Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Bresk samkeppnisyfirvöld hafaákveðið að taka til skoðunar yfirburðastöðu Google og Face- book á stafrænum auglýsingamark- aði og hvort sú staða hafi truflandi áhrif á markaðinn. Ástæðan fyrir slíkri rannsókn er vitaskuld sú stað- reynd að leitarvélar og samfélags- miðlar hafa haft mjög skaðleg áhrif á fjölmiðla á sama tíma og þessi fyr- irbæri nærast á því sem fjölmiðlar framleiða án þess að greiða fyrir.    Samkvæmt erlendum rann-sóknum hafa leitarvélar og samfélagsmiðlar, einkum Google og Facebook, sogað til sín lang- stærstan hluta af þeim auglýs- ingum sem fara á vefinn.    Og þessir „miðlar“ eru síður ensvo vandir að virðingu sinni þegar kemur að því að birta auglýs- ingar og nota svo markaðsaðstöðu sína til að dreifa vafasömum aug- lýsingum víða. Nýlegt dæmi eru ósannindi um íslenska fjármála- ráðherrann sem sagður var hafa grætt stórfé á einhvers konar bit- coin-fjárfestingu.    Erfitt er að eiga við útþenslu Google og Facebook og dreif- ingu þeirra á vafasömu efni af ýmsu tagi. Þó er augljóst að mikil- vægt er að hefðbundnir fjölmiðlar haldi stöðu sinni en verði ekki undir í ósanngjarnri samkeppninni.    Vandinn er hins vegar sá að hiðopinbera er seint að bregðast við og lætur sér almennt nægja að skrifa skýrslur. Breska skýrslan á til dæmis að koma út eftir ár. Hvað ætli Google og Facebook verði búin að gera út af við marga breska fjöl- miðla fyrir þann tíma? Risar rannsakaðir STAKSTEINAR SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumarhusavorn.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Brottfarir erlendra farþega frá landinu voru 16,7% færri í júnímán- uði þetta árið en í fyrra eða 39 þús- und færri samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Brottförum erlendra ferðamanna hefur fækkað í hverjum mánuði frá áramótum. Í janúar fækkaði brott- förum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7%, í apríl um 18,5% og um 23,6% í maí. Mest hefur brottförum bandarískra ferða- manna fækkað á þessu ári eða um 26,5% en langflestar brottfarir voru þó frá bandarískum ferðamönnum komnar. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár hér á landi en þeim hefur fjölgað um 12,7% þetta árið. Frá árinu 2010 hefur fjöldi ferða- manna rúmlega fimmfaldast en í umfjöllun mbl.is um málið er bent á að ef vöxturinn hefði haldið sér á svipuðum hraða hefðu hingað komið 17,5 milljónir erlendra gesta árið 2028, 218 milljónir árið 2038 og upp úr 2060 væru gestirnir orðnir fleiri en íbúar jarðarinnar. Brottförum Íslendinga fækkaði einnig í júní en um 64 þúsund Ís- lendingar fóru utan í júní í ár eða 9% færri en í júní 2018. ragnhildur@mbl.is Brottförum fækkaði um tæp 17%  Bandarískum ferðamönnum fækkar mest  Kínverjum fjölgar um 12,7% Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Líkt og búist var við fækkaði ferðamönnum í júní. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Allir vagnar á þessu svæði eru stopp á ákveðnum tíma dagsins sem setur allt úr skorðum. Þetta er því eins konar neyðarúrræði og vonandi verður hægt að leysa þetta einhvern tímann fyrir næstu áramót, en til að svo megi verða þurfa allir að koma að borðinu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, við Morgunblaðið. Vísar Jóhannes Svavar í máli sínu til hins mikla umferðarvanda sem daglega skapast við Vatnsmýri í Reykjavík. Sitja vagnar Strætó, sem m.a. þurfa að keyra að Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsveg, þá fastir í umferð og setur það áætlun þeirra úr skorðum. Þegar mest er segir Jó- hannes Svavar fjóra vagna stopp vegna umferðarvandans. Til að bregðast við þessu er lagt til að leið 5 hætti að keyra að Nauthól og fari þess í stað að BSÍ. Þar geta þeir farþegar sem vilja enda innan vandræðasvæðisins við Vatnsmýri farið í annan vagn, leið 8. Sá myndi aka á milli BSÍ og Nauthóls. „Ég hef ekki lausnina á þessu vandamáli, ef ég hefði hana væri ég búinn að hrinda henni í framkvæmd. En menn verða að setjast niður og finna einhverja lausn á þessu,“ segir Jóhannes Svavar og á þar einkum við fulltrúa frá Strætó, Reykjavíkur- borg og HR. „Hver niðurstaðan verður veit ég ekki. Kannski vilja menn bíða eftir þessari brú sem byggja á yfir Fossvoginn. Það gerist kannski einhvern tímann á næstu árum,“ bætir hann við. Spurður hvort þetta sé mesta vandræðasvæði Strætó kveður Jó- hannes Svavar já við. „Við lendum illa í síðdegisumferð á nokkrum stöðum en hvergi eins og þarna.“ Strætó bregst við umferðaröngþveiti  Flöskuhálsinn við Nauthól versti staður leiðarkerfis Strætó Morgunblaðið/Hari Reykjavík Tafir eru daglegt brauð þeirra sem ferðast um í borginni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.