Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar gengið er inn í San Giorgio Maggiore-kirkjuna á hinni litlu eyju sem kennd er við heilagan Georg og situr í Feneyjaflóa andspænis Mark- úsartorginu tekur firnastór og litrík- ur skúlptúr írska myndlistar- mannins Sean Scully á móti gestum. Hann stendur á miðju gólfi kirkj- unnar, nálægt trúarlegum mál- verkum Tintoretto-feðga á veggjum, og teygir sig upp að kúplinum; gestir geta stigið inn í turninn, sem Scully kallar „Opulent Ascension“, og horft upp í augað sem beinist til himins. Fjölmargar athyglisverðar sýn- ingar hafa verið settar upp í Fen- eyjum í sumar, eins og ævinlega samtímis Feneyjatvíæringnum, á allrahanda sýningarstöðum, í söfn- um, kirkjum, vöruskemmum og sums staðar í heimahúsum. Og af mörgum góðum er sýning Scully Samtímalist í hinum ýmsu kimum Áhrifamikill Stærsti skúlptúr sem Sean Scully hefur skapað tekur á móti gestum á fjöl- breytilegri og hrífandi sýningu hans í kirkju og klaustri á hinni litlu eyju heilags Georgs. með þeim áhrifaríkustu. Hann hefur lengi verið einn virtasti fulltrúi ab- straktmálverksins og nú bauðst hon- um að leggja undir sig kirkjuna sem og ganga og sali í klaustrinu sem byggt er við hana og leysir það afar vel með sýningu sem hann kallar „Human“. Fyrir innan kirkjuskipið eru í sýningarkössum í litlum sal teikningar og skrif listamannsins um skúlptúrinn stóra og samhengi verk- anna; fyrir innan altarið, milli fagur- lega útskorinna sæta þar sem munk- arnir hafa setið um aldir, er bókverk eftir Scully á standi þar sem biblían hefur venjulega staðið, opið á teikn- ingu af skúltpúrnum stóra. Í görðum við klaustrið eru fleiri skúlptúrar með sömu formhugsun, úr ryðguðu stáli og viði og inni eru síðan rými með pastelmyndum, steindum gluggum og stórum abstrakt- málverkum. Innst á sýningunni er loks lítið rými með þremur mál- verkum sem koma mörgum á óvart en þau eru fígúratíf, byggð á ljós- mynd sem Scully tók af eiginkonu sinni og syni, og mótuð með björtum hreinum litaflötum. Í annarri tveggja sýningarhalla, sem lúxusvöruframleiðandinn Pi- nault starfrækir í Feneyjum, er flennistór yfirlitssýning á verkum eftir virtan belgískan málara, hinn sextuga Luc Tuymans. Þetta eru at- hyglisverð verk, oft máluð ljóst og þunnt, sýna iðulega hversdagslega hluti en vísa engu að síður gjarnan í sögulega atburði eða samtíma- viðburði. Þetta er fagleg og áferðar- falleg sýning en býr ekki yfir viðlíka ljóðrænum sprengikrafti og heillandi kímni sem má sjá í yfirlits- sýningunni á verkum Jannis Kou- nellis (1936-2017) í Fondazione Prada, gamalli höll hinumegin við Canal Grande. Á sýningunni eru bæði minni verk og stórar innsetn- ingar listamannsins gríska sem starfaði á Ítalíu og hafði ómæld áhrif á list síns tíma, til að mynda á Arte Povera-hreyfinguna ítölsku. Og við að skoða gjörningakennd verk hans með hversdagslegum efnivið á borð við eld, fatnað, bílavarahluti og tón- list, hvarflaði hugurinn oft til SÚM- hópsins en verk Kounellis voru í há- vegum höfð í Hollandi sem víðar og þau áhrif hafa smitast hingað upp. Í enn einu glæsihúsinu í hjarta Feneyja, húsi sem enn er búið í, hef- ur verið komið fyrir úrvali málverka og skúlptúra eftir hinn fjölhæfa þýska listamann Günther Förg (1952-2013) sem öll eru í eigu Lista- safnsins í Dallas. Það var for- vitnilegt að fá að fara um stofur á þessu gamla og frekar lúna heimili við Canal Grande, með húsgögnum og listmunum sem hefur verið safn- að þar inn af kynslóðunum – en ab- straktverk Förg fóru þar afar vel. Í Palazzo Grimani, sem var heimili helstu myndlistarsafnara Feneyja á 16. öld, mátti sjá ágætt úrval stórra og litfagurra abstrakt- málverka bandarísku listakonunnar Helen Frankenthaler (1928-2011) frá fjörutíu ára tímabili. Í litlu safni helguðu ljósmyndaverkum, Casa dei Tre Oci, er forvitnileg sýning á verk- um sikileyska ljósmyndarans Letiz- iu Battaglia sem er á níræðisaldri og einkum kunn fyrir heimilda- ljósmyndir sem tengjast mafíunni en sýningin sýndi að hún á sér fleiri fín- ar hliðar – þótt framsetningin liði fyrir að of margar svipaðar myndir voru sýndar. Einhverjar mestu ger- semarnar á sýningu utan tvíærings- ins var síðan að sjá í Accademia- safninu, fjölda teikninga eftir Leon- ardo da Vinci. Þar fyrir miðu tróndi hinn frægi Vitrúvísuar-maður, sem safnið á; sannkallað lykilverk í lista- sögu miðalda, og nokkuð „sem eng- inn má missa af“ – eins og segja má um svo margt annað sem er til sýnis í Feneyjum um þessar mundir. Fágað Fölleit málverk eftir Luc Tuymans í einum margra sala í Palazzo Grassi þar sem sett hefur verið upp athyglisverð yfirlitssýning á fjölda verka hins vinsæla belgíska málara. Föt og skór Frá fallegri og upplýs- andi sýningu á verkum Kounellis. Tímar mætast Abstraktmálverk eftir Günther Förg sitja vel inni á gömlu heimili við Canal Grande, innan um lúin húsgögn og málverk fyrri alda. Morgunblaðið/Einar Falur SKECHERS D´LITES 3.0 HERRASKÓR. STÆRÐIR 41-47. FÁST EINNIG HVÍTIR HERRASKÓR 10.496 VERÐ ÁÐUR 14.995 ÚTSALA 30% AFSLÁTTUR >> >>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.