Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 25
góður maður. Þótt ég vissi þá að ég ætti góðan afa, skildi ég fyrir löngu hvað hún átti við. Traustur, heiðarlegur, hjálpsamur og hjartahlýr. Allt eru þetta mann- kostir sem þú hafðir og eiginleik- ar sem ég mun reyna að ala upp í syni mínum. Mikið vildi ég að hann hefði fengið að kynnast þér. Elsku afi, takk fyrir stundirn- ar sem við áttum saman, ég mun alltaf búa að þeim. Þín sonardóttir, Sigrún Harpa Þórarinsdóttir. Elsku afi. Á dögum eins og þessum er ekki annað hægt en að horfa yfir góðu minningarnar af þér og tím- ana okkar saman; uppi í sum- arbústaðnum ykkar, heima hjá ykkur eða bara hvar sem var. Þegar ég lít yfir allar þessar minningar sem ég hef af þér finn ég fyrir miklum söknuði en brosi samt með sjálfum mér vegna þess að svo virðist sem allar þeirra séu góðar. Ég man eftir því þegar við strákarnir fengum að verja helgi hjá afa Pétri og ömmu Sigrúnu og hvað við hlökkuðum alltaf til þess. Þá spiluðum við oft við þig á daginn og á kvöldin sátum við öll í rólegheitunum, horfðum á mynd og borðuðum sælgæti. Einnig man ég eftir skiptunum sem ég keyrði með þér, heim frá ykkur eða til ykkar, og þú spurðir mig út í götuheiti, fjöll, staði og bara allt mögulegt og mér leið alltaf eins og það væri ekkert sem þú vissir ekki, engin spurning sem þú hefðir ekki svar við. Það eru einmitt svona minningar sem ég á af þér sem alltaf virtust bara minningar en eru nú orðnar að eðalsteinum. Það sama á við um allar ferðirnar upp í sumarbústað og matarboðin til þín og ömmu og nú er ég ævinlega þakklátur fyrir þessar minningar því þær munu halda þér með okkur áfram þó svo þú sért farinn. Þú barðist drengilega við sjúk- dóminn þinn þó svo hann hafi að lokum borið sigur af hólmi, en því miður eru ekki alltaf sanngjarnar leikreglur í lífinu. Það var hræði- legt að sjá hvað hann gerði við þig en nú er ekkert hægt að gera við því annað en að vera þakklátir fyrir tímann þinn hér með okkur. Nú fyllast hjörtu ættingja og vina þinna af sorg en, eins og stundum er sagt, er sorg bara ást sem misst hefur heimili sitt. Hún er líklegast of mikil til að komast fyrir í hjörtum okkar svo restin mun taka sér bólfestu í minning- um um þig og visku sem þú hefur miðlað til okkar allra. Þínir, Hákon, Pétur og Haukur. Elsku besti afi minn. Það er erfitt að lýsa því með orðum hversu mikið ég sakna þín. Þess vegna vil ég heldur skrifa nokkur orð um það hve þakklát ég er fyr- ir að hafa átt þig sem afa. Ég hefði aldrei getað óskað mér betri afa og ömmu en þín og Sigrúnar ömmu. Margar af mín- um allra bestu og dýrmætustu minningum eru frá samveru- stundum með ykkur. Þær ótelj- andi stundir sem við áttum sam- an í sumarbústaðnum ykkar, Hreiðrinu, standa upp úr. Að vera þar með ykkur ömmu var einfaldlega það besta sem ég vissi. Þú hafðir alltaf eitthvað fyr- ir stafni. Oftar en ekki varstu að sýsla eitthvað fyrir okkur krakk- ana, hvort sem það var að gróð- ursetja tré til heiðurs hverju barnabarni eða smíða fyrir okkur dúkkuhús. Þú varst engum líkur, elsku afi. Þú gast allt, varst alltaf til staðar og vildir allt fyrir okkur barnabörnin þín gera. Minningar mínar um þig mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi. Takk fyrir allt elsku afi. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Þín afastelpa alltaf, Elín Ástrós. Kæri mágur og vinur okkar, Pétur. Á þessari stundu eru svo margar fallegar og sterkar minn- ingar sem leita á hugann að erfitt er að henda reiður á þeim eða skilja til fullnustu að þú ert að ei- lífu horfinn frá okkur. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst á Ford Mustang að sækja Sigrúnu og fórst með hana á ykkar fyrsta rúnt. Þið urðuð síðan hjón og nú eru liðin 48 ár þar sem þú, elsku mágur minn, hefur verið einn af mínum bestu vinum og stoð og stytta. Þú stóðst ávallt með mér þegar erfiðleikar steðjuðu að eða þegar leysa þurfti úr torveldum málum. Þú leiðbeindir mér eins og þú værir faðir minn, þú sást um samninga ef þess þurfti og við dönsuðum saman þú og ég, við héldum tískusýningar og fífluð- umst saman á þann hátt sem við ein kunnum. Gleðistundir okkar voru endalausar og voru ekki síðri eftir að ég gekk í hjónaband og við systur og makar nutum lífsins á þann veg að aldrei bar skugga á. Það er einstakt og í raun magnað þegar litið er til baka á þessum erfiðu tímamótum hvað það hefur verið gaman hjá okkur öllum í gegnum tíðina. Það sem við brölluðum saman er efni í rit- safn, en elsku mágur minn og svili, það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum um þig er góðmennska þín, hjartahlýja, sem og þolinmæði gagnvart þeim gæðum en jafnframt áskorunum sem lífið hefur boðið okkur upp á. Stundirnar okkar saman í Sví- þjóð þar sem við spiluðum golf á daginn og nutum þess að spila á spil á kvöldin dögum og vikum saman eru ógleymanlegar og ein- stakar. Núna, þegar allt er breytt, þá áttum við okkur á því hvað sjúkdómurinn er að lokum dró þig til dauða er lúmskur og í raun ósýnilegur. Í fávisku okkar og erli dagsins héldum við, fjöl- skylda og vinir, að þú værir bara örlítið utan við þig en seinna skildum við að aðrar og erfiðari orsakir voru fyrir því að okkar trausti og nákvæmi vinur var ekki lengur sá klettur er við átt- um að venjast. Takk elsku vinur okkar fyrir allar okkar ógleymanlegu sam- verustundir heima og erlendis. Við söknum þín óendanlega og geymum minningu um þig í hjörtum okkar. Minning um ein- stakan förunaut mun lifa á meðal okkar sem þekktum þig um ókomna framtíð. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Lára (Lalla) mágkona, Jón G. Sandholt, börn og barnabörn. Hann Pétur vinur minn hefur kvatt þennan heim. Þegar góður vinur kveður rifj- ast upp ótal minningar um langa vináttu sem engan skugga bar á. Ljúflingur í samskiptum og snyrtipinni í umgengni. Vinátta okkar hefur verið óslitin í 30 ár og fjölskyldur okk- ar bundust einnig vináttubönd- um. Okkar kynnu hófust er við gengum báðir í Oddfellowregl- una og vorum í sömu stúku og störfuðum báðir í skemmtinefnd á þeim tíma og þannig kynntust eiginkonur okkar líka og urðu góðar vinkonur. Ferðalögin með honum og Sig- rúnu eru uppspretta óteljandi góðra minninga sem gott var að rifja upp á góðum stundum. En fyrir tíu árum fór sjúkdóm- ur Péturs að taka völdin hægt og bítandi. Þá fækkaði spilakvöld- unum þar sem einbeitingin hvarf, fótboltaleikjunum í sjónvarpinu fækkaði þar sem einbeitingin og kunnáttan á fjarstýringuna hvarf. Góðar minningar eru um spila- kvöldin í sumarbústaðnum þar sem spilaður var kani fram á nætur og oft sagt djarft á spilin en hægt og rólega hvarf hæfileik- inn til að spila. Það var erfitt að horfa á góðan vin sökkva hægt í óminnið og verða að fá hjálp við alla einföld- ustu hluti lífsins. Síðustu árin bjó Pétur á Ísa- fold og fékk þar góða umönnun og gott var að koma þar og eiga stund með vini sínum. Við hjónin sendum Sigrúnu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð vaka yfir þeim. Ingvar Jón Ingvarsson og Gréta Ágústsdóttir. Pétur var elstur okkar systkina, hann var vandaður og traustur maður sem við minnumst með virð- ingu, hlýju og þakklæti. Það var sama hvaða bón, hugmynd eða vandamál við systkinin bárum upp við Pétur bróður og það var sama hve óraunhæft erindið var, hann brást alltaf við með jákvæði og yf- irvegun. Hann kunni að hlusta, greina og beina. Í stað þess að svara því strax til að hugmyndir okkar eða vandamál væru með öllu út úr kú, sem oft gat verið raunin, þá hafði hann lag á því að beina hugmyndinni eða vandamálinu inn á vitrænni og raunhæfari brautir, án þess að við áttuðum okkur al- mennilega á því. Hann var snilling- ur í að greina og benda á mögu- legar lausnir og lagði sig fram um að leiðbeina okkur skynsamlega. Það var ekki síst vegna þessara eig- inleika Péturs að við systkinin leit- uðum til hans með mörg okkar vandamál eða hugrenningar. Pétur var allt það sem einkennir góðan bróður. Hann var mikill frumkvöðull og smitaði hann okkur af athafnasemi sinni. Hann var allt- af tilbúinn að styðja okkur og hvetja okkur áfram í því við tókum okkur fyrir hendur. Pétur sagði aldrei nei, það var alltaf „ekkert mál“. Takk fyrir að vera okkur góð fyrirmynd í lífinu. Við komum til með að búa að þinni visku um alla ævi. Við eigum eftir að sakna mat- arboðanna, veiðiferðanna, spila- kvöldanna, skíðaferðanna og allra þeirra skemmtilegu samveru- stunda sem við áttum með honum og Sigrúnu. Pétur var einstaklega ljúfur og hafði skemmtilegan húm- or. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir allt það sem þú varst okkur og fyrir alla umhyggjuna sem þú sýndir okkur, beðinn eða óbeðinn. Takk fyrir allar okkar ljúfu sam- verustundir. Þín verður ákaft sakn- að. Með þér er genginn einstakur maður sem á vart sinn líka. Hugur okkar er hjá ykkur elsku Sigrún, Doddi, Hjördís, Bryndís og fjölskyldur ykkar. Sóley, Guðrún Rósalind (Rósý), Jóhann (Jói). MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Okkar ástkæra MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR, áður Eyravegi 14, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi þriðjudaginn 23. júlí. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 14. Sesselja Sólveig Bjarnad. Jón Sveinbergsson Sigurður Bjarnason Sigríður Sveinsdóttir Harpa Bjarnadóttir Valur Helgason Friðrik Bjarnason Guðrún Helga Ívarsdóttir Kristín Hanna Bjarnadóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, SVAVAR ÞÓR SIGURÐSSON bóndi, Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði, sem lést 26. júlí, verður jarðsunginn frá Þorgeirskirkju við Ljósavatn þriðjudaginn 6. ágúst og hefst athöfnin klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógarbrekku á Húsavík. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhalla Bragadóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON, Holtsgötu 19, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans 26. júlí. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, bankareikningur 0544-14-800108 (kt. 510303-3429) og hjá Blómabúðinni Burkna. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Gunnlaugur Harðarson Guðrún Harðardóttir Pétur Einarsson Jóhanna Harðardóttir Stefán Sigurðsson og fjölskyldur Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, og langamma, ODDNÝ SIGURRÓS GUNNARSDÓTTIR Rósa í Hvammi, húsfreyja að Hvammi í Skaftártungu, lést mánudaginn 29. júlí á hjúkrunar- heimilinu Klausturhólum. Útför hennar fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 10. ágúst klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Klausturhóla Kirkjubæjarklaustri njóta þess. Oddsteinn R. Kristjánsson Gunnar Kr. Oddsteinsson Sigurbjörg Kr. Óskarsdóttir Inga Björt H. Oddsteinsd. Brandur Jón Guðjónsson Kristbjörg Elín Oddsteinsd. Tryggvi Agnarsson Páll Símon Oddsteinsson Jónína Jóhannesdóttir barnabörn og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI GÚSTAFSSON, Víkurbraut 10, Vorhúsum, Grindavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. júlí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 9. ágúst klukkan 14. Ingi Torfi Sigurðsson Helga Eysteinsdóttir Brynjólfur V. Sigurðsson Loida Lapuz Sigurdsson Guðbjörg Ólína Guðnadóttir Anna Lára Guðnadóttir Baldvin Orri Þorkelsson barnabörn og langafabörn Frænka okkar, JÓRUNN BJÖRGVINSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku sunnudaginn 21. júlí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fær starfsfólkið í Hornbrekku fyrir góða og hlýja umönnun. Frændfólkið Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.