Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Húsnæði íboði
Til leigu
Til leigu nýleg 2ja herb. 80m² íbúð á
Mýrargötu 26. Geymsla og sérstæði í
bílakjallara. Verð 280.000, hússjóður og hiti
innifalinn. Laus strax.
Upplýsingar: straxehf@simnet.is
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Stekkjarbyggð 20, Þingeyjarsveit, fnr. 233-9125, þingl. eig. Timbra ehf,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys, fimmtudaginn 11.
júlí nk. kl. 14:00.
Klapparstígur 15, Dalvíkurbyggð, fnr. 215-6628, þingl. eig. Sigurþór
Brynjar Sveinsson og Hólmfríður Helga Björnsdóttir, gerðarbeið-
endur Automatic ehf. og Íbúðalánasjóður og Dalvíkurbyggð, þriðju-
daginn 9. júlí nk. kl. 14:10.
Skessugil 21, Akureyri, eignarhluti gerðarþola, fnr. 227-3321, þingl.
eig. Stanislaw Staniszewski, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Norðurlandi ves, þriðjudaginn 9. júlí nk. kl. 10:00.
Uppsalir, Eyjafjarðarsveit, fnr. 152817 , þingl. eig. Ingólfur Jóhanns-
son, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjud. 9. júlí nk. kl. 13:15.
Fannagil 6, Akureyri, fnr. 227-8530, þingl. eig. Björn Berg Gunnars-
son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. júlí nk. kl.
10:15.
Sandvík, Norðurþing, 10% eignarhluti gerðarþola, fnr. 216-6530 ,
þingl. eig. Hans Alfreð Kristjánsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn
á Norðurlandi ves, miðvikudaginn 10. júlí nk. kl. 13:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
4. júlí 2019
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið hús kl. 13-15. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu úti-
púttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Hugvekja kl. 13.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringborðið
kl. 8.50. Frjálst í listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16.
Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir vel-
komnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Föstudagshópurinn hittist, botsía kl. 10 í
dag. Ferð í Grasagarðinn og Café Flóru kl. 11,30. Vöfflukaffi kl. 14,30.
Opið hjá okkur alla virka daga. Hádegismatur frá kl. 11.30 til 12.30 og
kaffi frá kl. 14.30 til 15.30 alla daga vikunnar. Verið hjartanlega vel-
komin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 20 félagsvist.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, föstudagsskemmtun kl. 14, síðegis-
kaffi kl. 14.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, spilað í króknum kl.
13.30
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnudagskvöld 7. júlí kl.
20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum.
200 mílur
✝ Gísli Jónssonfæddist í
Reykjavík 9. ágúst
1949. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 22. júní 2019
eftir baráttu við
bráðahvítblæði í á
þriðja ár.
Foreldrar hans
voru Lea Eggerts-
dóttir, f. 10.5. 1910
að Kleifum í Seyðisfirði við
Ísafjarðardjúp, stúdent frá MA,
cand. phil., kennari og hús-
freyja, d. 26.11. 1994, og Jón
Gíslason dr. phil, skólastjóri
Verzlunarskólans, f. 23.2. 1909
í Dalbæ í Gaulverjahreppi, d.
16.1. 1980. Bróðir Gísla var
Eggert Jónsson, f. 25.8. 1941,
fyrrverandi borgarhagfræð-
ingur, d. 11.10. 2016.
Gísli kynntist Höllu Árna-
dóttur, f. 28.10. 1948, fyrrver-
andi starfsmanni Landsbanka
Íslands, 1973 og kvæntist henni
22.12. 1978. Foreldrar Höllu:
Árni Ingvar Vigfússon, f. 10.7.
1914, leigubifreiðastjóri hjá
1997, Viktor Andri Her-
mannsson, f. 17.8. 2001, og Sæ-
rún Sigurjónsdóttir, f. 12.8.
2005.
Gísli lauk stúdentsprófi frá
MR 1969 og viðskiptafræði,
cand. oecon, frá Háskóla Ís-
lands 1977, Þjóðhagskjarna,
hagrannsóknasviði. Gísli var
háseti á Kofra sem stundaði
línuveiðar frá Súðavík á ár-
unum á milli menntaskóla og
háskóla. Hann hóf störf sem
viðskiptafræðingur á skattstofu
Reykjanesumdæmis 26.1. 1977
og varð deildarstjóri atvinnu-
rekstrardeildar og yfirvið-
skiptafræðingur frá 1. júlí 1977
til ágúst 1990. Hann var
stundakennari í bókfærslu við
MH tvær haustannir árin 1976
og 1977 og í skattskilum við
Tækniskóla Íslands 1987 til
1990. Hann var í stjórn kjara-
deildar ríkisstarfsmanna innan
Félags viðskipta- og hagfræð-
inga (FVH) frá 13. maí 1982 til
1984. Hann starfaði hjá ríkis-
skattanefnd frá september 1990
til júní 1992 og hjá yfirskatta-
nefnd frá júlí 1992 sem yfirvið-
skiptafræðingur til ársloka
2016, í hálfu starfi frá 2015.
Útför Gísla fór fram í kyrr-
þey að hans ósk.
BSR í Reykjavík, d.
16.4. 1982, og
Hulda Halldórs-
dóttir, f. 10.5. 1920,
húsfreyja, d. 12.2.
2000. Gísli og Halla
skildu 1985. Þeirra
börn eru: 1) Jón
Gíslason, f. 1.3.
1977, tamningar-
maður. Hans börn
eru Danival Orri
Jónsson, f. 25.2.
2004, og Kristján Gísli Jónsson,
f. 8.4. 2005. 2) Hulda Gísladótt-
ir, f. 22.4. 1979, MBA og master
í Evrópufræði, sérfræðingur á
sviði mannauðs og starfsum-
hverfis hjá Reykjavíkurborg.
Hennar barn er Seifur Salvars-
son, f. 14.10. 2016.
Fyrir átti Halla Önnu Guð-
rúnu Guðnadóttur, f. 18.12.
1969, sölustjóra Forlagsins, hún
er í sambúð með Sigurjóni
Ólafssyni, verslunarstjóra hjá
Hagkaup, þeirra börn eru
Aníta Sigurjónsdóttir, f. 27.10.
1991, Guðmundur Óli Sig-
urjónsson, f. 22.4. 1994, Selma
Björk Hermannsdóttir, f. 23.7.
Gísli frændi föðurbróðir var
fastur punktur í tilverunni frá
því við bræður munum eftir
okkur. Einna eftirminnilegast
er þegar mamma og pabbi fóru
í þriggja vikna ferðalag til
Egyptalands og Gísli fékkst til
að passa okkur á meðan í Sól-
heimunum þar sem við áttum
heima.
Þetta var í febrúar fyrir rúm-
lega þrjátíu árum og á þeim
tíma þegar grunnskólahald okk-
ar bræðra var í föstum skorð-
um. Gísli hugsaði vel um okkur
á meðan vistaskiptunum stóð og
með honum blésu ferskir vindar
þar sem hann gaf okkur taum-
inn lausari en við höfðum vanist
hjá foreldrum okkar, ekki síst
hvað snerti háttatíma. Um
kvöldmatarleyti beið okkar all-
oft kjötsúpa, sem á einhvern
undraverðan hátt bragðaðist
betur og betur eftir því sem á
dagana leið.
Eftir mat fengum við að fara
út að hitta félaga okkar og þeg-
ar við skiluðum okkur heim gaf
Gísli sér alltaf tíma til að ræða
við okkur og taka í spil, stund-
um langt fram eftir kvöldi.
Eins var það þegar Gísli kom
í heimsókn til foreldra okkar,
oft á sunnudögum og um hátíð-
ir, ávallt urðu til góðar samræð-
ur þar sem Gísli gat fyrirvara-
laust skellt upp úr og fengið
aðra til að engjast um af kæti
enda maðurinn með góðan húm-
or og með afbrigðum smitandi
hlátur.
Gísli gat verið dálítið alvar-
legur í fasi, eins og hann átti
kyn til, en var bæði skemmti-
legur og sumpart framúrstefnu-
legur. Hann mætti í allar veisl-
ur, tók mann með í bíó, spilaði
við mann og tefldi, hlustaði með
okkur á músík, stytti sér stund-
ir í snooker og gaf frumlegar
jóla- og afmælisgjafir. Hann var
náttúruunnandi og hafði gaman
af útivist, lagði stund á golf og
naut þess að vera við Hafravatn
að rækta garðinn sinn.
Eitt sinn þegar við vorum
litlir tók hann okkur í göngu-
ferð í kringum Hestinn í Ísa-
fjarðardjúpi, ferðin reyndi á
óþroskaða fætur og við vorum
uppgefnir þegar við komum í
hlað í Fjarðarhorn, bústað fjöl-
skyldunnar fyrir botni Seyðis-
fjarðar. Leiðin heim til Reykja-
víkur reyndist þó ekki síður
erfið fyrir annan okkar sem þá
var kominn með mikinn maga-
verk sem hann tengdi við of-
þreytu en síðar kom í ljós að
var botnlangabólga.
Í gegnum Gísla fengum við
að kynnast alls kyns litbrigðum
lífsins, sem á það til að vera
hverfult. Aðeins nokkrar vikur
liðu frá því við jarðsettum
pabba haustið 2016 og þar til
Gísli var kominn á spítala með
ólæknandi sjúkdóm. Sú barátta
var erfið en allt fram í andlátið
var hann í góðri umsjá
barnanna sinna og vina sem og
heilbrigðisstarfsfólks. Við vott-
um aðstandendum innilega
samúð.
Tómas Guðni Eggertsson,
Eiríkur Áki Eggertsson.
Fallinn er frá Gísli Jónsson
æskuvinur okkar eftir erfið
veikindi. Margs er minnst frá
æskuárunum í Úthlíðinni. Við
undirritaðir vorum aðeins eldri
í árinu og kynni okkar hófust
þegar við vorum á fjórða ári.
Gísli var þá tjóðraður í beisli
fyrir framan heimili sitt og undi
hag sínum illa. Við leystum
hann og lögðum af stað út í
heiminn og þar með hófst löng
og traust vinátta. Margt var
brallað: ótal ferðir í Sundhöllina
og hjólatúrar, hark og púkk,
landaparís, stillansaklifur í Há-
teigskirkju sem var þá í bygg-
ingu o.s.frv.
Gísli var kappsamur hvort
sem var í leikjum, spilum eða
tafli og gaf sig hvergi. Oft
þurfti hann að skila séráliti í
kappræðum og ekki vorum við
alltaf sammála en deilur okkar
skerptu aðeins vináttuna.
Stundum tókst okkur að sann-
færa hann um að hann hefði
haft rangt fyrir sér en þá hló
hann góðlátlega að sjálfum sér
því að hann hafði ágæta kímni-
gáfu þótt hann væri í grunninn
alvörugefinn. Til dæmis játaði
hann sig sigraðan í deilunni um
Háskólabíó sem hann hafði
staðhæft að unnt væri að draga
sundur og saman eins og harm-
onikku. Föður hans, doktor
Jóni, var falið dómsvald í deil-
unni. Þegar hún var borin undir
hann hló hann svo mikið að
hann datt af stólnum. En oft
hafði Gísli betur í deilum okkar
og brá þá gjarnan fyrir sig
málshætti eins og þegar hann
og Benni fóru undirgöngin við
Miklubrautina en Bragi nennti
því ekki og datt í drullupoll. Þá
varð honum að orði: „Betri er
krókur en kelda,“ og hló dátt.
Að loknu háskólanámi í við-
skiptafræði gerðist Gísli skatt-
heimtumaður, fyrst hjá skatt-
inum í Hafnarfirði en lengstum
hjá yfirskattanefnd. Eins og við
þekktum hann erum við þess
fullvissir að hann rækti störf sín
af nákvæmni og samviskusemi.
Þannig þekktum við hann.
Stundum var vík milli vina á
fullorðinsárum en alltaf héldum
við samt nokkru sambandi. Þeg-
ar um hægðist á seinni árum
treystum við að nýju vinabönd-
in og hittumst mánaðarlega í
bókaklúbbi og oft að öðru til-
efni. Þá var gjarnan glatt á
hjalla og í skötuát á Þorláks-
messu lét Gísli sig aldrei vanta
svo að fátt eitt sé nefnt.
Blessuð sé minningin um
okkar kæra vin. Börnum hans
og öðrum ástvinum vottum við
samúð.
Bragi Halldórsson,
Benedikt Svavarsson.
Gísli Jónsson
Það er hljóðlát
stund í Áskirkju
þann 25 júní sl. þar
sem vinir og fjöl-
skylda eru mætt til
að kveðja hann Sigurbjörn F.
Halldórsson, sem eftir þögla en
hetjulega baráttu við veikindi
er nú kominn á betri stað til
nýs lífs án þrauta og verkja.
Diddi, sem ég átti langa og
góða samleið með, var ekki
bara lengi vel mágur minn,
heldur góður drengur sem í
vinskap sínum við mig líkt og
við aðra vini sína fór eftir þeim
fallega boðskap sem er að finna
í orðum Frelsarans: „Allt sem
þér viljið, að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim
gjöra.“ Matteus 7:12.
Diddi var bóngóður og fljót-
ur til að rétta þeim hjálparhönd
sem til hans leituðu, hugulsam-
ur um vini sína og fjölskyldu,
ljúfur og kærleiksríkur maður
sem þrátt fyrir andstreymi lífs-
Sigurbjörn Frí-
mann Halldórsson
✝ Sigurbjörn Frí-mann Hall-
dórsson fæddist 19.
ágúst 1957. Hann
lést 15. júní 2019.
Útförin fór fram
25. júní 2019.
ins gat séð spaugi-
legu hliðar líðandi
stundar. Hann var
þó ekki fullkominn
maður fremur en
ég og aðrir, hann
átti sína daga þeg-
ar mótlætið gat
beygt hann og
markað, en ævin-
lega fann hann
sjálfan sig aftur og
var þá aftur sem
fyrr.
En í vináttunni breytist aldr-
ei neitt og dagarnir voru æv-
inlega líkir hver öðrum, hann
var heill og óskiptur í sínum
vinskap við sitt samferðarfólk.
Ég á mér einna fyrst minn-
ingu um hann Didda þegar ég
spurði hann í byrjun sambands
hans og Gunnhildar systur
minnar, hvort hann sem verð-
andi mágur minn yrði þá ekki
líka líkt og bróðir minn, sem
hann játti og mig gladdi. Diddi
þekkti það að vera bróðir ann-
ars, enda ríkur af eigin bræðr-
um sem ég síðar fékk að kynn-
ast og hef notið forréttinda í
gegnum árin að þekkja líkt og
hans stórfjölskyldu alla. Við
Diddi áttum margar góðar
stundir saman, hvort heldur
sem það var að sitja yfir kaffi-
bollanum og spjalla um lífsins
gátu eða þegar önnur tilefni
gáfust til og þótt oft liði nokkuð
milli endurfunda voru þeir allt-
af fagnandi og skemmtilegir.
Í börnum hans Didda og
Gunnhildar, þeim Lonní
Björgu, Lilju Bryndísi og Erni
Aroni, lifir áfram minningin um
góðan dreng sem nú er á brott
enda ekki óeðlilegt að margt í
þeim minni á föður sinn enda
honum umhugað um þau og
annar af tveimur áhrifavöldum
í uppeldi þeirra og persónumót-
un. Ríkulegur er ávöxtur þess-
ara þriggja í barnaauði og naut
Diddi þess innilega að upplifa
hlutverk sitt sem afi sinna
barnabarna og átti handa þeim
óendanlega blíðu og mikinn
kærleik sem þau öll geyma nú
sem gull í sínu veganesti fyrir
komandi lífsins göngu til eigin
framtíðar.
Og með þeim og í þeim lifir
einnig áfram minningin um
hann.
Ég færi börnum hans, fjöl-
skyldunni allri og öllum þeim
sem nú hafa misst og kvatt
góðan vin einlæga samúðar-
kveðju og bið ykkur öllum
blessunar nú á þessari stund
kveðju og viðskilnaðar sem og
um ókomna framtíð alla.
Guð blessi minningu góðs
drengs og hafðu þakkir, Diddi
minn, fyrir allt og allt.
Þinn vinur ávallt,
Egill Örn Arnarson Hansen.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um.
Minningargreinar