Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 LÍFSSTÍLL Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 149.990 kr. Ekkert lát virðist vera á sölu ogmarkaðssetningu fæðubótar-efna hér á landi. Fólk er sagt vanta alls kyns efni, hvort sem það eru vítamín, steinefni, andoxunar- efni eða prótín, og lausnin oft inn- taka þeirra í töflu- eða duftformi. Rannsóknir á fæðubótarefnum hafa ekki rennt mjög sterkum stoðum undir nytsemi efnanna og í ein- hverjum tilfellum hefur verið sýnt fram á skaðsemi þeirra. Reglur um fæðubótarefni og markaðssetningu þeirra eru ekki eins strangar og þegar um ræðir lyf. Ekki er nauðsynlegt að sýna fram á virkni efnanna en heldur er ekki heimilt að fullyrða um ágæti efnanna nema slíkar fullyrðingar séu byggðar á rannsóknum. Að ein- hverju leyti er þó hægt að fara framhjá reglum með loðnu orðalagi þar sem ekki er fullyrt um neitt með beinum hætti. Alfons Ramel, prófessor við mat- væla- og næringarfræðideild Há- skóla Íslands, segir fæðubótarefni geta hjálpað við ýmsar aðstæður þó í flestum tilvikum sé nóg að fá efnin úr hollri og fjölbreyttri fæðu. Í samtali við Alfons beinir blaða- maður spjótum sínum að prót- ínfæðubótarefnum sem geta verið seld í drykkjar- eða duftformi. Margir neyta slíkra efna, sér- staklega þeir sem stunda æfingar að kappi. Segja má að við séum með prótín á heilanum. Viðmiðin ekkert mál „Það er ekki erfitt að ná viðmiðum um neyslu á prótíni með því að borða venjulegt fæði. Það er ekkert mál,“ segir Alfons og nefnir að oftast er miðað við 0,8 grömm á hvert kíló- gramm líkamsþyngdar. „Ef þú borð- ar venjulegt fæði ertu líklega langt yfir viðmiðinu,“ bætir hann við. „Ef við tökum hins vegar við- kvæman hóp eins og til dæmis gam- alt fólk, þau borða oft minna, taka mikið af lyfjum sem slá á matarlyst og viðmiðin hjá þeim geta verið hærri til að viðhalda vöðvamassa, þá geta verið vandamál,“ segir Alfons. Slíkir hópar geti notið góðs af við- bótarinntöku prótíns. Það sama eigi ekki við um aðra. „Fyrir íþrótta- menn eða þá sem vilja standa sig vel í ræktinni er vel hægt uppfylla þörf- ina með venjulegu mataræði,“ segir Alfons en bætir þó við að prótín- drykkir séu að vissu leyti mjög hent- ugir en ekki nauðsynlegir. Í markaðssetningu prótíndrykkja er oft lögð áhersla á að innbyrða þurfi þá um leið eða stuttu eftir að æfingu er lokið og það sýni fram á nauðsyn drykkjanna þar sem ekki sé alltaf möguleiki á því að borða máltíð svo skömmu eftir æfingu. Í því sam- hengi er oft talað um að hálftíma eft- ir æfingu þurfi lík- aminn prótín til að njóta góðs af henni og líkaminn fari ekki í vöðvaniðurbrot. „Mér finnst hálftími frekar stuttur tími. Ef þú tekur hraust- an einstakling þá er hann með amínósýruforða sem lík- aminn getur notað til að byggja upp ný prótein. Ég myndi halda að það sé alveg nægur forði til að þola hálf- tíma án þess að borða en erfitt er að negla niður hversu langan tíma hann dugir,“ segir Alfons og bendir á að lengri rannsóknir þurfi til að skera úr um það. Aðspurður segir Alfons ekki vera mikinn munur á því próteini sem fólk fær úr mat og fæðu- bótarefnum. „Ef til- gangurinn er að fá orku, til að mynda prótín eða kolvetni, skiptir engu hvort þú borðar venju- legan mat, prótíndrykk eða duft,“ segir Alfons. Hann segir gæði prót- ínsins úr matnum vera mjög góð þó markaðssetning prótínframleiðenda snúi að því að telja fólki trú um yf- irburði t.d. mysuprótíns. Ef hugsað er útfrá almennri hollustu er raunin þó önnur. „Fjölbreytt mataræði er eitthvað sem er ráðlagt og fólk ætti að stefna að. Ef þú færð þér eina eða tvær máltíðir á dag sem sam- anstanda af fæðubótarefni finnst mér vanta fjölbreytni,“ segir Alfons og bætir við að þegar efni eru ein- angruð og sett í duft eða töfluform sé hætta á því að taka of mikið. „Þú borðar aldrei 10 kílógrömm af gul- rótum og færð þannig of mikið af beta-karótíni.“ Getur verið tilgangslaust Næst færist umræðan að vítamín- um, steinefnum og öðrum efnum sem fólk tekur inn með því markmiði bæta heilsu sína. „Þetta getur verið mjög gagnlegt. Ef þú ert með skort, eins og til dæmis margar konur sem fá járnskort einhvern tímann yfir ævina, hjálpa þessi efni. Eins er mikilvægt fyrir okkur hér á landi að fá D-vítamín í einhverju formi. En þetta á að nota frekar til að jafna út skort eða viðhalda eðlilegum styrkj- um efnanna í blóði,“ segir Alfons. Hann nefnir einnig dæmi um að fæðubótarefni hafi haft þveröfug áhrif við það sem ætlast var til. „An- doxunarefni voru eitt sinn í tísku. Þá sýndu rannsóknir að fólk var í auk- inni hættu á því að fá krabbamein og deyja fyrr ef það tók inn beta- karótín sem fæðubótarefni. Þá fór fólk að hugsa að það væri ekki ein- ungis gott að taka inn þessi efni,“ segir Alfons og bætir við að fleiri rannsóknir bendi til þess að fæðu- bótarefni geti haft slæm áhrif. „Ég myndi þó halda að oftast skipti engu máli hvort þú takir þessi efni eða ekki.“ Hann segir vandann við fæðubót- arefni, eins og t.d. C-vítamín, vera að sá sem tekur þau inn sé einungis að fá eitt efni. „Ef þú borðar mikið af ávöxtum og grænmeti færðu fullt af efnum auk C-vítamíns, sem hafa góð áhrif.“ Alfons heldur áfram að taka andoxunarefni sem dæmi. „Ef þú ert ekki með skort þá er frekar tilgangs- laust að taka inn andoxunarefni aukalega. Hins vegar er mjög gott að borða meira af ávöxtum og græn- meti þar sem þá færðu nóg af andox- unarefnum,“ segir Alfons og tekur fram að með fjölbreyttri fæðu fái maður mikið af öðrum efna- samböndum sem hafi góð áhrif á heilsuna. Ímyndunaraflið að verki? Aðspurður segist Alfons eiga erfitt með að fullyrða um efni þar sem markaðsetningin gangi út á reynslu- sögur notenda sem sýni fram á gæði efnanna frekar en haldbærar rann- sóknir. „Lyfleysuáhrif eða ímynd- unaraflið geta verið þarna að verki. Maður vill þó ekki vanmeta það sem fólk upplifir,“ segir Alfons en best sé að sjá rannsóknir. En eru ekki vinsældir allra þeirra fæðubótarefna á markaði í dag dæmigerðar fyrir tilhneigingu okkar til ráðast ekki að rót vandans heldur aðeins að leysa hann á sem þægileg- astan máta, með pillu? „Jú, að ein- hverju leyti. Maður á einmitt að ráð- ast að rót vandans,“ segir Alfons. Hann segir líklega um að kenna markaðssetningu á skyndilausnum sem mögulega virki ekki. „Ef þú ert með D-vítamín-skort og tekur D- vítamín töflur þá geta töflurnar hugsanlega lagað skortinn. En það er svo margt annað að. Þú kannski borðar of mikið af hitaeiningum eða ekki rétta fitu. Það geta verið svo mörg vandamál og ég held að ein pilla geti ekki lagað það.“ Ekki er alls kostar ljóst hvort taka eigi inn fæðu- bótarefni eður ei. Það er ekki auðlifað. Colorbox Ætti pillunum að sturta? Margir taka inn fæðubótarefni að staðaldri og telja það nauðsynlegt til að viðhalda góðri heilsu. Næringarfræðingur segir oft enga ástæðu til inn- töku þeirra og þau geti jafnvel verið skaðleg. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Alfons Ramel ’Lyfleysuáhrif eðaímyndunarafliðgeta verið þarna aðverki. Maður vill þó ekki vanmeta það sem fólk upplifir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.