Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Qupperneq 4
„Þegar hann snerti yfirborð sjávarins brutust út mikil fagnaðarlæti“ Nú styttist í að mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá fái að svamla um ísjónum í Klettsvík við Vestmanna- eyjar en eins og alþjóð veit var flogið með þær frá Shanghai til landsins í vikunni. Þær feta þar með í fótspor frægasta háhyrnings heims, Kei- kós, sem hingað kom í september árið 1998; þá fræg kvikmyndastjarna. Þjóðin stóð á öndinni þessa septemberdaga og var fylgst með hverju „spori“ háhyrningsins með slappa uggann. Hersing blaðamanna heimsins Fyrir tæpu 21 ári, þann 10. september 1998, var Keikó fluttur aftur til heimalandsins Ís- lands, en Keikó var nefnilega Íslendingar í húð og hár, fæddur við Íslandsstrendur árið 1976. Dvölin í Klettsvíkinni átti að gera honum kleift að lifa frjáls eins og aðrir háhyrningar en stefnt var að því að sleppa honum lausum þeg- ar hann væri tilbúinn. Forsaga málsins var sú að árið 1978 var Keikó fangaður og seldur til þjálfunar, en árið 1993 gerðist hann leikari og sló Keikó í gegn í kvikmyndinni Free Willy og í framhaldsmynd- unum tveimur, árin 1995 og 1997. Keikó bjó um stund í Mexíkó en þaðan lá leiðin til Ore- gon-ríkis þar sem hann var í sædýrasafni í tvö ár. Sýnt var beint um allan heim þegar há- hyrningurinn var hífður upp úr lauginni í Ore- gon þar sem hann kvaddi sín heimkynni þar í síðasta sinn og fór í flugferð til Íslands. Heill hópur af þjálfurum fylgdi Keikó auk blaðamanna frá öllum heimshornum, en talið er að 165 blaðamenn hafi verið í Vestmanna- eyjum við komu hans. Hann átti meira að segja sinn eigin íslenska talsmann, Hall Halls- son, sem reglulega flutti fréttir af líðan Keikós. Öll gistiheimili full Lent var með Keikó á flugvellinum í Vest- mannaeyjum en hann var fluttur með risavél; C-17 vél bandaríska hersins. Hundruð manna fylgdust með þegar hún lenti, og það harka- lega, en vélin laskaðist við lendinguna. Við komu Keikós var undirrituð stödd í Vestmannaeyjum fyrir hönd Morgunblaðsins sem ljósmyndari ásamt teymi af blaðamönn- um. Lítið var um laus gistipláss þar sem er- lendu blaðamennirnir fylltu öll tóm hús og gistiheimili eyjunnar og var brugðið á það ráð að þiggja heimagistingu hjá skyldmennum eins starfsmanns Morgunblaðsins. Þar var gist í hverjum krók og kima í góðu yfirlæti. Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemning þessa fyrstu daga eftir komu Keikós og víða um bæinn mátti sjá skilti til að bjóða grun- lausan háhyrninginn velkominn. Hefði mátt halda að forseti Bandaríkjanna væri sjálfur á eyjunni; slíkur var viðbúnaðurinn. Enda höfðu Keikó borist lífslátshótanir og því um að gera að passa upp á kappann. Ekki með lífsmarki Blaðamenn Morgunblaðsins skráðu niður sam- viskusamlega hvert skref Keikós, ásamt því að lýsa stemningunni sem ríkti í Eyjum. Í Morg- unblaðinu þann 11. september 1998 mátti lesa: „Siglt var á hægu stími út í kvína í fylgd fjög- urra skipa með fréttamönnum auk smærri báta. Ljósmyndarar um borð í skipunum börð- ust um besta plássið og nokkrir bandarísku fréttamannanna lýstu atburðum í beinni út- sendingu í gegnum farsíma. Skipum frétta- manna og gesta var haldið í nokkurri fjarlægð og var gefin út skipun um að drepa á vélum skipanna til að valda ekki titringi þegar kom að því að taka lokaskrefið, sem var að hífa Keikó úr prammanum ofan í kvína. Spennan komst í hámark meðal viðstaddra og óralöng stund virtist líða þangað til háhyrningurinn ástsæli birtist mönnum á börum sínum. Stuttu síðar kom hann í ljós eins og tjaldur að vori með ugga sína út í loftið og sýndist ekki með lífs- marki. Þegar hann snerti yfirborð sjávarins brutust út mikil fagnaðarlæti er hann sýndi að hann væri við góða heilsu og langt frá því allur. Eins og búist hafði verið við byrjaði Keikó á því að synda um kvína og kanna hana, en síðan fór hann að leita uppi þjálfara sína sem voru ýmist í flotbúningum eða neðansjávar í kafarabún- ingum. Túlkaði læknir Keikós, dr. Lanny Cor- nell, þessa hegðun á þann veg að Keikó væri að segja: „Halló, er einhver þarna?““ Blaðamaður, þá ljósmyndari, man vel eftir spennunni sem ríkti á þessari ögurstundu þeg- ar Keikó var slakað niður í sjó. Það mátti heyra saumnál detta; alla vega í endurminn- ingunni. Synti rakleiðis til Noregs Nokkrum dögum síðar var þetta að frétta af Keikó: „Háhyrningurinn Keikó, sem nú dvelur í kví sinni í Klettsvík í Vestmannaeyjum, er við góða heilsu og hefur góða matarlyst. Að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Free Willy- samtakanna, var Keikó við stökkæfingar í gærmorgun en hann stundar ýmsar æfingar daglega, sér til styrkingar.“ Keikó fékk að dvelja í kvínni í tæp fjögur ár en þá var talið óhætt að sleppa honum lausum. Hann synti rakleiðis til Noregs þar sem íbú- ar við Helsa í Noregi sáu til hans og léku jafn- vel við hann. Að beiðni dýraverndarsamtaka var almenningi bannað að eiga samskipti við hann, þar eð hann átti að aðlagast lífi háhyrn- inga og ekki að umgangast fólk. Þann 10. desember 2003 greindist hann með lungnasjúkdóm sem varð honum að bana tveimur dögum síðar. Eitt er víst að Keikó átti hug og hjörtu heimsbyggðarinnar og gaman var fyrir íslenskt fjölmiðlafólk að fá að taka þátt í þessari annars furðulegu uppákomu. Keikó, frægasti háhyrn- ingur heims, var í sviðs- ljósinu þegar hann flutti til Vestmannaeyja árið 1998. Morgunblaðið/Ásdís Mjaldrasystur tvær fluttu til landsins í vikunni en þær eru hvergi nærri jafn frægar og háhyrningurinn Keikó sem fékk hér landvistarleyfi fyrir rúmum tveimur áratugum. Heimsbyggðin öll fylgdist með í ofvæni enda voru hér 165 blaðamenn og ljósmynd- arar sem skrásettu vandlega hvert „skref“ sem hann tók. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.