Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 66

Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum TURBOCHEF ECO er minnsti og sparneytnasti ofninn frá TurboChef Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði sem eru með skyndibita. Fyrsta kvik- mynd leikstjór- ans Elfars Að- alsteins í fullri lengd, End of Sentence, var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Edinborg sem lauk um helgina. Hefur kvikmyndin fengið lofsamlega umfjöllun og dóma, meðal annars í leiðandi kvikmyndafagtímaritum á borð við Hollywood Reporter og Screen Daily, sem valdi hana eina af fimm mest spennandi kvikmyndunum sem sýndar voru á hátíðinni. Frammistaða aðalleikaranna Johns Hawkes og Logans Lermans er víða lofuð en báðir hafa vakið athygli í öðrum kvikmyndum og Hawkes verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Þess má geta að Ólafur Darri Ólafsson fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni sem fleiri Íslendingar komu að en var að mestu tekin upp á Írlandi. Hún er framleidd af Sigurjóni Sighvats- syni, Elfari og David Collins. Karl Óskarsson var tökumaður, Valdís Óskarsdóttir og Kristján Loðm- fjörð klipptu og Pétur Þór Bene- diktsson samdi tónlistina. Kvikmynd Elfars fær góða dóma Elfar Aðalsteins Samsýningin Varðað verður opnuð kl. 17 í dag í Ásmundar- sal við Freyju- götu. Fjórir lista- menn af yngri kynslóðinni sýna ný verk sem þeir hafa unnið inn- blásnir af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennirnir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Frið- þjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Þau notast við ólíkar vinnuaðferðir og vinna í fjöl- breytta miðla en engu að síður er sterk tenging á milli þeirra. Þau hafa leitast við hafa einlægni og leik í forgrunni verka sinna og segja sögur með formi og litum. Samsýning um Skólavörðuholtið Þorvaldur Jónsson » Jaðarlistahátíðin RVK Fringe stendur nú sem hæstog meðal forvitnilegri sýninga á dagskrá hennar er sænska sýningin Svankvinnan, þ.e. Svanakonan, sem heillaði gesti í Tjarnarbíói í fyrrakvöld. Svanakonan er einleikur byggður á sönnum atburði þegar lögregla fann 13 svani í lítilli íbúð konu nokkurrar í Stokkhólmi árið 2011. Höfundur og flytjandi verksins er Rebecka Pers- hagen. Dagskrá hátíðarinnar má finna á rvkfringe.is. Svanakonan heillaði gesti RVK Fringe-hátíðarinnar í Tjarnarbíói í fyrrakvöld Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Átök Eins og sjá má gekk stundum mikið á hjá leikkonunni Rebecku Pershagen. Fjaðrafok Svanakonan baðaði sig í hvítum fjöðrum. Hugvekjandi Gestir fylgdust einbeittir með sýningunni. Einmanaleiki Á tjaldinu má sjá mögulegar ástæður fyrir einmanaleika. Seinnitímavandamál er heiti sýning- arinnar sem Ragnheiður Þorgríms- dóttir myndlistarkona opnar í SÍM- salnum, Hafnarstræti 16, í dag, fimmtudag, klukkan 16. Í tilkynningu segir að á sýning- unni sé tekið á „loftslags- og meng- unarmálum í míkrómynd sem allar jarðarverur munu þurfa að glíma við á endanum“. Þá segir einnig um verkin, þar sem sjá má nakið fólk í umhverfi það sem plast er áberandi: „Náttúran fjarar út og breytist í plast. Mannveran hefur aðskilið sig frá náttúrunni. Hún blindaðist í að- gerðaleysi, heimi samskiptamiðla og neytendahyggju. Til að öðlast ná- lægðina aftur þarf hún að drífa sig upp á hálendi, yfir mosabeð og utan vega til þess að taka „sjálfu“, þar sem klósettpappír fýkur um í bak- grunninum.“ Ragnheiður fæddist árið 1987. Hún lauk BA-námi í myndlist á Ítal- íu árið 2015 og stundaði framhalds- nám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistara- gráðu í myndlist árið 2017. Helsti miðill Ragnheiðar er mál- verkið. Hún hefur tekið þátt í fjölda listviðburða og samsýninga í Dan- mörku, Ítalíu og í Ameríku. Seinni- tímavandamál er önnur opinbera einkasýning Ragnheiðar hér á landi. Tekur á sinn hátt á mengunarmálum Myndlistarkonan Ragnheiður Þorgrímsdóttir við tvö málverkanna sem hún sýnir í SÍM-salnum við Hafnarstræti. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.