Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Góð og öflug vörn fyrir meltingarveginn Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans ● Styrkir meltinguna ● Vinnur á Candida sveppnum ● Kemur jafnvægi á meltingaflóruna ● Bestu gæði góðgerla Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer. Kolbrún Jón Magnússon lögmaður fjallar áblog.is um gjaldeyrisviðskipti Sigríðar Benediktsdóttur árið 2012, þá framkvæmdastjóra hjá Seðla- bankanum. Eins og Morgunblaðið hefur upplýst flutti hún gjaldeyri til landsins eftir svokall- aðri fjárfesting- arleið, þrátt fyrir að reglur bönnuðu það.    Seðlabankinnsvaraði þessu með því að seðla- bankastjóri hefði veitt Sigríði und- anþágu. Um það skrifar Jón: „Af hálfu Sigríðar er nú veifað til réttlætingar ólög- mætri sölu hennar á gjaldeyri á yfirverði til Seðlabankans, ákvörðun seðla- bankastjóra nr. 1220 sem sögð er vera frá 9.2.2012, en þar segir að Sig- ríður sé undanþegin ákvæðum reglna nr. 831/2002 sbr. reglur nr. 118/2012 sem fjalla m.a. um gjaldeyrisviðskipti starfsmanna Seðlabankans.    Vandinn við þessa yfirlýsinguseðlabankastjóra er sá, að þessa ákvörðun gat seðlabankastjóri ekki tekið og undanþegið starfsmanninn Sigríði Benediktsdóttur frá reglum skv. almennum stjórnvaldsfyr- irmælum með eigin ákvörðun. Þetta átti og mátti Sigríði Benediktsdóttur og Má Guðmundssyni vera ljóst, þeg- ar þessi ólögmætu gjaldeyrisviðskipti Sigríðar Benediktsdóttur áttu sér stað og leiddu til ólögmæts hagnaðar hennar um kr. 2.000.000.- Enginn gat verið í vafa um að engin undanþágu- heimild var frá ákvæðum 118/2012 hvað þetta varðar.“    Þetta þarf að skoða nánar. Í ljósirangra upplýsinga hingað til frá Seðlabankanum um þetta mál þarf líka að skoða hvort fleiri sem undir reglurnar heyrðu, ýmsir starfsmenn bankans og þeirra nánustu, nýttu sér fjárfestingarleiðina. Már Guðmundsson Óheimil undanþága STAKSTEINAR Sigríður Benediktsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bifhjólaslys sem tilkynnt hafa verið til tryggingafélagsins VÍS eru tvö- falt fleiri en í fyrra. Þetta kom fram í frétt VÍS hinn 22. júlí sl. Slysa- fjöldinn það sem af var ári nálgaðist heildarfjölda bifhjólaslysa árið 2018. Algengustu slysin höfðu orðið vegna falls af hjóli eða útafaksturs, að sögn VÍS. Þar á eftir komu aftaná- keyrslur og hliðarárekstrar, gjarn- an á gatnamótum. „Líkamstjón er í flestum þessara slysa og alvarlegt í mörgum þeirra,“ segir í frétt VÍS. Sjóvá hefur ekki séð aukningu á bifhjólaslysum í sumar, að sögn Sig- urjóns Andréssonar, forstöðumanns markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá. Hann segir vel mega velta því fyrir sér hvort óvenju mikið hafi verið hjólað í sumar vegna þess hvað veðrið hefur verið gott. Kjartan Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri ein- staklingsráðgjafar og markaðsmála hjá tryggingafélaginu TM, segir að þau hafi ekki séð aukningu í til- kynntum bifhjólaslysum. Margir að læra á mótorhjól Njáll Gunnlaugsson, öku- og bif- hjólakennari hjá Aðalbraut, segir að bíða þurfi eftir opinberum tölum um slasaða og látna til að sjá hver þró- unin er í heildina. Samkvæmt slysa- skráningu Samgöngustofu slösuðust eða létust 34 á þungum bifhjólum í fyrra og voru það töluvert færri en árin tvö þar á undan þegar 48 og 47 tilvik voru skráð í sama flokki. „Mér finnst hafa verið meiri ásókn í að læra á mótorhjól nú en í fyrra. Veðrið hlýtur að spila þar inn í,“ segir Njáll. Hann segir margt hafa áhrif á öryggi ökumanna bif- hjóla. „Það er best að tileinka sér góðan varúðarakstur og vera alltaf búinn að hugsa út hvað þú gerir næst. Hafa alltaf í huga hvað geti gerst og hvernig aðrir ökumenn geti brugðist við kringumstæðun- um.“ Njáll segir marga velja sér áber- andi fatnað og hjálma til að vekja meiri athygli í umferðinni. Það sé val hvers og eins. Fleiri bifhjólaslys tilkynnt hjá VÍS Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mótorhjól Sumir velja að klæðast áberandi fatnaði. Mótorhjólafólk þarf að hafa varann á sér. Hópur slökkviliðs- og björgunarsveit- armanna hóf í gær 340 kílómetra hlaup um hálendi Íslands til stuðn- ings Hollvinasamtökum Sjúkrahúss- ins á Akureyri. „Mér sýnist þetta stefna í að verða hrikalega skemmti- leg helgi. Bílaflotinn er að skríða saman og það er rosalega góður andi í hópnum,“ sagði einn af hlaupurunum, Hörður Halldórsson, við mbl.is í gær. Sex menn munu hlaupa eins konar boðhlaup yfir hálendið, fimm til 20 kílómetra í einu. Bílstjórarnir verða fjórir. Hlaupið hófst á Akureyri og lýkur á Selfossi á morgun en verk- efnið kallast Gengið af göflunum. Alls verða leggirnir fimm talsins og er sá fjórði langlengstur, 109 kílómetrar, frá Versölum í Árnes. Hægt verður að fylgjast með hlaupinu á Snapchat, Instagram og Facebook. Kennitala hollvinasamtak- anna er 640216-0500 og reiknings- númer 0565-26-10321. Gengið af göflunum á hálendinu um helgina Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Slökkviliðsmenn Hópurinn stillti sér upp til myndatöku á Akureyri í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.