Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
VINNINGASKRÁ
9. útdráttur 4. júlí 2019
316 9928 21499 31240 39758 48148 58235 70496
329 10081 21643 31293 39791 48350 58298 70828
468 10119 21657 31305 39929 48408 58768 71001
508 11117 21917 31344 40789 48531 58929 71024
586 11365 22269 31520 41043 49203 59288 71228
634 11737 22663 31641 41428 49458 59350 71351
1836 11779 23021 31662 41472 49486 59459 71965
2228 12095 23094 32253 41618 49751 59642 72485
2302 12227 23547 32906 41815 50388 59973 72542
2331 12340 23865 32911 42052 50767 60067 74495
2596 12369 24157 33008 42084 51233 60209 74593
2765 12431 24269 33015 42343 51440 60897 74738
2997 12846 24577 33066 42517 51670 61064 74835
3002 12892 24879 33114 42861 52237 61690 74919
3261 13072 25068 33398 43564 52324 62188 75659
3949 13344 26022 33470 43628 52475 62455 75683
4027 13530 26075 34131 43795 52564 62615 75860
4083 14396 26084 34134 44041 52770 62866 76555
4241 15185 26192 34275 44260 53167 63141 76568
4581 15238 26491 35841 44379 53196 63651 76841
4647 15566 26736 35932 44494 53589 64442 76885
4992 15695 26870 36204 44552 53848 64967 76887
5546 15894 27127 36268 44626 53863 65218 76898
5808 17367 27440 36814 44715 54049 65511 77028
6031 17949 27607 37006 44891 54092 65800 77096
6569 17966 28085 37290 44953 54133 66520 77309
7371 18331 28521 37419 45485 54774 66683 77459
7771 18393 28614 38005 45872 55361 66871 77758
7957 18721 28954 38126 46050 55668 67160 78031
8146 19632 30225 38744 46079 55719 67253 79231
8270 20144 30311 38949 46114 56074 67484 79429
8464 20430 30477 39035 46448 56851 67540
8651 20447 30587 39205 46689 57069 67541
8949 20602 30625 39273 47580 57606 68388
9094 20782 30926 39288 47625 57993 69103
9665 20886 31004 39625 47848 58012 69960
9846 21299 31120 39753 47851 58163 70472
1648 6982 16474 28837 41737 51550 60838 71641
2010 7339 18505 31014 42304 52182 63569 72088
2218 7621 19134 31164 42601 53216 64449 72173
2516 7656 21003 31202 44809 53778 64673 73417
3152 8517 21829 33028 46526 55436 65702 74953
3275 8995 21998 33288 46950 55830 65857 75336
4060 10095 23812 34931 47161 56733 66354 76422
4161 10153 24205 34965 48512 58494 67000 76993
4861 10395 24911 36303 50235 58555 67056 79315
4872 12907 25399 36438 50562 59569 67153
5502 14399 25786 37754 50742 59846 69089
6089 15333 27404 41511 50770 59906 70075
6748 15670 28086 41534 50934 60781 70282
Næstu útdrættir fara fram 11. 18. 25.júlí & 1. ágúst 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
5849 48809 49554 66213 69006
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
691 8231 22227 28344 35257 55249
1878 9296 23906 30677 42995 56132
2976 10199 25227 33926 49339 62023
3611 10756 27700 34084 54849 67254
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 1 4 8 0
Jack Malik (Himesh Patel) ertónlistarmaður sem fer ámilli knæpa og tónlistar-hátíða með aðstoð bestu
vinkonu sinnar, Ellie (Lily James),
sem er í senn umboðsmaður, bíl-
stjóri og rótari fyrir Jack. Eitt sinn
var Jack ungur og efnilegur en eft-
ir að „stóra tækifærið“ fer forgörð-
um ákveður hann að komið sé nóg
af harkinu, þrátt fyrir mótbárur
Ellie.
Þegar Jack er hins vegar að
hjóla heim til sín slær rafmagnið út
samtímis um allan heim og í
myrkrinu verður hann fyrir rútu.
Þegar Jack raknar úr rotinu áttar
hann sig fljótlega á því að hann
virðist vera sá eini í öllum heimin-
um sem man eftir því að Bítlarnir
hafi verið til. Malik breytist þar
með alveg „óvart“ á einni nóttu í
einn fremsta lagahöfund síns tíma,
fremri jafnvel „sjálfum“ Ed Sheer-
an (Ed Sheeran).
Eftir því sem heimsfrægðin
dembist yfir Jack fara þó að renna
á hann tvær grímur, því hvað kost-
ar frægðin, sérstaklega þegar hún
tilheyrir í raun einhverjum öðrum?
Það er allavega óhætt að segja
að fáar kvikmyndir hafi haft úr
betri tónlist að moða en þessi og
unnendur Bítlanna ættu ekki að
vera sviknir af því að heyra lögin
þeirra í þeim búningi sem Jack
Malik setur þau í. Það hjálpar auð-
vitað til að Patel er ágætur söngv-
ari og nær að gæða þau lög sem
heyrast einstaklega mildum og ljúf-
um blæ.
Þá ná atriðin þar sem Malik er
að taka upp „fyrstu“ lögin sín að
koma vel til skila þeirri gleði sem
fylgir Bítlalögunum, en auk titil-
lagsins Yesterday má einnig heyra
lög eins og Let It Be, I Want to
Hold Your Hand, She Loves You, I
Saw Her Standing There og In My
Life, svo örfá dæmi séu nefnd.
Myndin kafar að vísu ekki mjög
djúpt í lagasmíðarnar og í raun
mætti segja að lögin sem heyrast í
myndinni ættu flestöll heima á
„Greatest Hits“-plötu.
Lögin bera því uppi mikið af
myndinni en að öðru leyti hvílir sál
hennar á herðum aðalleikarans,
Himesh Patels, en hann er aðallega
þekktur í Bretlandi fyrir leik sinn í
svakamálasápunni Eastenders.
Patel kemst hins vegar mjög vel
frá sínu fyrsta kvikmyndahlutverki
og gæðir Malik vissri ljúfmennsku.
Af öðrum leikurum myndarinnar
er það einna helst söngvarinn Ed
Sheeran sem vekur athygli en hann
„leikur“ egómaníska útgáfu af sjálf-
um sér og virðist nánast sannfærð-
ur um að hann sé langbesti laga-
höfundur allra tíma, allt þar til
Jack Malik nær að ryðja út úr sér
hverjum smellinum á fætur öðrum.
Hvort Sheeran sé góður leikari
skal látið liggja milli hluta en hann
á þó nokkur af fyndnari atriðum
myndarinnar skuldlaust. Banda-
ríska gamanleikkonan Kate McKin-
non er hins vegar ögn of yfirdrifin í
hlutverki sínu sem „vondi“ plötuút-
gefandinn til að vera trúverðug.
Kvikmyndin er langt því frá
gallalaus og er megingallinn sá að
það tekst alls ekki nægilega vel að
greiða úr þeim flækjum sem Malik
kemur sér í með því að stela tónlist
Bítlanna. Þannig kemur til dæmis í
ljós að Malik er ekki sá eini sem
man „gærdaginn“, en sú uppgötvun
reynist hafa lítið gildi og nær eng-
ar afleiðingar.
Þá ætlar undirritaður að játa að
hann fékk gríðarlegan kjánahroll
yfir einu atriði myndarinnar, þar
sem Malik kemst að því hver örlög
Johns Lennons voru í þessum nýja
raunveruleika, þar sem Bítlarnir
náðu aldrei heimsfrægð.
Yesterday er því ágætis afþrey-
ing, sem fellur kannski í skuggann
af öðrum nýlegum „tónlistarmynd-
um“ eins og Bohemian Rhapsody
og Rocketman sem nálgast við-
fangsefni sitt að vísu á allt annan
hátt.
Stærsti kostur myndarinnar er
hins vegar sá að í henni gefst
áhorfandanum prýðilegt tækifæri
til þess að kynnast upp á nýtt þeim
stórkostlega fjársjóði sem John,
Paul, George og Ringo skildu eftir
fyrir kynslóðir framtíðarinnar og
um leið þakka fyrir að við lifum
ekki í Bítlalausum heimi.
Yesterday Jack Malik (Himesh Patel) vaknar einn daginn og kemst að því
að hann er sá eini sem man eftir Bítlunum og fer að stela lögunum þeirra.
Að sakna gærdagsins
í Bítlalausum heimi
Laugarásbíó, Háskólabíó,
Smárabíó, Sambíóin og
Borgarbíó Akureyri
Yesterday bbbmn
Leikstjóri: Danny Boyle. Handrit: Rich-
ard Curtis. Aðalhlutverk: Himesh Patel,
Lily James, Kate McKinnon, Joel Fry og
Ed Sheeran. Bretland, 2019, 116 mín.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Mikið verður um að vera í Havaríi á Karlsstöðum í
Berufirði um helgina. Í kvöld heldur Mr. Silla tónleika
með Jay Tyler og Prins Póló. Sigurlaug Gísladóttir,
sem kallar sig Mr. Silla, á að baki litríkan sólóferil auk
þess sem hún hefur um árabil unnið með hljómsveit-
inni múm. Annað kvöld verður svo sett á svið fullorð-
ins-fjölbragðasýning, Búkalú um lönd og lendar. Fjöl-
listakonan Margrét Erla Maack er aðaldriffjöðrin í
Búkalú en með henni leikur fjöldi annarra skemmti-
krafta. Miðasala fer fram á tix.is. Margrét Erla Maack
Heilmikið havarí í Havaríi um helgina
Dómkórinn tók
þátt í kórakeppni
í Salzburg í Aust-
urríki í júní og
keppti í tveimur
flokkum; flokki
trúarlegrar tón-
listar og flokki
blandaðra kóra.
Söngur kórsins
hreif svo hina al-
þjóðlegu dómnefnd keppninnar að
kórinn hlaut tvær gullviðurkenn-
ingar og varð auk þess í öðru sæti í
báðum flokkum á eftir sigurkór
heildarkeppninnar 22. júní. Dóm-
kórinn var með í flutningi á Krýn-
ingarmessu Mozarts í messu í dóm-
kirkjunni í Salzburg degi síðar, 23.
júní. Tuttugu kórar tóku þátt í
keppninni og komu þeir víða að.
Dómkórinn annast messusöng í
Dómkirkjunni og syngur við ýmsar
opinberar athafnir. Hann hefur
haldið fjölda tónleika innanlands
sem utan og hefur m.a. flutt ýmis
stórvirki tónbókmenntanna og verk
sérstaklega samin fyrir kórinn.
Kári Þormar dómorganisti hefur
stjórnað kórnum frá árinu 2010.
Dómkórinn hlaut
gull í Salzburg
Kári Þormar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrr-
verandi iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, hefur verið ráðin í starf verk-
efnastjóra Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna í Reykjavík 2020. Alls
sóttu 45 um starfið en samkvæmt
vefnum visir.is stóð valið að lokum
milli Ragnheiðar Elínar og Gríms
Atlasonar sem um langt árabil stýrði
Iceland Airvawes.
Hlutverk verkefnastjóra er að
vinna að undirbúningi hátíðarinnar,
sem verður haldin hér á landi á
næsta ári, í samráði við stjórn verk-
efnisins og Evrópsku kvikmynda-
akademíuna. Það var, samkvæmt til-
kynningu, mat stjórnar að Ragn-
heiður Elín uppfyllti best þær
hlutlægu og huglægu kröfur sem
settar voru fram í starfslýsingu.
Verkefnastjóri vinnur samkvæmt
fyrirliggjandi verkefna- og fjárhags-
áætlun og ber ábyrgð gagnvart
stjórn verkefnisins.
Ragnheiður Elín er með MS-próf í
alþjóðasamskiptum frá Georgetown
University og BA-próf í stjórnmála-
fræði frá HÍ, var þingmaður og ráð-
herra og hefur fjölþætta reynslu af
skipulagningu og stjórnun viðamik-
illa verkefna. Hún þekkir vel stjórn-
sýslu kvikmyndamála og málefna
ferðaþjónustunnar sem fyrrverandi
ráðherra.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
(EFA) verða veitt í Hörpu í desem-
ber 2020 og er húsið forsenda þess
að hægt sé að halda viðburðinn hér.
Hátíðin er haldin annað hvert ár í
Berlín en þess á milli til skiptis í öðr-
um borgum Evrópu.
Stýrir undirbúningi
kvikmyndaverðlauna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðin Ragnheiður Elín Árnadóttir.