Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Ármúla 24 • S. 585 2800
Manchester City gekk í gær frá
kaupum á spænska miðjumanninum
Rodri sem kemur til félagsins frá Atl-
ético Madrid. Klásúla var í samningi
hans við Atlético sem gerði þennan 23
ára leikmann falan fyrir 62,8 milljónir
punda, eða tæpa 10 milljarða króna.
Spænski framherjinn Ayoze Pérez
er kominn til Leicester fyrir 30 millj-
ónir punda, jafnvirði 4,7 milljarða
króna, eftir fimm ára dvöl hjá New-
castle. Hann skoraði 12 mörk í ensku
úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Chelsea hefur ráðið Frank Lampard
sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins
en hann skrifaði undir samning til
þriggja ára þess efnis. Lampard tekur
við af Maurizio Sarri sem yfirgaf
Chelsea í júní til að taka við Ítalíu-
meisturum Juventus. Lampard, sem
er 41 árs, þjálfaði síðast Derby í ensku
1. deildinni og fór með liðið í úrslitaleik
við Aston Villa um sæti í úrvalsdeild-
inni. Hann lék á sínum tíma í 13 ár með
Chelsea, alls 648 leiki, og
vann til 11 titla með liðinu.
Lampard tekur við
Chelsea í snúinni
stöðu en FIFA hefur
úrskurðað að fé-
lagið megi ekki
kaupa leikmenn í
sumar né í janúar á
næsta ári, vegna
brota á reglum um
kaup á leikmönnum
yngri en 18 ára, en
þeim úrskurði hefur
Chelsea áfrýjað til
alþjóðaíþróttadóm-
stólsins.
Eitt
ogannað
GOLF
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Tárin fengu að streyma eftir að
Bandaríkjamaðurinn Nate Lashley
fagnaði sínum fyrsta sigri á móti á
PGA-mótaröðinni í golfi um síðustu
helgi. Brooke, systir hans, og kær-
astan, Ashlie Reed, voru mættar til
að faðma sigurvegarann óvænta
sem fékk boð á mótið örfáum dög-
um áður en það hófst og var í raun
hættur í golfi árið 2012 og farinn að
starfa sem fasteignasali.
Lashley hafði gengið illa að koma
golfferlinum á flug eftir skelfilegt
áfall árið 2004, þegar hann var 21
árs gamall og lék með skólaliði Ari-
zona-háskólans. Foreldrar hans og
þáverandi kærasta höfðu komið til
að sjá hann keppa en á heimleiðinni
fórst eins hreyfils Cessna-flugvélin
sem faðir hans stýrði. Lashley varð
órólegur þegar ekkert þeirra hafði
haft samband daginn eftir og í kjöl-
farið hófst leit að flugvélinni. Brak
hennar fannst þremur dögum síðar
og farþegarnir þrír höfðu allir lát-
ist.
Mörg ár að komast yfir þetta
„Ég er búinn að ganga í gegnum
mikið. Það tók mig mörg ár að kom-
ast yfir þetta [lát foreldranna og
kærustunnar]. Þetta hélt aftur af
mér andlega í langan tíma,“ sagði
Lashley eftir sigurinn á sunnudag-
inn, og bætti við: „Ég hugsa stöðugt
til foreldra minna. Án þeirra væri
ég ekki í þessari stöðu sem ég er í
núna.“
Mótið sem hann vann heitir
Rocket Mortgage Classic og eins
ótrúlega og það kann að hljóma átti
Lashley upphaflega ekki að vera
með á mótinu. Hann reyndi að
vinna úrtökumót á mánudeginum
fyrir mótið en mistókst það. Hann
fékk hins vegar á endanum sæti og
nýtti tækifærið til fulls með því að
vinna mjög öruggan sigur, á sam-
tals -25 höggum eða með sex högga
forskot á næsta mann, Doc Red-
man.
Upp um 252 sæti á heimslista
Með sigrinum er hinn 36 ára
gamli Lashley, sem lék á sínum
fyrstu PGA-mótum í fyrra, búinn að
eyða óvissu um næstu misseri sín í
golfinu. Hann mun geta spilað á
sterkustu mótaröð heims næstu tvö
árin, og verður með á The Open í
næsta mánuði og Masters á næsta
ári, þrátt fyrir að hafa aðeins einu
sinni áður náð að enda í hópi 10
efstu á PGA-móti.
Lashley ákvað að gerast atvinnu-
maður strax eftir háskólanámið en
gekk illa að fóta sig og endaði eins
og fyrr segir á að taka sér sex mán-
aða hlé árið 2012 til að gerast fast-
eignasali. Eftir það fór hins vegar
smám saman að rofa til hjá honum
á golfbrautunum og hann komst inn
á PGA Latinoamérica-mótaröðina
árið 2015, þar sem hann varð í 8.
sæti peningalistans. Það kom hon-
um upp stigann á Web.com móta-
röðina þar sem hann lék árið 2017,
og hann fékk svo sín fyrstu tæki-
færi á PGA-mótaröðinni í fyrra.
Eftir sigurinn um helgina fór Las-
hley upp um 252 sæti á síðasta
heimslista og er hann nú í 101. sæti.
„Það var gott að taka nokkurra
mánaða hlé frá golfi og með því að
finna mér annað að gera á þessum
tíma áttaði ég mig almennilega á
því hvað golf er skemmtilegt. Það
er blessun að fá að spila hérna, sér-
staklega á hæsta stigi íþróttarinnar,
og ég er ánægður með að hafa ekki
gefist upp.“
Lashley gengið í gegnum mikið
Óvæntur sigurvegari á PGA-móti
AFP
Sigurstund Nate Lashley, hér með Ashlie Reed, kærustu sinni, faðmar
Brooke, systur sína, eftir sigurinn á Rocket Mortgage Classic í Detroit.
Lætur ljós sitt loks
skína eftir skelfilegt áfall
Óhætt er að segja að mikill
stjörnufans verði á kveðjuhátíð til
heiðurs Alfreð Gíslasyni í Kiel
hinn 26. júlí. Alfreð verður þá
kvaddur eftir ellefu ára veru hjá
Kiel en undir hans stjórn hefur lið-
ið orðið Þýskalandsmeistari sex
sinnum, þýskur bikarmeistari sex
sinnum, unnið Meistaradeild Evr-
ópu tvisvar sinnum og EHF-
keppnina einu sinni.
Hátíðin verður í Sparkassen
Arena, á heimavelli Kiel, og þar
mun stjörnulið Alfreðs mæta liði
Kiel sem Alfreð stýrði til sigurs í
EHF-keppninni og þýska bik-
arnum í vetur. Að minnsta kosti
einn Íslendingur verður í stjörnu-
liðinu, samkvæmt frétt Kieler
Nachrichten, en það er Aron
Pálmarsson sem hóf sinn atvinnu-
mannsferil undir stjórn Alfreðs hjá
Kiel og lék með liðinu árin 2009-
2015. Á þeim árum fögnuðu þeir
Aron og Alfreð fjölda titla, meðal
annars sigri í Meistaradeild Evr-
ópu tvisvar og þýska meistaratitl-
inum fimm sinnum.
Auk Arons verða í stjörnuliðinu
menn á borð við Svíana Stefan
Lövgren, Kim Andersson og Marc-
us Ahlm, Dominik Klein, Thierry
Omeyer, Daniel Narcisse, Momir
Ilic, Andreas Palicka, Daniel Ku-
bes og Börge Lund, ásamt fleirum
sem leikið hafa undir stjórn Al-
freðs hjá Kiel.
Annar leikur og styttri verður
leikinn þetta kvöld, þegar stjörnu-
lið Alfreðs mætir öðru liði Alfreðs
sem myndað verður úr leik-
mönnum sem léku undir hans
stjórn hjá Magdeburg og Gumm-
ersbach. Alfreð kveðst nú hættur
þjálfun félagsliða. sindris@mbl.is
Stjörnufans þegar
Alfreð kveður Kiel
Ljósmynd/Sascha Klahn
Kveður Alfreð Gíslason kátur á
lokakvöldi leiktíðarinnar hjá Kiel.