Morgunblaðið - 05.07.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.07.2019, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Aldur fæðandi kvenna áLandspítala (LSH), þarsem yfir 70% fæðinga áÍslandi verða, hefur síð- astliðin ár og áratugi hækkað um- talsvert. Sem dæmi var meðalaldur fæðandi kvenna 28,5 ár árið 1998, 29,4 ár árið 2008 og í fyrra var hann kominn upp í 30,2 ár. Hefur því meðalaldur fæðandi kvenna hækkað um tæpt ár fyrir hvorn áratug frá 1998. Fæðingar 35 ára og eldri kvenna töldu um 15,9 prósent allra fæðinga á LSH árið 1998 en um 22% í fyrra. Tíu konur á aldrinum 45-49 ára fæddu á LSH í fyrra, sem er tí- földun frá því sem var tveimur ára- tugum áður, þegar ein kona á sama aldursbili fæddi á LSH árið 1998. Elsta konan sem fæddi barn á LSH í fyrra var eldri en fimmtíu ára. Þessi þróun er starfsfólki á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH ofarlega í huga, sérstaklega vegna þess hve aukin áhætta er á ýmsum sjúkdómum þegar gengið er með barn tiltölulega seint á ævinni. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yf- irlæknir á meðgöngu- og sængur- legudeild LSH, sem segir að viðbúið sé að þróunin haldi áfram á sömu leið. Kjöraldurinn lágur nú til dags Hulda telur upp ýmsa sjúkdóma og vandamál sem er aukin áhætta á að fá ef aldur fæðandi konu er til- tölulega hár. Nefnir hún í því dæmi meðgöngusykursýki og háþrýstings- vandamál. „Fósturlát eru tíðari, sér- staklega hjá konum yfir fertugu,“ og bætir við: „Þó að andvana fæðingar séu mjög fátíðar hjá hraustum kon- um yfir fertugu, þá eru þær samt al- gengari en hjá yngri konum.“ Spurð hvort hún telji að fólk hafi þessa hluti í huga þegar það íhugar barneignir segir Hulda: „Mér finnst fólk ekki vera mjög upptekið af þessu almennt, að það sé eitthvað áhættusamara að eignast börn þegar konur eru orðnar eldri. Flestar konur á þessum aldri, til dæmis 35 til 45 ára, eru hraustar upp til hópa og eru ekkert að velta því fyrir sér að þetta verði eitthvað flóknari meðganga. Það sem við höf- um aðeins verið að reyna að benda á er að kjöraldurinn til að eignast börn er sennilega á aldursbilinu 20 til 25 ára. Það er aldur sem nú til dags þykir frekar lágur. Algengara er að konur séu að eignast sitt fyrsta barn nær þrítugu.“ Þá segir Hulda að bent hafi verið á að frjósemi minnki með hækkandi aldri. „Frjósemin er mest milli tví- tugs og þrítugs.“ Hún segir þó að meiningin sé ekki að „setja pressu“ á konur að eignast börn snemma, en segir: „Ef þær langar til að eignast börn, ég tala nú ekki um ef þær langar að eignast fleiri en eitt barn, þá er kannski sniðugra að bíða ekki með það allt of lengi.“ 1 7 10 22% 19% 16% Meðalaldur fæðandi kvenna Fæðingar kvenna 35 ára og eldri Sem hlutfall allra fæðinga 1998 2008 2018 1998 2008 2018 H ei m ild : L SHFæðingar kvenna á Landspítalanum Ár 1998 2008 2018 28,5 29,4 30,2 Fæðingar kvenna 45-49 ára Fjöld fæðinga Elsta fæðandi konan yfir fimmtugu Hulda Hjartardóttir Fæðingar kvenna » Hærri aldur eykur áhættu á ýmsum vandamálum. » Tífalt fleiri fæðandi konur á aldrinum 45-49 ára á síðasta ári en árið 1998. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ýmsar fréttirsem berastfrá Vene- súela þessa dagana bera stjórnar- farinu þar miður fagurt vitni. Ekki er nóg með að efnahagsleg óstjórn sú, sem fylgt hefur Chavismanum, hafi fært landið á vonarvöl, heldur mega þeir sem ósáttir eru við ástandið búa við kúgun og harðræði af hálfu hers, lög- reglu og sjálfskipaðra varð- hunda Nicolas Maduros, hins ólögmæta forseta landsins. Þeir fara um borgir og bæi landsins á mótorhjólum og berja þá sem grunaðir eru um ófullnægjandi hlýðni við ein- ræðið. Þá berast þessa dagana fregnir af því að sumir þeirra samviskufanga sem teknir eru höndum í landinu geti jafnvel búist við enn verri meðferð en áður. Þannig fréttist um dag- inn af fyrrverandi sjóliðsfor- ingjanum Rafael Acosta Are- valo sem lést í haldi stjórn- valda, að sögn af völdum sára sem hann hlaut meðan á fanga- vist hans stóð. Acosta var handtekinn ásamt tólf öðrum hinn 21. júní síðastliðinn fyrir að hafa staðið að meintri „stjórnarbyltingu“ gegn ægivaldi Maduros, og var leiddur fyrir dómara viku síð- ar. Var Acosta þá kominn í hjólastól og bar þess greinileg merki að hafa verið pyntaður. Sendi dómarinn hann þá á her- sjúkrahús þar sem Acosta lést degi síðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af grunsamlegu andláti manna sem lent hafa í klóm Maduros. Þannig er skemmst að minnast Fernandos Albáns sem féll til bana í október síðastliðnum en hann var sakaður um að hafa reynt að myrða Maduro í grun- samlegri drónaárás. Flest benti til að forsetanum hefði ekki verið nein hætta búin og vísbendingar þóttu jafnvel um að liðsmenn hans sjálfs hefðu með þessu reynt að koma höggi á andstæðinga hans. Andlát Albáns var úrskurðað sem sjálfsvíg en vinir hans og fjöl- skylda andmæltu þeirri vægast sagt ótrúverðugu niðurstöðu harðlega. Þessi dæmi og fleiri, sem heyrst hafa um pyntingar stjórnvalda í Venesúela, sýna glöggt hvers konar stjórnarfar er við að eiga þar. Á sínum tíma var því lýst yfir að Hugo Cha- vez, fyrirrennari Maduros, hefði náð að búa til „sósíalisma 21. aldarinnar“, þar sem efna- hagslegur jöfnuður hefði náðst, án pólitískrar kúgunar. Nú sést glöggt að sú lýsing var helber lygi og allt bendir til að sósíal- isminn í Venesúela muni valda almenningi þar ómældum þján- ingum um langa hríð enn. Einræðisstjórnin í Venesúela sýnir sitt rétta andlit } Pyntingar og morð Loftárásin semgerð var á búðir flóttamanna í nágrenni Trípolí í fyrradag hefur eðlilega vakið um- talsverða hneykslan. Talið er að meira en 40 manns hafi lát- ist og rúmlega 130 særst. Árásin er þeim mun hneyksl- anlegri þar sem stríðandi fylk- ingum í borgarastríðinu þar mun hafa verið kynnt sér- staklega hver staðsetning búðanna væri, gagngert svo að koma mætti í veg fyrir ódæði af þessu tagi. Brýnt er að árásin og til- drög hennar verði rannsökuð ofan í kjölinn af óháðum að- ilum og að illvirkjarnir verði látnir sæta ábyrgð. Reynslan úr öðrum borgarastríðum bendir þó til að langur tími geti liðið áður en réttlætið nær fram að ganga, ef það gerir það þá nokkurn tímann. Böndin hafa aðallega beinst að stríðsherranum Khalifa Haftar sem ræður nú yfir meginþorra Líbýu þrátt fyrir að stjórnvöld í Trípolí séu að nafninu til þau réttmætu í land- inu. En þrátt fyrir viðurkenningu er- lendra ríkja er staðan sú að fátt getur komið í veg fyrir að Haftar beri fullnaðarsigur úr býtum, haldi átökin áfram. Og Haftar hefur fáa hvata til þess að ganga til friðarsamninga þegar nær allt landið er nú þegar á hans valdi. Árásin hefur ekki síst vakið hneykslan þar sem hún virðist hafa verið gerð gagngert gegn hópi fólks sem á ekki aðild að þeim átökum sem nú skekja landið, fólks sem með engu móti getur varið sig og sem á fyrir um sárt að binda. Þá hafa á undanförnum misserum komið upp nokkur mál þar sem sýnt hefur verið fram á skelfilega meðferð heima- manna á flóttamönnunum og hafa jafnvel heyrst ásakanir um þrælasölu og enn verri glæpi í því samhengi. Segja má að þessar aðstæður setji hina andstyggilegu árás í enn nöturlegra samhengi. Árás á flótta- mannabúðir vekur hneykslan} Grimmilegt ódæði R íkisstjórn Íslands er á flótta undan mannúðarsjónarmiðum. Sam- kvæmt íslenskum lögum ber stjórnvöldum ævinlega að gæta hagsmuna barna þegar unnið er að málum þeirra. Fyrir því eru skýr lagaboð hvort sem er í lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns eða barnalögunum. Þá ber íslenskum stjórnvöldum einnig sam- kvæmt sömu lögum að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Ríkisstjórn Íslands er hins vegar á flótta. Þau neita að horfast í augu við að á undan- förnum árum hefur verið rekin hér á landi hörð stefna gegn mannúðlegri meðferð á börnum á flótta. Börnum í leit að vernd. Nærri tvö ár eru frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók til starfa og enn skal hert á stefnunni. Í nýju frumvarpi til útlendingalaga sem ríkisstjórnin samþykkti í apríl sl. var lagt til að hverfa frá því að umsóknir barna um vernd, sem hafa fengið stöðu flóttamanna í öðru Evrópu- ríki, væru teknar til skoðunar. Breytir þá engu hvert Evr- ópuríkið er. Áður hafði ríkisstjórnin samþykkt að veikindi barna gæfu ekki tilefni til að meta sem svo að barnið væri í sérlega viðkvæmri stöðu og ætti því rétt á vernd. Þetta gerist á sama tíma og forsætisráðherra heimsækir fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem talsmaður mannúðar og réttinda. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun árið 2010 að endur- senda ekki fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnar- reglugerðar þar sem Grikkland gæti ekki tryggt öryggi þeirra. Öðru máli gegnir um þá sem hafa hlotið „vernd“ í Grikklandi. Þau eru send til baka til Grikklands þótt staða þeirra sé síst betri en þeirra sem bíða niðurstöðu mála inna í grísku stjórnkerfi. Samkvæmt alþjóð- legum skýrslum eru yfir 50 þúsund flóttamenn í Grikklandi og er helmingurinn konur og börn. Ástandið er hræðilegt, skortur á heil- brigðisþjónustu, lyfjaskortur, skortur á vatni og mat, yfirfullar tjaldbúðir og tugum ein- staklinga hrúgað inn í litlar stúdíóíbúðir. Allir sem kynna sér ástandið sjá að það er með öllu óboðlegt. Kynferðisofbeldi og lögregluofbeldi eru daglegt brauð enda börn látin búa með ókunnugu fullorðnu fólki. Þetta eru aðstæður sem ríkisstjórn Íslands horfir fram hjá þegar þau senda lítil börn frá Íslandi til Grikklands. Það er ekki sama hvaða Evrópuríki er skoðað því allir vita að staðan víða í Suður-Evrópu, ekki síst Grikklandi, er hættuleg börnum í leit að vernd. Þarna er enga vernd að fá heldur áframhaldandi eymd og ofbeldi. Ríkisstjórn Íslands þarf ekki að skipa nefnd til að fara yfir stöðuna. Hún þarf að lesa sér til og stöðva brottvísun barna til ríkja þar sem öryggi þeirra og velferð er ekki tryggð. Fyrir því er skýrt lagaboð. Ríkisstjórn á flótta undan mannúð er ekki bara gagnslaus ríkisstjórn heldur skaðleg ríkisstjórn. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Á flótta undan mannúð Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.