Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Í dag tökum við
fjölskyldan þung
spor þegar við fylgj-
um ömmu Millu til
grafar. Kletturinn
okkar er farinn og skarðið sem
því fylgir er mikið, við höfum hjól-
að, keyrt og gengið fram hjá
Bjarkó seinustu vikur með sorg í
hjarta yfir að geta ekki farið inn í
smá spjall og knús. Ég var lítil
stelpa þegar ég kynntist ömmu
Millu og heppninni að hafa fengið
hana í líf mitt má líkja við lottó-
vinning. Ég man núna í seinni tíð
þegar við vorum spurðar hvernig
við tengdumst þá svaraði amma
Milla svo skemmtilega „dóttir
mín var með pabba hennar Nínu
svo skildu þau en ég skildi ekki
við Nínu“. Ég man sem barn
hversu notalegt mér fannst að
koma á Bjarkó, þar var dekrað
við mig eins og prinsessu. Ávallt
var tekið á móti manni með knúsi
og andinn sem fylgdi húsinu var
yndislegur. Eftir að ég eignaðist
stelpurnar mínar hafa þær sömu
reynslu og ég af ömmu Millu.
Amma Milla var einstök kona,
sem dæmi þá gaf hún systrum
mínum sammæðra alltaf jólagjaf-
ir svo þær yrðu ekki útundan.
Margar stundir átti ég með elsku
ömmu Millu og að setjast við
borðið í eldhúsinu og eiga góðar
samræður er eitthvað sem maður
tekur ekki sem sjálfgefnum hlut.
Það eru forréttindi að eiga góða
að og það er alls ekki sjálfgefið að
eiga gott samband við fólkið sitt.
Það voru forréttindi mín að geta
komið við hjá ömmu eftir langan
dag, sest niður með henni og átt
góðar samræður um daginn og
veginn. Það er skrýtið að geta
ekki hringt og manni sé svarað
„guð gefi þér góðan daginn ástin
mín“ eða „hæ sweety“ lengur.
Elsku amma Milla, við fjöl-
skyldan viljum þakka þér fyrir
allt það sem þú hefur gert fyrir
okkur, það er ómetanlegt. Að
hafa þig til að leiðbeina mér, Al-
dísi, Karen og litla grjóninu þínu
er svo dýrmætt fyrir okkur og við
yljum okkur allar núna við minn-
ingar. Allar höfum við grætt heil-
an helling á því og fyrir þrjár litl-
ar stelpur að fá alast upp með
annan fótinn hjá þér er meira en
nokkur maður getur beðið um.
Þar til næst,
kossar og knús.
Nína Björk.
Elsku besta amma Milla. Ég
var svo heppin að fá þig inn í lífið
mitt þegar ég og Axel byrjuðum
saman. Við eyddum mest öllum
tímanum okkar á Íslandi uppi á
Skaga hjá þér og hundunum
tveimur. Ég á eftir að sakna þess
sárt að koma í kósý upp á Bjarkó
þar sem allt mátti og hægt var að
njóta þess að vera til. Við Axel
heyrðum í þér daglega þegar við
vorum úti í Danmörku og það er
skrítið að hugsa til þess að við
getum ekki hringt hvenær sem er
í þig til þess að spjalla. Þú varst
alltaf með veðurspána í Dan-
mörku á hreinu og fylgdist meira
með dönsku samfélagi en við ger-
um (og við búum hérna úti), enda
alltaf með kveikt á dönsku rásinni
í sjónvarpinu. Það var hægt að
leita til þín með hvað sem er og þú
hafðir svar við öllum spurningum.
Þú varst stoð og stytta fjölskyld-
unnar og margra annarra líka. Í
hvert einasta skipti sem við vor-
um upp á Bjarkó komu gestir í
heimsókn. Það er eiginlega ótrú-
legt hversu mörg líf þú snertir á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Emilía Petrea
Árnadóttir
✝ Emilía PetreaÁrnadóttir
fæddist 6. október
1943. Hún lést 7.
júní 2019.
Útförin fór fram
3. júlí 2019.
Þú munt lifa áfram í
hjörtum þeirra sem
elska þig og líta upp
til þín, og þín verður
minnst með gleði og
væntumþykju. Þú
kenndir mér æðru-
leysi, þolinmæði og
hvernig á að slaka á.
Ég dáist að styrk
þínum og ást þinni á
fjölskyldunni þinni.
Frá því ég kynntist
þér hef ég litið upp til þín og vona
að ég verði jafn góður einstak-
lingur og þú varst, einn daginn.
Þrátt fyrir að þú sért ekki hjá
okkur ennþá í jarðlegri mynd þá
veit ég að þú ert ekki langt undan
í öllum þeim gildum og lífsreglum
sem við lærðum í gegnum þig.
Mér finnst sárt að kveðja þig,
elsku amma Milla. Þrátt fyrir þú
sért ekki blóðamma mín þá finnst
mér ég eiga þig líka sem ömmu.
Ég lofa að fara varlega og passa
sérstaklega vel upp á Axel. Elsku
amma Milla, njóttu hvíldarinnar
með Gutta og Kófí. Það er og
verður enginn eins einstök/ein-
stakur og þú.
Knús, þín
Guðlaug.
Nú hefur okkar kæra vinkona,
Milla Peta, kvatt okkur á sinn
snaggaralega hátt, hratt og
óvænt. Hennar háttur var ekki að
drolla eða tvínóna við hlutina.
Með reisn stóð hún af sér storm-
inn til síðasta dags.
Milla var svo stór manneskja,
með stórt hjarta sem lét sig aðra
varða og stóran faðm sem veitti
mörgum skjól. Vinátta var alvara
í huga Millu og hún ræktaði hana
á sinn einstaka hátt sem ætti að
vera okkur hinum til eftirbreytni.
Í gegnum árin hafði Milla mynd-
að víðfeðmt tengslanet og þeir
sem höfðu komist undir radarinn
gátu treyst á vináttu hennar.
Milla Peta setti sterkan svip á
vinahópinn, sem við innbyrðis
kölluðum Lampavinafélagið og
varð til í Skagaleikflokknum fyrir
mörgum áratugum. Þar var Milla
alltumlykjandi og hélt í alla
þræði og fylgdist vel með velferð
allra í vinahópnum, huggaði,
gladdist og hvatti til dáða. Húm-
orinn hennar Millu var eitt af
hennar höfuðeinkennum, á hon-
um komst hún langt og kald-
hæðninni kunni hún að beita af
snilld. Mikið hefur vinahópurinn
hlegið saman og þá var hlegið
með fólki, ekki að fólki.
Milla elti ekki tískustrauma
eða veraldlega hluti, krafta sína
lagði hún í að hlúa að fjölskyldu
og vinum með honum Gutta sín-
um sem kvaddi svo skyndilega
fyrir ekki svo löngu. Umgjörð
heimilis þeirra var svo mögnuð,
alsett menningarverðmætum frá
foreldrum Gutta og honum sjálf-
um og mikil virðing borin fyrir
menningararfinum. Ræktarsemi
hennar við ættingja og vini sem
glímdu við veikindi eða áföll var
mikil, alltaf var Milla nærri með
sína umhyggju og kærleika og
mikið af húmor.
Nú þegar enn er rofið skarð í
okkar góða vinahóp með fráfalli
elsku Millu minnumst við hennar
með sorg í hjarta og miklu þakk-
læti en gleðjum huga okkar með
öllum minningunum sem við eig-
um frá samfylgdinni.
Vinahópurinn vottar Hellu og
Lalla og þeirra góðu fjölskyldum
innilega samúð.
Fyrir hönd vinahópsins þökk-
um við samfylgdina nú að leið-
arlokum.
Valgerður Janusdóttir,
Jakob Þór Einarsson.
Elsku Mílla!
Mikið er erfitt að labba fram
hjá Bjarkó núna. Það gerði mað-
ur, droppaði inn, sagði hæ hæ, er
ekki allt í góðu? Jú jú, allt í þessu
fína hjá mér, var alltaf svarið. En
endalokin komu svo sannarlega á
óvart.
Við viljum þakka þér fyrir
barnabörnin okkar, þú varst
þeim sem besta amma. Þú gafst
þeim tíma og lærðu þær mikið
hjá þér. Eitt sinn kom ég við þá
var Helga Lind 6 ára að sauma á
saumavélina, þú sagðir bara:
„þetta verður hún að læra!“
Eins þegar ég gat ekki haft Sí-
rus minn þá fannst þér ekki mik-
ið mál að bæta honum við í
hundahópinn. Já, það var alltaf
pláss hjá þér, hvort heldur sem
það var fyrir börn eða hunda.
Takk fyrir vináttu og tryggð.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson.)
Nína Áslaug, Daníel og Sírus.
Emilíu Petru Árnadóttur, eða
Millu, kynntist ég fyrir allmörg-
um árum, eða um 1970 í Kerling-
arfjöllum. Þar áttum við eftir að
vinna saman nokkur sumur.
Milla var skemmtileg og hafði
ákveðnar skoðanir bæði í pólitík
og á öðrum sviðum. Það góður
vinskapur þróaðist með okkur
Millu að hann hélt áfram löngu
eftir að þau hjón Milla og Gutti
hættu að vinna í fjöllunum. Á ár-
unum 1970-1976 má segja að ég
hafi verið með annan fótinn í
Bjarkargrund 20, á knattspyrnu-
leikjum Skagamanna og í gamla
„Telinu“ eins og það kallaðist.
Margar gleðistundir voru í
Bjarkargrundinni á þessum tíma
og tók Milla ávallt vel á móti
gestum og gangandi. Eftir þenn-
an tíma hélt vinskapur okkar
áfram og við hittumst af og til.
Það var einhvern veginn þannig
að ég fór frá þeim heiðurshjónum
betri maður eftir hverja heim-
sókn.
Lífssýn Millu var sterk og það
sýndi hún á ýmsum sviðum. Hún
tók þessum veikindum sínum af
æðruleysi, tjáði mér þegar ég
heimsótti hana í apríl síðastliðn-
um, að þetta væri bara verkefni
sem þyrfti að takast á við. Hellti
upp á kaffi og spurði mig spjör-
unum úr um börnin mín og mína
tilveru, eins og hún væri nokkuð
merkileg á þessari stundu. Það
var gott að heimsækja Millu og
hennar viðmóti og sýn á lífið er
kanski best lýst með ljóði Árna
Grétars Finnssonar, Mannlegt
viðmót.
Þú ert það, sem þú öðrum miðlað get-
ur,
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur
en andblær hugans, sem þitt viðmót
ber.
Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín.
Kæru Hella og Lalli og aðrir
aðstandendur, innilegar samúð-
arkveðjur frá okkur öllum í
Björkinni.
Hans Kristjánsson.
Hvernig er hægt að súmmera
upp ævi Millu okkar í fáum minn-
ingarorðum eða skrifa um hana í
þátíð? Hún var alltaf í nútíð, með
opinn faðminn, sposk á svip og
með glettni í augum. Hún var
skemmtileg, kærleiksrík og
áhugasöm um allt og alla. Að
skoða ævi Millu er eins og meist-
aranám í lífsleikni, þar var hún
flinkust. Lífsviðhorfin voru ein-
föld: „Lífinu skyldi fagnað með
manngæsku, húmor og æðru-
leysi.“ „Hver hefur sitt göngu-
lag“ var Millu mottó og hennar
göngulag var svo sannarlega til
eftirbreytni. Hún var ósínk á
tíma og umhyggju og uppskar
ríkulega elsku og vináttu svo
margra.
Við vinkonurnar vorum svo
stálheppnar að kynnast Gutta og
Millu í Kerlingarfjöllum þegar
listasmiðurinn Gutti var þar við
störf og Milla dreif sig í eldhúsið
til okkar, sprúðlandi skemmtileg.
Þar spannst fallegur vináttuþráð-
ur sem styrktist og þykknaði með
árunum. Skagaheimsóknir voru
alltaf tilhlökkunarefni. Gutti og
Milla voru samhent í gleði, vin-
arþeli og höfðingsskap.
Við söknum góðrar vinkonu og
syrgjum mörg þennan ofurklett
Skagamanna. En eitt er víst, nú
er kátt í efra, sérstaklega hjá
Gutta!
Elsku Hella og Lalli, missirinn
er sár en arfleifðin er einstök.
Það er góð tilfinning að vita að
þið og ykkar fólk takið við kyndl-
inum.
Fjallastelpurnar
Nína, Sigríður (Sirrí) og
Ragnhildur (Raggý).
Þegar tengdamóðir mín, Arin-
björg Clausen sem var vinkona
Millu, dó fyrir nokkrum árum,
sagði hún við Sturra son minn
sem þá var 5 ára; Nú er amma þín
dáin og ég skal vera amma þín í
staðinn. Við það stóð hún svo
sannarlega. Sturri sótti mikið í
ömmu Millu og var mikið hjá
henni eins og svo margir aðrir
sem voru svo heppnir að þekkja
hana.
Fólk sótti endalaust í fé-
lagsskap hennar, góða nærveru,
hennar góðu hlustun og góðu ráð.
Það var alltaf til kaffi á Bjark-
argrundinni hjá Millu og tími til
að spjalla í litla vinalega eldhús-
inu, en það var ekki oft sem mað-
ur sat einn að Millu – það var allt-
af einhver í heimsókn enda
dyrnar alltaf galopnar. Þær voru
meira að segja alltaf ólæstar hjá
henni útidyrnar þó að hún væri
ekki heima – svona ef einhver
kæmi við sem þyrfti að nota kló-
settið í forstofunni.
Hún kvartaði aldrei yfir neinu,
ekki heldur þegar leið að lokum
hjá henni og hún trompaði mann
yfirleitt með jákvæðri og yfirleitt
hárbeittri athugasemd ef maður
var eitthvað að kvarta sjálfur.
Lífið var verkefni og leikur.
Milla var eins og orkuver og
félagsheimili – átti endalaust af
vinum og kunningjum, trygg og
trú alla tíð, skemmtileg, jákvæð,
hjálpsöm og gefandi.
Ég verð ævinlega þakklátur
Millu fyrir allt það sem hún hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu
og sérstaklega hvað hún var góð
honum Sturra okkar. Þeir eru
ekki margir sem hafa náð eins vel
til hans og amma Milla.
Það er stundum sagt að enginn
sé ómissandi, en það er bara ekki
rétt. Það er hoggið skarð í líf ótal
margra núna þegar Milla okkar
er farin.
Milla þú varst einstök – við
söknum þín – takk fyrir sam-
veruna
Ólafur Páll Gunnarsson.
Milla var vinkona mömmu og
síðar amma hans Sturra míns.
Milla var yndisleg kona og
engri lík. Ég kynntist Millu vel
því hún og mamma voru góðar
vinkonur og vinnufélagar á
Höfða. Miklar og hæfileikaríkar
handverkskonur sem brölluðu
ýmislegt saman. Þær höfðu sama
húmorinn og hlógu mikið saman,
mest að sjálfum sér og aðeins að
öðrum líka. Skemmtilegar og
glaðar vinkonur sem brunuðu
saman á handverkssýningar
hingað og þangað. Góðir tímar,
bjart yfir og góðar minningar.
Þær áttu djúpa og fallega vináttu
og ég man að þær gáfu hvor ann-
arri alltaf gjöf á aðfangafags-
morgun, alltaf sömu gjöfina.
Mamma fór með jóla-túlipana-
vönd til Millu sem hún hafði sett
fallega saman með greni og
bundið fallega saman. Hún fékk
alltaf til baka jólasíld í krukku
sem Milla hafði gert sjálf og
skreytt fallega. Dýrmæt og eft-
irminnileg vinátta rétt eins og
þær báðar, dýrmætar, afar kær-
ar og eftirminnilegar konur. Eft-
ir að mamma dó 2015 tók Milla að
sér að vera amma hans Sturra
míns. Hugsið ykkur hversu ein-
stök Milla var.
Þau brölluðum ýmislegt sam-
an og Sturri var alltaf velkominn,
ég man að hún sagði eitt sinn
„hvað heldurðu að mig muni um
einn keppinn enn“.
Hún hringdi gjarnan og bauð
honum heim ef langt var liðið síð-
an síðast. Hún lét hann sinna hin-
um ýmsu verkefnum á Bjarkar-
grundinni og leyfði honum að
spreyta sig. Eða þau bara lágu í
sófanum og horfðu saman á
mynd. Sturri er einstaklega
heppinn að hafa kynnst henni og
nú á hann það í hjarta sínu alla
tíð.
Við Sturri fórum með ís til
Millu tveimur dögum áður en hún
dó. Hún réði hann þá í garðvinnu
á launum á Bjarkó með því skil-
yrði að ég myndi keyra hann og
sækja hann til vinnu. Bauð hon-
um með í athöfn á Elínarhöfða
þegar hún kæmi heim, sagði
mörg falleg orð um hann við hann
eins og hún gerði alltaf, sem er
svo ótrúleg dýrmætt og svo knús-
aði Sturri hana bless og kyssti í
síðasta sinn. Falleg síðasta minn-
ing fyrir lítinn dreng að eiga í
hjarta sínu.
Ég sagði Millu oft hversu
heppin við værum og hversu ein-
stök og dýrmæt hún væri okkur.
Það var mannbætandi að þekkja
hana.
Nú hittir hún manninn sinn,
vinkonu og fleiri.
Elsku Hella, Lalli og fjölskyld-
ur, ykkur vil ég senda þakklæti,
ást og umhyggju, knús og kossa.
Minning um frábæra konu lif-
ir!
Stella María
Arinbjargardóttir.
Eva Ragnars-
dóttir er látin eftir
langa og viðburða-
ríka ævi. Það er
ekki nema rúmlega
ár síðan faðir minn, Ásmundur
Brekkan, rifjaði upp í ræðu á
níræðisafmæli sínu hvernig
vinirnir Ragnar Ásgeirsson og
Friðrik Ásmundsson unnu sér
kornungir fyrir farinu til Dan-
merkur þar sem báðir síðan
fóru í nám og störfuðu. Báðir
urðu þeir fyrir Amorspílum
heldur betur á danskri grundu,
Friðrik hitti Estrid sem að
vísu var sænsk og Ragnar
heillaðist af hinni undurfögru
Grethe sem var svo fín með
perlufesti alla ævi. Svo náin
voru fjölskylduböndin að þegar
Grethe kom að heimsækja
okkur í Gautaborg þegar ég
var barn hélt ég að hún væri
ömmusystir mín og var það
ekki leiðrétt fyrr en mörgum
árum síðar þegar við Úlla,
systurdóttir Evu, vorum að
leik í fallegum garði Grethe og
Ragnars í Hveragerði. Eva var
Eva Ragnarsdóttir
✝ Eva HarneRagnarsdóttir
fæddist 14. júlí
1922. Hún lést 12.
júní 2019.
Útför hennar fór
fram 2. júlí 2019.
elst fjögurra
systkina og ætt-
boginn var stór,
engu að síður var
alltaf eins og hún
væri líka frænka
okkar því vináttu-
böndin voru svo
sterk kynslóð fram
af kynslóð. Eitt af
því sem Eva ræddi
við mig fyrir
stuttu er ég heim-
sótti hana, var að hún óttaðist
að nú myndi keðjan rofna.
Þegar Ásmundur og Eva
voru varla nema unglingar var
þeim treyst fyrir Vikunni eitt
sumar á alþingishátíðinni 1944.
Þau ritstýrðu blaðinu af mynd-
arbrag. Það er nú bara nýlega
sem ég fékk að vita að Kæri
Póstur var algerlega saminn
við eldhúsborðið hjá Grethe.
Eva var glimrandi penni en
það var þó ekki penninn sem
varð hennar aðalstílvopn, held-
ur nálin. Hún var snillingur í
útsaumslistinni og Reykjavík-
urmynd hennar rómuð, þar
sem helstu kennileiti borgar-
innar raðast upp í föngulegu
myndverki málað með kross-
saumi af kunnáttu á blæbrigði
litanna.
Þau Eva og Önundur voru
virðuleg hjón og eignuðust
fjögur fjallmyndarleg börn. Á
kveðjustund er margs að minn-
ast og vil ég taka undir orð
ömmu minnar sem sagði svo
oft „hún Eva er lady“.
Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég þakka fyrir öll minn-
ingabrotin, myndirnar og góðu
samverustundirnar. Samúðar-
kveðjur,
Elísabet Brekkan.
Eva var mikil vinkona föð-
ursystur minnar, hennar Ragn-
heiðar O. Björnsson. Eva bauð
mér að búa á heimili þeirra Ön-
undar á meðan ég var í tveggja
ára námi í kennaradeild Mynd-
listar- og handíðaskólans sem
þá var undir stjórn Lúðvíks
heitins Guðmundssonar. Heim-
ili Evu og Önundar var hlýlegt
og smekklegt, þar héngu á
veggjum falleg listaverk, meðal
annars eftir Kjarval. Stundum
passaði ég litlu börnin þeirra
og oft var þá glatt á hjalla. Af
og til settumst við Eva yfir
laugardagskaffibolla og spjöll-
uðum þá um alla heima og
geima. Stundum hlógum við
hjartanlega og stundum réði
alvaran ferð. Eftir að ég lauk
myndlistarkennaranáminu þá
tók við nýr heimur hjá mér,
nýjar áskoranir og nýjar kröf-
ur og leiðir okkar lágu ekki
lengur saman. Hugur minn
leitaði þó oft til þessa tíma með
þakklæti og innilegri væntum-
þykju.
Sigríður Björnsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. .
Minningargreinar
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”