Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 a. 595 1000 s rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st ánn fyr i r 12. nóvember í 16 nætur Frá kr. 234.995 Bir tm e . im sfe r BarceloMargaritas ALLT INNIFALIÐ aaaa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Töluverð snjóalög og skafla er enn að sjá á hálendinu við Öskju eins og sjá má á þessari loftmynd ljósmynd- ara Morgunblaðsins. Veðurspá gerir ráð fyrir skúrum og líklega hellidembum í dag, einkum suðvestanlands og á hálendinu. Á morgun er spáð bjartviðri sunnan- og vestanlands og átta til 18 stiga hita á landinu. Morgunblaðið/Eggert Snjóalög umhverfis Öskju Spáð er skúrum og jafnvel hellidembum suðvestanlands og á hálendinu í dag Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrirhuguð afgreiðsla á nýju deili- skipulagi fyrir Stekkjarbakka í dag er að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, gerð í skjóli þess að borgarstjórn er í fríi. Eyþór segir deiliskipulagið stór- mál fyrir alla borgarbúa, en fyrir- huguð er uppbygging á um 43 þús- und fermetra lóð þar sem meðal annars stendur til að reisa 4.500 fer- metra gróðurhús og 4.432 fermetra bílastæði. Þá er fyrirhugað að um 18 þúsund fermetra verslunarrými rísi á svæðinu sem er í jaðri Elliðaárdals. „Á stærð við Kringluna“ „Þrátt fyrir verulegar athuga- semdir bæði Umhverfisstofnunar og íbúa á að samþykkja þetta, jafnvel þótt borgarstjórn sé í fríi. Við erum á því að það eigi að hlusta á íbúana og að náttúran eigi líka að njóta vaf- ans,“ segir Eyþór, en minnihlutinn í borginni greiddi atkvæði gegn deili- skipulaginu í umhverfis- og skipu- lagsráði í síðustu viku. Eyþór segir að málið komi „á hraðferð“ inn í borgarráð. „Þetta er stórt svæði í jaðri Elliðaárdalsins og er land- fræðilegur hluti dalsins. Þarna er verið að opna heimildir fyrir tugi þúsunda fermetra af atvinnustarf- semi. Okkur finnst það stílbrot að fara af stað með það,“ segir hann. Andstaða mikil í efri byggðum Athugasemdir frá 56 aðilum bár- ust vegna deiliskipulagsins, meðal annars frá Hollvinasamtökum Elliðaárdals. Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna, undrast það að málið eigi að „drífa í gegn“ meðan sumarfrí standi yfir. „Það er auðvit- að verið að keyra þetta í gegn og engin umræða. Þau höfðu sex vikur til að svara athugasemdum frá 4. mars. Þá átti þetta að fara fyrir borgarráð og svo borgarstjórn. Þeg- ar borgarstjórn er óvirk af því hún er í fríi, þá er þetta keyrt gegnum borg- arráð án allrar umræðu,“ segir hann og bendir á að aðrir en Sjálfstæðis- flokkur eigi ekki fulltrúa í borgarráði og muni því ekki eiga kost á að mót- mæla. Hollvinasamtökin hafa í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipu- lagsráðs til Skipulagsstofnunar í ljósi þess að aðeins hafi verið óskað eftir afstöðu Umhverfisstofnunar áður en ákveðið var að stækka gróð- urhúshluta framkvæmdanna úr 1.500 í 4.500 fermetra. „Við munum síðan fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu. Miðað við þau símtöl sem ég hef tekið á síðustu vikum hef ég ekki miklar áhyggjur af því að við náum þeim fjölda,“ segir Halldór Páll, sem segir aðspurður að mikil andstaða sé við áformin í jaðri Elliðaárdalsins, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar. „Fólk vill hafa þetta útivistarsvæði áfram,“ segir hann. Ekki náðist í borgar- stjóra við vinnslu fréttarinnar. Keyri málið áfram í skjóli sumarfrís  Deiliskipulag Stekkjarbakka rætt í borgarráði  Fyrirhuguð atvinnustarfsemi í jaðri Elliðaárdals  Sjálfstæðismenn vilja „láta náttúruna njóta vafans“  Segir meirihlutann drífa deiliskipulagið áfram Teikning/Landslag Gróðurhús Fyrirhugað er að reisa gróðurhús í jaðri Elliðaárdals við Stekkjarbakka, en borgarráð fjallar í dag um deiliskipulag fyrir svæðið. Eyþór Arnalds segir að til standi að afgreiða málið í skjóli sumarfrís borgarstjórnar. Stéttarfélagið Efling og fyrirtækið Eldum rétt deila um skipti hins síð- arnefnda við starfsmannaleiguna Menn í vinnu, en Efling hefur stefnt starfsmannaleigunni og fyrirtækinu fyrir meðferð á rúmenskum verka- mönnum sem leigðir voru af starfs- mannaleigunni. Kristófer Júlíus Leifsson, fram- kvæmdastjóri Eldum rétt, sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrirtækið hefði hafnað því að gangast við kröfu Eflingar um að ábyrgjast laun Rúm- enanna. Sagði hann Eflingu krefjast greiðslu fullra launa fyrir um tvær vikur, en starfsmennirnir hefðu að- eins starfað hjá Eldum rétt í rúma fjóra daga. Sagði hann það „hræði- lega ákvörðun“ að hafa leitað til leig- unnar um starfskraft. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá Eflingu eftir að kröfubréf var sent fyrir- tækinu og þar til því var stefnt. Hafna skýringum Kristófers Efling hafnaði málflutningi fram- kvæmdastjórans í yfirlýsingu síð- degis í gær og telur að hann hafi brugðist við fregnum af málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. „Fyrirtæki sem versla við starfs- mannaleigur sleppa ekki með því undan skyldum gagnvart starfsfólk- inu. Þetta er gert ljóst í lögum um starfsmannaleigur sem voru upp- færð í fyrra til að herða á þeim skyld- um,“ segir þar. „Kristófer hefur nú ítrekað lýst því yfir að mennirnir hafi unnið stutt hjá honum og þess vegna séu kröfur þeirra ekki viðeigandi. Þetta er málinu óviðkomandi,“ segir Efling. Í lögum um keðjuábyrgð séu tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir eigi sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eigi ekki við í tilfelli Eldum rétt. Þá segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem rúmensku verkamennirnir hafi verið látnir lifa við veki það furðu að harka hafi verið sett í málið af hálfu Eldum rétt og að Kristófer geri Efl- ingu ábyrga fyrir því að ekki hafi átt sér stað samtal. „Kristófer segir að Eldum rétt „hefðu viljað finna raun- verulegan grundvöll“ fyrir kröfum starfsmannanna, en þann vilja er ekki að finna í þeirri eindregnu höfn- un sem fyrirtækið lét senda lög- mönnum Eflingar í maí.“ jbe@mbl.is Hart deilt um þátt Eldum rétt í máli Rúmenanna  Framkvæmdastjórinn snúi út úr og setji fram rangfærslur Lögreglan á Vestfjörðum hefur birt nöfn þeirra tveggja manna sem lét- ust af slysförum í lok júnímánaðar. Guðmundur S. Ásgeirsson lést þegar veghefill fór út af Ingjaldsvegi í Sandheiði í Gerðhamarsdal. Maður- inn sem lést í vélhjólaslysi við Hrófá skammt frá Hólmavík hét Guðmund- ur Hreiðar Guðjónsson. Guðmundur S. Ásgeirsson var 57 ára gamall ekkill. Hann lætur eftir sig þrjá uppkomna syni, tvær tengdadætur og þrjú barnabörn. Synir hans vilja koma á framfæri þökkum til samstarfsmanna hans hjá Vegagerðinni sem og allra við- bragðsaðila sem komu að atvikinu. Guðmundur Hreiðar Guðjónsson var 28 ára gamall. Hann lætur eftir sig unnustu og sjö ára dóttur. Létust af slysförum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir dómsmálaráðherra segir á facebooksíðu sinni að hún hafi lengi talið að „fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd“ útlendingalaganna þegar börn eru annars vegar. „Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar hún, en seg- ir jafnframt að hún geti ekki tjáð sig um málefni afgönsku fjölskyldn- anna tveggja sem til stendur að senda úr landi til Grikklands eftir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi var hafnað. Ráðherrann segir að til þess að tryggja jafnræði hafi hún ekki heimild til þess að „stíga inn í ein- stök mál“. Hún greinir frá því að í síðustu viku hafi farið fram ráðherra- fundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu, auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamála- ráðherra og sveitarstjórnar- ráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar hún m.a. Dómsmálaráðherra segir að fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.