Morgunblaðið - 05.07.2019, Page 26

Morgunblaðið - 05.07.2019, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 ✝ ÞorgerðurGunnarsdóttir fæddist í Garðs- horni í Flatey á Skjálfanda 8. júlí 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 28. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Gísladóttir, f. á Brekku í Hval- vatnsfirði 29. mars 1902, d. 12. desember 1997, og Gunnar Guðnason, f. í Nýjabæ í Flatey 24. ágúst 1899, d. 13. nóvember 1940. Systkini Þorgerðar; Jó- hann Sigurður, f. 16. janúar 1919, d. 22. janúar 1919, Ey- steinn, f. 15. október 1921, d. 30. apríl 1995, Jóhann Kristinn, f. 28. apríl 1925, d. 3. mars 2006, Þráinn, f. 18. ágúst 1926, d. 30. ari Jóhanni Kristjánssyni, f. 25. nóvember 1969. Börn þeirra eru: Þórey, f. 31. ágúst 2007, Kristján, f. 4. júlí 2009, og Vala, f. 4. júlí 2009, 2) Jón Skúli, f. 20. apríl 1982, búsettur í Reykjavík, sambýliskona Mila Koponen. Börn þeirra eru: Elísabet Rose, f. 18. júní 2013, Ian Hrafn, f. 5. febrúar 2016, og Móeiður Lily, f. 6. júlí 2018, 3) Ásmundur Ýmir, f. 11. ágúst 1988, búsettur á Húsavík. Þorgerður ólst upp í Flatey á Skjálfanda og bjó þar til 1952. Þá fluttist hún ásamt þeim sem eftir voru af fjölskyldunni í Flat- ey til Húsavíkur. Þorgerður. ásamt móður sinni og tveimur systkinum. settust að í Hallanda sem er tignarlegt og nokkuð sérkennilegt hús sem byggt er inn í bakkann við Húsavíkur- höfn. Þorgerður vann ýmis störf eins og gengur, en lengst vann hún á saumastofunni Prýði og í Mjólkursamlagi KÞ. Þorgerður verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag, 5. júlí 2019, og hefst athöfnin kl. 14. janúar 1942, Sig- urður, f. 27. sept- ember 1928, d. 20. september 2010, Guðrún, f. 29. mars 1930, Lára, f. 17. júní 1934, d. 3. mars 1994, Krist- mann, f. 26. októ- ber 1936, og Ás- laug, f. 26. desem- ber 1938, d. 30. mars 2014. Sonur Þorgerðar er Þráinn Guðni, f. 4. desember 1950, bú- settur á Húsavík. Barnsfaðir hennar var Gunnar Sturlaugs- son Fjeldsted, f. 18. febrúar 1930, d. 6. janúar 2003. Þráinn var giftur Ingibjörgu Jónsdótt- ur frá Siglufirði, f. 25. apríl 1956. Börn þeirra eru 1) Þor- gerður Kristín, f. 24. júlí 1975, búsett í Garðabæ, var gift Ingv- Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Mikið er ég glöð að ég náði að hitta þig fyrir nokkr- um vikum. Við áttum notalega stund og gott spjall og kvödd- umst á þeim nótum að við mynd- um sjást aftur í júlí. En nú ertu farin. Ég veit að þú ert sátt og það er margt gott fólk sem tekur á móti þér. Takk fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, enda- lausa þolinmæði og þjónustu þeg- ar ég var yngri, stuðninginn og væntumþykjuna. Margar af mín- um fyrstu minningum eru úr Hallanda með þér og langömmu. Þar var margt brallað. Spila- kvöldin voru ófá og skemmtileg þó að ég skilji ekki enn hvernig langamma gat alltaf unnið nánast öll spil. Þú varst dugleg við að hjálpa mér við hina ýmsu handa- vinnu og kertagerðin okkar var um tíma mjög afkastamikil og í miklu uppáhaldi hjá mér. Stærri viðburðir í Hallanda voru alltaf skemmtilegir, t.d. þegar fjöl- skyldan safnaðist saman og tók slátur, gerði laufabrauð eða hitt- ist í jólaboði. Ferðirnar með þér í Flatey og tíminn sem við áttum þar er líka eftirminnilegur. Þú fræddir mig um eyjuna, við fór- um í kríuegg, fjöruferðir, sóttum vatn í brunninn og svo margt fleira. Stórfjölskyldan kom gjarnan saman í Flatey og efri hæðinni var þá breytt í eina stóra flatsæng svo allir kæmust fyrir. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og varst boðin og búin að aðstoða mig, skutla mér, lána mér bílinn og styðja mig í öllu því sem mér datt í hug að gera. Á seinni árum snérist þetta aðeins við. Þú komst um tíma reglulega suður í lækn- isheimsóknir, gistir hjá mér og ég gat skutlast með þig. Þó að sam- verustundirnar hafi orðið færri með árunum voru þær góðar og dýrmætar. Þú varst dugleg og kjörkuð kona sem gekk í verkin og leysti úr málunum. Einstök amma sem fylgdist vel með okkur systkinunum og langömmubörn- unum og varst stolt af okkur. Þegar við hittumst í fyrrasum- ar léstu mig hafa kassa með hlut- um sem þú vildir að ég myndi eiga. Í þessum kassa voru líka tvær vísur sem þú hafðir ort fyrir einhverju, a.m.k. fyrir 10 árum, áður en þú varðst blind. Ég veit ekki hvort þú ortir þær um sjálfa þig eða einhvern annan, ég fékk mig ekki til að ræða það við þig, en ég ætla að birta aðra þeirra hér í kveðjuorðum til þín. Ég lít þannig á að því lokið nú sé sem lífið mér ætlaði að vinna. Í auðmýkt og lotningu krýp ég á kné kallinu mikla að sinna. Nú ertu farin, elsku amma, næstum því 96 ára gömul. Mér fannst það forréttindi að fá að ná svona háum aldri en þú varst ekki sammála mér. Þú varst ósátt við að missa sjónina og tapa svo miklu sjálfstæði. Þú vildir ekki vera upp á aðra komin. Þú reynd- ir að láta okkur ekki finna fyrir þessu og lagðir áherslu á að gleðjast yfir samverustundunum, söngst og lékst við langömmu- börnin, mundir eftir öllum af- mælisdögum og varst enn að prjóna. Blindraprjónið þitt var miklu betra en nokkuð sem ég hef prjónað. Þórey, Kristján og Vala minn- ast þín sem góðrar og hlýrrar langömmu sem veitti þeim at- hygli og átti alltaf eitthvað gott í skápnum. Hvíldu í friði, elsku amma, blessuð sé minning þín. Þín Þorgerður Kristín Þráinsdóttir. Þorgerður Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Takk fyrir allar sam- verustundirnar. Við mun- um geyma minningu þína vel. Þórey, Kristján, Vala, Elísabet, Ian og Móeiður. ✝ SigurbjörtGústafsdóttir, alltaf kölluð Bíbí, fæddist í Vest- mannaeyjum 13. október 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júní 2019. Móðir hennar var Sigríður Þór- hildur Sigurð- ardóttir, f. 7. nóvember 1916, d. 26. maí 1971. Fósturfaðir henn- ar var Kjartan Guðmundsson, f. Barnabörn eru: Ragna Kjart- ansdóttir, f. 10. júní 1980, Þór- hildur Snædís Kjartansdóttir, f. 8. desember 1982, Sara Kristín Kjartansdóttir, f. 14. júlí 1988, Emil Ragnarsson, f. 26. ágúst 1989, Lilja Ósk Ragnarsdóttir, f. 12. nóvember 2002. Barnabarnabörn eru: Bjarni Emil Ingvarsson, f. 27. desem- ber 2009, Aþena María Gunn- arsdóttir, f. 23. september 2010, Vilborg Ósk Krist- insdóttir, f. 23. október 2010, Emilía Dögun Emilsdóttir, f. 13. ágúst 2013, Kjartan Ingi Gunnarsson, f. 17. nóvember 2013, Sebastian Emil Pizarro, f. 14. apríl 2014, Jóna Ingv- arsdóttir, f. 28. ágúst 2016. Útför hennar fór fram í kyrr- þey að hennar ósk í Fossvogs- kapellu 24. júní 2019. 8. desember 1911, d. 15. september 1967. Bíbí giftist 28. maí 1955 Emil Guðmundssyni, f. 31. júlí 1933. Börn þeirra eru: 1) Kjartan Þór Em- ilsson, f. 12. októ- ber 1955, eiginkona María Priscilla Za- noria, f. 16. janúar 1955. 2) Ragnar Emilsson, f. 14. júní 1962, eig- inkona Sóley Chyrish Villae- spin, f. 20. desember 1967. Elsku amma Bíbí, eins og við kölluðum hana, er dáin. Takk fyr- ir allt saman, allt sem þú gerðir fyrir okkur og aðstoðaðir okkur við í lífinu. Við erum mjög þakk- lát fyrir að hafa átt þig, við elsk- uðum þig og þótti mjög vænt um þig. Ferð þín er hafin, fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Amma Bíbí hafði mörg áhuga- mál, bækur las hún margar, bæði á íslensku og ensku, og ýmis dönsk tímarit. Hún málaði falleg olíumálverk á striga og málaði á postulín diska, könnur og margt fleira. Gerði glæsilegan útsaum, bútasaum, heklaði og prjónaði. Amma var ljúf og góð kona, hugrökk með mikinn styrk og kvartaði ekki að óþörfu. Hún var mikið snyrtimenni, smekkmann- eskja sem fegraði í kringum sig. Veitul en hófsöm sjálf og hugsaði alltaf vel um heilsuna og hvatti aðra til að gera það sama. Amma fæddist í Vestmanna- eyjum en fluttist ung til Reykja- víkur. 17 ára hitti hún fyrst afa Emil og samfylgdin varði í 67 ár. Amma ferðaðist mikið um alla jörð og urðu löndin ansi mörg sem hún heimsótti, hún var bú- sett í Lúxemborg, Hollandi og tvö skipti í Danmörku. Á Íslandi bjó hún lengst af í Skeiðarvog- inum en síðar í Galtalind. Eftir skyldunám fór hún í Húsmæðra- skóla Íslands og vann síðan í Rammagerðinni og víðar við verslunarstörf. Á efri árum unnu hjónin saman að skipulagi og far- arstjórn í Færeyja- og Græn- landsferðum, einnig aðventuferð- um til Kaupmannahafnar. Börn, barnabörn og barnabörn urðu alls 14 talsins sem var henn- ar fjársjóður og hugsaði hún vel um hvert og eitt. Við elskuðum öll ömmu Bíbí og þótti mjög vænt um hana, við vor- um mjög heppin að eiga svona góða mömmu og tengdamömmu. Ragnar og Sóley. Amma var algjör nagli, hún hræddist ekkert, hún drap kóngulær, moskítóflugur, geit- unga og alls konar pöddur sem við systur hræddumst. Amma tók alltaf á móti okkur með útbreidd- an faðm, hvatti okkur áfram í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, sama hvað það var, og minnti okkur alltaf á að fara var- lega. Amma vildi aldrei að maður hefði neitt fyrir henni og fannst það alltaf óþarfi, þó var eitt sem amma fussaði aldrei yfir og það var þegar maður kom með blóm til hennar, hún elskaði blóm og naut þess að hafa þau í kringum sig. Hún naut þess að sinna heim- ilinu og hafa fallegt og hreint í kringum sig. Öll fallegu blómin á heimili ömmu og afa lifa sterkt í minningum okkar, eplatré, rósa- runnar í útlöndum og án efa átti amma oftast fallegustu orkí- deuna í Kópavoginum. Amma umkringdi sig fallegum hlutum sem hún safnaði víðsveg- ar um heiminn. Okkur þótti alltaf gaman að heyra sögur um upp- runa þeirra. Amma var listræn og þótti gaman að mála olíu- myndir á striga og keramik, ásamt því að sauma krosssaums- myndir sem eru okkur afar dýr- mætar. Amma og afi bjuggu erlendis til margra ára og okkur þótti fátt skemmtilegra en að fá að heim- sækja þau. Afi sótti okkur alla leið upp í flugvél og amma tók á móti okkur heima fyrir með fal- lega rauða hárið sitt þar sem hún stóð í garðinum að sinna blóm- unum. Þegar amma og afi bjuggu í Hollandi hafði andapar gert það að vana sínum að sníkja brauð í garðinum hjá þeim. Amma hafði orð á því þegar andaparið hafði ekki látið sjá sig í einhvern tíma og ekki laust við að hún saknaði þess að gefa þeim brauð í gogg- inn – sem er skrýtið þar sem amma var satt best að segja ekk- ert mikið gefin fyrir dýr. Amma gat samt ekki annað en glaðst þegar andaparið bankaði aftur upp á og í þetta skiptið með hala- rófu af ungum í eftirdragi. Amma var minnug og sá til þess að allar staðreyndir úr sög- um afa væru réttar og fannst okkur systrum fyndið þegar amma leiðrétti afa. Hún var skörp og klár kona sem fylgdist vel með öllu í kringum sig, hún fylgdist með fréttum og konungs- fólkinu í Danmörku og Bretlandi. Elsku amma okkar, við minn- umst þín og syrgjum sárt en við vitum um leið að þú gætir okkar allra með hjartað fullt af ást og gæsku. Þú skilur eftir þig dýr- mæta afleggjara sem munu halda uppi arfleifð þinni um aldur og ævi. Við munum halda áfram að rækta garðinn og varðveita þann- ig minningu þína og allra þeirra dýrmætu stunda sem við áttum saman. Fyrir allt þetta erum við þakklátar. Síðasti vegspölurinn var þér erfiður en við huggum okkur við tilhugsunina um að himnanna smiðir taki á móti þér með yfirfullan faðm af blómstr- andi rósum. Hvíldu í friði elsku amma okk- ar, við pössum afa fyrir þig. Ástarkveðja. Þín barnabörn, Ragna, Snædís og Sara Kjartansdætur. Elsku amma mín er dáin. Amma heimsótti mig oft á Ísa- fjörð og við skemmtun okkur allt- af vel. Ég man hvað ég varð oft leið þegar hún fór og ég fór að tárast, þá hughreysti hún mig alltaf, ég átti að vera sterk og glöð en ekki leið í brottförum svo allt í kringum heimsóknirnar væri glaðlegt. Hún kenndi mér að hugsa meira um hvernig öðru fólki liði: ef þú brosir framan í heiminn, þá brosir heimurinn framan í þig. Amma lagði mikið upp úr að kenna mér mannasiði og að vera alltaf kurteis. Alltaf var gaman að fara suður í heimsókn til ömmu, fyrsti dag- urinn byrjaði alltaf á uppáhaldsspaghettíréttinum mínum sem enginn gerði eins góðan og hún amma. Heimsókn- irnar gerði amma alltaf skemmti- legar og alltaf ýtti hún við mér að fara um bæinn til að skemmta mér og versla í höfuðborginni, mér fannst það sætt af henni en mest fannst mér bara gaman að eyða tíma með henni. Ég er þakklát fyrir allt saman og þótt hún sé farin úr þessum heimi verður hún alltaf á lífi í minningum og hjarta mínu, skemmtilegar og góðar minning- ar. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreyk- ir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. … Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mest- ur. (1. Kor. 4) Lilja Ósk. Elsku amma mín. Þín verður sárt saknað en góðu minningarn- ar munu lifa áfram. Það er gott að geta skoðað gömul myndaalbúm og rifjað upp alla góðu tímana og ævintýrin sem við upplifðum saman. Á öllum myndunum varst þú brosandi og það var eins og geislaði út frá þér, því allir aðrir voru annaðhvort brosandi eða hlæjandi. Jafnvel blómin í kring- um þig blómstruðu sem aldrei fyrr. Það var gott að vera í kring- um þig og hvað þá í fangi þínu, þar var maður öruggur. Þú varst ævintýragjörn og veltir við hverj- um steini þegar tækifæri gafst. Að heimsækja ykkur afa var það skemmtilegasta sem maður gerði. Þar tókst þú á móti manni opnum örmum og sýndir okkur heiminn. En jafnvel þótt þú værir í mörg hundruð kílómetra fjar- lægð var alltaf hægt að sækja hlýju, huggun og gamanmál í gegnum símann. Þú settir alltaf fjölskylduna og vini í forgang. Þú ert heimsins besta fyrirmynd sem börn þín, barnabörn og barnabarnabörn líta upp til. Þú kveður okkur nú en lifir áfram í hjörtum okkar allra að eilífu. Emil Ragnarsson. Sigurbjört Gústafsdóttir Bára frænka mín frá Skinnum var í senn ákaflynd kona og heillandi. Við urðum vinir vegna sameiginlegs áhuga á grúski og sögum af fólki. Okkar fólki og þá ekki síst ömmu hennar Jórunni sem var garpur mikill og alþýðuhetja í allsleysi sínu. Stóra-Jóka eins og hún var kölluð í Þykkvabæn- um var móðir Rósu ömmu minn- ar og Sigurjóns pabba hennar Báru. Sigurjón kom kornungur að Skinnum til frænda síns Jóns bónda þar. Jón og Stóra-Jóka voru systkinabörn, bæði komin af hetjunni Agnesi frá Einkofa á Eyrarbakka. Hlutskipti þeirrar konu var Báru ljóslifandi eins og þær hefðu þekkst persónulega. Hún gat dregið upp myndina af því þar sem Agnes arkar með tvö hórgetin börn yfir vötn og sest að í Þykkvabæ. Hún hefur þá að skipan yfirvalda yfirgefið kaghýddan ástmann sinn og um leið elju sína Jórunni sem var hin löglega eiginkona Péturs í Einkofa. Eldra ástarbarn þeirra Péturs og Agnesar hét einmitt Jórunn eftir eiginkonunni og frá þeirri konu eru margar Jórunn- ir í Þykkvabæ. Og hvað eru 200 ár þegar sagnalist er annars vegar. Jórunn langamma mín var líkt og Agnes mikill göngugarp- ur sem lagði sveitir á öllu Suð- urlandi undir fót sinn þegar þurfa þótti. Frjáls í fátækt sinni arkaði hún neðan úr Þykkvabæ og kom gangandi til mágs síns á Svínavatni og oftlega alla leið vestur í Hveragerði. Og það var af þessum göngu- görpum sem Bára tók mið þegar hún ekkjan var komin yfir miðj- an aldur. Hún lagði í óteljandi rannsóknarferðir um gleymdar þjóðleiðir í landinu. Kraftmikil Bára Rebekka Sigurjónsdóttir ✝ Bára RebekkaSigurjónsdóttir fæddist 25. júlí 1937. Hún lést 14. júní 2019. Bára var jarð- sungin 24. júní 2019. og lífsglöð baráttu- kona sem unni landi sínu, sögu þess og náttúru. Í jarðarfararkaffinu heyrði ég tvær gamlar frænkur Báru sem mundu vel þessa ömmu sína, Stóru-Jóku, skrafa um þau lík- indi sem voru með Báru og Jórunni. Unnur frænka mín var að sönnu líkust Jórunni í sjón, en Bára var það í gerð. Bára fæddist sumarið 1937, dóttir heimasætunnar Pálínu í Skinnum og Sigurjóns Guð- laugssonar sem sinnti þar á bæ búskap ævilangt án þess þó að titla sig annað en vinnumann. Hin sunnlenska hæverska á sitt fegursta óðal í Þykkvabænum sem um aldir var vígi hinna fá- tæku. Forfeður okkar Báru voru fyrrum taldir skrælingjalegastir allra manna á Íslandi, einkum fyrir hrossaketsát og landlæga fátækt sem þar var. Foreldrar Báru voru þre- menningar að frændsemi og með þeim í Skinnum bjuggu tvær ógiftar systur Pálínu. Bára sem var einbirni foreldra sinna eignaðist sjálf frumburð sinn Jón Rúnar Hartmannsson tví- tug að aldri. Á þjóðhátíðardag- inn árið 1960 gekk Bára svo að eiga Odd Daníelsson og með honum þrjú börn, þau Unnstein, Lindu og Sigdísi. Sinn góða mann missti Bára fyrir nær ald- arfjórðungi en fyllti líf sitt gef- andi verkefnum við breyttar að- stæður. Síðustu árin fataðist frænku minni flugið. Hún smá hvarf sjálfri sér í óminni og óravíðerni þoku sem skilur að heima. Síð- ast bar fundum okkar Báru saman í Ferðafélagsferð haustið 2016 og ég varð mjög glaður að hún þekkti mig strax og við gát- um átt uppbyggjandi samræður um ýmislegt úr fortíðinni en nú- tíminn var þá orðinn henni mjög framandi. Blessuð sé minning Báru frá Skinnum. Bjarni Harðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.