Morgunblaðið - 05.07.2019, Page 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Kragar fyrir
öll tækifæri
Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
80 ára Birgir fæddist í
Vestmannaeyjum en
hefur lengst af búið í
Garðabænum. Hann er
matreiðslumeistari og
stofnaði Skútuna
veisluþjónustu 1975 í
Hafnarfirði og hefur
starfað þar síðan.
Maki: Eygló Sigurliðadóttir, f. 1944, fyrr-
verandi veitingamaður.
Synir: Birgir Arnar, f. 1964, Sigurpáll
Örn, f. 1969 og Ómar Már, f. 1975. Barna-
börnin eru sjö og langafabörnin eru tvö.
Foreldrar: Páll Sigurgeir Jónasson, f.
1900, d. 1951, skipstjóri í Vestmanna-
eyjum, og Þórsteina Jóhannsdóttir, f.
1904, d. 1991, húsmóðir í Eyjum..
Birgir Rútur
Pálsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ótrúlega mikil hamingja fellur þér í
skaut svo lengi sem þú nærð að halda í
bjartsýnina. Leyfðu breytingum að hafa
sinn gang.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú nýtur þess að fegra heimilið
þessa dagana. Sá tími kemur að þú munt
geta sagt hug þinn allan. Veltu öllum stein-
um við í leit þinni að svari.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt auðvelt með að ná sam-
bandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir
leiki, skemmtanir og frí. Þín bíður skóla-
bekkur í haust og þú getur ekki beðið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gefðu þér tíma til að hafa sam-
band við vini og ættingja. Dagdraumar eru
nauðsynlegir en varastu að dvelja of lengi í
þeim.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert áhugalaus og hefur enga burði
til að leysa málin þessa dagana. Sóaðu
ekki tímanum í vonlaust samband.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú eins og aðrir verður að beygja
þig fyrir staðreyndum hvort sem þér er
það nú ljúft eða ekki. Farðu varlega í um-
ferðinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að miðla af reynslu þinni til
þeirra yngri. Horfðu í kringum þig og veldu
tíu hluti sem þú getur losað þig við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert loksins tilbúin/n að
skríða út úr skel þinni og blanda geði við
aðra. Samtal við makann mun skýra ým-
islegt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú skalt ígrunda vel ráðlegg-
ingar þeirra sem standa þér næst. Notaðu
innsæi þitt öðrum til góðs og þú munt hafa
meiri áhrif á gang mála en þú áttir von á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Farðu í saumana á öllum fjár-
málum og gefðu þér til þess góðan tíma.
Auktu þekkingu þína, farðu á námskeið
eða kynntu þér eitthvað ofan í kjölinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gefðu þér tíma til þess að sinna
vinum og vandamönnum og leita lausna á
þeim vandamálum, sem þeir vilja bera upp
við þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver sem virðist ekki hafa áhuga
á því sem þú segir mun brátt skipta um
skoðun. Svaraðu skilaboðum eins fljótt og
þú getur.
ferðaskrifstofu yfir vetrarmánuðina í
Selva á Norður-Ítalíu.
„Ég hef sem sagt stundað nánast
öll störf til sjávar og sveita. Ég stunda
einnig fjallaskíðamennsku með Njóta
þjóta bæði hér heima og erlendis, fer
á fluguveiðar þegar tími gefst til og
hef siglt á skútu. Mér líður best úti í
náttúrunni með mínum nánustu.“
Fjölskylda
Sambýliskona Valdimars er Sigríð-
ur Vala Þórarinsdóttir, f. 3.8. 1966,
Ófærð 2. Hann hlaut viðurkenningu
úr minningarsjóði Stefaníu Guð-
mundsdóttur 1989.
Valdimar hefur gefið út tvær
hljómplötur, Kettlinga árið 1991, og
Hráefni árið 2016 og hefur samið tón-
list fyrir aðra, m.a. Sniglabandið.
Valdimar stóð fyrir námskeiðahaldi
fyrir atvinnulaus ungmenni á vegum
VMST, á árunum eftir hrun. Hann
kenndi á skíði í Bláfjöllum, og stofnaði
þar skíðaskóla, og vinnur nú sem
skíðaleiðsögumaður á vegum VITA
V
aldimar Örn Flygenring
fæddist í Reykjavik 5.
júlí 1959. Hann átti
heima á Miklubraut 54
og 56, til 6 ára aldurs, í
Álftamýri 6 til 18 ára og í Fýlshólum í
Breiðholti í stuttan tíma. „Ég fer
fyrst að búa sjálfur á Skarphéðins-
götu 20, svo Drápuhlíð 6, Þjórsárgötu
í Skerjafirði, Skaftahlíð, Birkimel og
bý núna í Auðarstræti.
Ég byrjaði að selja dagblöð á göt-
um úti í Reykjavík fyrir 10 ára aldur,
vann svo í byggingarvinnu hjá afa í
móðurætt, komst í sveit hjá eðal-
menninu Vilhjálmi Sigurðssyni í
Krossbæ í Nesjum í A-Skaftafells-
sýslu í þrjú sumur 12-15 ára.“ Valdi-
mar æfði á skíðum með ÍR, fótbolta
með Fram og júdó með Ármanni.
Valdimar gekk í Álftamýrarskóla
og Ármúlaskóla þar sem hann tók
landspróf og varð stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1979. „Ég var skiptinemi í Kosta Ríka
1980-1981 og var hálfan vetur á putta-
ferðalagi og fór alla leið til New
York.“ Valdimar fór í Leiklistarskóla
Íslands 1982 og útskrifaðist þaðan
1986. Hann útskrifaðist frá Leiðsögu-
skóla Menntaskólans í Kópavogi
2007. „Ég tók eitt ár í guðfræði 2010,
sagði mig úr þjóðkirkjunni í fram-
haldinu og er skráður í Ásatrúar-
félagið.“
Valdimar vann sem leikari hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhús-
inu og Leikfélagi Akureyrar til 2005
og hefur eftir það unnið sem leiðsögu-
maður. „Ég kalla mig oft sögumann,
að vera bæði leikari og leiðsögumaður
þá er maður orðinn sögumaður. Ég
hef gaman af því að segja sögur og
flétta inn í starfið sögur af fólki og
landinu.“
Valdimar hefur leikið í ótal bíó-
myndum, sjónvarpsleikritum og á
sviði. Meðal leikverka eru Rauðhærði
riddarinn, Dagur vonar, Hamlet,
Þrúgur reiðinnar, Ljós heimsins,
Sjálfstætt fólk, Vér morðingjar, Spor-
vagninn Girnd, Sjúk í ást, Sannur
vestri, og Köttur á heitu blikkþaki.
Meðal bíómynda má nefna Foxtrott
og Svo á jörðu sem á himni og meðal
sjónvarpsþátta eru Kallakaffi, Djákn-
inn á Myrká og síðast lék Valdimar í
veitingastjóri. Foreldrar hennar eru
Þórarinn Stefánsson, f. 18.12. 1945,
kaupsýslumaður, og Þórhildur S.
Friðfinnsdóttir, f. 5.10. 1945, d. 26.6.
1985, hárgreiðslumeistari í Reykja-
vík. Synir Sigríðar Völu eru Jón Karl
og Einar Geir. Fyrri maki Valdimars
er Ásdís Sigurðardóttir, f. 20.12. 1965,
sálfræðingur, en þau skildu 2004.
Börn Valdimars og Ásdísar eru 1)
Þór Örn Flygenring, f. 17.11. 1992,
siglingaþjálfari, búsettur í Reykjavík;
2) Sigurður Stefán Flygenring, f. 24.2.
Valdimar Örn Flygenring, leikari og leiðsögumaður – 60 ára
Valdimar 4 ára Í afmælisveislunni eru frá hægri: Erna, Birna og Garðar Flygenring frændsystkini, afmælisbarnið,
Sigríður móðir Valdimars, Kristín Magnúsdóttir frænka, Ólöf Flygenring systir, Ingibjörg Haraldsdóttir frænka
með bróður sinn, Ástráð Haraldsson hrl. í matrósafötum, í fanginu og Jóhanna Björg Magnúsdóttir frænka.
Sögumaður til sjávar og sveita
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Náttúruunnandinn Valdimar stundar meðal annars
fjallaskíðamennsku og fluguveiðar.
Leikarinn Valdimar í hlutverki Stanleys Kowalskis í
Sporvagninum Girnd hjá LA veturinn 1994-1995.
Hinn 5. júlí árið 1969 voru Jón Hólm
Stefánsson frá Vatnsholti í Staðar-
sveit, Snæfellsnesi, og Rósa Finns-
dóttir frá Eskiholti í Borgarhreppi,
Borgarfirði, gefin saman í Hvanneyr-
arkirkju af séra Guðmundi Þorsteins-
syni. Heimili Jóns Hólm og Rósu er á
Gljúfri í Ölfusi, Árnessýslu.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
70 ára Sæmundur er
fæddur og uppalinn í
Neskaupstað og hefur
búið þar alla tíð. Hann
var sjómaður hjá Síld-
arvinnslunni og var
einnig með eigin út-
gerð.
Maki: Klara Sigríður Sveinsdóttir, f. 1961,
kennari í Neskaupstað.
Börn: Ívar, f. 1969, Sigurborg, f. 1975,
Bjartur, f. 1985, Birta, f. 1987, Bjarmi, f.
1990, og Sveinn Fannar, f. 1993. Barna-
börnin eru orðin fimm.
Foreldrar: Sigurjón Einarsson, f. 1910, d.
1994, verkamaður í Neskaupstað, og Sig-
rún Jónsdóttir, f. 1921, d. 2004, hús-
móðir og verkakona í Neskaupstað.
Sæmundur
Sigurjónsson
Til hamingju með daginn