Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 10
AFSAKIÐ 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 H ún getur verið hárfín, línan á milli eðlilegra útskýringa og hreinna afsakana þegar eitt- hvað fer úrskeiðis í þessu lífi og ekki alltaf gott að greina þar á milli. Það á við í íþróttum eins og á öðrum sviðum mannlífsins. Síðan getur þessi ágæta lína auðvitað alls ekkert verið svo fín; menn grípa nefnilega á köflum til undarlegustu afsak- ana í örvæntingu sinni sem enginn trúir – og mögulega ekki einu sinni þeir sjálfir. Menn tapa, gera slæm mistök í hita leiksins, falla á lyfjaprófi og þar fram eftir götunum og bera ekki nokkra ábyrgð á því sjálfir. Og þegar kem- ur að þessum afsökunum þá virðist hugmynda- flugi manna engin takmörk sett, ef marka má lauslega úttekt Sunnudagsblaðsins. Tapsárir íþróttamenn eru þjóðflokkur út af fyrir sig og af einhverjum ástæðum virðast þeir alltaf vera með munninn fyrir neðan nefið. Gott dæmi um það er sambíski tennisleikarinn Lighton Ndefwayl. Eftir að hafa lotið í leir gegn Musumba nokkrum Bwayla árið 1992 gerði hann upp leikinn í samtali við fjölmiðla: „Bwayla er illa gefinn og afleitur leikmaður. Hann er nefstór og rangeygður. Stúlkur hafa ímugust á honum. Hann vann mig vegna þess að pungbindið mitt var of þétt og út af því að hann rekur við þegar hann gefur upp; það varð til þess að ég tapaði einbeitingunni, sem ég er víðfrægur fyrir í gjörvallri Sambíu.“ En sú ósvinna! Það eru ekki bara pungbindin. Þegar krikketlandslið Sri Lanka tapaði úrslitaleik gegn Pakistan árið 2001 var það alls ekki getuleysi leikmanna að kenna – heldur þeirri staðreynd að bún- ingarnir voru of þröngir. Ekki fylgdi sögunni hvort hönnuðurinn var látinn taka pokann sinn í framhaldinu. Rangur skíðaáburður Finnum var spáð góðu gengi á Skíðaleik- unum í Svíþjóð árið 1955 en það fór á annan veg. „Því var almennt spáð að finnsku stúlk- urnar myndu verða sigursælar eins og und- anfarin ár en svo brá við að þær urðu síðastar. Er því kennt um að bæði þær og eins karlarnir hafi notað rangan skíðaáburð og því hafi farið sem fór. Kom þetta mjög á óvart, en því er spáð að þetta hendi tæpast öðru sinni í bráð,“ sagði í Þjóðviljanum en þessi „skýring“ átti eftir að heyrast aftur, meðal annars hjá íslenskum skíðagöngumönnum og fróðir menn hafa tjáð greinarhöfundi að sitthvað sé til í henni. „Kærastan mín truflaði mig,“ sagði Iker Casillas, markvörður spænska knattspyrnu- landsliðsins, um sigurmark Svisslendinga í upphafsleiknum á HM 2010. Mönnum þótti það mátulega trúverðug skýring en þetta kom þó ekki að sök því Spánverjar hömpuðu heimsbik- arnum í mótslok, í fyrsta og eina sinn. Sir Alex Ferguson var jafnan með svör á reiðum höndum, þá sjaldan Manchester United lék illa undir hans stjórn. Þegar liðið gekk til búningsherbergja í leikhléi gegn Southampton árið 1996, þemur mörkum undir, lét hann það skipta um búninga. Þeir fyrri, sem voru gráir, gerðu það nefnilega að verkum að leikmenn United sáu meðherjana seint og illa. Klippt og skorið. Aðra goðsögn, Bill Shankly, sem stýrði Liv- erpool um árabil, rak heldur ekki í vörðurnar eftir að lið hans tapaði 7:2 fyrir Tottenham. „Hefði Jimmy Greaves ekki skorað fernu þá hefðum við ekki tapað svona stórt.“ Erfitt að andmæla því. Blindaðist af skallanum Chris Mooney, sem varði um tíma mark enska knattspyrnuliðsins Rotherham, fékk einu sinni á sig ægilegt klaufamark. Eins og hann hafi fengið við það ráðið! Sólin endurvarpaðist nefnilega á þessu afdrifaríka augnabliki af sam- herja hans, Nick Smith, sem var nauðasköllótt- ur, og blindaði aumingja Mooney. Johnny Weir, listdansari á skautum, komst ekki á verðlaunapall á Ólymp- íuleikunum 2006 og leitaði ekki langt yfir skammt að sökudólgi – skauta- höllinni. „Mér leið aldrei vel í þessari byggingu. Fann ekki innri frið. Fann ekki áruna mína.“ Árans vandræði. Hafnaboltamaðurinn Dock Ellis mætti í annarlegu ástandi til leiks með liði sínu, Pittsburgh Pirates, árið 1970, og stóð sig í samræmi við það. Seinna viður- kenndi hann að hafa verið á LSD. Og hvernig gat það gerst á leikdegi? Ekki stóð á svari frá Ellis: „Ég ruglaðist á dögum!“ Árið 2010 tapaði New York Knicks fyrir Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni. Leikmenn liðsins báru þó enga ábyrgð á óförunum, heldur afturgöngur sem léku lausum hala á hóteli liðsins nóttina fyrir leikinn og héldu vöku fyrir logandi hrædd- um leikmönnunum sem hjúfruðu sig svefnvana hver upp að öðrum. Foxillur flota- foringi Talandi um drauga þá tapaði Blackpool afar mikilvægum leik fyrir Bradford City í ensku Ryan Giggs átti litla möguleika á að koma auga á David Beckham félaga sinn í Manchester United í frægum leik gegn Southampton 1996. Sky Sports Sara Carbonero, þáverandi kærasta og nú- verandi eiginkona, hefur ætíð verið Iker Casillas hugleikin, innan vallar sem utan. Afturganga Horatios Nelsons flotafor- ingja blandaði sér óvænt í knattspyrnu- leik Blackpool og Bradford um árið. Illa gefinn, nefstór og rangeygður Vofur, geitur, dádýr, eldingar, nefstórir andstæðingar, litblinda, straujárn, strípimeyjar, rangur áburður, útkastshorn, dúfnabök- ur og blóð úr tvíbura sem aldrei fæddist eru á meðal skýringa/ afsakana sem íþróttamenn hafa gripið til gegnum tíðina í því skyni að bera blak af sér vegna ófara – innan vallar sem utan. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hjólreiðakappinn Tyler Hamilton kvaðst vera með blóð úr tvíbura- bróður sínum sem aldrei fæddist. Þessar urðu allar fyrir eldingu árið 2011. AFP Johnny Weir fann sig illa í skautahöllinni á ÓL 2006. Hinn móðgunargjarni William Sianis og geitin góða sem lögðu álög á Chicago Cubs. Álögin stóðu í 71 ár. Strípimær „smitaði“ Richard Gasquet af kókaíni. Nuddarinn gerði Justin Gatlin grikk. AFP AFP Dock Ellis mætti á sýrutrippi til leiks. Fór dagavillt, blessaður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.