Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum TURBOCHEF ECO er minnsti og sparneytnasti ofninn frá TurboChef Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði sem eru með skyndibita. Fyrsta kvik- mynd leikstjór- ans Elfars Að- alsteins í fullri lengd, End of Sentence, var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Edinborg sem lauk um helgina. Hefur kvikmyndin fengið lofsamlega umfjöllun og dóma, meðal annars í leiðandi kvikmyndafagtímaritum á borð við Hollywood Reporter og Screen Daily, sem valdi hana eina af fimm mest spennandi kvikmyndunum sem sýndar voru á hátíðinni. Frammistaða aðalleikaranna Johns Hawkes og Logans Lermans er víða lofuð en báðir hafa vakið athygli í öðrum kvikmyndum og Hawkes verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Þess má geta að Ólafur Darri Ólafsson fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni sem fleiri Íslendingar komu að en var að mestu tekin upp á Írlandi. Hún er framleidd af Sigurjóni Sighvats- syni, Elfari og David Collins. Karl Óskarsson var tökumaður, Valdís Óskarsdóttir og Kristján Loðm- fjörð klipptu og Pétur Þór Bene- diktsson samdi tónlistina. Kvikmynd Elfars fær góða dóma Elfar Aðalsteins Samsýningin Varðað verður opnuð kl. 17 í dag í Ásmundar- sal við Freyju- götu. Fjórir lista- menn af yngri kynslóðinni sýna ný verk sem þeir hafa unnið inn- blásnir af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennirnir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Frið- þjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Þau notast við ólíkar vinnuaðferðir og vinna í fjöl- breytta miðla en engu að síður er sterk tenging á milli þeirra. Þau hafa leitast við hafa einlægni og leik í forgrunni verka sinna og segja sögur með formi og litum. Samsýning um Skólavörðuholtið Þorvaldur Jónsson » Jaðarlistahátíðin RVK Fringe stendur nú sem hæstog meðal forvitnilegri sýninga á dagskrá hennar er sænska sýningin Svankvinnan, þ.e. Svanakonan, sem heillaði gesti í Tjarnarbíói í fyrrakvöld. Svanakonan er einleikur byggður á sönnum atburði þegar lögregla fann 13 svani í lítilli íbúð konu nokkurrar í Stokkhólmi árið 2011. Höfundur og flytjandi verksins er Rebecka Pers- hagen. Dagskrá hátíðarinnar má finna á rvkfringe.is. Svanakonan heillaði gesti RVK Fringe-hátíðarinnar í Tjarnarbíói í fyrrakvöld Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Átök Eins og sjá má gekk stundum mikið á hjá leikkonunni Rebecku Pershagen. Fjaðrafok Svanakonan baðaði sig í hvítum fjöðrum. Hugvekjandi Gestir fylgdust einbeittir með sýningunni. Einmanaleiki Á tjaldinu má sjá mögulegar ástæður fyrir einmanaleika. Seinnitímavandamál er heiti sýning- arinnar sem Ragnheiður Þorgríms- dóttir myndlistarkona opnar í SÍM- salnum, Hafnarstræti 16, í dag, fimmtudag, klukkan 16. Í tilkynningu segir að á sýning- unni sé tekið á „loftslags- og meng- unarmálum í míkrómynd sem allar jarðarverur munu þurfa að glíma við á endanum“. Þá segir einnig um verkin, þar sem sjá má nakið fólk í umhverfi það sem plast er áberandi: „Náttúran fjarar út og breytist í plast. Mannveran hefur aðskilið sig frá náttúrunni. Hún blindaðist í að- gerðaleysi, heimi samskiptamiðla og neytendahyggju. Til að öðlast ná- lægðina aftur þarf hún að drífa sig upp á hálendi, yfir mosabeð og utan vega til þess að taka „sjálfu“, þar sem klósettpappír fýkur um í bak- grunninum.“ Ragnheiður fæddist árið 1987. Hún lauk BA-námi í myndlist á Ítal- íu árið 2015 og stundaði framhalds- nám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistara- gráðu í myndlist árið 2017. Helsti miðill Ragnheiðar er mál- verkið. Hún hefur tekið þátt í fjölda listviðburða og samsýninga í Dan- mörku, Ítalíu og í Ameríku. Seinni- tímavandamál er önnur opinbera einkasýning Ragnheiðar hér á landi. Tekur á sinn hátt á mengunarmálum Myndlistarkonan Ragnheiður Þorgrímsdóttir við tvö málverkanna sem hún sýnir í SÍM-salnum við Hafnarstræti. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.