Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 4
Það er ótrúlegt hve mikil áhrif veður get-ur haft á fólk. Eða öllu heldur sól og svoaftur skortur á henni. Fyrir okkur á suðvesturhorninu er minningin um síðasta sumar nánast eins og frostaveturinn mikli var fyrir aldamótakynslóðina. Mögulega fullmikil dramatík en þetta var raunverulegur skellur. Við hreinlega trúðum því ekki að það gæti rignt svona mikið. Og lengi. Við stóðum við eldhúsgluggann og horfðum útí garð á niðurrignd garðhúsgögn á milli þess sem við opnuðum endalaus sólarsnöpp að norðan. Þar gat fólk ekki farið út í búð án þess að taka mynd af veðurblíðunni. Við gátum ekki einu sinni bókað okkur í sól- arlandaferðir því við vorum svo illa haldin af séríslenskum hvaðefviðmissumafgóðaveðr- inukvíða. Hann lýsir sér í stuttu máli í þeim ótta að vera í útlöndum (og mögulega í rign- ingu) þegar sumarið kæmi loksins hér á suð- vesturhorninu. En það er varla hægt að segja að það hafi komið. Stanslaus pípandi rigningin hélt áfram. Og það hjálpaði okkur ekki í sinninu að hafa alla þessa tækni og geta séð norsku veðurstof- una spá meira af því sama alla næstu viku. Og jafnvel þarnæstu. Svo gerist það í vor að okkar fremsti veður- fræðingur er fenginn til að spá í sumarið. Hann nefnir þann möguleika að þetta verði svipað og það var í fyrra. Landsbyggðin fékk á sig kunnulegan svip sem rann á Liverpool- menn þegar United hætti að kunna fótbolta. Það stefndi í landflótta. Svo bara gerðist eitthvað. Sólin fór að skína. Fyrst vorum við óörugg eins og við vissum ekki alveg hvernig við ættum að taka þessu. Vildum ekki vera of fljót að taka út grillið til að „jinxa“ þessu ekki, en vildum heldur ekki missa af þessum dögum. Hvað ef það kæmu ekki fleiri? Svo komu bara fleiri og fleiri. Rigning varð fjarlæg minning og bændur grétu brunnin tún. Okkur var alveg sama. Við höfðum sól. Ekki varð það til að spilla fyrir að á sama tíma virt- ist sem allt Norðurlandið hefði gleymt lyk- ilorðum sínum inn á alla samfélagsmiðlana. Áhrifin hafa verið meiriháttar. Við getum nánast ekki talað um neitt annað en veðrið. Við eigum í erfiðleikum með að búa til setningar sem innihalda ekki orðið sól. Jafnvel unglingar vakna fyrir hádegi og allir gleðjast saman í sól- inni. Nema mögulega þingmenn Miðflokksins sem hafa sofið hana af sér eftir að hafa vakað á nóttunni við að fræða okkur um allskonar mik- ilvæg mál. En þetta kostar. Og þar komum við aftur að þjóðareinkennum okkar. Það er borgaraleg skylda okkur hér á norðurhjara að nýta sól- ardaga. Við verðum hreinlega að vera úti í góða veðrinu. Uppistaða fæðu okkur er grill- kjöt og dagdrykkja er fullkomlega eðlilegt ástand. Við komum engu í verk af því að við erum svo upptekin af því að kraftnjóta þessarar sól- ar sem enginn veit hvenær kemur aftur og safna í okkur D-vítamíni sem við vitum ekkert hvað við eigum að gera við. En kannski förum við að ná einhverju jafn- vægi. Sumarið er komið um allt land og mögu- lega kominn tími til að tala um eitthvað annað en veðrið. Hvað segið þið um þriðja orkupakk- ann? ’Svo komu bara fleiri og fleiri.Rigning varð fjarlæg minningog bændur grétu brunnin tún.Okkur var alveg sama. Við höfð- um sól. Ekki varð það til að spilla fyrir að á sama tíma virtist sem allt Norðurlandið hefði gleymt lykilorðum sínum inn á alla samfélagsmiðlana. Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is Sumarið sem kom HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 Vatnadans á Vestfjörðum Hinn 15. júní klukkan 15:00munu dansarar á 170 stöð-um um heim allan fram- kvæma dansgjörning. Hér á landi mun gjörningurinn fara fram á Listasafni Samúels í Selárdal, en listamennirnir eru meðlimir lista- hópsins Core Dance. „Global Water Dances er dans- gjörningur sem haldinn er á tveggja ára fresti út um allan heim. Þar vekja dans- og hreyfilistamenn athygli á vandamálum sem varða vatn og vatnsskort og mikilvægi vatns í heim- inum. Viðburðurinn er haldinn út um allan heim á laugardaginn klukkan þrjú á öllum tímasvæðum,“ segir Sue Schroeder, stofnandi og listrænn stjórnandi danslistahópsins Core Dance. Hópurinn, sem var stofnaður í Houston í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, sérhæfir sig í nútíma- dansi, nánar tiltekið dansstíl sem þau kalla „nýtt og frumlegt“ (e. new and original). „Við líkjum ekki eftir neinu öðru,“ segir Sue, „heldur sköpum við allt ásamt meðlimum hópsins. Þau eru meira en dansarar, við köllum þau danslistamenn, því þeirra rödd er hluti af sköpunarferlinu.“ Markmið gjörningsins, eins og áð- ur var nefnt, er að vekja athygli á vandamálum er varða vatn og vatns- skort, auk mikilvægis vatns í heim- inum, en hann er á vegum þrýsti- hópsins Global Water Dances, sem haldið hefur slíka gjörninga frá árinu 2011. Sue kom fyrst til Íslands síðasta sumar og vann að myndatökum fyrir listrænt verkefni tengt náttúru Ís- lands. „Við vildum ná myndböndum af hinum ýmsu öflum náttúrunnar,“ seg- ir Sue, „en einn tökudaginn fundum við [Listasafn Samúels] fyrir tilviljun.“ Áhorfendur hvattir til þátttöku Gjörningurinn fer fram á Listasafni Samúels í Selárdal, en áhorfendur munu fá tækifæri til að stíga spor ásamt danshópnum. „Áhorfendur munu geta tekið þátt, bæði með því að horfa og með því að gera hluti með okkur,“ segir Sue. „Hreyfing- arnar eru mjög einfaldar. Einnig verður hægt að horfa á gjörninginn á netinu, en út um allan heim munu flytjendur streyma gjörningum sínum á heimasíðu Global Water Dances. „Okkur er ófært að streyma gjörningnum beint vegna þess að netsambandið hér er slæmt, en við munum hlaða upp myndbandi nokkrum dögum síðar,“ segir Sue. Core Dance-danslista- hópurinn á Jekyll Island. Ljósmynd/Simon Gentry Bandarískur danslistahópur mun flytja gjörning á Listasafni Samúels í Selárdal til að vekja athygli á vatnstengdum vandamálum á vegum Global Water Dances. Dansað verður á sama tíma um allan heim. Pétur Magnússon petur@mbl.is Listasafn Samúels er í Selár- dal við Arnarfjörð á Vest- fjörðum. Árið 1998 var stofnað félag um endurreisn og viðhald á listaverkum og byggingum listamannsins Samúels Jónssonar, sem bú- settur var í Selárdal og lést árið 1969. Samúel reisti safnið sjálfur, auk kirkju, íbúðarhúss og fjölda lista- verka, allt frá högglista- verkum og trélíkönum til olíumálverka. Enn í dag vinna sjálfboða- liðar hörðum höndum við viðhald á verkum Samúels, en danslistahópurinn Core Dance frá Houston mun, auk þess að framkvæma dansgjörning, leggja hönd á plóg við sjálfboðavinnu á listasafninu. Listasafn Samúels BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.