Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín Er þetta ekki að verða gott? Er ekki kominn tími á að fótbolta- yfirvöld heimsins viðurkenni að sú ofnotkun á myndbandadómgæslu (VAR) sem við höfum orðið vitni að síðustu daga, vikur og mánuði er tilraun sem mistókst? Þegar VAR er farið að snúast um að elta uppi millimetra – var hún rangstæð eða ekki, var hægri eyrnasnepill framherjans mögu- lega kominn inn fyrir vinstri tá- nögl varnarmannsins – er þetta komið út í tóma vitleysu. Við lifum á tímum tækni- framfara og það er sjálfsagt að nýta þær til góðs. Líka í fótbolt- anum. Marklínutæknin virkar ágætlega. Dómarinn veit um leið hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fær hljóðmerki í úrið. Þetta er á hreinu um leið og það gerist. Mark eða ekki mark. Fínt. En að vera með fjögurra manna dómarasveit fyrir framan sjónvarpsskjái til að reyna að greina það sem fer framhjá dóm- aratríóinu – og þurfa svo tvær til þrjár mínútur til að klóra sér í höfðinu og reyna að komast að niðurstöðu. Þetta er í besta lagi orðið grátbroslegt. HM kvenna í Frakklandi hefur verið stórskemmtilegt. Langbesta stórmót kvenna til þessa og áhug- inn á því er meiri en nokkru sinni fyrr. En þetta endalausa VAR- vesen er svarti bletturinn á mótinu. Þegar tæknin er orðin slík að hægt sé að skera úr um vafaatriði á svipstundu – dómarinn geti með hjálp hennar tekið ákvörðun um- svifalaust – er um að gera að nota hana. Myndbandaskoðun ætti líka að nota til að hreinsa íþróttina af svindlinu, leikaraskapnum, t.d. með því að skoða atvik eftir leik og senda þá sem svindla í bann. En ekki til að eyðileggja leikinn á þennan hátt. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Þetta er orðið mitt annað heimili, enda er ég alltaf að koma aftur,“ segir danski framherjinn Patrick Peder- sen, markakóngur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2018, í samtali við Morg- unblaðið. Hann er nú genginn í raðir Vals í fjórða sinn, aðeins hálfu ári eft- ir að hafa yfirgefið félagið sem Ís- landsmeistari annað árið í röð, og gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu á ný gegn KA í kvöld. Pedersen kom fyrst til Vals á miðju tímabili 2013, sneri aftur vorið eftir og spilaði í tvö ár þar sem hann sló í gegn. Eftir dvöl hjá Viking í Noregi kom hann aftur, þá í þriðja sinn, á miðju sumri 2017 og vann tvo Ís- landsmeistaratitla með Valsmönnum. Eftir að hafa skorað 17 mörk í deild- inni í fyrra söðlaði hann um og gekk í raðir Sheriff frá Moldóvu. Þar gekk hins vegar á ýmsu. „Í byrjun var þetta mjög fínt. Ég kunni mjög vel við þjálfarann sem fékk mig. Eftir að hafa tapað leik var hann hins vegar rekinn, en liðið var samt í toppsætinu. Nýi þjálfarinn var hins vegar bara brjálaður. Ég vil ekki láta hafa eitthvað mjög slæmt eftir mér, en hann kom fram við leikmenn- ina eins og þeir væru hermenn. Þetta var allt öðruvísi,“ segir Pedersen, sem skoraði þrjú mörk í 14 leikjum með Sheriff en segir sér ekki hafa lið- ið vel. „Þetta var allt annar heimur og annað viðhorf sem ríkti. Sérstaklega þegar kemur að því að hugsa um leik- mennina. Það var erfitt fyrir mig og mér leið ekki vel. Ég var ekki spennt- ur yfir því að fara á æfingar og leið ekki vel fyrir leiki. Þér á ekki að líða þannig,“ segir Pedersen, og þegar möguleikinn kom upp fyrir um tveim- ur vikum að snúa aftur „heim“ á Hlíð- arenda þurfti hann ekki að hugsa sig lengi um. Einbeiti mér bara að Val Pedersen hefur alls skorað 47 mörk í 72 leikjum með Val og er fjórði markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Hann segir að slæmt gengi liðsins í vor hafi komið sér mjög á óvart. „Liðið keypti marga nýja leikmenn fyrir tímabilið svo ég var svolítið hissa, en það tekur alltaf tíma fyrir nýja menn að aðlagast. En ég held að það séu bjart- ari tímar framundan,“ segir Ped- ersen en hugsar ekki til þess að hon- um sé ætlað að bjarga tímabilinu hjá Val. „Ég get ekki snúið hlutunum við upp á eigin spýtur, liðið þarf allt að gera það. En ég mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðinu,“ segir Ped- ersen. Hann er 27 ára gamall og skrifaði undir fjögurra ára samning við Val í þetta sinn. Er það ekki óvenjulegt? „Jú, kannski – en þá veit ég líka hvað ég á af mér að gera næstu fjögur árin. Maður veit aldrei í fótboltanum, ég var bara í hálft ár í Moldóvu og kom svo aftur, en ég er ánægður að hafa fengið langan samning og get einbeitt mér algjörlega að Val. Ég kann mjög vel við félagið og við landið, ég er ánægður hér og nýt þess að spila fótbolta,“ segir Pedersen við Morgunblaðið. Ekki kominn til að bjarga Valsmönnum  Þjálfarinn í Moldóvu var „brjálaður“ Valsari Patrick Pedersen er kominn aftur á Hlíðarenda, í fjórða sinn á ferlinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á sínu fjórða móti á LPGA-mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi, þegar hún hefur leik í dag á Thornberry Creek LPGA Classic-mótinu sem fram fer í Wisconsin-ríki. Hún hefur ekki enn komist í gegnum nið- urskurðinn á þremur mótum í ár, en á góðar minningar frá þessu móti frá því fyrir tveimur árum. Þá var hún enn á sínu fyrsta tímabili á mótaröðinni. Ólafía lék á hringina fjóra þá samtals á 10 höggum undir pari og var það í fyrsta sinn sem hún komst í tveggja stafa tölu undir par á meðal þeirra bestu. Þá fékk hún 10 þúsund dollara í verðlaunafé, rúma milljón íslenskra króna, sem var rétt tæplega helmingur af því sem hún hafði unn- ið sér inn á 12 mótum þar á undan samanlagt. Í fyrra komst hún þó ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu, þrátt fyrir að leika fyrstu tvo hringina á þremur höggum undir pari. Hún talaði þá um að þessi völlur væri í nokkru uppáhaldi hjá sér. Leiknar verða 72 holur á mótinu og skorið niður eftir fyrstu tvo keppnisdagana. yrkill@mbl.is Er á slóðum sælla minninga Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknatt- leik, hefur fundið sér nýtt lið á Spáni ef marka má frétt spænska miðilsins Encestando frá því í gær. Tryggvi Snær, sem var leystur undan samningi hjá Valencia í síð- asta mánuði, er þar sagður hafa samið við Zaragoza sem einnig er á meðal fremstu liða á Spáni. Tryggvi var í láni hjá Obradorio síðasta vetur og sagði að riftun samningsins hjá Valencia hefði komið sér á óvart. Hann reiknaði þó með að vera áfram á Spáni. Zaragoza hafnaði í sjötta sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð, fór alla leið í undanúrslit um meistara- titilinn og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tryggvi Snær gæti þar með fylgt í önnur fótspor Jóns Arnórs Stef- ánssonar á Spáni, en Jón Arnór lauk atvinnumannsferlinum með Valencia árið 2016, ári áður en Tryggvi fór utan. Jón Arnór lék einmitt áður með liði Zaragoza árin 2011-2014. yrkill@mbl.is Tryggvi í önnur fótspor Jóns Tryggvi Snær Hlinason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.