Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
kranar &
talíur
STAHL kranar og talíur frá
Þýskalandi eru áreiðanlegir
vinnuþjarkar sem auðvelda
alla vinnu. Kranarnir og
talíurnar
eru í hæsta gæðaflokki þar
sem öryggi og góð ending
eru höfð að leiðarljósi.
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Atkvæði verða greidd um það árdegis
í dag hvort Vatnajökulsþjóðgarður
verði tekinn upp á heimsminjaskrá
UNESCO. Miðað við þær undirtektir
sem umsóknin hefur fengið eru taldar
líkur á að hún verði samþykkt.
Fulltrúar umhverfisráðuneytisins,
mennta- og menningarmálaráðuneyt-
isins og Vatnajökulsþjóðgarðs sitja
heimsminjaráðstefnu UNESCO,
Menningarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sem nú er haldin í Bakú í
Aserbaídsjan. Greidd verða atkvæði
um Vatnajökulsþjóðgarð um klukkan
sjö árdegis.
Eftirsótt skráning
Heimsminjaskrá UNESCO nær
yfir staði sem teljast sérstaklega
verðmætir frá menningar- eða nátt-
úrufræðilegu sjónarmiði og þannig
hluti af menningararfi mannkyns.
Staður eða náttúrufyrirbæri sem
kemst á skrána fær sérstaka stöðu og
athygli enda leggja margir ferða-
menn áherslu á að heimsækja þá. Er
því eftirsótt að komast á skrána og
heimsminjanefnd setur ströng skil-
yrði fyrir upptöku. Staðirnir þurfa að
hafa einstakt gildi á heimsvísu sem
kallar á alþjóðlega vernd.
Unnið hefur verið að undirbúningi
málsins frá árinu 2016. Sérstök verk-
efnisstjórn hafði umsjón með verkinu
og Snorri Baldursson líffræðingur
ritstýrði umsókninni.
Í tilnefningunni var lögð áhersla á
rekbeltið, heita reitinn undir landinu
og eldstöðvakerfi í gosbeltunum
ásamt samspili elds og íss sem talið er
einstakt á heimsvísu.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra og Lilja Dögg Al-
freðsdóttir menningarmálaráðherra
undirrituðu tilnefninguna í janúar á
síðasta ári. Síðan hefur hún verið yf-
irfarin af heimsminjanefndinni og Al-
þjóðanáttúruverndarsamtökunum.
Í umsögnum kemur fram sá vilji að
Herðubreiðarlindir skuli vera hluti af
heimsminjasvæðinu sem og hluti
Lónsöræfa sem eru friðland en utan
Þjóðgarðsins. Nú hefur Vatnajökuls-
þjóðgarður verið stækkaður til norð-
urs þannig að Herðubreiðarlindir eru
orðnar hluti af honum.
Aftur móti er ekki fallist á það að
Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi verði á
heimsminjaskrá þótt svæðið tilheyri
Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Vatna-
jökulsþjóðgarðs, segir að sú afstaða
tengist friðlýsingu á Jökulsá á Fjöll-
um sem þurfi að ljúka og skýra eign-
arhald. Það bíður því um sinn en
Magnús segir að áfram verði unnið í
þeim málum.
Heiður fyrir þjóðgarðinn
„Fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er það
fyrst og fremst heiður að komast á
heimsminjaskrá ásamt innan við 250
öðrum náttúrusvæðum í heiminum,“
sagði Magnús Guðmundsson í gær en
þá lá ekki fyrir hvort umsóknin næði í
gegn en hann var vongóður um já-
kvæða niðurstöðu heimsminja-
ráðstefnunnar. Bendir Magnús á að
þjóðgarðurinn lendi í flokki heims-
þekktra þjóðgarða, nefnir Yellow-
stone og Yosemite í Bandaríkjunum,
Galapagos í Ekvador, Serengeti í
Kenía og Glacier National Park í
Argentíu. „Skráning á heimsminja-
skrá er æðsta gæðavottun sem
nokkru náttúrusvæði getur hlotnast á
heimsvísu.“
Hann segir að reikna megi með
auknum áhuga landsmanna og ferða-
manna og ekki síst auknum kröfum
um vandaða miðlun fræðslu um þjóð-
garðinn. Husanlega muni erlendum
ferðamönnum fjölga við skráningu en
hann bendir á að Ísland hafi hvort
sem er verið vinsæll áfangastaður.
Hins vegar kunni hlutur kröfuharðra
náttúruferðamanna að aukast innan
þjóðgarðsins.
Vatnajökulsþjóðgarður heitur
Greidd verða atkvæði í dag á heimsminjaráðstefnu UNESCO um upptöku Vatnajökulsþjóðgarðs
á heimsminjaskrá Talin mesta gæðavottun sem náttúrusvæði getur hlotnast á heimsvísu
Fyrsta kartöfluuppskera sumarsins
er komin í verslanir á Höfn og kart-
öflur frá Hornafirði eru væntanlegar
í verslanir á höfuðborgarsvæðinu
strax eftir helgi.
Bændur á Seljavöllum hófu að
taka upp kartöflur í vikunni. „Ég tók
örlítið upp á mánudag til að prófa
nýjar vélar og þær fóru í Nettó á
Höfn. Ég tók meira upp í dag og um
helgina tek ég upp kartöflur til að
senda til dreifingar á höfuðborgar-
svæðinu,“ sagði Hjalti Egilsson við
blaðið í gær.
„Þetta er með fyrra fallinu. Ég hef
þó áður tekið upp á þessum tíma. Ég
setti snemma niður í vor og ræktaði
undir plasti. Þetta eru fljótsprottin
afbrigði, Premier,“ segir kartöflu-
bóndinn.
Uppskeruhorfur eru ágætar í
Hornafirði, að mati Hjalta. „Það hef-
ur raunar verið óvenju þurrt, svona
þurrkar hafa varla þekkst hjá okkur.
Það virðist þó ekki ætla að verða
okkur til trafala. Ég hef getað vökv-
að akrana í sumar og tel að það hafi
haft áhrif,“ segir hann. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Oddleifur Eiríksson
Uppskerustörf Seljavallabændur eru byrjaður að taka upp kartöflur.
Nýjar kartöflur
koma í verslanir
Bændur á Seljavöllum hefja upptöku
Nú eru 845 staðir skráðir á
heimsminjaskrá vegna menn-
ingarverðmæta, 209 vegna ein-
stakrar náttúru og 38 staðir
sem geta státað af bæði ein-
stakri náttúru og menningar-
minjum. Greidd verða atkvæði
um 45 staði til viðbótar á
heimsminjaráðstefnunni í dag
og því stefnir í einhverja fjölg-
un.
Tveir staðir á Íslandi eru á
heimsminjaskrá. Þingvellir eru í
flokki menningarminja og
Surtsey sem einstakur staður í
jarðfræði. Vatnajökulsþjóð-
garður fellur undir náttúru-
svæði, ekki síst vegna samspils
eldvirkni og jökla sem og lofts-
lags og jökulíss.
Surtsey og
Þingvellir
TVEIR STAÐIR Á SKRÁNNI
Morgunblaðið/RAX
Vatnajökull Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af stærsta jökli landsins. Innan hans eru þó einnig mörg sérstök nátt-
úrusvæði, ekki síst jarðfræðifyrirbrigði. Á myndinni sjást Færunestindar í Skaftafellsfjöllum.
Vatnajökuls-
þjóðgarður
Þjóðgarðs-
mörk
Kortagrunnur: Vatnajökulsþjóðgarður
Herðubreið Dettifoss
Askja
Jökulsárlón
Skaftafell
Snæfell
Ó
d
á
ð
a
h
r
a
u
n
Veiðivötn
Grímsvötn
Jökulsár-
gljúfur
Jökulsárgljúfur
Vatnajökull