Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 35

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 35
Á HLÍÐARENDA Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Danski sóknarmaðurinn Patrick Ped- ersen hefur engu gleymt. Það sýndi hann og sannaði í 3:1-sigri Íslands- meistara Vals gegn KA í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Hlíðarenda í gær. Þessi frábæri framherji, sem hefur gert það svo gott með Valsmönnum undanfarin ár, sneri aftur á Hlíðar- enda í vikunni eftir stutt stopp í Mol- dóvu og endurkoma hans virkaði sem vítamínsprauta á meistarana. Valur lék einn sinn besta leik á tímabilinu þar sem Daninn skoraði fyrsta mark Hlíðarendaliðsins og lagði upp hin tvö. Þetta var þriðji sigur Vals í röð í deildinni og það er greinilegt að Vals- menn eru að ná vopnum sínum eftir afar erfiða byrjun á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir markaleysi í fyrri hálfleik en Pedersen stimplaði sinn inn í deildina á nýjan leik þegar hann skoraði skallamark á lokamín- útu hálfleiksins eftir góðan undir- búning Andra Adolphssonar. Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphsson komu Val í 3:0 þar sem Daninn átti sinn þátt í mörkunum en tíu mínútum fyrir leikslok klóraði Elfar Árni Aðalsteinsson í bakkann fyrir KA-menn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals- manna, stillti upp í leikkerfið 3-5-2 og það gafst vel því Valsmenn réðu ferð- inni lungann úr leiknum og áttu marg- ar góðar sóknir og spilkafla á síðasta þriðjungi vallarins þar sem Patrick Pedersen, Ólafur Karl Finsen og Andri Adolphsson léku KA-vörnina grátt og fyrir aftan þá bjó Kristinn Freyr Sigurðsson til mikið fyrir þá. ,,Mér fannst við spila frábærlega í kvöld. Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann og ég held bara að þetta sé einn besti leikur okkar í sumar. Sjálfstraustið í liðinu fer vax- andi og það er frábært að fá Patrick í liðið. Hann er svo góður í fótbolta og duglegur að tengja við þá sem eru í kringum hann. Hann gerir mikið fyr- ir okkur, miklu meira en að skora bara mörk. Ég var ánægður með mitt framlag í leiknum sem og alls liðsins,“ sagði Andri Adolphsson við Morg- unblaðið. KA-menn þurfa að fara að gæta að sér. Þeir hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa í þeim leikjum fengið á sig tíu mörk. Þeir áttu ágæta spretti í fyrri hálfleik en smátt og smátt fjar- aði leikur þeirra út og þeir urðu að játa sig sigraða fyrir talsvert betra liði. Líklega hefðu þeir tapað stærra ef ekki hefði komið til frábær mark- varsla hjá Kristijan Jajalo nokkrum sinnum í leiknum. Patrick Pedersen sýndi hæfileika sína heima á ný  Daninn skoraði eitt og lagði upp tvö og Valur hefur unnið þrjá leiki í röð Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson er leiðtogi Vals og er hér gegn Hallgrími Mar Steingrímssyni í leiknum í gær. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Það kom sennilega engum á óvart að framherjinn Patrick Pedersen stimplaði sig inn af krafti í gærkvöldi þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í Valstreyj- unni (reyndar í fjórða sinn!) og átti þátt í öllum mörkum liðsins í sigri á KA. Það var bara tímaspursmál hvenær Íslandsmeistararnir myndu vakna. Þeir hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð og eru komnir upp í fimmta sæti deild- arinnar, „bara“ tíu stigum frá toppnum. Miðað við byrjun tíma- bilsins og það að liðið hafi verið á botninum eftir sjö umferðir verður það að teljast ansi gott. Það má því alls ekki útiloka það að meistararnir muni blanda sér í baráttuna við toppinn, sér- staklega nú þegar Pedersen er farinn að reima á sig marka- skóna á Hlíðarenda á ný. Deildin hefur verið gríðarlega skemmti- leg það sem af er og verður bara skemmtilegri. Það sama má segja í kvenna- boltanum, sérstaklega eftir jafn- tefli Vals og Breiðabliks í fyrra- kvöld. Það gerir titilbaráttuna enn meira spennandi fyrir seinni hlutann. Toppliðin tvö halda áfram hnífjöfnu kapphlaupi sínu að titlinum og deildin hefur sjaldan verið skemmtilegri. Raunar er þetta sumar búið að vera mjög gjöfult af góðri knattspyrnu. Það er allt svo að segja í járnum í hinni svokölluðu Inkasso-deild karla og þar mun spennan áfram ráða ríkjum. Því miður, leyfist mér að segja, lýkur svo heimsmeist- aramóti kvenna í Frakklandi um helgina. Það hefur verið stór- skemmtilegt og vakið miklar um- ræður vegna umdeildra atvika. Fótboltasumarið 2019 stendur því svo sannarlega undir væntingum. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, at- vinnukylfingur úr GR, þarf að rétta vel úr kútnum ætli hún sér í gegn- um niðurskurðinn á Thornberry Creek Classic-mótaröðinni í golfi á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterk- ustu í heimi. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær á 74 höggum eða tveimur höggum yf- ir pari. Hún fékk fjóra skolla og tvo fugla á hringnum, en kylfingar voru að leika mjög vel og var minnihluti sem lék yfir parinu. Hin kínverska Yu Liu var í forystu á tíu höggum undir pari og voru tveir kylfingar aðeins höggi á eftir henni. Nokkrir kylfingar áttu eftir að ljúka leik þegar Morgunblaðið fór í prentun, en þegar Ólafía kom í hús eftir hringinn var hún í 128. sæti af 140 kylfingum sem skráðir voru til leiks. Hún mun því þurfa að sækja fugla á öðrum hring í dag. Þetta er fjórða mótið sem Ólafía tekur þátt í á mótaröðinni í ár, en hún hefur ekki ennþá komist í gegnum niðurskurð. yrkill@mbl.is AFP LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á teig á þessu móti fyrir tveimur árum. Ólafía þarf að gefa í á öðrum hring í dag 1:0 Patrick Pedersen 45. 2:0 Kristinn F. Sigurðsson 49. 3:0 Andri Adolphsson 74. 3:1 Elfar Á. Aðalsteinsson 81. I Gul spjöldElfar Árni Aðalsteinsson (KA). I Rauð spjöldEngin. Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 7. Áhorfendur: 859. VALUR – KA 3:1 MM Patrick Pedersen (Val) Andri Adolphsson (Val) M Sebastian Hedlund (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson Ólafur Karl Finsen (Val) Kristijan Jajalo (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.