Morgunblaðið - 03.08.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.08.2019, Qupperneq 10
löndum, til dæmis 28% lægri í Svíþjóð. Þá er Ísland í þriðja sæti hvað varðar kostnað við húsaleigu og líka hvað varðar matvæli. „Sé leigukostnaði bætt við fram- færslukostnað trónir Sviss á toppnum og Noregur og Ísland eru næst í röð- inni, töluvert á eftir Sviss. Kostnaður- inn í Finnlandi og Svíþjóð er hins veg- ar töluvert lægri en hér,“ segir orðrétt um niðurstöðurnar. Hagfræðideildin setur samanburð- inn fram á vísitöluformi og stillir vísi- töluna út frá New York sem hefur gildið 100. Samkvæmt þeim mæli- kvarða er almenn kaupgeta meðal- mannsins 8% minni hér en í New BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Horfur eru á að húsnæðiskostnaður sem hlutfall af framfærslukostnaði muni lækka á Íslandi á næstunni. Þá meðal annars vegna framboðs á nýju og ódýrara leigu- húsnæði. Þetta er mat Ara Skúlasonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. Tilefnið er ný Hagsjá hagfræði- deildar Lands- bankans en þar er kaupgeta íslensks launafólks borin saman við kaupgetu í öðrum löndum út frá nokkrum mælikvörðum. Tekið er fram að um einfaldan sam- anburð sé að ræða. Til dæmis sé ekki gerð tilraun til að mæla gæði vöru og þjónustu og þá skipti staða gjaldmiðla máli. Samanburðurinn nái til 40 ríkja. Nú sá þriðji hæsti í Evrópu Meðal niðurstaðna er að fram- færslukostnaður án húsaleigu á Ís- landi sé nú sá þriðji hæsti í Evrópu. Hann sé aðeins hærri í Sviss og Nor- egi. Framfærslukostnaðurinn sé tölu- vert lægri annars staðar á Norður- Styður við kaupgetu launafólks York. Þá er Ísland í 11. sæti í Evrópu hvað þetta varðar. Stuðst er við alþjóðlegan gagna- grunn á netinu, Numbeo.com, en þar hafa um 460 þúsund notendur lagt fram gögn um framfærslukostnað. Hér til samanburðar er graf unnið úr gögnum Eurostat, hagstofu ESB. Það sýnir hversu mikið húsnæði hefur hækkað í verði á Íslandi síðustu ár. Kemur inn í leiguvísitöluna Ari segir aðspurður útlit fyrir að húsnæðisliðurinn muni fara lækkandi á Íslandi á næstu árum. „Húsnæðisliðurinn hélt uppi verð- bólgu í langan tíma út af verðhækk- unum. Nú er hins vegar að koma inn töluvert mikið af ódýru leiguhúsnæði sem fer inn í leiguvísitöluna, sem er hluti af húsnæðiskostnaði,“ segir Ari sem vísar m.a. til nýrra leiguíbúða hjá Bjargi og Búseta. „Stóraukið framboð á leiguhúsnæði hefur áhrif á markaðinn í heild. Bæði lækkar það leiguverð og svo dregur það úr þrýstingi á almennum leigu- markaði. Það skiptir líka máli.“ Þverrandi áhrif Airbnb Ari segist aðspurður reikna með að útleiga íbúða til ferðamanna á höfuð- borgarsvæðinu muni hafa þverrandi áhrif á húsnæðismarkaðnum. „Bæði er verið að herða að reglum og eftirliti með slíkri útleigu og svo er ferða- mönnum að fækka. Þeim fer fjölgandi sem nenna orðið ekki að standa í slíkri útleigu,“ sem Ari sem telur aðspurður að ef húsaleiga lækkar, sem og hús- næðiskostnaður almennt, styrkist kaupgeta almennings að óbreyttu. „Húsnæðisliðurinn er stór hluti af útgjöldum meðalfjölskyldunnar og væntanlega stærri hluti hjá þeim sem eru fyrir neðan tekjumeðaltalið. Þetta skiptir því verulegu máli. Það kemur ekki á óvart að verkalýðshreyfingin skuli leggja ofuráherslu á þetta. Þetta er stór biti hjá mörgum,“ segir Ari. Sem áður segir hafa verðhækkanir á húsnæði haldið uppi verðbólgu. Ari telur aðspurður útlit fyrir að framlag húsnæðis til verðbólgunnar verði mun minna á næstunni en síð- ustu misseri. Það geti aftur aukið lík- ur á að 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans náist næstu misseri. Óvenjulegt tímabil Það sé óvenjulegt að samtímis miklu framboði á húsnæðismarkaði um þessar mundir, í kjölfar skorts, skuli vera lítil verðbólga, lækkandi vextir og mikill stöðugleiki í hagkerf- inu. Þá segir Ari það óvenjulegt að kaupgeta almennings í kjölfar kjara- samninga aukist vegna lækkandi hús- næðiskostnaðar. Kaupmáttur muni eitthvað minnka á almennum markaði þar til laun hækka á ný 1. maí nk. Staðan í opinbera geiranum eigi eftir að skýrast. Hann bendir á að verð á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um að meðaltali 9,5% frá aldamótum. Hækkunartakturinn hafi lækkað í 3-4%, sem sé mikið frávik frá meðtalinu, og stefni nú í að verða tölu- vert lægri. Almennt hafi raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5,5% frá frá 2002 Spurningin sé hvort húsbyggjend- ur muni í einhverjum tilvikum þurfa að lækka verð til að örva eftirspurn eftir nýjum og dýrari íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu. „Það hefur verið byggt mikið af íbúðum sem ekki hafa selst. Það er hnútur sem mun taka tíma að greiða úr,“ segir Ari. 140 120 100 80 60 40 20 0 Húsaleigu- og framfærslukostnaður í nokkrum löndum og kaupmáttarstig í Evrópulöndum 2019 Húsaleigukostnaður í nokkrum löndum 2019 Framfærslukostnaður með húsaleigu 2019 Leiðrétt kaupmáttarstig í nokkrum Evrópulöndum 2019 60 50 40 30 20 10 0 26262627 29 3435 37 4445 50 55 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 4950515151 5660 61 717272 88 Heimild: Numbeo.com/Landsbankinn Lúx- emb. Sviss Ísland Írland Noreg- ur Hol- land Dan- mörk Bret- land Þýska- land Finn- land Frakk- land Sví- þjóð Sviss Noreg- ur Ísland Lúx- emb. Írland Dan- mörk Hol- land Frakk- land Aust- urríki Belgía Finn- land Sví- þjóð Sviss Sví- þjóð Þýska- land Dan- mörk Finn- land Lúx- emb. Bret- land Hol- land Noreg- ur Belgía Ísland Írland 128 113 112 111 109 108 100 98 98 93 92 91 Vísitala: New York = 100Vísitala: New York = 100Vísitala: New York = 100 Ari Skúlason  Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir lækkandi húsnæðiskostnað auka kaupgetu Íslendinga  Óvenjuleg þróun á Íslandi í kjölfar kjarasamninga  Húsnæðiskostnaður sé óvíða hærri í Evrópu Húsnæðiskostnaður á Íslandi og í Evrópu Frá 1. ársfj. 2007 til 1. ársfj. 2019, vísitala 2015=100 150 120 90 60 Ísland Lönd ESB Heimild: Eurostat ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 116,7 146,2 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 AFSLÁTTUR 40% kulturmenn kulturmenn Kringlan Við kynningu á lífskjarasamningunum voru settar fram þrjár sviðsmyndir um möguleg áhrif hagvaxtaraukans á laun á almennum markaði. Miðað við 1% hagvöxt á mann myndi það skila þrjú þúsund krónum á mánuði 2020, 2021 og 2022. Væri hann 2% myndi hann skila átta þúsund á mánuði og 13 þús- und á mánuði í 3% hagvexti. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir mega búast við 0,5% til 1% samdrætti í ár og öðrum eins samdrætti á næsta ári. Sökum þess að landsframleiðslan hafi verið að aukast fram á fyrsta fjórð- ung í ár verði samdrátturinn ekki meiri en þetta, þrátt fyrir fall WOW air. Var ekki ráðgerður fyrsta árið Stefán Ólafsson, prófessor í félags- fræði og sérfræðingur hjá Eflingu, segir ekki hafa verið gert ráð fyrir að hagvaxtaraukinn yrði greiddur vorið 2020 vegna hagvaxtar á þessu ári. Það ár sé gert ráð fyrir að hagvaxtaraukinn geti í fyrsta sinn komið til greiðslu. „Þegar við vorum að meta ávinning- inn af samningnum gerðum við aldrei ráð fyrir að það yrði neinn hagvaxtar- auki á þessu ári heldur yrði hann næstu þrjú árin á eftir, þ.á m. í lok samningstímans, eða í raun eftir samn- ingstímann,“ segir Stefán og vísar til útgreiðslu hagvaxtarauka 2023, árið eftir að samningurinn rennur út. Mið- ar hann þá við að áfram verði samið um hagvaxtarauka í næstu samningum. Nú sé útlit fyrir að þessi kaupauki greiðist í fyrsta lagi út til launþega vorið 2021 vegna hagvaxtar 2020. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hagvaxtaraukann hafa verið álitinn viðauka, eða bónus, ofan á laun ef vel gengi í efnahagslífinu. VR hafi við kynningu á samningunum ekki gert ráð fyrir hagvaxtarauka á næsta ári vegna þessa árs. Reynslan sýni að kröftugur hagvöxtur geti komið í kjöl- far niðursveiflu. „Því gæti myndarleg- ur hagvöxtur skilað enn meiri kaup- mætti til launafólks vorið 2021.“ Hagvaxtaraukinn er ólíklegur 2020  Í samdrætti gæti kjarabót fallið niður 1.500 1.485 1.469 1.502 Landsframleiðsla 2018-2021 Á föstu verðlagi, ma.kr. 1.500 1.250 1.000 Spá Analytica 2018 2019 2020 2021 Heimild: Hagstofan og Analytica

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.