Morgunblaðið - 03.08.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.08.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Áætlunarferðum Air Iceland Connect milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar verður fækkað úr tveimur í eina á dag, þriðjudaga og miðviku- daga, frá nóvember og fram í febr- úar á komandi vetri. Þá verður ferðum í Egilsstaðaflugi á sömu dögum og tímabili fækkað úr þremur í tvær. Í Ísafjarðarflugi hefur gangur- inn verið sá að flogið er vestur árla dagsins og svo aftur undir kvöld. Í svartasta skammdeginu er hins vegar skemmra milli ferða, í þá fyrri er lagt upp kl. 10:15 og til baka aftur klukkan 11:20 og svo er önnur ferð vestur kl. 15:20 og flog- ið að vestan kl. 16:25. Kemur þar til að taka þarf sjónflug í björtu um þröngan Skutulsfjörð þegar lent er á Ísafjarðarflugvelli og slíkt er ekki mögulegt þegar dimmt er orðið. Vélar af gerðinni Bombardier Q200 sem taka 37 far- þega eru notaðar í Ísafjarðarflug- inu. „Nú fellum við út aðra ferðina á Ísafjörð þessa tvo daga vikunnar um háveturinn þegar að jafnaði fæstir farþegar eru. Erum með þessu að bregðast við aðstæðum á markaði,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Selja tvær flugfélagar Þessi rök, segir Árni, gilda einn- ig um Egilsstaðaflugið; að ferðir þangað tvo daga í vetur verði tvær í stað þriggja um háveturinn. Í fluginu þangað hafi jöfnum hönd- um verið notaðar Bombardier Q200 og Q400, en hinar síðar- nefndu taka 76 farþega. Raunar hafi nú verið ákveðið að fækka og selja úr flotanum eina vél af hvorri gerð, þannig að félagið verður í framtíðinni með tvær Q200 vélar og aðrar tvær Q400. sbs@mbl.is Fækka ferðum til Ísafjarð- ar og Egilsstaða í vetur  Air Iceland Connect bregst við aðstæðum á markaði Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Umferð gekk greiðlega í gær þegar landinn fór leiðar sinnar um þjóð- vegina til að njóta verslunarmanna- helgarinnar, stærstu ferðahelgi árs- ins. Fjöldi útihátíða og fjölskylduskemmtana fer fram víða um land og allir ættu að geta fund- ið sér eitthvað við hæfi til þess að verja helginni við. Gjarnan liggur leið margra úr höfuðborginni og í gegnum Selfoss, en fjölmennasta hátíðin fer fram í Vestmannaeyjum, Þjóðhátíð, sem nú er haldin á aldarafmæli Vest- mannaeyjabæjar. Þá er fjöldi sum- arhúsa á Suðurlandi og tjaldstæða, en vel mun viðra víðast hvar um helgina ef marka má veðurspár. Fjöldi heldur norður í land til Ak- ureyrar og til Ísafjarðar þar sem Mýrarboltinn fer fram. Eru þá ótaldar fjölmargar skemmtanir og hátíðir. Þúsundir ferðuðust í gær Svanur G. Bjarnason, svæð- isstjóri Vegagerðarinnar á Suður- landi, segir umferð hafa gengið greiðlega um Selfoss í gær. „Ég sá ekki annað en þetta hefði gengið vel hér á milli. Það voru ekki lang- ar biðraðir hér við brúna eins og stundum vill vera,“ segir hann, en nefnir að þegar mest hafi látið í dag hafi þó eflaust myndast ein- hverjar raðir á Suðurlandi. Unnið er að tvöföldun Suður- landsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Þar hefur hámarkshraði verið lækkaður og ný ökuleið búin til. Svanur segir að þetta hafi lítil áhrif haft á umferð. „Þetta olli eng- um sérstökum töfum,“ segir hann. Klukkan átta í gærkvöldi hafði teljari Vegagerðarinnar við Ingólfs- fjall, milli Hveragerðis og Selfoss, talið hátt í 14 þúsund bíla frá mið- nætti í gær. Teljari við Hellu sýndi tæplega 7 þúsund bíla og teljari við Markarfljót sýndi rúmlega 6 þús- und bíla. Á Vesturlandsvegi sýndi teljari Vegagerðarinnar við Hafn- arfjall rúmlega 9 þúsund bíla. Telj- ari á Holtavörðuheiði sýndi rúm- lega 3 þúsund bíla og teljari á Öxnadalsheiði sýndi tæplega 3 þús- und bíla. Fylgist með mannaferðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnti ökumenn á það á facebook- síðu sinni að sýna tillitssemi og þol- inmæði í umferðinni. Í langri færslu var einnig minnt á reglur um þá sem hafa eftirvagna og ferðavagna í eftirdragi og hámarks- hraða þegar svo ber undir sem er 80 kílómetrar á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90. Þá hvatti lögregla ferðalanga til þess að hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum í hverfum höfuðborg- arsvæðisins, taka myndir af grun- samlegu fólki og tilkynna lögreglu. Umferð gekk greiðlega um þjóðvegina  Margar bifreiðar á ferð á Suðurlandi  Vinna vegna tvöföldunar tafði ekki Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Þjóðhátíð var sett við fjöl- menna og hátíðlega athöfn í gær. Umferð » Umferð gekk greiðlega í byrjun mestu ferðahelgarinnar. » Framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar töfðu ekki fyrir umferð um Suðurland. » Teljarar Vegagerðarinnar sýndu háar tölur um uppsafn- aða umferð í gærkvöldi. » Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu mælist til þess að ökumenn sýni tillitssemi og þolinmæði. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Undirbúningur fyrir stórtónleika Ed Sheeran, sem haldnir verða á Laug- ardalsvelli 10. og 11. ágúst, er nú í fullum gangi en tekið var formlega við vellinum í fyrradag. Þetta segir Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Senu Live sem sér um framkvæmd tónleikanna. „Vinnan byrjaði samt á mánudag- inn en þá var byrjað að setja upp fyrstu girðingar og taka á móti gám- um og svona. Nú er allt komið á fleygiferð. Þetta er algjörlega nýtt „level“ í umfangi og stærð,“ segir Ís- leifur. Segist hann eiga von á 55 gám- um af græjum fyrir tónleikana sem vegi yfir 1.500 tonn. „Og okkur fannst mikið þegar það komu fimm gámar með Justin Tim- berlake og níu með Justin Bieber,“ segir Ísleifur og hlær. „Þetta eru lang-, langstærstu tón- leikar sem hafa verið haldnir á Ís- landi. Með yfirburðum. Þeir fljúga inn öllum græjunum sínum. Þeir flytja til landsins hljóð, svið og ljós frá útlöndum,“ segir hann og bætir við: „Þetta er stóra sviðið sem hann notar á risatónleikum erlendis. Það er bara komið með það til Íslands sem er svakalegt.“ Ísleifur segir að erlendir und- irbúningsaðilar séu farnir að tínast inn á völlinn en á von á miklum fjölda í dag. „Bílastæðin eru að fyllast af gám- um og það eru framkvæmdir úti um allt. Samt er meira en vika í tón- leikana,“ segir hann. Sheeran fyrr til landsins Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hyggst Ed Sheeran mæta til landsins nokkuð fyrir tónleikana. Er hann sagður vera spenntur fyrir því að koma og ætli sér að njóta lands- ins, sem hann er mjög hrifinn af, í nokkra daga áður en hann mætir á Laug- ardals- völl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugardalsvöllur Starfsmenn unnu við það í gær að leggja plötur á völlinn þar sem sviðið verður um næstu helgi. 55 gámar með Ed Sheeran til landsins  Undirbúningur á Laugardalsvelli er formlega hafinn Enn eru örfáir miðar lausir á aukatónleikana 11. ágúst en mið- ar á fyrri tónleikana seldust upp á örskömmum tíma. Með sölunni var sett Íslandsmet í miðasölu samkvæmt vef Senu Live. Sam- anlagt voru í boði 60 þúsund miðar, 30 þúsund fyrir hvora tónleika. Því er ljóst er að stór hluti þjóðarinnar mun fjölmenna í Laugardalinn þarnæstu helgi til að sjá og heyra í Sheeran. Sérstök Ed Sheeran-verslun var opnuð í Kringlunni 18. júlí þar sem tónleikagestum gefst færi á að nálgast miðana sína og kaupa Ed Sheeran-varning til að vera rétt útbúnir fyrir tón- leikana. Íslandsmet í miðasölu STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR ÆTLAR Á TÓNLEIKANA Ed Sheeran Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Vél Air Iceland Connect hefur sig til flugs. Ferðum verður fækkað. Ed Sheeran Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Hotel Globales Playa Estepona Costa del Sol 13. ágúst í 7 nætur Verð frá kr. 99.995 Verð frá kr. 136.995 aaaa ALLT INNIFALIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.