Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FRÁBÆR
HREINSI- OG SMUREFNI
FYRIR BÍLINN ÞINN
FYRIR BÍLINN
Samtök iðnaðarins
eru fylgjandi því að
lýðheilsa landsmanna
sé efld og Embætti
landlæknis er vel
treystandi til þess að
stuðla að góðri og
öruggri heilbrigðis-
þjónustu, heilsueflingu
og öflugum forvörnum
í samræmi við sitt
hlutverk. En embættið
er á villigötum þegar það leggur til
aukna skattheimtu á sykraða og syk-
urlausa gosdrykki auk sælgætis í
þeim tilgangi að efla lýðheilsu.
Í fyrsta lagi byggist tillagan á úr-
eltum gögnum sem safnað var fyrir
mörgum árum þegar könnun var
gerð á mataræði landsmanna. Það
vita það allir sem vilja vita að á síð-
ustu árum hefur orðið breyting á
neysluvenjum landsmanna. Íslenskir
framleiðendur sjá þær breytingar
meðal annars í sölutölum þar sem
neysla á sykruðum gosdrykkjum hef-
ur dregist saman á sama tíma og
neytendur hafa snúið sér að sykur-
lausum gosdrykkjum en markaðs-
hlutdeild sykurlausra gosdrykkja og
kolsýrðra vatnsdrykkja nemur nú
um 60%. Þær breytingar áttu sér
stað án þess að stjórnvöld skiptu sér
af því með sérstakri skattlagningu.
Það stenst því enga skoðun að til-
lögur Embættis landlæknis til
stjórnvalda taki mið af því hvernig
neysla var hér á landi fyrir hátt í ára-
tug.
Í öðru lagi væri slík skattlagning
flókin og íþyngjandi
fyrir bæði fyrirtæki og
almenning. Samtök iðn-
aðarins hafa ávallt bar-
ist fyrir jafnræði á
markaði og að þar ríki
almennar og einfaldar
reglur. Benda má á að
íslensk stjórnvöld hafa
reynt hvort tveggja,
sértæka skattheimtu af
stökum vöruflokkum og
almenna skattlagningu
á sykri í matvælum til
að stýra neyslu almennings. Hvorugt
hefur skilað þeim árangri sem að var
stefnt og einungis haft í för með sér
umtalsverðan kostnað og óhagræði.
Samtök iðnaðarins telja því rökin
fyrir þessari auknu skattheimtu
haldlítil og mótmæla þeirri aðför sem
á að gera að einni tiltekinni atvinnu-
grein en sérstök skattlagning á ein-
staka vöruflokka felur í sér mis-
munun og skerðir samkeppnisstöðu.
Stjórnvöld ættu frekar að horfa til
þess að upplýsa og hvetja til góðrar
heilsu.
Haldlítil rök fyrir
aukinni skattheimtu
Eftir Gunnar
Sigurðarson
Gunnar Sigurðarson
»Embættið er á villi-
götum þegar það
leggur til aukna skatt-
heimtu á sykraða og
sykurlausa gosdrykki
auk sælgætis í þeim til-
gangi að efla lýðheilsu.
Höfundur er viðskiptastjóri á
framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins.
Elliðaárdalurinn er
einstök náttúruperla í
höfuðborginni okkar,
höfuðborg allra lands-
manna. Nú berast
fregnir af því að
meirihluti borgar-
stjórnar, sem gefur
sig út á tyllidögum
fyrir að setja um-
hverfismálin á odd-
inn, sé búinn að heim-
ila uppbyggingu gríðarstórra
mannvirkja í Elliðaárdalnum.
Hugmyndin er að gengið verði
á Elliðaárdalinn með mann-
virkjum og byggingum skv. til-
lögu að deiliskipulagi sem var
samþykkt í skipulags- og sam-
gönguráði á síðasta fundi ráðsins.
Hér er um að ræða deiliskipulag
fyrir Stekkjarbakka Þ73 en í til-
lögunni eru skilgreindir bygging-
arreitir, nýjar lóðir og hámarks
byggingamagn, samtals tæpir 43
þúsund fermetrar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
ráðinu lögðust gegn þessari til-
lögu, enda leggja allir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur ríka áherslu á
verndun grænna svæða í borg-
arlandinu og leggjast gegn hvers
kyns húsnæðisuppbyggingu sem
gengið gæti nærri slíkum svæð-
um.
Árið 2014 lagði Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri, að eigin
sögn, fram tillögu í borgarráði um
friðun Elliðaárdals í deiliskipulagi
með svokallaðri
hverfisvernd. Svo
virðist sem tillögu
Dags hafi ekki verið
fylgt eftir þótt hann
haldi öðru fram.
Við sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn
höfum ítrekað bent á
að friðun með hverf-
isvernd í deiliskipu-
lagi hefur ekki sömu
réttaráhrif og friðlýs-
ing samkvæmt nátt-
úruverndarlögum.
Þetta er staðreynd og sýnir sig nú
þegar tillaga hins svokallaða
„græna meirihluta“ um eyðilegg-
ingu Elliðaárdalsins var lögð fram
í síðustu viku og samþykkt af
fulltrúum þeirra.
Fá tækifæri til að
sýna sitt rétta andlit
Þannig eru Elliðaár og nær-
liggjandi svæði hvorki friðuð með
hverfisvernd né samkvæmt nátt-
úruverndarlögum. Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks hafa ítrekað lagt til
að unnið verði að því, í samráði
við umhverfisráðherra og Um-
hverfisstofnun, að Elliðaárdalur
og nærliggjandi svæði verði frið-
lýst með þeim hætti sem kveðið
er á um í 38. gr. náttúruverndar-
laga nr. 60/2013. Þetta hefur verið
hundsað af meirihlutanum sem
vill kenna sig við umhverfisvernd.
Það er staðreynd. Það er með
ólíkindum að borgarstjórinn sem
slær sér upp með verðlaunum fyr-
ir umhverfisvernd skuli leggja allt
kapp á eyðileggingu Elliðaárdals-
ins. Ætla borgarstjórinn og for-
maður umhverfis- og heilbrigð-
isráðs virkilega að standa að því
að taka 43 þúsund fermetra lands
í miðjum Elliðaárdalnum undir
þessa uppbyggingu?
Í dag verður tillaga meirihlut-
ans lögð fyrir í borgarráði til
staðfestingar. Þá munu borg-
arstjórinn, góðkunni, og Líf
Magneudóttir, oddviti Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs og formaður umhverfis- og
heilbrigðisráðs, fá tækifæri til að
sýna sitt rétta andlit. Þá munu
borgarbúar geta metið það á eigin
skinni hvar þessir fulltrúar
standa í raun og veru þegar kem-
ur að umhverfismálum. Sjálfstæð-
ismenn munu a.m.k. ekki taka
þátt í þessum skrípaleik og greiða
atkvæði gegn þessari vondu til-
lögu. Ef af verður munu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins ekki láta sitt
eftir liggja í að mæta þessu af
hörku.
Meirihlutinn gengur
á Elliðaárdalinn
Eftir Björn
Gíslason »Ætla borgarstjórinn
og formaður um-
hverfis- og heilbrigðis-
ráðs að standa að því að
taka 43 þúsund fer-
metra í Elliðaárdalnum
undir uppbyggingu?
Björn Gíslason
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.