Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
W W W. S I G N . I S
Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is
4. júlí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.09 125.69 125.39
Sterlingspund 157.86 158.62 158.24
Kanadadalur 95.3 95.86 95.58
Dönsk króna 18.93 19.04 18.985
Norsk króna 14.608 14.694 14.651
Sænsk króna 13.383 13.461 13.422
Svissn. franki 126.55 127.25 126.9
Japanskt jen 1.1548 1.1616 1.1582
SDR 173.25 174.29 173.77
Evra 141.3 142.1 141.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.3638
Hrávöruverð
Gull 1393.1 ($/únsa)
Ál 1777.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.8 ($/fatið) Brent
vegar um Evrópu. Spurður hvers
vegna svo sé segir Jón Gunnar að
rekja megi slík vandamál til annars
en uppgangs fjártækni. „Að mínu
mati má rekja ástæður þess til dæmis
til lágra vaxta, hærri eiginfjárkrafna,
lítils hagvaxtar auk annars,“ segir Jón
Gunnar.
Verðmæti banka getur lækkað
Gunnlaugur segist að hluta til sam-
mála fullyrðingum Jóns Gunnars. Að
mati Gunnlaugs þurfa bankar ekki að
óttast fjártækni, enda geti hún í mörg-
um tilfellum ýtt undir frekari vöxt. Í
tækninni felist þó talsverð ógn fyrir
aðila sem ekki halda í við þróunina.
Fram kom í umfjöllun Morgun-
blaðsins á dögunum að líkur séu á því
að tekjur íslenskra viðskiptabanka
geti dregist saman um 25% verði ekk-
ert að gert. Talið er að undirliggjandi
verðmæti ríkisins í íslenskum bönk-
um, sé litið til eiginfjár þeirra, sé nú
um 300 milljarðar króna. Með breytt-
um markaðsaðstæðum getur það þó
breyst á örskotsstundu. „Það er alveg
öruggt að bankar munu breytast. Í því
eru mikil tækifæri en á sama tíma
mjög mikil ógn enda er bankarekstur
áhættusamur rekstur. Með fjártækni
er verið að höggva í alla hefðbundna
bankastarfsemi. Ljóst er að fram und-
an eru talsverðar breytingar í fjár-
málaheiminum, t.d. í lána- og greiðslu-
þjónustu,“ segir Gunnlaugur sem
telur að þegar fram líða stundir verði
núverandi bankamódel úrelt.
Að hans sögn er tími nýsköpunar
fram undan. Enn sem komið er þurfi
fjármálafyrirtæki þó ekkert að óttast.
„Bankamódelið hefur í hundruð ára
verið í meginatriðum óbreytt. Bankar
hafa verið íhaldssamir sem er eðlilegt
vegna þess að þeir gátu leyft sér það.
Sökum þessarar íhaldssömu menn-
ingar mun það reynast þeim talsverð
áskorun að taka á nýsköpunarvand-
anum. Eins og menn vita er miklu
meiri hræðsla og íhaldssemi hjá op-
inberum aðilum en einkaaðilum. Það
er því mikilvægt að ríkið komi eign-
arhaldi bankanna í hendur annarra
aðila sem hafa hugrekki til að sækja
fram og taka áhættu,“ segir Gunn-
laugur.
Mikilvægt að ríkið selji bankana
Bankar Tveir af þremur stærstu bönkum landsins, Landsbankinn og Íslandsbanki, eru að mestu í eigu ríkisins.
Fjártækni geti rýrt markaðsverðmæti banka á skömmum tíma Skiptar skoðanir á áhrifum fjártækni
ar hann gerir mistök,“ segir
Gunnlaugur.
Bankar fjárfest mikið í tækni
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri
Bankasýslu ríkisins, telur að fjár-
tækni muni ekki hafa eins mikil áhrif
á banka og margir telja. Þá bendi
ekkert til þess að verðmæti banka
muni minnka með tilkomu fjártækni.
„Ég hef aldrei séð það í þeim grein-
ingarskýrslum sem maður hefur les-
ið að verðmat banka hafi fallið vegna
framfara á sviði fjártækni. Bankarnir
eru að fjárfesta gríðarlega mikið í
fjártækni og slík fyrirtæki hafa frem-
ur verið að vinna með bönkum en á
móti þeim,“ segir Jón Gunnar.
Líkt og áður hefur komið fram á
fjöldi banka á brattann að sækja víðs
Fjármálaeftirlitið, FME, segir frá því
í frétt á heimasíðu sinni að það hafi í
kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar undan-
farna daga, og vísar þar til umfjöll-
unar í kjölfar þess að VR skipti út öll-
um fjórum fulltrúum sínum í
Lífeyrissjóði verslunarmanna, beint
því til stjórna lífeyrissjóða að taka
samþykktir sínar til skoðunar. Það
verði gert með það að leiðarljósi að
skýra hvort og þá við hvaða aðstæður
sé mögulegt að afturkalla umboð
stjórnarmanna sem kjörnir hafa ver-
ið eða tilnefndir.
Í fréttinni er vísað til laga um
skyldutryggingu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyrissjóða en þar komi
fram að í samþykktum lífeyrissjóða
skuli m.a. kveða á um hvernig vali
stjórnarmanna sjóðanna og kjörtíma-
bili þeirra skuli háttað. „Ekki er frek-
ar kveðið á um hvernig að tilnefningu
eða kjöri skuli staðið eða hvort aft-
urköllun sé heimil, eins og gert er
með skýrum hætti t.d. í 64. gr. laga
nr. 2/1995, um hlutafélög, þar sem
fram kemur að sá sem kjörið hefur
eða tilnefnt stjórnarmann geti vikið
honum frá störfum að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum,“ segir í fréttinni.
Hljóðar samþykktir
Þá er bent á að samþykktir sjóð-
anna séu almennt hljóðar um hvort
og þá við hvaða aðstæður umboð
stjórnarmanna verði afturkallað.
„Óskýrar samþykktir hvað þetta
varðar gera ferli við val og mögulega
afturköllun á umboði stjórnarmanna
ógagnsætt.“
Í fréttinni er mikilvægi góðra
stjórnarhátta einnig ítrekað.
tobj@mbl.is
Sjóðir skoði aft-
urköllun umboða
Samþykktir sjóðanna sagðar óskýrar
Á ráðstefnu norrænna fjártækniklasa í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði
var gengið frá samstarfssamningum milli klasanna. Samstarfið ber heit-
ið „Nordic Fintech Alliance“ og er eins konar bandalag fjártækniklasa á
Norðurlöndum. Með þessu hafa íslensk fyrirtæki nú greiðari aðgang að
norrænum fyrirtækjum og öfugt. „Þetta galopnar Norðurlöndin fyrir
fyrirtæki á því svæði og eykur möguleikann á því að þau geti stækkað
starfsemi sína,“ segir Gunnlaugur og bætir við að nokkur erlend fyrir-
tæki séu nú að skoða að koma inn á markað hér á landi. „Þrjú til fjögur
fyrirtæki eru nú að kanna möguleikann á því að víkka út starfsemina og
koma hingað til lands. Ég hef verið að hjálpa þeim við það enda ýmislegt
sem þarf að huga að í því sambandi,“ segir Gunnlaugur sem kveðst bjart-
sýnn á að framangreint samstarf muni auðvelda íslenskum fjártæknifyr-
irtækjum að vaxa enn frekar á næstu árum.
Eykur möguleikana til muna
ÍSLAND ORÐIÐ AÐILI AÐ BANDALAGI NORÐURLANDA
Jón Gunnar
Jónsson
Gunnlaugur
Jónsson
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er mikilvægt að ríkið losi sig við
bankana sem allra fyrst,“ segir
Gunnlaugur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Fjártækniklasans, um rekstur
íslenska ríkisins á Íslandsbanka og
Landsbanka. Nefnir hann hraða þró-
un fjártækni síðustu ára máli sínu til
stuðnings.
Líkt og fram kom í umfjöllun
Morgunblaðsins á dögunum er
hreyfing loks að komast á innleiðingu
PSD2, nýja tilskipun ESB um
greiðsluþjónustu, hér á landi. Mark-
mið tilskipunarinnar er að marka
betur reglur sem gilda um fjártækni-
fyrirtæki og greiðslumiðlun. Með því
munu fleiri fyrirtæki, þar á meðal
fjártæknifyrirtæki, geta veitt upp-
lýsingar sem bankar bjuggu einir að
áður.
Verða að bregðast hratt við
Gunnlaugur segir mikilvægt fyrir
íslenska banka að bregðast hratt við
stöðunni. Að öðrum kosti eigi þeir á
hættu að dragast aftur úr og lækka
þannig í verðmæti. „Sá möguleiki er
til staðar að verðmæti banka lækki.
Það er alltaf hætta á slíku og af þeim
sökum verða menn að bregðast við
núna áður en þetta verður mikið
vandamál. Þeir sem fylgjast vel með
og stilla sér upp með öflugum fjár-
tæknifyrirtækjum eru líklegir til að
ná árangri. Það er hins vegar mikil-
vægt að ríkið sé ekki að standa í slík-
um áhætturekstri,“ segir Gunnlaug-
ur og bætir við að nauðsynlegt sé að
fá öfluga fjárfesta að borðinu sem
taka munu til hendinni í rekstri
bankanna. „Að mínu mati á ríkið ekki
að vera í svona áhætturekstri og eðli-
legast er að einkaaðilar séu fengnir
til að taka við keflinu. Það er mik-
ilvægt að einhver beri ábyrgð á hlut-
unum og finni það á eigin skinni þeg-