Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 40

Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 40
Rómantíkin mun umvefja gesti Jómfrúarinnar á morgun kl. 15 þeg- ar djassdúettinn Marína & Mikael flytur þekkta dúetta úr djasssög- unni. Á efnisskránni verða m.a. lög sem þekkt eru í flutningi Billie Holi- day og Lesters Youngs, Ellu Fitzger- ald og Louis Armstrongs og verða þeim Jónasi og Jóni Múla Árnason- um einnig gerð skil. Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur, Mikael Máni Ásmundsson leikur á gítar, Þor- grímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Rómantík á Jómfrúnni FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Fimm íslensk handknattleikslið sóttu um að fá að leika í Evrópu- keppnum á komandi leiktíð. Þrjú kvennalið sem höfðu þátttökurétt slepptu því að sækja um. Íslands- meistarar Selfoss fara í EHF- keppni karla þar sem þrjú íslensk lið gætu mögulega leikið. Íslands- meistarar Vals fara í EHF-keppni kvenna. »32 Fimm af átta liðum nýttu rétt sinn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hljómsveitin Blóðmör, sigursveit Músíktilrauna í ár, kíkir í heimsókn í Hljóðfærahúsið, Síðumúla 20, í dag kl. 17 og tekur nokkur lög og spjall- ar við gesti. Viðburðurinn er liður í viðburðasyrpu Hljóðfærahússins, Heimsókn í Hornið, sem felst í því að listafólk heimsækir sviðið í horni verslunarinnar og sýnir hvað í því býr. Aðgangur er ókeypis. Blóðmör fer í heimsókn í Hornið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjálmar Friðbergsson, maðurinn á bak við vefinn Iðnaðarmenn Íslands (https://idnadarmennislands.is/), hef- ur ákveðið að útvíkka starfsemina og efna til keppni um fljótasta iðnaðar- mann Íslands. Hún snýst ekki um hver er fljótastur að saga spýtu, mála vegg eða úrbeina naut heldur um hlaup upp og niður Helgafell í landi Hafnarfjarðar. „Verkefni Iðnaðarmanna Íslands er að aðstoða almenning við að finna mann með réttindi í lögverndaðri iðn- grein, einhvern sem má og kann. Hlaupakeppnin er liður í því að tengja saman menntun, iðngreinar og íþróttir,“ segir Hjálmar. Þátttakendur í hlaupinu verða að sýna fram á meistara- eða sveinsbréf í einni af um 50 löggiltum iðngreinum hérlendis. Forkeppni stendur yfir frá 10. júlí til 20. ágúst nk. og mega þátt- takendur hlaupa eins oft og þeir vilja. Þeir skrá tímann hverju sinni og senda inn upplýsingar með skjámynd af tímanum úr appi eins og til dæmis strava runkeeper. Úrslitahlaupið fer síðan fram laugardaginn 31. ágúst og þá keppa þeir sem eru með bestu tím- ana, tíu karlar og tíu konur. Árleg hvatning „Hugmyndin er að þetta verði ár- legur viðburður og kröfurnar um réttindi eru til þess að hvetja fólk til að hefja eða ljúka við iðnnám svo það geti tekið þátt í keppninni,“ segir Hjálmar. Hann bendir á að iðn- greinar séu mismunandi og keppni um hver sé fljótastur í hinu og þessu sé þekkt en í þessari keppni ættu allir að standa nokkuð jafnt að vígi. Heilsuæði hafi gripið landann og margir gangi og hlaupi um fjöll og firnindi. Markmið Iðnaðarmanna Íslands ehf. er að gera lífið skemmtilegra. „Ég renni blint í sjóinn með þetta hlaup, en lít á það sem ævintýri og vona að fólk njóti þess,“ segir Hjálm- ar og leggur áherslu á að þátttakan sé ókeypis. Hann segist sjálfur ganga af og til á fjöll og hafi um liðna helgi farið upp og niður Helgafell á einni klukkustund, tveimur mínútum og sextán sekúndum. „En ég er ekki lög- giltur iðnaðarmaður,“ segir hann. Hlaupið var kynnt með pósti fyrir helgi og segist Hjálmar hafa fengið góð viðbrögð frá fyrirtækjum sem vilja styrkja viðburðinn og ein- staklingum sem hafa áhuga á að vera með. „Allar upplýsingar viðvíkjandi hlaupinu hafa verið og verða færðar inn á vef og facebookgrúppu Iðn- aðarmanna Íslands og ég svara öllum fyrirspurnum,“ segir Hjálmar [hjalmar@idnadarmennislands.is]. „Pönnukökudeigið er komið á pönn- una en ég á eftir að baka hana og í lok ágúst fáum við að vita hver er fljótasti iðnaðarmaður landsins.“ Morgunblaðið/Hari Fljótasti iðnaðar- maðurinn á Helgafelli  Sveinar og meistarar hlaupa upp og niður fjallið í keppni Helgafell Hjálmar Friðbergsson líkir eftir heimsþekktu fagni Usains Bolts, sprettharðasta manns heims. HEYRNARSTÖ‹IN Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust ™ Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafn- vel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikil- vægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnar- tæki lánuð til reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.