Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 LÍFSSTÍLL Fyrir 3-4 700 g lambakjöt 2 tsk. hveiti 1 ½ msk cumin 90 ml dökk sojasósa, t.d. frá Blue Dragon 60 ml hrísgrjónaedik 1 msk. sykur 2 eggaldin, skorin í bita salt og pipar 60 ml grænmetisolía 2 cm ferskt engifer, skorið í þunna strimla 3 rauð chilí, fræhreinsuð og smátt söxuð 1 búnt vorlaukar, skornir smátt ½ búnt ferskur kóríander, saxaður Skerið lambakjötið í bita og þerr- ið. Setjið í skál og bætið hveiti, einni matskeið af cumin, helmingi af sojasósunni, helmingi af hrís- grjónaedikinu og sykri út í. Bland- ið vel saman og marinerið í a.m.k. 30 mínútur. Skerið eggaldin niður í bita og setjið í skál ásamt afganginum af cumin-kryddinu og salti. Hellið helming af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið eggaldin í um fimm mínútur við háan hita og hrærið af og til í blöndunni eða þar til eggaldinið er farið að brúnast. Bætið engifer og einni matskeið af sojasósu saman við og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Tak- ið af pönnunni og þerrið. Geymið. Hitið pönnuna og bætið þá af- ganginum af olíunni þar á. Steikið kjötið í þremur hlutum á pönnunni, í um tvær mínútur á hvorri hlið. Endurtakið með af- ganginn af kjötinu. Þerrið kjötið og hellið um helm- ingi af olíunni af pönnunni. Setjið allt kjötið aftur á heita pönnuna ásamt eggaldinum, soja- sósu, ediki, chili, vorlauk og kórí- ander og veltið saman í nokkrar mínútur. Setjið á disk og berið fram. Frá grgs.is og gerumdaginngirnilegan.is. Stökkt lambasalat Fyrir 3-4, sem meðlæti fjórðungur ananas, skorinn í bita hálfur rauðlaukur (1 ef hann er lítill), saxaður smátt 1 vel þroskað avókadó, saxað í bita 0,5 tsk. tabasco-sósa 3-5 fersk basilblöð, klippt í ræmur (má sleppa en gefur gott bragð) gott sjávarsalt pipar Setjið saxaða laukinn í vatn ásamt smá klípu af salti og geymið í 30 mínútur. Hellið vatninu af og setjið laukinn í stóra skál. Skerið hýði af ananasnum, sker- ið miðjuna úr og saxið gróft. Af- hýðið avókadóið og saxið frekar gróft. Bætið ananas, avókadó og tabasco-sósunni út í skálina og veltið varlega til. Kryddið með salti og pipar. Klippið eða rífið basilblöð yfir salatið. Frá cafesigrun.com. Afrískt ananassalat Fyrir 2-4 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk. ólífuolía 1 tsk. smjör handfylli ristaðar valhnetur geitaostur, magn eftir smekk SALATDRESSING 1 tsk. rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skalottlaukar 1 tsk. dijon-sinnep salt og pipar Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið bringuna til með salti og pipar og steikið bringurnar í 3-4 mín- útur á hvorri hlið. Setjið anda- bringurnar í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 8-10 mínútur. Eins og með allt kjöt er mik- ilvægt að leyfa því að hvíla í fá- einar mínútur áður en það er skorið, en það kemur í veg fyrir að safinn leki út og kjötið verði þurrt. Skerið perur í sneiðar og steikið upp úr olíu og smjöri í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Þurrristið valhnetur á pönnu. Útbúið franska salatdressingu, saxið niður skalottlauk mjög smátt og setjið í skál. Blandið jómfrúarolíu, sinnepi og rauð- vínsediki saman við og hrærið vel í dressingunni. Veltið kálinu upp úr dressing- unni og leggið salatið á fat, raðið perum yfir, skerið andabringuna í sneiðar og leggið yfir, myljið geitaost, sáldrið valhnetum og dreifið granateplum yfir salatið í lokin. Berið strax fram og njótið vel. Frá evalaufeykjaran.is Andasalat með stökkum valhnetum og geitaosti ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.