Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  156. tölublað  107. árgangur  MISSTI FOR- ELDRA OG UNNUSTU HEILSUBÓT FYRIR ALLA QIGONG Á KLAMBRATÚNI 11VANN PGA-MÓT 33 Vatnajökulsþjóðgarður verður í hópi merkustu þjóðgarða heims, eins og til dæmis Yellowstone í Bandaríkjunum og Galapagos í Ekvador, ef umsókn íslenskra stjórnvalda um skráningu hans á heimsminjaskrá UNESCO verður samþykkt. Greidd verða atkvæði um nýja minjastaði á ráðstefnu í dag. Miðað við þær undirtektir sem umsóknin hefur fengið er búist við að skráningin takist. Heimsminjaráðstefnan er haldin í Bakú í Aserbaídsjan og eru fulltrúar þjóðgarðsins og tveggja ráðuneyta staddir þar. Áhersla á jarðfræðina Í tilnefningu Vatnajökulsþjóð- garðs var lögð áhersla á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eld- stöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem talið er einstakt á heimsvísu. Hann fer því í flokk náttúrustaða. Verður þjóð- garðurinn þriðji heimsminjastað- urinn á Íslandi, fái umsóknin braut- argengi. Surtsey er fyrir á skrá sem náttúrustaður vegna ein- stæðrar jarðfræði og Þingvellir sem menningarminjar. »6 Í hópi merkra þjóðgarða Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herðubreiðarlindir Friðlandið við Herðubreið er nú innan þjóðgarðs.  Atkvæði greidd um Vatnajökulsþjóðgarð Sænska tónlistarkonan Lykke Li spilaði í Silfur- bergi í Hörpu í gærkvöldi fyrir hátt í 1.200 manns. Hún er óvön því að halda tónleika fyrir svo fámennan áhorfendahóp en Lykke Li er ein eftirsóttasta söngkona heims í dag og nýtur einkum hylli yngri kynslóðarinnar. Viðmælandi blaðsins sem var á tónleikunum sagði að tónleikagestir hefðu skemmt sér vel í Hörpu. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Lykke Li heillaði tónleikagesti  Daglegt umferðaröngþveiti við Vatnsmýri í Reykjavík neyðir Strætó til að bregðast við með því að breyta leiðakerfi sínu. Þegar mest er sitja fjórir vagnar fastir vegna umferðarvandans. Er lagt til að leið 5 hætti að keyra að Nauthól og fari þess í stað að BSÍ. Þar geta þeir farþegar sem vilja enda í ná- munda við Háskólann í Reykjavík farið í annan vagn, leið 8, sem myndi aka á milli BSÍ og Nauthóls. Framkvæmdastjóri Strætó kallar eftir lausnum og vill m.a. borgina að borðinu í þeim efnum. Hann seg- ir þetta vera mesta vandræðasvæði leiðakerfis Strætó. »8 Vatnsmýrin mikið vandræðasvæði  Matvælasprotinn Lava Cheese, sem framleiðir snakk úr bráðnum og storknuðum osti, hefur lokið við 100 milljóna króna fjármögnun. Féð ætlar fyrirtækið að nota til að sækja fram með vörur sínar í Skandinavíu, en félagið er nú þegar með skrifstofu í Svíþjóð auk skrif- stofunnar hér á landi. Guðmundur Páll Líndal, sem stofnaði Lava Cheese ásamt Jósep Birgi Þórhallssyni, segir að fram- leiðsla snakksins fari fram í Graf- arvogi og eftirspurnin sé mikil. Um framleiðsluna sjá þrír flóttamenn frá Írak, Sýrlandi og Afganistan. Guðmundur segir að það sé stefna fyrirtækisins að ráða eingöngu flóttamenn í vinnu. Þeir séu góðir starfskraftar sem vilji vinna. Í Got- landi í Svíþjóð, þar sem fram- leiðslan fyrir sænska markaðinn fer fram, sé hins vegar minna um flóttamenn og erfiðara að halda stefnunni til streitu. »12 Lava Cheese vill flóttamenn í vinnu Ostur Jósep Birgir Þórhallsson og Guðmundur Páll Líndal.  „Þetta er fordæmalaust mál. FME tekur það fyrir og það er al- veg ljóst að FME lítur þetta þeim augum að það þurfi almennt að rýna í samþykktirnar og fara yfir það hvernig best sé að sjálfstæði stjórnarmanna sé tryggt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða, um nýtt álit Fjármálaeft- irlitsins (FME) á þeirri ákvörðun fulltrúaráðs VR að afturkalla um- boð fjögurra stjórnarmanna í Líf- eyrissjóði verzlunarmanna. Að sögn hennar munu lands- samtökin láta sig þetta mál varða. „Nú verður yfirfarið hvernig stað- an er hjá öðrum sjóðum, hvernig sé rétt að fara með mál þannig að það sé alveg tryggt að stjórnir sjóða séu alveg sjálfstæðar í sínum störfum og séu ekki beittar þrýstingi í ákveðnum málum, hvorki af til- nefningaraðila né einhverjum öðr- um öflum í þjóðfélaginu.“ »9 Tryggja að stjórnir séu alveg sjálfstæðar Morgunblaðið/Eggert Umdeilt FME segir stjórnarmenn VR sitja enn í stjórn lífeyrissjóðsins. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert verulega á deild 33A á Landspítala, sem er ein þriggja bráðageðdeilda spítalans. Um helm- ingi rúmanna á deildinni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð næstu fjórar vikurnar. Er þetta gert vegna sparnaðar og manneklu. María Einisdóttir, fram- kvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir að sjálfsvígsáhætta sé algeng- asta ástæða þess að fólk er lagt inn á deildina. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, seg- ir ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Það sé ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikil- vægi þessarar þjónustu og komi fólki með geðsjúkdóma afar illa. Tryggja þurfi stöðugt fjármagn til málaflokksins. Hún segir að það sé reynsla þeirra sem starfa hjá Geðhjálp að sumrin, ýmsir hátíðisdagar og frí séu oft erf- iðari en aðrir tímar ársins fyrir fólk með geðraskanir. „Fólk veikist nefnilega ekkert síður á sumrin en á öðrum tímum ársins,“ segir hún. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir að þetta er íþyngjandi fyrir marga. Við hörmum það, þetta er erfitt fyrir alla og ég vona að þetta verði í síðasta skiptið sem við þurf- um að skerða þjónustuna,“ segir María. Loka 15 rúmum af 31  Öðru hverju rúmi á einni bráðageðdeild Landspítala lokað fram yfir verslunar- mannahelgi  Fólk veikist líka á sumrin, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar MLoka öðru hverju rúmi … »4 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Geðdeild Þar verður skert þjónusta og rúmum verður lokað. DJASSGEGGJ- ARAR UNDIR EYJAFJÖLLUM HÁTÍÐ Í SKÓGUM 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.