Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 4

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Öflugar og notendavænar sláttuvélar Alþingi tekur nú þátt í setningu Man- arþings (e. Tynwald) í fyrsta sinn síð- an 2009 þegar þátttakan var aflögð í kjölfar efnahagshruns. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var á leið sinni til eyjunnar Manar þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Tengslin á milli Alþingis og Man- arþings eru þá að komast á aftur og það má segja að það hafi byrjað á því að við buðum forseta Manarþings til hátíðarhaldanna [vegna 100 ára af- mælis fullveldis Íslands] í fyrra í ljósi þess að það eru löng söguleg tengsl á milli þessara þinga, Tynwald og Al- þingis,“ segir Steingrímur. Margt tengir Ísland og eyjuna Mön, að sögn Steingríms. „Sögulegar rætur liggja saman. Þótt þeir séu talsvert minni en við og auðvitað sjálfstjónarsvæði þá eru þeir samt sjálfstæðir í sínum málum og hafa haldið sérstakri stöðu innan bresku krúnunnar. Þeir eru í raun ekki hluti af Stóra-Bretlandi heldur eiga þeir í sérstöku sambandi við krúnuna. Það er sumpart líkt okkar stöðu á milli 1918 og 1944. Bretar sjá um varnarmál og eiga að gæta hags- muna Mana í utanríkismálum en Manar eru í raun alveg sjálfráða um sín innri mál,“ segir Steingrímur sem bætir því við að Manarþing og Al- þingi séu uppbyggð á svipaðan hátt en þingin voru stofnuð á svipuðum tíma. Steingrímur segir líklegt að Al- þingi muni senda fulltrúa á setningu þingsins framvegis. ragnhildur@mbl.is Alþingi á Manarþing á ný  Fulltrúar Alþingis hafa ekki látið sjá sig síðan árið 2009  Forseti Alþingis segir margt tengja Manarþing og Alþingi Ljósmynd/Richard Hoare Manarþing Tynwald-hæð á eyjunni Mön. Þingið er sett utandyra. Loka öðru hverju rúmi á bráðageðdeild  Neyðarráðstöfun segir framkvæmdastjóri geðsviðs LSH  Fólk veikist líka á sumrin segir Geðhjálp Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um helmingi rúma á deild 33A á Landspítala, sem er móttökugeðdeild og ein af þremur bráðageðdeildum spítalans, verður lokað í dag. Þessi ráðstöfun mun standa fram yfir versl- unarmannahelgi og María Einisdótt- ir, framkvæmdastjóri geðsviðs Land- spítala, segir þetta neyðarráðstöfun sem gripið sé til vegna skorts á fé og fagfólki, einkum hjúkrunarfræðing- um. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir þessa lokun ekki forsvaranlega, hún komi fólki með geðsjúkdóma afar illa og sé ekki í neinu samræmi við yf- irlýsta stefnu yfirvalda um mikilvægi góðrar geðheilbrigðisþjónustu. Að sögn Maríu er sjálfsvígshætta algengasta ástæða þess að fólk er lagt inn á deildina. Þar eru að öllu jöfnu rúm fyrir 31 sjúkling, en frá og með deginum í dag og næstu fjórar vik- urnar verða plássin 16. Reyndar liggja oft fleiri en 31 inni á deildinni, því að í fyrra var meðalnýting rúma þar 106%. Spurð hvernig verja megi þá ákvörðun að loka helmingi rúm- anna þegar þörfin sé svo mikil segir María að nýtingin hafi verið nokkru minni yfir sumarið; hún hafi t.d. verið 95% í nýliðnum júní og enn meiri í júní í fyrra. „Sem er samt of mikið, því æskileg meðalnýting á bráðadeild á sjúkrahúsi er 85-90%,“ segir María. Hún segir að þetta sé líklega 10. sumarið í röð sem fækka þurfi rúmum á deildinni, en lokunin núna muni vara skemur en oft áður. „Í fyrra þurftum við að loka í sex til sjö vikur og við höf- um fundið það, þegar við höfum opnað öll rúmin aftur, að það er uppsöfnuð þörf, því þá leita gríðarlega margir til okkar.“ Anna Gunnhildur segir að Geðhjálp hafi ávallt mótmælt lokunum sem þessum og muni einnig gera það núna. „Þetta kemur mér í opna skjöldu og er alls ekki í takt við þörf- ina. Það er alls ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Það þarf að tryggja stöðugt fjármagn til geðheilbrigðismála,“ seg- ir Anna Gunnhildur. Hún segir að það sé reynsla þeirra sem starfa hjá Geðhjálp að sumrin, ýmsir hátíðisdagar og frí séu oft erf- iðari en aðrir tímar ársins fyrir fólk með geðraskanir. „Fólk veikist nefni- lega ekkert síður á sumrin en á öðrum tímum ársins,“ segir hún. Vonandi í síðasta skiptið Anna Gunnhildur segir að niður- skurður sem þessi sé hvorki í sam- ræmi við þá umræðu sem verið hefur í samfélaginu um geðheilbrigðismál né þær áherslur sem stjórnmálamenn hafa sagst hafa í þessum málaflokki. Hún segist hafa fullan skilning á því að ekki takist að ráða nægilegan fjölda hjúkrunarfræðinga til starfa, en hugsanlega megi gera aðrar ráð- stafanir án þess að draga úr þjónustu. „Kannski gætu aðrar fagstéttir eins og t.d. iðjuþjálfar eða félagsráðgjafar starfað á deildinni án þess að ganga í störf hjúkrunarfræðinga.“ Spurð hvort hún viti til þess að al- varleg tilvik hafi komið upp í gegnum tíðina vegna lokana á deildinni segist María ekki hafa heyrt af því. „En auð- vitað gerum við okkur grein fyrir að þetta er íþyngjandi fyrir marga. Við hörmum það; þetta er erfitt fyrir alla og ég vona að þetta verði í síðasta skiptið sem við þurfum að skerða þjónustuna,“ segir María. Anna Gunnhildur segir að þegar deildum sé lokað að hluta eins og nú er sé meira um að fólk hafi samband við Geðhjálp. „Við veitum fólki auðvit- að alla þá ráðgjöf og aðstoð sem við getum. En við getum aldrei komið í staðinn fyrir spítala, ekki frekar en nokkur annar.“ María Einisdóttir Anna G. Ólafsdóttir Unnið hefur verið að því undanfarna daga að undirbúa matartorg og leiksvæði á Miðbakka við gömlu höfnina í Reykjavík. Svæðið hefur verið málað í áberandi litum og mynstri. Hins vegar hefur rigningin sett strik í reikninginn undanfarna daga svo ekki tókst að mála allt svæðið. Vonir voru bundnar við að það tækist að opna torgið í dag, föstudag, en hæpið er að það takist. Veitt verða dagsöluleyfi fyrir 5-6 matarvagna/bíla á svæðinu frá klukkan 9:00 til 21:00 alla daga, fram til 15. september. Sjáv- arfang verður áberandi á matseðlunum en einn- ig verður boðið upp á annars konar mat. Notkun á plastáhöldum og -umbúðum er bönnuð. Komið verður upp körfuboltavelli, hjóla- brettavelli og hjólaleikvelli. Hugmyndin er að breyta hafnarbakkanum úr bílastæðum í lifandi almenningsrými. sisi@mbl.is Undirbúa litríkan matarmarkað á Miðbakka Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Það verður líf og fjör í nýju almenningsrými við gömlu höfnina í sumar Veitingamaðurinn Magnús Már Kristinsson mun bjóða upp á ókeyp- is pylsur fyrir alla þá sem fá sér bjór á Reykjavík Brewing í dag milli fjögur og sex. Mun þetta vera gert í mótmælaskyni eftir að Reykjavík- urborg hafnaði umsókn hans um leyfi fyrir pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur. Erindi Magnúsar var tekið fyrir hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri „heppilegt“ að hafa pylsuvagn við Sundhöllina og að allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir væru í nágrenninu. Magnús segist sorgmæddur yfir niðurstöðu borg- arinnar í málinu en ætlar hins vegar ekki að gefast upp. „Við sækjum um aftur. Við höfum aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp. Ég hef rekið mörg fyrirtæki og er vanur því að fá nokkur nei áður en maður fær já,“ segir Magnús. Býður pylsur í mótmælaskyni Fjögur börn hafa á undanförnum tveimur til þremur vikum greinst með alvarlega sýkingu af völdum E. coli-bakteríu að því er greint var frá á vefsíðu Landlæknis í gær. Fram kom í viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum RÚV að tvö barnanna hefðu verið lögð inn á barnaspítala Hringsins alvarlega veik. „Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu en hafa öll lík- lega smitast í uppsveitum Árnes- sýslu eða nánar tiltekið í Bláskóga- byggð, en á þessari stundu er ekki ljóst hver uppspretta smitsins er,“ segir á vef Landlæknis. Fjögur börn með E.coli-bakteríusýkingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.