Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 23

Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Indverska undrabarniðRameshbabu Praggn-anandhaa varð einn efstur áXtracon mótinu sem lauk í Helsingjaeyri í Danmörku um síð- ustu helgi. Hann hlaut 8½ vinning af 10 mögulegum og varð ½ vinningi á undan Norðmanninum Aryan Tari, Armenanum Gabríel Sargissjan, Ísraelsmanninum Evgení Potsny og Dananum Allan Stig Rasmussen. Þrír íslenskir skákmenn voru með í mótinu og var Jóhann Hjartarson bestur þeirra, hlaut 7 vinninga. Guð- mundur Kjartansson og Hilmir Freyr Heimisson fengu báðir 6 vinn- inga. Vel er látið af þessu mótshaldi, sem að þessu sinni dró til sín 368 keppendur, en margt er líkt með fyrirkomulagi þess og Reykjavík- urskákmótanna. Sigurvegarinn, sem verður 14 ára 10. ágúst næstkomandi, hefur líkt og félagi hans, Nihal Sarin, teflt á skák- mótum víða um heim undanfarin t.d. á Reykjavíkurskákmótunum og er þegar orðinn geysilega sterkur skák- maður. Að vinna lykilskákir þarf að gerast ætli menn að vinna svona mót. Úkraínumaðurinn Korobov er stórt nafn í skákheiminum en hann virkar stundum dálítið kærulaus. Í þessari stöðu hefði hann að sætta sig við jafntefli sem fæst með því að gera ekki neitt! Sá þanki er fjarri honum og hann lék nú ... 45. a4? Algerlega ónauðsynlegur leikur og Praggnanandhaa svaraði að bragði... 45. ... a5! Fjarlæga frípeðið er gulls ígildi. Staðan er þó enn jafntefli. 46. axb5 Kxb5 47. Bg6?? Korobov virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að eftir 47. Bd3+ má svara 47. ... Ka4 með 48. Kc5! og þá strandar 48. ... Kb3 á 49. Bc4+ og hvítur vinnur. 47. ... a4! Og þessi staða er unnin á svart. Framhaldið varð... 47. Bd3+ Ka5 49. Ke3 a3 50. Kd2 a3 51. Kc1 Kb6 - og Korobov gafst upp. Svartur klófestir peðin og hvíti kóngurinn er læstur inn í horni. Jóhann Hjartarson tefldi nokkrar góðar skákir og var ½ vinningi frá efsta manni eftir sex umferðir. Tap fyrir Norðmanninum Tari hindraði frekari framgang hans. En lítum á vendipunktinn í skák hans úr 8. um- ferð: Xtracon cup 2019: Martin Haubro – Jóhann Hjartar- son Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8.Dd2 a6 9. dxc5 Rxc5 10. a3Dc7 11.Df2 b6 12. O-O-O O-O 13. Kb1 f5 14. exf6 Bxf6 15.De1 Bd7 16. g3 Hac8 17. Bh3 Hfe8 18. f5 Re4 Á svona augnablikum ráðast úrslit skáka. Það þarf virkilega skarpa sýn á framvinduna til að finna besta leik- inn, sem er 19. fxe6 með hugmynd- inni 19. ... Rxc3+ 20. Dxc3! Taki svartur drottninguna með 20. ... Bxc3 kemur 21. exd7 og þetta peð hirðir síðan annan hrókinn og hvíta staðan er unnin eftir það. Svartur leikur betur með 20. ... Bxe6 en eftir 21. Bd4 er staðan í jafnvægi. En hvít- ur lék hinsvegar 19. Rxe4 og eftir 19. ... dxe4 20. Bf4 e5 21. Dxe4 Ra5! var staða svarts mun betri og Jóhann sigldi vinningnum í land með nokkr- um hnitmiðuðum leikjum: 22. Bc1 Bc6 23. De2 Bxf3 24. Dxf3 Dxc2+ 25. Ka2 e4! 26. Dg2 Db3+ 27. Kb1 Rc4 - og hvítur gafst upp. EM ungmenna í Bratislava Í gær hófst í Bratislava í Slóvakíu Evrópumót ungmenna 18 ára og yngri. Íslendingar eiga 11 kepp- endur í hinum ýmsu aldursflokkum pilta og stúlkna. Stigahæstir eru Hilmir Freyr Heimisson, Vignir Vatnar Stefánsson og Stephan Briem. Praggnanandhaa efstur á Xtracon-mót- inu á Helsingjaeyri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Efstur á Xtracon cup Indverska undrabarnið Pragnanandhaa við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti. Umfjöllun í DV á dögunum um opinber- ar fjársafnanir kippti mér 42 ár aftur í tím- ann, þegar sagt var frá lagasetningu 1977 og jafnljós varð mér minningin mæt um þann sem þar kom mest að verki, öðling- inn Arnmund S. Backman hæstaréttarlögmann. Þannig var að vinur minn Arn- mundur, sem kom að mörgum mínum málum til ráðgjafar, fór þess á leit við mig að flytja inn á þingið lagafrumvarp um fjársafn- anir og ég tók því aldeilis fagnandi og snaraði inn frumvarpi og flott- um rökstuðningi þess um málið, allt vandlega samið af Arnmundi, enda flaug frumvarpið í gegn í báðum deildum, óbreytt, og það varð einmitt að þeim lögum sem DV er að greina frá. Þar er ein- mitt sagt að lögin séu barn síns tíma um margt og má örugglega satt vera, en ég man vel eftir því að ýmsir aðilar höfðu litlar mætur á lagasmíðinni á sinni tíð og töldu að þar með væri þrengt mjög að frjálsum félagasamtökum sem væru að afla fjár í göfugum til- gangi. Þessar raddir munu örugglega heyrast á ný, ef breyta skal og bæta, en eins og ég sagði þá og segi enn: Er ekki bezt fyrir alla aðila að hafa allt hreint uppi á borðinu með lagaumgjörð sem tryggir eðlilegt eftirlit með því að allt sé eins og það á að vera? Það er víst óhætt að segja að fjársafnanir hvers konar hafi tekið stakkaskiptum frá því 1977, orðið stórtækari og kannski líka óvissari um útkomu. Þar koma fjölmiðlarn- ir rækilega við sögu svo stundum blöskra mér öll lætin og kappið sem þar er á ferð, að ekki sé um öll áheitin fjálglegu talað. Hitt er svo öllu lakara ef þær upphæðir sem gumað er mest af skila sér ekki sem skyldi. Grandvar forystu- maður félagasamtaka, sem nutu slíkrar of- ursöfnunar, sagði mér að þau þættust góð með að fá 65-70% þeirrar upphæðar sem hæst var gumað af. Annar góðvinur minn, grandvar líka, talaði um 75% og þóttust þau báðum fótum í jötu standa eins og máltækið sagði. Sjálfsagt eru þetta ekki einu dæm- in, en slæm eru þau. Og án nokk- urs vafa eru líka mörg dæmi þess að mestallt söfnunarféð komist í heila höfn. Ekki er að efa að ýmis kostnaður fylgir slíkum söfnunum og skal ekki dregið neitt úr því, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera eins og sagt var. Það er algengara en menn halda að fólk sé keypt til út- hringinga fyrir félagasamtök upp á býsna háa prósentu og oft engin trygging fyrir því að peningarnir skili sér í hús. Þetta þyrfti virki- lega að athuga við endurskoðun laganna svo þeir skilvísu yrðu tryggðir sem bezt fyrir hinum sem láta auglýsinguna í fjölmiðlinum duga. Ég ætla bara að vona það að ef lögin verða endurskoðuð, sem vissulega er þörf á, þá verði áfram höfð að leiðarljósi sú meginhugsun Arnmundar vinar míns að þar skuli heiðarleikinn vera samferða góðum málefnum í hvívetna. Þá verður vel af stað farið sem forðum tíð og ég vil einlæglega vona að allra hugur stefni að því meginmáli. Lögin hans Arn- mundar Backman Eftir Helga Seljan » Það er algengara en menn halda að fólk sé keypt til úthringinga fyrir félagasamtök upp á býsna háa prósentu og oft engin trygging fyrir því að peningarnir skili sér í hús. Helgi Seljan Höfundur er fv. alþingismaður. Sigurgeir Sigurðsson, f. 3. ágúst 1890 í Túnprýði á Eyrar- bakka, d. 13. október 1953, var biskup íslensku þjóðkirkjunnar frá 1939 til dauðadags. Hann tók við embætti af Jóni Helga- syni, biskup og rithöfundi. Áð- ur hafði Sigurgeir verið pró- fastur í Norður-Ísafjarðarprófasts- dæmi frá 1927. Hann var stúd- ent frá MR í júní 1913, cand. theol. frá HÍ febrúar 1917 og stundaði nám í Danmörku, Sví- þjóð og Englandi síðar. Í biskupsembættinu var Sigurgeir virkur í félags- og trúnaðarstörfum. Hann ferðað- ist víða um heim sem fulltrúi ís- lenskrar prestastéttar, einkum hafði hann sterk tengsl til Vesturheims. Hann var gerður heiðursdoktor hjá Háskólanum í Norður-Dakota í Bandaríkj- unum og Wagner-háskóla í New York. Þá var hann heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Sigurgeir var sonur Sigurðar Eiríkssonar, regluboða Góð- templarareglunnar, organleik- ara og dannebrogsmanns á Eyrarbakka og síðar í Reykja- vík, og Svanhildar Sigurðar- dóttur, húsfreyju á Eyrar- bakka og síðar í Reykjavík. Sonur Sigurgeirs, Pétur, var biskup yfir Íslandi frá 1981- 1989. Pétur lést 2010. Merkir Íslendingar Sigurgeir Sigurðsson SKECHERS SKYLINE HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. HERRASKÓR 6.998 VERÐ ÁÐUR 13.995 ÚTSALA 50% AFSLÁTTUR >> >>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.