Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 2

Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 a. 595 1000 s rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st ánn fyr i r 12. nóvember í 16 nætur Frá kr. 234.995 Bir tm e . im sfe r BarceloMargaritas ALLT INNIFALIÐ aaaa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Töluverð snjóalög og skafla er enn að sjá á hálendinu við Öskju eins og sjá má á þessari loftmynd ljósmynd- ara Morgunblaðsins. Veðurspá gerir ráð fyrir skúrum og líklega hellidembum í dag, einkum suðvestanlands og á hálendinu. Á morgun er spáð bjartviðri sunnan- og vestanlands og átta til 18 stiga hita á landinu. Morgunblaðið/Eggert Snjóalög umhverfis Öskju Spáð er skúrum og jafnvel hellidembum suðvestanlands og á hálendinu í dag Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrirhuguð afgreiðsla á nýju deili- skipulagi fyrir Stekkjarbakka í dag er að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, gerð í skjóli þess að borgarstjórn er í fríi. Eyþór segir deiliskipulagið stór- mál fyrir alla borgarbúa, en fyrir- huguð er uppbygging á um 43 þús- und fermetra lóð þar sem meðal annars stendur til að reisa 4.500 fer- metra gróðurhús og 4.432 fermetra bílastæði. Þá er fyrirhugað að um 18 þúsund fermetra verslunarrými rísi á svæðinu sem er í jaðri Elliðaárdals. „Á stærð við Kringluna“ „Þrátt fyrir verulegar athuga- semdir bæði Umhverfisstofnunar og íbúa á að samþykkja þetta, jafnvel þótt borgarstjórn sé í fríi. Við erum á því að það eigi að hlusta á íbúana og að náttúran eigi líka að njóta vaf- ans,“ segir Eyþór, en minnihlutinn í borginni greiddi atkvæði gegn deili- skipulaginu í umhverfis- og skipu- lagsráði í síðustu viku. Eyþór segir að málið komi „á hraðferð“ inn í borgarráð. „Þetta er stórt svæði í jaðri Elliðaárdalsins og er land- fræðilegur hluti dalsins. Þarna er verið að opna heimildir fyrir tugi þúsunda fermetra af atvinnustarf- semi. Okkur finnst það stílbrot að fara af stað með það,“ segir hann. Andstaða mikil í efri byggðum Athugasemdir frá 56 aðilum bár- ust vegna deiliskipulagsins, meðal annars frá Hollvinasamtökum Elliðaárdals. Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna, undrast það að málið eigi að „drífa í gegn“ meðan sumarfrí standi yfir. „Það er auðvit- að verið að keyra þetta í gegn og engin umræða. Þau höfðu sex vikur til að svara athugasemdum frá 4. mars. Þá átti þetta að fara fyrir borgarráð og svo borgarstjórn. Þeg- ar borgarstjórn er óvirk af því hún er í fríi, þá er þetta keyrt gegnum borg- arráð án allrar umræðu,“ segir hann og bendir á að aðrir en Sjálfstæðis- flokkur eigi ekki fulltrúa í borgarráði og muni því ekki eiga kost á að mót- mæla. Hollvinasamtökin hafa í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipu- lagsráðs til Skipulagsstofnunar í ljósi þess að aðeins hafi verið óskað eftir afstöðu Umhverfisstofnunar áður en ákveðið var að stækka gróð- urhúshluta framkvæmdanna úr 1.500 í 4.500 fermetra. „Við munum síðan fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu. Miðað við þau símtöl sem ég hef tekið á síðustu vikum hef ég ekki miklar áhyggjur af því að við náum þeim fjölda,“ segir Halldór Páll, sem segir aðspurður að mikil andstaða sé við áformin í jaðri Elliðaárdalsins, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar. „Fólk vill hafa þetta útivistarsvæði áfram,“ segir hann. Ekki náðist í borgar- stjóra við vinnslu fréttarinnar. Keyri málið áfram í skjóli sumarfrís  Deiliskipulag Stekkjarbakka rætt í borgarráði  Fyrirhuguð atvinnustarfsemi í jaðri Elliðaárdals  Sjálfstæðismenn vilja „láta náttúruna njóta vafans“  Segir meirihlutann drífa deiliskipulagið áfram Teikning/Landslag Gróðurhús Fyrirhugað er að reisa gróðurhús í jaðri Elliðaárdals við Stekkjarbakka, en borgarráð fjallar í dag um deiliskipulag fyrir svæðið. Eyþór Arnalds segir að til standi að afgreiða málið í skjóli sumarfrís borgarstjórnar. Stéttarfélagið Efling og fyrirtækið Eldum rétt deila um skipti hins síð- arnefnda við starfsmannaleiguna Menn í vinnu, en Efling hefur stefnt starfsmannaleigunni og fyrirtækinu fyrir meðferð á rúmenskum verka- mönnum sem leigðir voru af starfs- mannaleigunni. Kristófer Júlíus Leifsson, fram- kvæmdastjóri Eldum rétt, sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrirtækið hefði hafnað því að gangast við kröfu Eflingar um að ábyrgjast laun Rúm- enanna. Sagði hann Eflingu krefjast greiðslu fullra launa fyrir um tvær vikur, en starfsmennirnir hefðu að- eins starfað hjá Eldum rétt í rúma fjóra daga. Sagði hann það „hræði- lega ákvörðun“ að hafa leitað til leig- unnar um starfskraft. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá Eflingu eftir að kröfubréf var sent fyrir- tækinu og þar til því var stefnt. Hafna skýringum Kristófers Efling hafnaði málflutningi fram- kvæmdastjórans í yfirlýsingu síð- degis í gær og telur að hann hafi brugðist við fregnum af málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. „Fyrirtæki sem versla við starfs- mannaleigur sleppa ekki með því undan skyldum gagnvart starfsfólk- inu. Þetta er gert ljóst í lögum um starfsmannaleigur sem voru upp- færð í fyrra til að herða á þeim skyld- um,“ segir þar. „Kristófer hefur nú ítrekað lýst því yfir að mennirnir hafi unnið stutt hjá honum og þess vegna séu kröfur þeirra ekki viðeigandi. Þetta er málinu óviðkomandi,“ segir Efling. Í lögum um keðjuábyrgð séu tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir eigi sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eigi ekki við í tilfelli Eldum rétt. Þá segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem rúmensku verkamennirnir hafi verið látnir lifa við veki það furðu að harka hafi verið sett í málið af hálfu Eldum rétt og að Kristófer geri Efl- ingu ábyrga fyrir því að ekki hafi átt sér stað samtal. „Kristófer segir að Eldum rétt „hefðu viljað finna raun- verulegan grundvöll“ fyrir kröfum starfsmannanna, en þann vilja er ekki að finna í þeirri eindregnu höfn- un sem fyrirtækið lét senda lög- mönnum Eflingar í maí.“ jbe@mbl.is Hart deilt um þátt Eldum rétt í máli Rúmenanna  Framkvæmdastjórinn snúi út úr og setji fram rangfærslur Lögreglan á Vestfjörðum hefur birt nöfn þeirra tveggja manna sem lét- ust af slysförum í lok júnímánaðar. Guðmundur S. Ásgeirsson lést þegar veghefill fór út af Ingjaldsvegi í Sandheiði í Gerðhamarsdal. Maður- inn sem lést í vélhjólaslysi við Hrófá skammt frá Hólmavík hét Guðmund- ur Hreiðar Guðjónsson. Guðmundur S. Ásgeirsson var 57 ára gamall ekkill. Hann lætur eftir sig þrjá uppkomna syni, tvær tengdadætur og þrjú barnabörn. Synir hans vilja koma á framfæri þökkum til samstarfsmanna hans hjá Vegagerðinni sem og allra við- bragðsaðila sem komu að atvikinu. Guðmundur Hreiðar Guðjónsson var 28 ára gamall. Hann lætur eftir sig unnustu og sjö ára dóttur. Létust af slysförum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir dómsmálaráðherra segir á facebooksíðu sinni að hún hafi lengi talið að „fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd“ útlendingalaganna þegar börn eru annars vegar. „Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar hún, en seg- ir jafnframt að hún geti ekki tjáð sig um málefni afgönsku fjölskyldn- anna tveggja sem til stendur að senda úr landi til Grikklands eftir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi var hafnað. Ráðherrann segir að til þess að tryggja jafnræði hafi hún ekki heimild til þess að „stíga inn í ein- stök mál“. Hún greinir frá því að í síðustu viku hafi farið fram ráðherra- fundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu, auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamála- ráðherra og sveitarstjórnar- ráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar hún m.a. Dómsmálaráðherra segir að fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaganna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.