Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
HM-farinn Frederik Schram, sem leikið hefur 5 A-
landsleiki í marki Íslands í fótbolta, er nú til reynslu hjá
danska 1. deildar félaginu Vejle. Þessi 24 ára gamli
markvörður er án samnings eftir að hann ákvað að yfir-
gefa Roskilde sem einnig leikur í 1. deild, en Vejle féll úr
úrvalsdeildinni eftir umspil í vor.
Frederik verður við æfingar hjá Vejle í nokkra daga
en í síðustu viku æfði hann með enska félaginu Shrews-
bury sem teflir fram liði í D-deild, eða 2. deild eins og
hún er kölluð í Englandi. Daninn Brian Jensen, sem áður
lék með Burnley, er markmannsþjálfari hjá Shrews-
bury. Frederik lék æfingaleik með liðinu en ekkert varð
af því að hann semdi við félagið:
„Þetta gekk vel og það stefndi í að það yrði eitthvað úr þessu en það voru
ákveðin vandamál varðandi peningamál. Það voru allt í einu ekki til þeir
peningar sem fólkið hjá félaginu reiknaði með, og þess vegna varð ekkert
úr þessu,“ sagði Frederik við vafo.dk. sindris@mbl.is
Frá Englandi til reynslu í Vejle
Frederik
Schram
Haukur Helgi Pálsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, hefur yfir-
gefið herbúðir franska liðsins Nan-
terre og mun spila með rússneska
liðinu Unics á næstu leiktíð.
Haukur, sem er 27 ára gamall,
var í stóru hlutverki á sínu fyrsta
og eina tímabili hjá Nanterre og fór
meðal annars í átta liða úrslit
Meistaradeildarinnar. Unics, sem
er staðsett í Kazan, fór í undan-
úrslit um rússneska meistaratit-
ilinn og í undanúrslit Evrópubik-
arsins síðasta vetur. yrkill@mbl.is
Haukur Helgi
til Rússlands
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rússland Haukur Helgi Pálsson er
kominn á nýjar slóðir á ferlinum.
Í KVÖLD!
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Samsungv.: Stjarnan – Grindavík........19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Þórsvöllur: Þór – Fram..............................18
Vivaldi-völlurinn: Grótta – Njarðvík ...19.15
Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Afturelding...20
3. deild karla:
Bessastaðavöllur: Álftanes – KH..............20
Fjölnisv.: Vængir Júpiters – Skallagr......20
4. deild karla:
Stykkishólmsvöllur: Snæfell – ÍH ............20
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Varmárv.: Afturelding – Tindastóll ..........18
Kaplakrikavöllur: FH – Þróttur R. .....19.15
Extra-völlurinn: Fjölnir – Haukar ......19.15
2. deild kvenna:
Sindravellir: Sindri – Álftanes ..................17
EM kvenna
Leikið í Lettlandi og Serbíu:
8-liða úrslit:
Ungverjaland – Bretland .....................59:62
Spánn – Rússland..................................78:54
Frakkland – Belgía ...............................84:80
Serbía – Svíþjóð.....................................87:49
Í undanúrslitum mætast:
Spánn – Serbía
Frakkland – Bretland
KÖRFUBOLTI
HANDBOLTI
Opna Evrópumót U17 karla
Leikið í Gautaborg:
Svíþjóð – Ísland .................................... 22:19
Tékkland – Ísland................................. 25:28
Ísland hafnaði í öðru sæti í milliriðli 1 og
leikur um bronsverðlaun í dag gegn Hvíta-
Rússlandi.
Norðurlandamót U17 kvenna
Ísland – Noregur ......................................3:2
Mörk Íslands: Amanda Jacobsen Andra-
dóttir 15., María Catharina Gros 60., Ólöf
Sigríður Kristinsdóttir 90.
Evrópudeild UEFA
Forkeppni, seinni leikur:
NSÍ Runavík – Ballymena United ..........0:0
Ballymena United vann einvígið, 2:0.
Guðjón Þórðarson þjálfar NSÍ.
Ameríkubikarinn
Undanúrslit:
Síle – Perú ................................................ 0:3
Edison Flores 21., Yoshimar Yotún 38.,
Paolo Guerrero 90.
Perú mætir Brasilíu í úrslitaleik á sunnu-
dag en Síle leikur við Argentínu um bronsið
á laugardag.
KNATTSPYRNA
Baráttan í 1. deild karla í knatt-
spyrnu, Inkasso-deildinni, hefur
verið lygilega jöfn það sem af er
sumri en nú gætu línur verið farnar
að skýrast eitthvað. Í fyrsta sinn í
sumar hefur lið náð fimm stiga for-
skoti á toppnum og það eru Fjöln-
ismenn sem hafa tekið skrefið frá
þéttum pakka liða eftir útisigur á
Leikni R. í gærkvöldi, 2:0, þegar 10.
umferð deildarinnar hófst með
tveimur leikjum.
Fjölnir hefur unnið þrjá leiki í röð,
hefur skorað í þeim sjö mörk og ekki
fengið á sig eitt einasta. Grafarvogs-
liðið sendi skýr skilaboð í síðustu
umferð með 4:0-sigri á Þórsurum í
toppbaráttuslag og þökk sé mörkum
Jóhanns Árna Gunnarssonar og
Ingibergs Korts Sigurðssonar gegn
Leikni í gærkvöld er liðið búið að
koma sér í lykilstöðu í annars jafnri
baráttu um sæti í efstu deild.
Dramatískt jöfnunarmark
Hauka gegn Keflvíkingum
Það er ekki ofsögum sagt að bar-
áttan sé jöfn, því fyrir neðan Fjöln-
ismenn munar aðeins þremur stig-
um á næstu fimm liðum. Grótta og
Fram koma næst með 17 stig og eiga
leiki til góða í kvöld en Keflvíkingar
voru hársbreidd frá því að ná þeim
að stigum í gærkvöldi.
Dagur Ingi Valsson hafði komið
þeim yfir á heimavelli gegn Hauk-
um og allt stefndi í sigur Keflvík-
inga. Þeir fengu hins vegar á sig
vítaspyrnu í blálokin sem Ásgeir
Þór Ingólfsson jafnaði úr á lokamín-
útunni. Niðurstaðan 1:1 og Keflvík-
ingar sitja í fimmta sætinu í þéttum
pakka.
Stigið var hins vegar afar mikil-
vægt fyrir Hafnfirðinga sem hafa
verið að rétta úr kútnum en eru
þremur stigum fyrir ofan fall-
svæðið. Þeir munu eflaust hvetja
Njarðvíkinga, sem sitja í næst-
neðsta sæti, til dáða gegn Gróttu í
kvöld. yrkill@mbl.is
Fjölnismenn farnir að
slíta sig frá pakkanum
Eru komnir með fimm stiga forskot í fyrstu deild karla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Toppurinn Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, í sigrinum á Leikni R. í gær sem skilaði liðinu auknu forskoti.
Körfuknattleiksdeild KR hefur sam-
ið við litháíska þjálfarann Arnoldas
Kuncaitis um að vera Inga Þór Stein-
þórssyni til aðstoðar með Íslands-
meistaralið félagsins í karlaflokki.
Hann mun einnig þjálfa yngri flokka.
Kuncaitis, sem er 24 ára, kom til Ís-
lands í fyrra og þjálfaði meistaraflokk
kvenna hjá Tindastóli, yngri flokka og
var aðstoðarþjálfari karlaliðsins.
Bojana Besic er hætt þjálfun
kvennaliðs KR í knattspyrnu. Félagið
tilkynnti það í gærkvöld, en KR er í
botnsæti Pepsi Max-deildarinnar eftir
átta leiki. Ragna Lóa Stefánsdóttir,
sem var aðstoðarþjálfari, mun taka við
liðinu þar til annað verður ákveðið.
Bandaríska knattspyrnukonan Dari-
an Powell er gengin til liðs við 1. deild-
ar lið Aftureldingar. Powell kemur til
liðsins frá Selfossi en Selfyssingar
riftu samningi sínum við framherjann
um miðjan júní. Hún lék
fjóra deildarleiki fyrir Sel-
foss og skoraði eitt mark.
Dregið var í riðla
Meistaradeildar Evrópu í
körfubolta í gær en allt
útlit er fyrir að þar verði
Tryggvi Snær Hlinason í
eldlínunni með spænska
liðinu Zaragoza í vetur, þó
að félagaskipti hans hafi
ekki verið tilkynnt ennþá.
Zaragoza dróst í riðil með
Besiktas frá Tyrklandi,
Brindisi frá Ítalíu, Dijon
frá Frakklandi, Klaipeda
frá Litháen og PAOK frá
Grikklandi, en tvö lið úr for-
keppninni eiga svo eftir að
bætast við.
Eitt
ogannað