því að í Phnom Penh gafst tækifæri til að taka stutt viðtal við kambódíska prinsessu. Hennar hátign Sita Norodom er frænka sjálfs konungsins og sölustjóri á hótelinu þar sem gist var. Hún vildi endilega nota tækifærið þegar hún komst á snoðir á um að blaðamaður væri kom- undan er skilinn Vattanac-turninn sem gnæfir yfir borginni og var opn- aður árið 2014. Þessi nútímalegi turn er nokkuð vel heppnaður og á efstu hæðunum má finna smekklega hann- aða veitingastaði að ógleymdum bar á stórum svölum með útsýni í allar átt- ir. Leifar stórveldis Frá Phnom Penh liggur leiðin til Siem Reap, og best að fara með flugi. Rútuferðir eru í boði, en taka hálfan daginn og ekki svo dýrt að setjast í staðinn upp í flugvél í 30 mínútur. Í báðum borgum eru flugvellirnir smá- ir og auðveldir við að eiga. Þó svo töluverður fjöldi ferða- manna heimsæki Angkor Wat er sjaldan þvaga á svæðinu, enda breiða musterin úr sér um risastórt svæði. Fyrir vikið er upplifunin mjög ekta og hægt að komast í einstakt návígi við söguna. Byggingar sem áður voru eflaust aðeins aðgengilegar kon- ungum og æðstuprestum eru í dag staðir þar sem gestir frá öllum heims- hornum gapa af undrun yfir nákvæm- um lágmyndum af æsilegum orr- ustum og hverfa á vit löngu liðinna tíma innan um steinsúlurnar. Þeir sem kæra sig um geta hæg- lega varið heilli viku í að rannsaka Angkor Wat. Svæðið spannar rösk- lega 160 hektara og hafa fornleifa- fræðingar fundið meira en 70 stór musteri innan um frumskógargróð- urinn og alltaf er eitthvað nýtt að koma í ljós. Flestum dugar samt einn dagur og inn á svæðið. Sita segir umheiminn nefnilega vera rétt að byrja að upp- götva töfra Kambódíu og mikils virði fyrir landsmenn ef þeir ná að laða að fleiri góða gesti. „Það er margt fleira að sjá en musterin umhverfis Angkor Wat og nú síðast eru ferðamenn farnir að venja komur sínar til musterisins Preah Vihear í norðurhluta landsins. Ástand vega var áður þannig að erfitt var að komast að musterinu öðruvísi en í gegnum Taíland, en núna er leið- in greið,“ segir prinsessan. „Svo höf- um við einstaka náttúru og dýralíf og mikil upplifun að sjá t.d. Kratie- höfrungana sem lifa í Mekong- fljótinu. Með því að fræða veiðimenn hefur tekist að vernda þennan við- kvæma stofn og ferðalangar heim- sækja staði á borð við Kong Kracheh bæði til að upplifa náttúruna og kom- ast í návígi við hefðbundið líf lands- manna.“ Prinsessunni þykir miður að meiri- hluti ferðamanna skuli aðeins staldra stutt við og verja yfirleitt ekki meira en einum eða tveimur dögum í Siem Reap, og sjá þannig rétt varla nema yfirborðið á heillandi samfélagi, fjöl- breyttu lífríki og stórbrotinni nátt- úru. „Og vilji ferðalangar láta gott af sér leiða má benda á samtök á borð við Nginn Karet (www.nkfc.org) sem bæði halda á lofti fornri hefð helgi- dansa með reglulegum sýningum í Siem Reap samhliða því að fræða og þjálfa ungt fólk sem býr við þröngan kost og bæta velferð samfélaganna á svæðinu með ýmsum hætti.“ Það er erfitt, en um leið mikilvægt, að heimsækja S-21 fangelsið. Ljósmynd / Wikipedia - Paul Man Angkor Wat-svæðið er risavaxið. Ljósmynd /Ásgeir Ingvarsson Eitt af undrum veraldar og staður engum öðrum líkur: Angkor Wat. Ljósmynd /Ásgeir Ingvarsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.