Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Side 18
rannsókn,“ segir Meyvant og segir að skoða þurfi betur hverja grein fyrir sig. „Við komum til dæmis mjög illa út í náttúruvísindum nú síð- ast. Ég hef ekki heyrt nokkurn mann tala um eða reyna að rannsaka hvað er að,“ segir hann. Honum finnst til að mynda svolítið kaldhæðn- islegt að börn flykkist út til að mótmæla að- gerðum stjórnvalda er varða losun gróður- húsalofttegunda en læri ekki nægilega mikið um það hvernig gróðurhúsalofttegundir valdi hlýnun á jörðinni. „Spurningar í PISA- könnuninni eru meðal annars um þessi mál,“ bætir Meyvant við. „PISA-könnunin er ennþá með þessa skipt- ingu náttúruvísinda, það er í eðlisfræði, efna- fræði, líffræði og jarðfræði og það er eins og menn vilji horfa framhjá því og leggja meiri áherslu á almenna náttúrufræði, meðal annars með útikennslu og þess háttar. Sumir virðast forðast að láta nemendur læra alvöru eðlis- fræði heldur frekar uppgötva eitthvað úti í náttúrunni. Ég óttast þessa þróun.“ Meyvant segir PISA-könnunina í náttúru- vísindum reyna á þekkingu og kunnáttu þótt meginmarkmiðið sé að kanna hvernig nem- andinn geti nýtt sér þekkinguna. „Sálfræð- ingar hafa meðal annars bent á þetta. Það þýð- ir ekki að leggja áherslu á skapandi hugsun ef nemandinn hefur enga grundvallarþekkingu til að byggja á og tengja saman hugmyndir.“ Meyvant segir að breytinga sé þörf á sviði kennaramenntunar. „Ég ætla að leyfa mér að segja að kennaramenntunin hérna hjá okkur þarfnist skoðunar. Það er eitthvað athugavert við þróun hennar undanfarna tvo áratugi,“ segir hann og nefnir nokkrar tölur: „Frá alda- mótum til um það bil 2008 var geysilegur fjöldi sem sótti um kennaranám. Þetta voru eitthvað um 800 manns, að mig minnir, og ekki nema helmingur sem komst að. Á árunum frá 2009 til 2011 er meðaltalið komið niður í 200 manns,“ segir Meyvant og bætir við að metár hafi verið árið 2002 þegar 850 sóttu um kenn- aranám og tæpur helmingur var tekinn inn í námið. „Árið 2018 voru aðeins 95 manns skráð- ir í kennaranám.“ Virðing fyrir kennurum lítil -Hvað er það sem veldur þessu? „Hugsanlega lengra nám, inntak námsins, launin og virðingin líka. Virðing gagnvart starfinu. Það virðist vera breyta sem hefur mikil áhrif. Nemendur sem við ræddum við hérna hjá okkur sem eru rétt að byrja í kennslu tala um að ættingjar og vinir spyrji einfaldlega: „Af hverju í óskupunum ertu að fara í þetta starf?““ Aðspurður hvernig sporna megi við þessari þróun segir hann aðgerðir stjórnvalda, þar sem veittur er styrkur til tilvonandi kennara ásamt því að þeim er leyft að vinna hálft starf á launum síðasta námsárið, jákvæðar. Sjálfur nefnir hann starfssvið umsjónarkennara og hann segir afskipti foreldra, ef marka má kennara sem hann hefur rætt við, hafa gengið of langt. Álagið á kennurum sé mikið sem leiði oft til kulnunar í starfi. „Það er aðdáunarvert hvað kennarar eru að gera góða hluti. En það er bara svo margt sem kennarar eiga að leysa núna,“ segir Meyvant og bætir við að af þessu leiði mikið brottfall kennara. Það þurfi að laða fleiri inn í þetta starf. „Ég hef stundum sagt að þetta sé nánast eins og skilvinda. Eftir um fimm ár í starfi eru mjög efnilegir kennarar víða búnir að skiljast frá, komnir í önnur störf. En þetta er eitthvað sem er svolítið viðkvæmt að tala um,“ segir hann en bætir þó við að eftir standi þó afburðakennarar sem hann grunar að fái ekki þá virðingu sem þeir eiga skilið. Meyvant segir um 50% þeirra sem hafi leyfis- bréf til kennslu hér á landi vera í öðrum störf- E f marka má umræðuna sem fram fer á ljósvakamiðlum og öðrum fjölmiðlum virðist sú staða sem uppi er í grunnskólakerfinu versna í sífellu. Niðurstöður samræmdra kannana eins og til dæmis PISA, sem skoðar getu 15 ára nemenda, gefa í skyn að íslenskir nemendur standi jafnöldrum sínum erlendis að baki. Staðan hefur versnað síðasta áratug- inn samkvæmt PISA-könnuninni og umræða um laun, nám og virðingu kennara bendir ekki til að betri niðurstaðna megi vænta á næstu árum. Raunar munu niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem kynntar verða í lok þessa árs, leiða sitthvað í ljós. Meyvant Þórólfsson, dósent við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, tekur undir þær áhyggjuraddir sem ómað hafa í umræðunni síðustu ár og misseri. Hann segir stöðu bráð- gerra barna, þ.e. þeirra grunnskólanemenda sem ná afbragðsárangri, valda sér hvað mest- um áhyggjum. Hlutfall þeirra sé til dæmis mjög lágt og fari lækkandi sem sé skýr vís- bending um að þessi hópur fái ekki verkefni við hæfi í íslensku menntakerfi. Þetta þurfi að rýna í og bæta ef mögulegt er. Þessi hópur virðist gleymast og virðist erfiðleikum háð að finna úrræði fyrir hann. Skóli án aðgreiningar ekki lausnin „Í október síðastliðnum sendi ég spurningu til allra grunnskóla um stöðuna: hvað væri verið að gera í málefnum bráðgerra nemenda, eða þessa hóps,“ segir Meyvant. „Algengasta svar- ið var að þörfum allra væri mætt, í skóla án að- greiningar, en einnig að nemendum væri hrað- að í námi. En vissulega höfum við líka athyglisverð dæmi um úrræði, sem væri vert að skoða nánar.“ Skóli án aðgreiningar snýst um að veita öll- um jöfn tækifæri í námi, sem sé mikilvægt, en þar með verði tilhneigingin að draga alla að miðjunni og segir Meyvant að samkvæmt rannsóknum sé þetta ekki góð lausn fyrir bráðger börn. Verkefnum líkt og þeim sem voru sett í gang hér á landi á fyrsta áratug þessarar aldar og sneru að því hjálpa þessum hópi barna virðist erfitt að koma í kring nú á dögum, að sögn Meyvants. „Kannski er þetta vegna þess hve skólarnir eru fámennir. Nemendur hjá mér í meist- araverkefnum hafa til dæmis verið að rann- saka þetta. Í einu verkefninu kom í ljós að krakkar í stærðfræði voru sendir inn í náms- ver eða eitthvað slíkt til að leita svara við sín- um spurningum frekar en trufla kennslu, ef svo má segja,“ segir hann og á þar við börn sem komin eru fram úr jafnöldrum sínum í námsefninu en þarfnast samt sem áður stuðn- ings og endurgjafar. Hann segir þessi börn þurfa svör frá kennurum sínum. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), kom hingað til lands fyrr í mánuðin- um. Hann sagði í samtali við mbl.is einungis 3,8% íslenskra nemenda vera í hópi þeirra sem standa sig afbragðsvel, samkvæmt síðustu PISA-könnun. Meyvant segir þetta end- urspegla vandamálið er varðar bráðger börn. „Ég myndi halda að almennt ættu að vera þarna um átta til tíu prósent ef vel væri haldið á spöðunum,“ segir Meyvant og nefnir að rannsókn á vegum menntamálaráðuneytisins frá árinu 2002 gefi vísbendingar um að af- burðanemendur fái ekki verkefni við hæfi. „Þetta endurspeglar einsleitni í skólakerfinu þar sem nemendum sem eiga erfitt með nám sé frekar sinnt og reynt að toga þá að miðj- unni,“ segir hann. Afleiðingar þessa eru að þeir sem eiga auðveldara með námið virðast ekki fá sömu athygli. Stórt og flókið ferli Meyvant segir þetta vera hluta af stóru og flóknu ferli sem tengist að einhverju leyti póli- tík, áherslum í skólakerfinu, kennaramenntun og námskrárgerð. Hann segir í því samhengi mikið fjármagn fara í áðurnefndan skóla án aðgreiningar. „Ég hef ekki tölur yfir fjár- magnið sem tengist því en ég held að við gæt- um, ef við myndum rýna í það, séð mjög háar tölur.“ Hann tekur dæmi: „Við höfum verið til fyrirmyndar í þjónustu í skólum við innflytj- endur, hælisleitendur og fleiri. Ég veit dæmi þess að það eru kostaðir túlkar á alls kyns fundi í skólum. Auðvitað kostar þetta allt sam- an, fyrir utan auðvitað alla aðra sérþjónustu fyrir þennan hóp. Þessi hópur þarf auðvitað mikla þjónustu og við höfum öll skilning á því. En þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Í hvað fara peningarnir? Ég held að námsmat til dæmis, með tilliti til námslega sterku nemend- anna, sé stórgallað hjá okkur vegna skorts á fjármagni til þeirra mála.“ Meyvant vill meira ögrandi viðfangsefni og námsmat fyrir þessa nemendur, hafa sam- ræmd próf þar sem vandað er til verka og fjár- magn lagt til. Samræmdu prófin sem lögð eru fyrir nemendur í dag uppfylli ekki þau skil- yrði, vegna þess hve vélræn þau eru hvað varðar fyrirlögn og yfirferð. „Það á að setja miklu meiri peninga í námsmat,“ bætir Mey- vant við. Nýtt einkunnakerfi var tekið í gagnið í grunnskólum landsins vorið 2016. Voru breyt- ingarnar að einhverju leyti vegna þeirrar „ein- kunnaverðbólgu“ sem átti sér stað árin áður, þ.e. nemendur fengu sífellt hærri einkunnir og hækkuðu þar með inntökuskilyrði framhalds- skólanna. Meyvant segir þetta einkunnakerfi, þar sem, að hans sögn, nánast helmingur nem- enda á að fá einkunnina B og nánast enginn A, og menn viti ekki nákvæmlega hvað það merk- ir, ekki hafa skilað tilskildum árangri. Hann hafi ekki heyrt frá stjórnendum framhalds- skóla að þetta nýja námsmatskerfi hafi haft áhrif til betri vegar við inntöku nýrra nem- enda. Hins vegar sé hugmyndin um víðtækara námsmat af hinu góða að hans mati. Ekki eru allir sammála um gildi fyrr- nefndrar PISA-könnunar. Sýnt hefur verið fram á ýmsa vankanta hennar auk þess sem sett hefur verið spurningarmerki við vilja nemenda til að leggja sig fram við undirbúning og lausn könnunarinnar. Meyvant tekur undir þessa gagnrýni að einhverju leyti. „Þennan frasa sem settur var fram um árið í fjölmiðlum um að þriðjungur drengja gæti ekki lesið sér til gagns tel ég vera algjörlega byggðan á röngum gögnum. Ég hef engar haldbærar sannanir fyrir þessu en maður heyrir á nem- endum að ef að engu er að vinna þá svara sum- ir bara einhvern veginn. Ef það er langur texti sem þarf að lesa og setja sig inn í þá er bara krossað við eitthvað. Það þekkist að minnsta kosti og við höfum alveg dæmi um slíkt,“ segir Meyvant en bætir við að rýna verði í niður- stöður PISA-könnunarinnar engu að síður. Þekkja ekki eðli hlýnunar jarðar Honum finnst umræðan um niðurstöður kann- ananna ná of stutt. „Mér finnst umræðan ekki ná lengra en að horfa á röðun þjóða í þessari Meyvant Þórólfsson og Gunnar Dofri Ólafsson standa, ásamt fleirum, að viðburðum til heiðurs Péturs Blöndal. Pétur kom á sínum tíma að verkefnum í þágu bráðgerra barna sem Meyvant segir mikilvægt að standa við bakið á. Bráðger börn gleymast Úrræði vantar fyrir afburðanemendur á grunnskólastigi hér á landi sem orðið hefur til þess að hlutfall þeirra er mjög lágt í samanburði við önnur lönd. Meyvant Þórólfsson segir skólakerfið að einhverju leyti einkennast af óreiðu og ráðaleysi. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@hi.is ’Sumir virðast forðast aðláta nemendur læra alvörueðlisfræði heldur frekar upp-götva eitthvað úti í náttúrunni. Ég óttast þessa þróun. Meyvant og Gunnar Dofri Ólafsson ásamt fleirum koma til með að heiðra minningu Péturs Blöndal sem hefði orðið 75 ára mánudaginn næsta. Pétur tók þátt í tveimur viðamiklum verkefnum sem sneru að því að gefa bráðgerum börnum tæki- færi til að rækta sína hæfileika. Annað þessara verkefna var Bráðger börn – verkefni við hæfi sem Meyvant stýrði á árunum 2000-2004 og Gunnar naut góðs af sem barn. Hitt verkefnið var Ad astra sem unnið var að á árunum 2007-2010 og Gunnar tók þátt í að stýra. Verkefninu sem Meyvant stýrði var komið í fót fyrir tilstilli Péturs og var samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Heimilis og skóla. „Við kölluðum þetta tilraun og þetta var mjög áhrifamikið verkefni og mikill áhugi var fyrir því,“ segir Meyvant og bætir við að þetta verkefni hafi að hans mati verið undan- fari Háskóla unga fólksins. Meyvant hefur auk Kristínar Lilliendahl, aðjunkts við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, rýnt í og rannsakað aðstæður bráð- gerra barna. „Við ræddum um að heyra í nokkrum þeirra sem hefðu komið að þess- um verkefnum. Við náðum saman ein- hverjum sjö eða átta manna hópi, meðal annars nemendum sem nutu góðs af þess- um verkefnum,“ segir Meyvant. Úr urðu nokkrar hugmyndir um viðburði ef við- burði má kalla. Ein þessara hugmynda er stofnun minningarsjóðs í nafni Péturs. „Þar sé tekið mið af þróunarverkefnum í skóla- kerfinu tengdum bráðgerum börnum.“ Auk þess er stefnan að halda málþing til heiðurs Pétri á ráðstefnunni Menntakviku sem haldin er í október ár hvert. Pétur Blöndal Heiðra minn- ingu Péturs 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.