Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Sérhæfum
okkur í hreinsun
á viðkvæmum
fatnaði
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
LAXDAL SUMARÚTSALA
GÆÐAVARA Á EINSTÖKU VERÐI
20%
-70%
AFSLÁTTUR
SUMARYFIRHAFNIR
HEILSÁRSKÁPUR
FERÐAJAKKAR
FRAKKAR
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Útsalan er hafin
Str.
38-58
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Útsala
40-50%afsl.
Buxur
Bolir
Kjólar
Túnikur
Toppar
Jakkar
Str. 36-56
Hjólhýsasvæði við Gullhringinn
Hjá Ferðaþjónustunni við Úthlíð er til leigu og afnota
svæði undir hjólhýsi eða húsbíla.
Svæðið er ræktað með 4 metra háum öspum. Vegur með bundið
slitlag að svæðinu sem er um 100 km frá Reykjavík. Öll almenn
þjónusta er á svæðinu, svo sem veitingar, golfvöllur o.fl.
Nánari upplýsingar í síma 894 0610, 894 3209 eða
891 6107. Möguleiki er að fá mynd senda úr þeim síma.
Ármúla 44, 108 Reykjavík
s. 562 6062
Allt að 80% afsláttur
Útsalan er hafin
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar sam-
þykkti á fundi sínum á mánudag að
starfsmenn sem fylgja fötluðum
einstaklingum fái frítt í sund það
sem eftir er ársins 2019. Í samtali
við Morgunblaðið segir Þuríður
Harpa Sigurðardóttir, formaður
Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), að
henni finnist ánægjulegt að heyra
að Ísafjarðarbær hafi tekið þessa
ákvörðun og segir að almennt
þurfi að greiða fyrir fylgdarmenn
fatlaðra eins og hverja aðra þegar
sótt er þjónusta eins og sund og
bíó. „Ef fatlaður einstaklingur er
öryrki, og er með öryrkjakort, þá
bjóða fyrirtæki oft upp á einhvern
afslátt fyrir hann. En hinn ein-
staklingurinn þarf að borga fullt
verð. Það er undantekning ef því
er öðruvísi farið.
Svo mér finnst
þetta vel ráðið
hjá Ísafjarð-
arbæ.“
Aðspurð segir
hún að í flestum
tilfellum sé það
væntanlega
fylgdarmaðurinn
sem greiðir fyrir
sig sjálfur, „eða
þá að sá fatlaði greiðir fyrir hann“.
Hún segir, allavega síðan hún tók
við formennsku, að ÖBÍ hafi ekki
beitt sér sérstaklega fyrir þessu
máli og segir að almennt sé sveit-
arfélögum og fyrirtækjum í sjálfs-
vald sett hvernig þau koma að
þessu.
Fylgdarmenn fatlaðra fá nú frítt í sund
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Það er minna um grasfrjó í júní en
meðaltalið segir til um en það er
ómögulegt að segja til um hvernig
frjókornasumarið verður varðandi
grösin,“ segir Ellý Guðjohnsen, líf-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.
Grasfrjóið er ekki almennilega
komið af stað en birkifrjótíma er aft-
ur á móti lokið. Talsvert minna var
af birkifrjó í andrúmslofti í júní en
vant er og segir Ellý að það sé lík-
lega vegna þurrka.
„Samt var hlýtt og sólríkt svo
maður hefði kannski búist við fleiri
frjókornum.“
Birkifrjóið kom snemma þetta ár-
ið og var óvenjumikið af því í and-
rúmslofti á Akureyri í maí og sömu
sögu er að segja af birkifrjói í Garða-
bæ, samkvæmt tölum Náttúru-
fræðistofnunar. „Það er eins og það
hafi bara allt komið í maí og svo bara
reytingur núna í júní.“ Birkifrjóið
var þó talsvert öflugra á Akureyri en
í Garðabæ. Um ástæður þess segir
Ellý: „Það hefur væntanlega bara
verið veðráttan þar. Það var töluvert
meira í maí en aftur á móti var mjög
lítið af birkifrjókornum í júní.“
Minna um grasfrjó en síðustu ár
Mikið af birkifrjói í andrúmslofti í maí en afar lítið í júní
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Frjó Júnímánuður var hagstæðari
fólki með frjóofnæmi en síðustu ár.
Sjö sækja um starf Þjóðleikhússtjóra
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gef-
ið út lista yfir umsækjendur um starf þjóðleikhús-
stjóra. Sjö umsóknir bárust um starfið frá eftir-
töldum: Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, Bryn-
hildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri,
Guðbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún K. Halldórs-
dóttir leikstjóri, Kristín Eysteinsdóttir, leik-
hússtjóri Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórð-
arson útvarpsstjóri og Stefán Sturla Sigurjónsson,
verkefnastjóri, leikari og rithöfundur. Skipað
verður í embættið frá og með næstu áramótum.