Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 12
Landverðir Fólkið í Ásbyrgi sem sinnir vörslu þar, við Dettifoss og víðar.
Fjölbreytt fræðsludagskrá er í Vatna-
jökulsþjóðgarði í allt sumar og er
verslunarmannahelgin þar engin
undantekning. Landverðir fylgja fólki
um áhugaverð svæði innan garðsins
og segja fólki frá því sem fyrir augu
ber og mælast þessar frásagnir vel
fyrir. Má þarna þar nefna fræðslu-
göngur um Lakagíga, sem eru alla
daga í sumar utan laugardag, og er
þá lagt upp klukkan 12 frá bílastæði
við Laka. Í Kverkfjöllum eru fræðslu-
göngur alla morgna kl. 10. Loks má
nefna Ásbyrgi, þar sem er hægt er að
taka rölt öll kvöld í sumar og er þá
lagt upp frá stóra snyrtihúsinu á
tjaldsvæðinu. Einnig eru kl. 11 á
morgnana fræðslustundir fyrir börn
og er lagt upp frá sama stað.
Í Ásbyrgi starfar vaskur hópur
landvarða en sl. miðvikudag, 31. júlí,
var alþjóðadagur þeirra. Landverðir á
Íslandi starfa víðs vegar um landið og
eru um 84 landverðir að störfum hjá
Vatnajökulsþjóðgarði þetta sumarið,
segir á vef stofnunarinnar. Starfið er
að mestu sumarstarf en heilsárs-
störfum fjölgar. Landverðir sjá til
þess að náttúruverndarlögum sé
framfylgt og þeir veita upplýsingar,
viðhalda innviðum, vakta og veita
fræðslu.
Í öðrum þjóðgörðum landsins og á
friðlýstum svæðum er einnig fjöldi
landvarða við störf. Áður hafa þeir
sótt sérstök landvarðanámskeið sem
Umhverfisstofnun stendur fyrir á
hverjum vetri og eru vinsæl.
Landverðir eru í lykilhlutverki
Fjölbreytt fræðsla í Vatnajökulsþjóðgarði
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vænst er allt að 8.000 mannsá Unglingalandsmót Ung-mennafélags Íslands semvar sett á Höfn í Horna-
firði í gærkvöldi. Strax á fimmtudag
voru mótsgestir komnir á staðinn og
fjölgaði þeim jafnt og þétt allan dag-
inn í gær. Þá var hægviðri á Höfn;
lágskýjað og um tíu stiga hiti. „Þetta
er í raun og veru fullkomið veður til
að halda íþróttamót. Við getum ekki
kvartað,“ sagði Auður Inga Þor-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
UMFÍ, í samtali við Morgunblaðið.
Vel á annað þúsund ungmenni á
aldrinum 11-18 ára taka þátt í
keppnisgreinum mótsins, þar sem
fótbolti, frjálsar íþróttir, blak og
körfubolti njóta mestrar hylli.
Jöklar og kökur
Einnig verður efnt til keppni í
bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolfi,
glímu, götuhjólreiðum, mótorkrossi,
stafsetningu, upplestri og köku-
skreytingum. Þemað í kökuskreyt-
ingakeppninni í ár er jöklar og er
það í samræmi við aðstæður á Höfn
í Hornafirði þar sem Vatnajökull er í
bakgarðinum.
Strákarnir mæta
Þátttakendur á Unglingalands-
móti UMFÍ þurfa hvorki að vera
skráðir í ungmenna- né íþróttafélag.
Ef viðkomandi vill taka þátt í hóp-
íþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða
einhverri annarri grein, en er ekki í
liði, er sá eða sú sett í lið með jafn-
öldrum sínum sem geta verið hvað-
an sem er af landinu. Með þessu
móti er mótið vettvangur nýrra
kynna og gleði þar sem allir hafa
kost á að njóta. Þátttakan er aðal-
atriði.
„Mér finnst sérstaklega eftir-
tektarvert hve þátttakan í blaki hér
á unglingalandsmótinu er góð, það
verða um 220 í þeirri keppnisgrein.
Svo er gaman að sjá mikla þátttöku
stráka 16-18 ára, sem sumir keppa
hér í 7-8 íþróttagreinum,“ segir Auð-
ur Inga.
Þátttakan
er aðalatriðið
Búist er við um 8.000 manns á Unglingalandsmótið
UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Körfubolti og kökuskreyt-
ingar eru meðal keppnisgreina þar.
Kvennabolti Piknik og Orkuboltarnir í hressilegri spyrnu í fótboltanum.
Start Benóný Þórhallsson blæs til leiks í knattspyrnu. Ofurhetjur Hressar stelpur úr Fossvogi í Reykjavík.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Frjálsar Grétar Jónatan Pálmason úr Búðardal mundar spjótið einbeittur á svip og ætlar að ná góðum árangri.
Diskó DJ Sura hélt uppi stemningu á fimmtudagskvöld. Leikur Strákar frá Selfossi spiluðu kubb á tjaldsvæðinu.