Morgunblaðið - 05.07.2019, Qupperneq 19
í ljós að nákvæmlega eins lán og
þeirra, var leiðrétt. Það virðist vera
að fólki hafi verið mismunað í boði
Dróma.
Lýðræðið fótum troðið af RÚV
Hver er raunveruleg ástæða fyrir
því að ekki hefur tekist að endurnýja
traust Alþingis? Getur það verið að
óánægjan hjá þessum 15 þúsund
fjölskyldum sem voru bornar út af
heimilum sínum hafi eitthvað með
það að gera? Þetta voru um 40-50
þúsund manns! Og allt í boði von-
lausra stjórnvalda eftir hrun, sem
ekkert kunnu til verka.
Það þarf að rannsaka öll þessi
voðaverk sem unnin voru eftir hrun
frá A til Ö. Hver var ástæðan? Var
það hefnigirni, vanhæfi, óþverra-
háttur eða heimska? Eða hafði þetta
með ESB að gera? Hvað veit ég?
Svar óskast. Þá held ég að RÚV
skuldi þegnum sínum rannsóknar-
vinnu í þessum Drómamálum. Lýð-
ræðið var nefnilega fótum troðið á
fréttastofu RÚV á árunum eftir
hrun. Þegar hamfarir verða á ríkis-
miðillinn að standa með fólkinu í
landinu en ekki hrægammasjóðum
sem höfðu fengið kröfurnar á nokk-
ur prósent. Ég mæli eindregið með
tillögu Hagsmunasamtaka heim-
ilanna um rannsóknarskýrslu heim-
ilanna strax!
tur
» Það þarf að
rannsaka öll þessi
voðaverk sem unnin
voru eftir hrun.
Höfundur býr í Mosfellsbæ.
doriulfars@gmail.com
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
SAMEINUÐ GÆÐI
BJB-Mótorstilling
ar
Kvartmílan
laugardaginn 6. jú
lí
Kvartmílubrautin
ni við álfhellu
Dagskrá
11:15 Tímatökur hefjast
14:00 Keppni hefst
17:00 Verðlaunaafhending
Á morgun fer fram 2. umferð
Íslandsmótsins í kvartmílu 2019
Verð: 1.500 kr
Frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum
• Buggy bíll frá BJB-Mótorstillingu verður til sýnis
• Veitingasala á staðnum
• Gestir velkomnir í pitt og sjá action
• Stefnir í nýtt met í ofurflokki
• Kvartmíluklúbburinn fagnar 44 ára afmæli
Eitthvað um 3,4
milljónir deyja árlega
sökum offitu. Reyk-
ingar drepa örlitlu
fleiri, eða um 5 milljónir
árlega. Þetta eru op-
inberar tölur frá
Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni. Svo
við heimfærum þetta á
einn dag þá deyja tæp-
lega tíu þúsund manns í
heiminum í dag sökum offitu eða
u.þ.b. heill Mosfellsbær. Séu teknir
inn aðrir kvillar sem fylgja óhollu
mataræði og hreyfingarleysi má
gróflega ætla að óhollt mataræði sé
að drepa sambærilegan fjölda og síg-
aretturnar.
Andvaraleysi
Íslensk börn eru næstfeitustu börn
Evrópu. Þetta er dapurleg staðreynd
sem byggð er á opinberum tölum frá
Efnahags- og framfarastofnuninni.
Fjallað var um þetta í íslenskum fjöl-
miðlum fyrir um tveimur árum en
ráðamenn létu þær fregnir sem vind
um eyru þjóta og nauðsynleg um-
ræða féll í gleymskunnar dá.
Foreldrar bera höfuðábyrgð á
ástandi barna sinna og þeir eru fyrir-
myndirnar. Það virðist oft gleymast í
umræðunni að foreldrarnir eiga ekki
að vanrækja börnin sín og þeir geta
ekki varpað foreldraábyrgðinni yfir á
einhverja menntastofnun eða skatt-
greiðendur. Þeir eiga heldur ekki að
vanrækja sína eigin heilsu.
Sennilega myndi ekkert foreldri
bjóða barninu sínu sígarettu en töl-
fræðin sem var nefnd hér að ofan
bendir til þess að nammið sé engu
skárra, jafnvel verra.
Það er því ógnvænlegt
að vita til þess að á
hverjum laugardegi sé
selt u.þ.b. eitt tonn af
nammi í regnbogalituð-
um nammibar Hag-
kaups í Skeifunni. Það
nammi er allt selt eftir
vigt og því var einfalt
að óska eftir þeim upp-
lýsingum. Eitt símtal
nægði. Tonn af nammi,
á einum degi, í einni
matvöruverslun.
Nammiát og gosdrykkja hefur al-
varlegar afleiðingar í för með sér og
menn ættu að varast nammigjafir. Á
hverjum degi eru framkvæmdar 23
aflimanir á Bretlandi vegna sykur-
sýki. Erfitt er að nálgast tölur yfir
ástandið á Íslandi en miðað við
offitumet íslenskra barna verður
ástandið varla betra í náinni framtíð.
Efnafræðileg svör líkamans eftir
nammiát og gosdrykkju mætti taka
til sérstakrar skoðunar, þá með
áherslu á fjölgun andlegra sjúkdóma
en síendurteknar og miklar sveiflur í
insúlíni, adrenalíni og fleiri boðefn-
um gætu verið þáttur í kvíðaröskun.
Þetta þarf einnig að setja í samhengi
við fjölgun öryrkja á Íslandi en á
árinu 2016 var nýgengi örorku í
fyrsta sinn meira en náttúruleg
fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði.
Ekkert samfélag er sjálfbært til
lengri tíma með slíka þróun.
Forvarnir virka
Forvarnir í reykingamálum voru
til fyrirmyndar á níunda og tíunda
áratug síðustu aldar. Öflug tóbaks-
varnarlög hafa gert það að verkum
að menn falla síður í freistni; nú
mega sígaretturnar ekki vera sýni-
legar, þær eru skattlagðar og neyslan
mjög takmörkuð. Sem krakki á þeim
tíma þurfti ég að horfa á hin og þessi
áróðursmyndbönd í grunnskóla en í
þeim myndskeiðum var reykingafólki
stillt upp sem einhverslags sóðum
sem væri ógeðslegt að kyssa. Ég held
að allir muni eftir slagorðinu „að
kyssa reykingamann er eins og að
sleikja öskubakka“. Það slagorð
bjargaði mörgum mannslífum. Átak-
ið hefði sennilega vakið blendnar til-
finningar nú til dags svo ekki sé
meira sagt en það skilaði árangri og
sá árgangur skal ekki vanmetinn.
Fyrir utan mannslífin er kostnaður
við lífsstílssjúkdóma einnig gríð-
arlegur og eins og ég nefndi hér að
ofan í raun ósjálfbær til lengri tíma
litið.
Það er því fyrir löngu kominn tími
á að ráðamenn líti þróun lífsstílssjúk-
dóma alvarlegum augum, hætti inni-
haldslausum yfirlýsingum og fari að
láta verkin tala. Tveir leikfimitímar á
viku, síendurtekin stytting sumarfrís
hjá krökkum, aukin innivera og aukin
skólaseta virka augljóslega ekki fyrir
börnin okkar.
Hömluleysishvati
með ríkisábyrgð
Til umræðu hlýtur að koma ein-
hverslags lagasetning í kringum of-
fituvarnir og aðrar lífsstílssjúkdóma-
varnir, rétt eins og með tóbaksvarnir.
Í það minnsta mætti byrja á einhvers
konar söluhömlum á gosið og namm-
ið; að það liggi ekki úti um allt í versl-
unum, að það sé ekki selt börnum og
að eftirlit og forvarnir séu fjármagn-
aðar með sölutengdum gjöldum.
Jafnvel mætti setja einhverslags
óheillamyndir á gosið eins og sígar-
ettupakkana.
Það má ekki gleymast að eins
manns frelsi má ekki verða annars
helsi. Þegar sífellt er verið að hækka
skatta á meðaltekjufólk og fyrirtæki
til þess að niðurgreiða ábyrgðarlaus-
an lífsstíl manna er frelsi eins orðið
að helsi annars. Hinn duglegi er
hnepptur í fjötra því einhver annar er
ábyrgðarlaus í sínu eigin lífi.
Það er ekki sanngjarnt að hið op-
inbera seilist dýpra og dýpra ofan í
vasa þeirra sem borða hollt og hugsa
um heilsuna til þess að borga fyrir
sjúkdómsmeðferðir þeirra sem borða
óhollan mat. Slík stefna er í raun svo
óréttlát og ábyrgðarlaus að það
mætti tala um hana sem einhvers
konar hömluleysishvata með óbeinni
ríkisábyrgð.
Staðreyndin er í öllu falli nokkuð
borðleggjandi. Ef samfélagið hefur
ekki tíma fyrir heilsuna í dag, þá mun
það ekki hafa heilsu fyrir tímann á
morgun. Heilbrigður þegn er dýr-
mætasta auðlind þjóðarinnar.
Lífsstílssjúkdómar
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Það er því fyrir
löngu kominn tími á
að ráðamenn líti þróun
lífsstílssjúkdóma
alvarlegum augum.
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.