Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
SMÁRALIND
Design Letters
Glas 2.290,-
Krús postulín 2.450,-
Krús melamine 1.690,-
Skilaboðatafla 7.990,-
3. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.84 123.42 123.13
Sterlingspund 148.79 149.51 149.15
Kanadadalur 92.89 93.43 93.16
Dönsk króna 18.148 18.254 18.201
Norsk króna 13.824 13.906 13.865
Sænsk króna 12.695 12.769 12.732
Svissn. franki 123.33 124.01 123.67
Japanskt jen 1.1266 1.1332 1.1299
SDR 168.19 169.19 168.69
Evra 135.52 136.28 135.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.7013
Hrávöruverð
Gull 1406.4 ($/únsa)
Ál 1776.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.95 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Störfum fjölgaði um 164 þúsund í
Bandaríkjunum í júlímánuði. Er það
nokkru minni fjölgun en í júní þegar
þeim fjöglaði um 193 þúsund. Að sögn
FT fjölgaði störfum í iðnaði um 16 þús-
und en það er sá hluti vinnumarkaðarins
sem mestar líkur eru taldar á að verði
fyrir höggi vegna viðskiptastríðs við
Kína.
Þá sýna nýjar vinnumarkaðstölur
vestra að atvinnuleysi mælist 3,7% og
hefur nær aldrei mælst minna í hálfa
öld. James Knightley, aðalhagfræðingur
hjá ING, segir að fyrirtæki í Bandaríkj-
unum séu enn á þeim buxunum að
fjölga fólki en hátt atvinnustig geri þeim
erfitt fyrir að finna rétta fólkið. „Þetta er
lengsta hagvaxtarskeið í sögu Banda-
ríkjanna frá því að mælingar hófust árið
1854,“ sagði Knightley í samtali við FT.
Laun hækkuðu að meðaltali um 0,3%
milli mánaða. Miðað við þá hækkun
nemur 12 mánaða hækkun 3,2% sem
er aukning um 0,1 prósent frá fyrra
mánuði.
Störfum fjölgar um 164
þúsund í Bandaríkjunum
STUTT
Í uppgjöri Icelandair Group fyrir
annan ársfjórðung þessa árs kemur
fram að tap félagsins sökum eignar-
hlutar þess í flugfélaginu Cabo Verde
Airlines (CVA) á Grænhöfðaeyjum
nemur um 5,2 milljónum bandaríkja-
dala. Þá er jafnframt gert ráð fyrir
áframhaldandi tapi af rekstri fyrir-
tækisins, en í uppgjörinu kemur fram
að vonir standi til að fjárfestingin
byrji að skila hagnaði árið 2021. Að
sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra
Icelandair, er tapreksturinn í takt við
áætlanir Icelandair. „Við gerðum ráð
fyrir því í viðskiptamódelinu að við
myndum tapa í ár og á næsta ári. Í
framhaldinu á þetta að byrja að skila
hagnaði. Staðsetning Cape Verde er
þannig að hægt er að tengja saman
nokkrar heimsálfur,“ segir Bogi.
Alls á dótturfélag Icelandair
Group, Loftleiðir Icelandic, um 36%
hlut í CVA, en gengið var frá kaup-
unum fyrr á þessu ári. Farið var í fjár-
festinguna samhliða kaupum íslensks
fjárfestahóps á 15% hlut í félaginu.
Samtals eiga íslenskir aðilar því 51%
hlut í félaginu, en fyrrnefndur fjár-
festahópur samanstendur m.a. af
þeim Baldvini Þorsteinssyni, fram-
kvæmdastjóra viðskiptaþróunar
Samherja og stjórnarformanni Eim-
skips, og Björgólfi Jóhannssyni, fyrr-
verandi forstjóra Icelandair.
Grænhöfðaeyjar Icelandair á hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines.
Tap af rekstri á
Grænhöfðaeyjum
Icelandair með 36% eignarhlut
FRÉTTASKÝRING
Aron Þórður Albertsson
Pétur Hreinsson
Rekstrarniðurstaða Icelandair á
fyrri helmingi þessa árs er sú
versta í sögu félagsins. Alls nemur
tapið á mánuðunum sex rétt um
89,4 milljónum Bandaríkjadala, eða
um ellefu milljörðum íslenskra
króna. Sé tapinu skipt niður á fjölda
farþega á tímabilinu má í raun
segja að Icelandair hafi greitt um
5.488 íslenskar krónur með hverjum
farþega. Þetta er meðal þess sem
lesa má úr uppgjöri Icelandair fyrir
annan ársfjórðung þessa árs.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Bogi Nils Bogason, forstjóri
Icelandair, að rekja megi tapið til
kyrrsetningar MAX-vélanna marg-
umræddu. Þá séu þær 140 milljónir
Bandaríkjadala, sem Icelandair
reiknast til að sé tjón félagsins
vegna framangreindrar kyrrsetn-
ingar á EBIT, sú lágmarksupphæð
sem félagið hyggist sækja til
Boeing. „Við höfum hafið viðræður
um málið í heild sinni og við erum
að ræða allt sem að þessu snýr. Bo-
eing tók nokkuð háa fjárhæð til
hliðar og við teljum mjög raunhæft
að fá stóran hluta tjónsins bættan
þótt ekkert sé fast í hendi,“ segir
Bogi.
Icelandair tapar einna mest
Spurður hvort hann hafi áhyggj-
ur af því að fólk muni hræðast það
að fljúga með Boeing 737 MAX-
vélum félagsins þegar kyrrsetningu
þeirra verður aflétt kveður Bogi nei
við. Að hans sögn verður Icelandair
ekki fyrsta flugfélagið til að fljúga
vélunum. „Ég held að þetta muni
hafa einhver áhrif áfram eftir að
kyrrsetningu lýkur en svo leiðrétt-
ist það nokkuð hratt. Það er mín
trú,“ segir Bogi Nils í samtali við
Morgunblaðið.
Fram kom í máli Boga á upp-
gjörsfundi félagsins í gær að Ice-
landair tapi einna mest allra flug-
félaga sem notast hafa við
MAX-vélarnar. „Það er mitt mat að
hlutfallsleg áhrif á okkur séu mun
meiri en á mjög mörg önnur flug-
félög. Það er allt annað að vera með
25% af flotanum kyrrsett heldur en
5%, þó að vélarnar séu kannski
fleiri hjá stærri félögunum. Áhrif á
hverja vél eru mun meiri hjá okkur
en mörgum öðrum,“ sagði Bogi á
fundinum.
Icelandair birti í fyrsta skipti í
gær afkomuspá fyrir árið þar sem
reiknað er með neikvæðri EBIT--
afkomu upp á 70-90 milljónir banda-
ríkjadala. Félagið gerir því ráð fyrir
allt að 20 milljóna bandaríkjadala
umskiptum á seinni helmingi ársins.
„Það er okkar mat sem byggist á
þeim tölum sem við horfum á,“ seg-
ir Bogi.
Áhrifin mikil á tekjustýringu
Að sögn Boga kemur tapið vegna
Max-þotanna bæði fram á tekju- og
kostnaðarhlið fyrirtækisins. Að-
spurður vildi hann ekki greina ná-
kvæmlega hvernig það skiptist.
Bogi segir að Icelandair hafi, líkt
og mörg önnur flugfélög, verið búið
að selja talsvert mikið af miðum
fyrirfram. Miðar sem seldir eru
fyrst fara jafnan á lægsta verðinu.
„Þegar við fellum niður þau flug
sem þessir farþegar áttu að fara
með þurfum við að færa þá yfir á
önnur flug með mjög skömmum fyr-
irvara. Flug sem eru kannski með
mjög fáum sætum eftir. Þar ætlaði
tekjustýringin að ná inn mjög háu
verði,“ segir Bogi og bætir við að
tekjurnar hafi því í raun farið for-
görðum. Það hefur haft veruleg
áhrif á tekjumyndun félagsins.
Versta rekstrarniðurstaða
Icelandair á fyrri árshelmingi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppgjörsfundur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármála hjá Icelandair, kynntu uppgjörið fyrir fullum sal á Icelandair Hotel Reykjavík Natura í gærmorgun.
Icelandair hefur greitt 5.488 kr. með hverjum farþega fyrstu sex mánuði ársins