Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 9

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Jón Birgir Eiríksson Rósa Margrét Tryggvadóttir Landssamtök lífeyrissjóða munu láta sig varða mál VR og Lífeyris- sjóðs verslunarmanna að sögn Þór- eyjar S. Þórðardóttur, fram- kvæmdastjóra samtakanna, en hún segir málið fordæmalaust. Fjár- málaeftirlitið hefur nú lýst þeirri af- stöðu sinni að fjórir stjórnarmenn, hverra umboð VR kallaði aftur í júní, sitji enn í stjórninni og mælst til þess við stjórnir lífeyrissjóða að sam- þykktir verði skoðaðar með hliðsjón af sjálfstæði stjórnarmanna. „Landssamtökin hafa ekki tekið þetta sérstaklega fyrir, en það eru allir sammála um að sjálfstæði stjórnar skipti gríðarlega miklu máli,“ segir hún. „Nú verður yfirfar- ið hvernig staðan er hjá öðrum sjóð- um, hvernig sé rétt að fara með mál þannig að það sé alveg tryggt að stjórnir sjóða séu alveg sjálfstæðar í sínum störfum og séu ekki beittar þrýstingi í ákveðnum málum, hvorki af tilnefningaraðila né einhverjum öðrum öflum í þjóðfélaginu,“ segir hún. „Þetta mál verður alveg tví- mælalaust rætt,“ segir hún og kveðst hafa stungið upp á því að komið verði á fót fræðslu í framhaldi þess og jafnvel haldið málþing. „Þetta er fordæmalaust mál. FME tekur það fyrir og það er alveg ljóst að FME lítur þetta þeim augum að það þurfi almennt að rýna í sam- þykktirnar og fara yfir það hvernig best sé að sjálfstæði stjórnarmanna sé tryggt,“ segir Þórey. „Hagsmunir tilnefningaraðila og hagsmunir sjóð- félaga fara oft saman, en þurfa ekki að gera það í öllum tilvikum. Þá þarf að vera alveg tryggt að stjórnir sjóð- anna fái frið til að standa undir þeirri ábyrgð sem þær bera, sem er að gæta að og ávaxta fjármuni sjóð- félaganna,“ segir hún. Segir FME tala skýrt Deildar meiningar eru um niður- stöðu FME, en Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, lýsti yfir fulln- aðarsigri og að FME hefði lýst því yfir að VR gæti afturkallað umboð stjórnarmannanna. Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við mbl.is í gær að Ragnar Þór gæti ekki haldið til streitu þeirri ákvörðun að aftur- kalla umboðið. „Mín afstaða er sú að ég held að hann geti ekki haldið þessu áfram á þeim forsendum sem hann gerði í afturkölluninni eins og hún er í gangi núna. FME segir að þetta sé einfaldlega íhlutun í störf stjórnarinnar,“ sagði hann. Í bréfi FME er ákvörðun VR um afturköllun sett í samhengi við yfir- lýsingar félagsins í tengslum við ákvörðun stjórnar LV um vaxta- hækkun og tekið fram að nái ákvörð- un VR fram að ganga megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðsins sé að ræða. Það vegi að sjálfstæði stjórnarinnar og góðum stjórnarháttum. Spurður hvort sama ástæða verði að baki afturköllun umboðsins og í upphafi sagði Ragnar Þór að ekki þyrfti að gefa neina skýringu á því. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þótt hann gefi enga ástæðu fyrir þessu sé það samt íhlutun því upp- haflega var þetta gert út af þessari hækkun á vöxtunum,“ segir Ólafur Reimar. „Ég hugsa að menn myndu líta á þetta sem undirliggjandi ástæðu,“ segir hann. Stjórnirnar virki sjálfstætt Í samtali við mbl.is í gær sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, að litið yrði á málið heildstætt og ný ákvörðun um afturköllun um- boðs stjórnarmannanna túlkuð í samhengi við aðra hluti. „Ég get ekki úttalað mig um það hvort við leggjum það að jöfnu, fyrri ástæður eða hugsanlegar nýjar ástæður. Við getum ekki haft skoðun á því fyrr en að því kæmi,“ sagði hann. Verði nýir stjórnarmenn valdir vegna ágrein- ings um tiltekið málefni mun FME fylgjast náið með málinu að hans sögn. Jón Þór segir að ef afturköllunin byggist á öðrum forsendum en gert var í upphafi sé ekki útilokað að heimilt sé að afturkalla umboð stjórnarmannanna. „Það liggur fyrir okkar afstaða um að það gæti gengið á svig við góða stjórnarhætti. Það sem við teljum mikilvægast í þessu er að stjórnin virki sjálfstætt. Ef það koma inn nýir stjórnarmenn vegna ágreinings um eitthvert tiltekið mál- efni, þá þurfum við að fylgja því náið eftir. Hvernig viðkomandi stjórnar- menn ætla að taka ákvarðanir í þeim málum og öðrum,“ sagði hann. FME fer fram á það, sem fyrr sagði, að lífeyrissjóðirnar líti yfir samþykktir sínar. „Okkur sýnist að þær séu óskýrar um þetta og hvetj- um því lífeyrissjóði almennt til að skoða sínar samþykktir svo hægt sé að gæta að sjálfstæði stjórna lífeyr- issjóða og góðum stjórnarháttum,“ segir Jón Þór. Sjálfstæði stjórnanna lykilatriði  Fordæmalaust að sögn Landssamtaka lífeyrissjóða  Tryggja þurfi sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða  Ragnar Þór geti ekki staðið við ákvörðunina  FME fylgist með verði nýir stjórnarmenn valdir Morgunblaðið/Eggert Lífeyrissjóður Í húsi verslunarinnar eru LV og VR til húsa. Stjórnarformaður sjóðsins segir formann VR ekki geta afturkallað umboð stjórnarmanna sinna í sjóðnum, en FME segir stjórnarmennina munu sitja þrátt fyrir ákvörðun VR. Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum 20. júní sl. að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna og til- nefndi nýja í þeirra stað. Í aðdrag- andanum hafði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýst því yfir að ákvörðun stjórnar LV um hækkun breytilegra vaxta verð- tryggðra sjóðfélagalána, úr 2,06% í 2,26%, væri stríðsyfirlýsing. Tveimur dögum fyrr hafði Seðla- bankinn lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Ragnar Þór sagði vaxtahækkunina vinna gegn markmiðum lífskjarasamninganna frá því í vor. Ákvörðun VR vakti hneykslan stjórnarmanna sem og þeirra sam- taka atvinnurekenda sem skipa í stjórn lífeyrissjóðsins, þ.á m. Sam- taka atvinnulífsins og Samtaka at- vinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði hæp- ið að ákvörðunin stæðist lög. Vegna vaxtahækkunar UPPHAF MÁLSINS Í HNOTSKURN Fjórir umsækjendur voru um emb- ætti sóknarprests í Garða- og Hval- fjarðarstrandarprestakalli. Þetta er nýtt prestakall, en því tilheyra Akranes og nágrannasóknir, Innra- Hólms-, Leirár- og Saurbæjarsókn- ir. Sóknarpresturinn á Akranesi, séra Eðvarð Ingólfsson, er að láta af prestskap. Hann hefur gegnt embættinu á Akranesi frá árinu 1997. Umsækjendurnir eru Dagur Fannar Magnússon guðfræðingur, Jón Ásgeir Sigurvinsson guðfræð- ingur, séra Úrsúla Árnadóttir og séra Þráinn Haraldsson. Frestur til að sækja um embættið rann út á miðnætti miðvikudaginn 25. júní síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. september 2019 til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun mats- nefndar um hæfni til prestsembætt- is og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skip- ar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu. Breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði og nýtt prestakall var tilkynnt með auglýs- ingu í Stjórnartíðindum í mars sl. Það var einnig tilkynnt að hið sögu- fræga Saurbæjarprestakall á Hval- fjarðarströnd yrði lagt niður. Þá er á vef biskups tilkynnt að ein umsókn hafi borist um að þjóna sem sóknarprestur Húsavíkur- prestakalls, Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmi, frá 1. septem- ber 2019 til 31. maí 2020. Umsóknarfrestur rann út á mið- nætti mánudaginn 1. júlí sl. Umsækjandinn er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sem þjónar sem settur sóknarprestur Laufás- prestakalls, sem er innan sama pró- fastsdæmis. sisi@mbl.is Fjórir sóttu um Garðaprestakall Morgunblaðið/Ómar Saurbær Hallgrímskirkja á Hval- fjarðarströnd. Sóknin er niðurlögð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.