Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Á nýafstöðnum þingvetri var mörgum veigamiklum málum lokið er snerta tvær af undirstöðuatvinnu- greinum okkar Ís- lendinga, landbúnað og sjávarútveg. Ég vil af því tilefni rifja upp megininntak þeirra mála. Nýtt hafrannsóknaskip Samhljóða ákvörðun Alþingis sl. sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips markar tíma- mót í hafrannsóknum Íslendinga. Ákvörðunin var mikilvægur áfangi í því að efla hafrannsóknir líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við styrkjum stöðu Íslands sem fiskveiðiþjóðar enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmæta- sköpunar í sjávarútvegi. Í vor skipaði ég byggingarnefnd vegna þessarar smíði og er sú vinna í fullum gangi. Álagning veiðigjalds einfölduð Eitt af stóru verkefnum síðasta árs var að lagfæra þá flóknu og óstöðugu gjaldtöku sem íslenskur sjávarútvegur hefur búið við síð- astliðin ár. Afrakstur þeirrar vinnu kom fram á Alþingi í sept- ember þegar að ég lagði fram frumvarp um veiðigjald. Frum- varpið var samþykkt í desember. Með því var álagning gjaldsins færð nær í tíma og er meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja. Jafnframt er stjórnsýsla með álagningu veiðigjalds orðin einfaldari, skilvirkari og áreiðan- legri. Endurskoðun búvörusamninga Endurskoðun búvörusamninga stendur yfir. Í janúar sl. var skrif- að undir samkomulag um endur- skoðun á samningi um starfsskil- yrði sauðfjárræktarinnar. Markmið samkomulagsins er með- al annars að stuðla að auknu jafn- vægi framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir, auka frelsi sauðfjárbænda og auðvelda þeim að takast á við sveiflur í ytra og innra umhverfi greinarinnar. Þetta samkomulag var bundið í lög nú í vor. Eftir er að ljúka viðræðum um endurskoðun rammasamnings og samninga um nautgriparækt og garðyrkju en ég vonast til að þeim verði lokið síðar á þessu ári. Í því felast dýrmæt tækifæri fyrir alla hlutaðeigandi; bændur, neytendur og stjórnvöld. Makríll hlutdeild- arsettur Til að bregðast við dómi Hæstaréttar frá því í desember sl. lagði ég í vor fram frumvarp þar sem lagt var til að afla- marksstjórn yrði tek- in upp við veiðar á makríl. Með frum- varpinu var þannig lagt til að um stjórn veiðanna færi með sambærilegum hætti og gildir um helstu nytjastofna Íslands en jafn- framt að koma í veg fyrir áfram- haldandi skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins í kjölfar dóms Hæsta- réttar. Frumvarpið var samþykkt á Al- þingi í júní og hefur Fiskistofa nú úthlutað aflahlutdeild í makríl. Aflahlutdeild er úthlutað á grund- velli tíu bestu aflareynsluára á ár- unum 2008-2018, að báðum árum meðtöldum. Tekið er tillit til hags- muna allra þeirra sem stundað hafa þessar veiðar, en í mis- miklum mæli eðli máls samkvæmt. Lagaumhverfi fiskeldis styrkt Í vor lagði ég fram tvö frum- vörp um fiskeldi, annars vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi og hins vegar um gjald- töku. Bæði frumvörp voru sam- þykkt í síðasta mánuði. Með samþykkt Alþingis á fyrr- nefnda frumvarpinu voru stigin stór skref til að styrkja laga- umhverfi fiskeldis en um leið ýtt undir að fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein þar sem sjálf- bær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi. Þannig má nefna að áhættumat erfðablönd- unar var lögfest og þannig tryggt að það verði lagt til grundvallar leyfilegu magni af frjóum eldislaxi í sjókvíum á hverjum tíma. Ráð- herra staðfesti tillögu Hafrann- sóknastofnunar að áhættumati hverju sinni. Þá var sett á fót samráðsnefnd um fiskeldi sem verður stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. Markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumatsins og stuðla að nauðsynlegu samráði um upp- byggingu fiskeldis. Jafnframt má nefna mikilvæga breytingu sem felst í vöktun og heimild til að- gerða vegna laxalúsar og annarra sjúkdóma. Tillögur um gjaldtöku á fiskeldi komu fyrst fram í skýrslu starfs- hóps um stefnumótun í fiskeldi sem skilaði niðurstöðum sínum í ágúst 2017 en þar áttu sætu fulltrúar stjórnvalda og hags- munaaðila. Með lögunum sem Al- þingi hefur samþykkt er mælt fyr- ir um töku gjalds vegna nýtingar eldissvæða í sjó og stofnun fisk- eldissjóðs til að styrkja uppbygg- ingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Lögin mæla fyrir um gjald á hvert kíló slægðs fisks sem ræðst af tilteknu hlut- falli af alþjóðlegu markaðsverði en samskonar gjaldtaka þekkist í Færeyjum og er til skoðunar víða. Í ljósi þess að íslenskt fiskeldi sem atvinnugrein er komið skemmra á veg en fiskeldi í Fær- eyjum var ákveðið að hafa sjö ára aðlögun að fullu gjaldi. Jafnframt var ákveðið að hafa gjaldhlutfallið lægra en í Færeyjum. Þá er í lög- unum að finna hvata til að stuðla að eldi á ófrjóum lax og laxi sem alinn er í lokuðum eldisbúnaði en slíkt eldi verður gjaldfrjálst til ársins 2029 en eftir það mun hálft gjald, þ.e. fá 50% afslátt af því gjaldi sem greiða þarf fyrir frjóan eldislax. Ólögmætu ástandi aflétt Alþingi samþykkti í síðasta mánuði frumvarp mitt um afnám hinnar svokölluðu frystiskyldu á m.a. kjöti sem flutt er til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu. Með frumvarpinu er brugðist við skýrum dómum EFTA-dómstóls- ins og Hæstaréttar Íslands. Með því verður loks framfylgt þeirri skuldbindingu sem Alþingi sam- þykkti og tók gildi árið 2011. Þannig verður hinu ólögmæta ástandi, sem nú hefur varað í um átta ár, aflétt og endi bundinn á ótakmarkaða skaðabótaskyldu ís- lenska ríkisins. Frumvarpið er afrakstur vinnu sem hefur átt sér stað í mínu ráðuneyti undanfarna 18 mánuði. Stærstur hluti hennar hefur falist í að móta umfangsmikla og nauð- synlega aðgerðaáætlun til að tryggja öflugar varnir og öryggi matvæla og búfjárstofna. Jafn- framt hafa verið undirbúnar að- gerðir til að styrkja samkeppnis- stöðu innlendrar matvæla- framleiðslu. Hluti þessara aðgerða snýr beint að afnámi leyfisveit- ingakerfisins en stærstum hluta þeirra er með almennum hætti ætlað að stuðla að fyrrgreindum markmiðum. Samhliða samþykkt frumvarpsins var aðgerðaáætlunin samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum sem sérstök þingsályktun til að undirstrika mikilvægi þeirri aðgerða sem þar er að finna. Sú áætlun mætir þeim áskorunum sem fyrrgreindar breytingar leiða af sér en um leið felast í henni mikil tækifæri fyrir íslenska mat- vælaframleiðslu. Afrakstur framangreindrar vinnu er samstillt átak þar sem ólögmætt leyfiskerfi er afnumið á sama tíma og öryggi matvæla og vernd búfjárstofna er treyst enn frekar. Þetta eru tímamót í mín- um huga og fagnaðarefni. Tæki- færin sem framangreind verkefni fela í sér fyrir íslenska matvæla- framleiðslu blasa við. Verkefni næstu mánaða verður að fram- fylgja þeim af festu og geng ég bjartsýnn til þess verks. Einföldun regluverks Eitt af forgangsverkefnum síð- ustu missera, og verður áfram, er að tryggja að íslensk matvæla- framleiðsla búi við einfalt og skil- virkt eftirlit. Í mínu ráðuneyti á sér stað markviss vinna í þessa veru og vonast ég eftir að við munum stíga markverð skref í þeim efnum á komandi hausti. Traustar stoðir Um framgang sumra þessara mála hafa verið skiptar skoðanir og sitt sýnist hverjum. Slíkt er eðlilegt þegar ólíkir hagsmunir takast á. Ég er þó sannfærður um að öll þessi mál eru til þess fallin að styrkja stoðir íslensks sjávar- útvegs og landbúnaðar til skemmri og lengri tíma. Á komandi hausti blasa við fleiri tækifæri til frekari sóknar ís- lenskrar matvælaframleiðslu. Eftir að hafa í tveimur hring- ferðum um landið á þessum þing- vetri upplifað kraftinn og eld- móðinn sem býr í fólki og fyrir- tækjum hringinn í kringum landið geng ég bjartsýnn til þeirra verka sem bíða okkar á komandi miss- erum. Eftir Kristján Þór Júlíusson »Ég er þó sannfærður um að öll þessi mál eru til þess fallin að styrkja stoðir íslensks sjávarútvegs og land- búnaðar til skemmri og lengri tíma. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Byggt undir frekari sókn Morgunblaðið/Golli Sóknarfæri „Tækifærin sem framangreind verkefni fela í sér fyrir íslenska matvælaframleiðslu blasa við.“ Tekjur sveitar- félagana af fasteigna- skatti hafa aukist gíf- urlega á undanförnum árum, langt umfram al- menna verðlagsþróun og hafa sveitarfélögin aldrei haft jafn miklar tekjur af þessum skatti og nú. Á meðan árleg hækkun almenns verð- lags undanfarin ár hef- ur verið á bilinu 2-3 % hefur skatt- heimta í formi fasteignaskatts á sama tíma aukist um 14-18% á ári. Ástæðan er einfaldlega breytt að- ferð við útreikning skattsins sem Þjóðskrá tók upp árið 2015. Erlendur samanburður Það er ekki aðeins að fast- eignaskattur sé hár í sögulegu sam- hengi heldur einnig í alþjóðlegum samanburði. Samanburður við hin ríki Norðurlandanna sýnir að fasteignaeig- endur hér á landi greiddu 1,5% af vergri landsframleiðslu í fast- eignaskatt 2016, sem er nær tvöfalt hærra hlut- fall en í hinum Norð- urlandaríkjunum. Þó að markaðsverðmæti húsnæðis sé stofn til útreiknings fast- eignaskatts þar eins og hér, er ástæða fyrir minni skattheimtu í þessu formi þar sú, að bæði er skattprósentan mun lægri í öllum hinum Norðurlandaríkjunum og síð- an ræður markaðsverðið ekki ein- göngu stofni skattsins eins og hér á landi. Sérstök varúðarregla, sem notuð er í öllum hinum ríkjum Norð- urlandanna, kemur í veg fyrir að markaðsverðmæti húsnæðis sé al- farið notað sem skattstofn. Há- marksálagning fasteignaskatts af at- vinnuhúsnæði er 1,65% hér á landi. Í hinum Norðurlandaríkjunum er þetta hlutfall á bilinu 0,5-1,0% og getur aldrei orðið hærra en 80% af markaðsvirði viðkomandi eignar. Leggst þyngst á atvinnuhúsnæði Þrátt fyrir að verðmæti atvinnu- húsnæðis sé einungis um 20% af heildarverðmæti alls húsnæðis í landinu, skilar fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sveitarfélögunum 55% þeirra tekna sem innheimtar eru í formi fasteignaskatts. Reikna má með að tekjur sveitarfélagana í landinu af fasteignaskatti á atvinnu- húsnæði hafi numið um 23 millj- örðum króna árið 2018 og hafi hækk- að um 2,3 milljarða króna á milli ára, hjá stærstu sveitarfélögunum. Reykjavíkurborg er sér á báti Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er sér á báti í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kemur að innheimtu fast- eignaskatts. Þar sem meirihluti alls atvinnuhúsnæðis á landinu er stað- settur í höfuðborginni, rennur meiri- hluti alls fasteignaskatts af atvinnu- húsnæði til borgarsjóðs Reykja- víkur. Tekjur borgarinnar af skattinum jukust um 1,5 milljarða frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningarprósentu fasteignaskatts fyrir árið 2019, öfugt við ýmis nágrannasveitarfélög. Eins og ljóst má vera hefur hin mikla hækkun leitt til þess að skatturinn vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þessi þróun leitt til hærra leigu- verðs atvinnuhúsnæðis og þar með til víxlverkunar hækkandi fast- eignamats og leiguverðs. Með þessu áframhaldi mun aðdráttarafl höf- uðborgarinnar sem atvinnusvæðis minnka og þau fyrirtæki sem þess eiga kost munu leita annað með at- vinnurekstur sinn. Stjórnvöld grípi inn í Stjórnvöld verða að grípa hér inn í. Það er ekki með nokkru móti hægt að una við að breytt aðferð Þjóð- skrár við útreikning fasteignaskatts hafi leitt af sér þá gífurlegu skatta- hækkun sem hér er lýst. Fasteigna- eigendur, bæði að íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, hljóta að gera þessa kröfu og stjórnvöld hafa í hendi sér aðferðina við að tryggja að skipan þessara mála komist í ásætt- anlegt horf. Eftir Jón Ólaf Halldórsson » Það er ekki með nokkru móti hægt að una við að breytt aðferð Þjóðskrár við útreikning fasteigna- skatts hafi leitt af sér þá gífurlegu skatta- hækkun sem hér er lýst. Jón Ólafur Halldórsson Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fasteignaskattur íþyngir sem aldrei fyrr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.