Morgunblaðið - 03.08.2019, Qupperneq 28
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SR. ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR,
Efstasundi 95, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu
í Reykjavík fyrir góða umönnun.
Ólafur Bergmann Esther A. Óttarsdóttir
Stefán Sturla Svavarsson Inga Ingólfsdóttir
Pétur Gautur Svavarsson Berglind Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar
LEIFS ØSTERBY CHRISTENSEN
rakara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima
fyrir frábæra umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svandís Jónsdóttir
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Elsku besta mamma, ég trúi
því ekki að þú sért farin frá mér,
get ekki ímyndað mér lífið án
þín. Ég veit þó að þetta var þér
fyrir bestu og veit að það verður
tekið vel á móti þér, pabbi, Fjal-
ar og Benni hafa undirbúið
komu þína vel. Þú stóðst þig eins
og hetja í veikindum þínum, eins
og einn hjúkrunarfræðingurinn
sagði við mig, að þú værir
hörkutól. Þú misstir mikið þegar
pabbi dó og svo þegar mömmu-
strákurinn Óli Fjalar og Benni
tengdasonur þinn dóu með 20
daga millibili í fyrra og þú varst
næstum farin á milli þeirra, lent-
ir í öndunarvél. Þegar þú vakn-
aðir bað ég þig að fara ekki strax
frá okkur, við gætum ekki meir,
því þá var Benni orðinn mjög
veikur og þú hlustaðir á mig.
Þú varst alltaf fyrst á fæð-
ingardeildina þegar börnin okk-
ar Halla fæddust, enda var nafla-
strengurinn á milli okkar ekki
slitinn. Krakkarnir gátu ekki
eignast betri ömmu og er miss-
irinn mjög mikill, en við eigum
svo margar minningar um þig
sem hjálpa. Þær voru ófáar
læknisferðirnar norður sem þú
komst með mér í til að hjálpa
mér með krakkana þegar Halli
var á sjó. Þegar ég fór til Reykja-
víkur í aðgerð og mátti ekki fara
strax heim vorum við í íbúð og þú
hugsaðir svo vel um litlu stelp-
una þína. Ég lofaði pabba á dán-
arbeð hans að ég skyldi hugsa vel
um þig og ég veit að ég stóð við
það og er mjög þakklát fyrir það.
Við áttum svo góðan tíma saman,
ég, þú og Fjalar, þegar við fórum
suður í læknisferð og Fjalar tók
á móti okkur og var með okkur í
bænum. Þú bauðst okkur út að
borða í djúpsteiktar rækjur,
uppáhaldið þitt. Okkur Herði
þótti svo gaman að koma til þín í
sumar að horfa á fótboltaleiki í
nýja 75" sjónvarpinu þínu. Það
verður skrítið að koma ekki í
heimsókn á Túngötuna og að fá
ekki að heyra í þér, elsku
mamma. Þú varst snillingur í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur,
sauma, prjóna, smíða, steypa og
bara í öllu. Takk fyrir allt sem þú
kenndir mér, Hörpu Mjöll, Hildi
Báru og Herði Breka. Ég er og
verð ævinlega þakklát fyrir að
vera dóttir þín, litla peltingin þín.
Elska þig, þín dóttir
Alda Björk Fossberg
Óladóttir.
Elsku hjartans mamma. Þú
hefur nú fengið hvíldina sem þú
varst farin að þrá. Það hefur verið
erfitt að heyra þig tala um verki
svona lengi og geta ekkert gert.
Síðasta ár hefur verið þér sér-
staklega erfitt eftir að Fjalar
bróðir og Benni mágur kvöddu
okkur með stuttu millibili.
Þú hefur alltaf verið mín
stærsta fyrirmynd í lífinu, gast
allt og hef ég oft ekki skilið jafn-
aðargeðið sem þú sýndir sama
hvað við systkinin ellefu brölluð-
um enda voru uppátækin á Tún-
götunni æði mörg.
Ég man vel þegar ég átti strák-
ana mína, þá leitaði ég til þín með
allt mögulegt og það brást ekki að
þú áttir ráð við öllu. Eins er mér
minnisstætt þegar þú, pabbi, Þór-
ey, Erla, Alda og Jóhann, þá pínu-
lítill, heimsóttuð okkur í Svíþjóð.
Okkur þótti svo vænt um að þú
skyldir koma, þá í þinni fyrstu ut-
anlandsferð og svona hræðilega
flughrædd, því við vissum hvernig
þér leið. Það er svo margt sem
kemur upp í hugann en það verð-
ur skrítið að koma ekki lengur í
sumarfrí á Túngötuna. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa getað verið
með þér og systkinum mínum síð-
ustu stundirnar þínar. Ég veit að
þú ert komin á góðan stað þar sem
pabbi, Fjalar, Benni og aðrir ætt-
ingjar hafa tekið þér opnum
örmum.
Hvíl í friði, elsku besta
mamma.
Þín dóttir,
Harpa.
Það er með miklum söknuði en
einnig miklu þakklæti sem ég
skrifa þessa kveðju til þín, elsku
mamma. Þú varst mögnuð kona
og fáir myndu leika eftir þitt lífs-
hlaup. Þú átt gæfuríkt líf að baki
og eftir stendur stór fjölskylda
sem syrgir þig en við vitum að það
hafa verið fagnaðarfundir þegar
þið pabbi sameinuðust á ný. Þú
komst okkur 11 systkinunum til
manns og þótt ég segi sjálfur frá
tókst ykkur pabba mjög vel upp.
Þú varst alla tíð stolt af hópnum
þínum og fylgdist vel með á öllum
vígstöðvum.
Það er skrítið að geta ekki
hringt í þig á Túngötuna til að fá
fréttir af fjölskyldunni eða spyrja
þig ráða. Maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá þér varðandi
ráðleggingar, hvort sem það sner-
ist um að gera við bíla eða búa til
fiskibollur, þú hafðir alltaf svörin
á reiðum höndum.
Mér þótti sérstaklega vænt um
hvað þú hafðir mikinn áhuga á
íþróttaiðkun barnanna minna,
þeirra Arnórs Gauta og Brynju
Ragnar. Ég hringdi yfirleitt í þig
á heimleið af annaðhvort fótbolta-
vellinum eða handboltavellinum
til að lýsa fyrir þér leikjunum. Og
ekki þótti þér verra ef þú gast
horft á útsendingu af leikjunum
þeirra. Þau eiga eftir að hugsa til
þín á vellinum og gera þig stolta.
Mamma var sterk, dugleg og
atorkusöm kona alla tíð. Þau voru
fjölbreytt verkefnin sem hún tók
sér fyrir hendur og hún gekk
rösklega í öll verk. Hún var mikil
handverkskona og er ég sérstak-
lega stoltur af að hafa fengið það
verkefni að ramma inn fjöldann
allan af útsaumsmyndum eftir
hana sem prýða nú heimili fjöl-
skyldunnar.
Ég kynntist þarna stúlku, sem sat á
bekk og beið
og blíðum augum beint hún á mig
starði.
Ég bað hana að ganga með mér ofurlitla
leið
og út við vorum komin fyrr en varði.
Og sú sem þarna birtist, varð lífs-
hamingja mín.
Við saman höfum fetað margan stíginn.
Því þó ég hafi brugðist og drukkið mikið
vín,
þá fyrirgaf hún oft hvað ég var lyginn.
(Óli Fossberg)
Elsku ofurkona, mamma mín,
ég lofa þér því að ég mun halda
minningu þinni á lofti og mun
segja endalausar sögur af þér, öll-
um sem heyra vilja. Það er þér að
þakka að ég er sá maður sem ég
er í dag.
Þinn elskandi sonur
Ragnar.
Elsku mamma, nú hefur þú
kvatt okkur eftir mjög erfið veik-
indi og ert farin á vit nýrra æv-
intýra þar sem ég veit að það hef-
ur verið tekið vel á móti þér. Nú
eruð þið pabbi, Fjalar bróðir og
Benni mágur sameinuð á ný og
eftir situr stórt skarð í mínu
hjarta sem enginn mun fylla. Ég
verð ykkur pabba ævinlega þakk-
lát fyrir hvað þið stóðuð þétt mér
við hlið þegar ég eignaðist frum-
burðinn minn Jóhann Veigar enda
var hann sólargeislinn ykkar eins
og segir í textanum sem pabbi
samdi um hann. Þið pabbi voruð
alltaf til staðar fyrir hann og þú
elsku mamma til þíns síðasta dags
enda náði hann að koma af sjónum
og vera hjá þér síðustu tvo sólar-
hringana áður en þú kvaddir. Þeg-
ar Thelma og Daði fæddust með
tveggja ára millibili varst þú mætt
á fæðingardeildina til að taka á
móti þeim enda var maður svo
öruggur þegar þú varst hjá okkur
með þína reynslu, búin að ala upp
11 börn. Og ef eitthvað bjátaði á
var talað við þig og þú áttir svör
við öllu. Það verður erfitt að geta
ekki leitað til þín lengur en ég er
svo heppinn að þú skildir eftir níu
systkini handa mér sem ég get þá
leitað til. Það er erfitt að hugsa til
þess að ekki verða farnar fleiri
ferðir til þín á Túngötuna í kaffi
og til að athuga með þig enda var
það þar sem allir hittust og mikið
spjallað. Oft voru haldin partí á
Túngötunni og er mér minnis-
stætt þegar við komum þér á
óvart og héldum upp á 75 ára af-
mælið þitt. Þar kom saman stór-
fjölskyldan og Jónsi í svörtum föt-
um kom og spilaði fyrir þig. Þú
varst svo ánægð að fá alla til þín
og öll þorrablótin sem haldin voru
þar, þú varst alltaf til í að hafa
gaman í kringum þig. Alltaf varst
þú tilbúin að aðstoða mann og
leggja fram hjálparhönd þegar
þess þurfti. Þau voru ófá skiptin
sem þú passaðir fyrir okkur
krakkana enda alltaf til staðar
fyrir okkur fjölskylduna. Þú
kenndir krökkunum mínum svo
margt að föndra enda gast þú gert
allt og skilur ótal listaverk eftir
þig sem við munum varðveita. Þú
saumaðir, prjónaðir, smíðaðir,
sagaðir út og málaðir. Barna-
börnin héldu að þú værir með
töfrahendur því ef þau skemmdu
eitthvað kom alltaf getur amma
ekki lagað þetta? Elsku mamma,
ég gæti sagt svo ótal margt fleira
en læt þessi fátæklegu orð duga.
Ég veit að nú ert þú laus undan
öllum þjáningum þínum og líður
vel. Ég elska þig, mamma.
Þín dóttir
Erla Rut Fossberg Óladóttir.
Elsku mamma, þá er kallið
komið og þú laus við erfiðar þján-
ingar, en þú stóðst þig eins og
hetja í þessum miklu veikindum.
Mikið ofsalega er skrítið og erfitt
að hugsa til þess að geta ekki
heimsótt þig og spurt þig ráða og
spjallað við þig. Ég veit að pabbi,
Fjalar bróðir og Benni hafa tekið
vel á móti þér og þú ert komin á
góðan stað til þeirra. Ég vissi að
það var orðinn þinn vilji að fara
þangað fyrst svona var komið fyr-
ir þér, elsku mamma. Orð fá því
ekki lýst hvað það er búið að vera
erfitt að horfa upp á þig svona
veika og geta ekkert gert. Þú
varst kletturinn okkar. Ég man
eftir því þegar þú komst til mín í
Neskaupstað á spítalann þegar
ég var að fara að fæða hana Hjör-
dísi Báru mína. Addi minn var
fastur úti á sjó og ég var svo
heppin að fá þig, reynsluboltann í
barneignum, til að aðstoða mig.
Það liðu ekki margar mínútur frá
því að þú komst til mín og fórst að
ráðleggja mér þar til barnið
fæddist.
Þú varst snillingur í svo
mörgu, elsku mamma, handa-
vinnan þín svo yndislega falleg og
bara allt sem þú gerðir. Við Addi
áttum margar notalegar ferðir
með þér suður og gott er að hugsa
til þeirra þegar söknuðurinn
hellist yfir mann. Barnabörnun-
um þínum varstu svo góð að þau
vissu að þau græddu sko alltaf
þegar þau heimsóttu þig, hvort
sem það var gúmmí eða kex. Þau
elskuðu að koma til þín. Andrea
Íris, yngsta ömmubarnið mitt,
fórnaði bara höndum þegar hún
frétti að þú værir dáin og sagði
amma, hver á núna eiginlega að
gefa mér gúmmí? Elsku mamma,
ég ætla að gera mitt allra besta til
að hughreysta og passa litlu pelt-
inguna okkar sem á mjög erfitt
þessa dagana, ég lofaði þér því.
Elsku mamma mín, hvíldu í friði.
Þín
Hulda.
Elsku amma, nú ert þú farin
frá mér og ég á eftir að sakna þín
svo mikið. Nú ert þú komin til afa.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín á Túngötuna, það var alltaf til
nammi hjá þér í búrinu sem ég
mátti alltaf fá að smakka. Þegar
ég var fimm ára voru mamma og
pabbi alltaf í basli við að koma
mér á leikskólann því mig langaði
ekki að vera þar, ég vildi bara
vera hjá þér. Enda fékk ég að
hætta á leikskólanum og þú pass-
aðir mig þegar mamma var í
vinnunni og pabbi á sjó enda
brölluðum við mikið saman þessa
morgna sem ég var hjá þér. Það
var svo gaman að þú skyldir vera
hjá okkur síðustu jólin þín og við
opnuðum jólapakkana saman. Ég
á eftir að sakna jólaboðanna
þinna þar sem við hittumst alltaf
heima hjá þér á Túngötunni á að-
fangadagskvöld.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku amma hvíldu í friði.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Elska þig.
Daði Örn Fossberg
Davíðsson.
Elsku besta amma, þú varst/
ert fyrirmyndin mín og allra
Bára
Guðmundsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN LÍNDAL BÓASSON
vélstjóri,
lést á Landspítalanum í Reykjavík
miðvikudaginn 24. júlí.
Útför Jóns hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigrún Karlsdóttir
Albert Þór Jónsson Elín Þórðardóttir
Hörður Jónsson Solveig Gísladóttir
Linda Jónsdóttir Yngvi Halldórsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og besta vinkona,
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR
skólastjóri og kennari,
lést við sólarupprás á Droplaugarstöðum
föstudaginn 2. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Þóra Karítas Árnadóttir Sigurður Guðjónsson
Einar Árnason Árný Ingvarsdóttir
Jón Árni Þórisson Guðrún Hafsteinsdóttir
Gylfi Þór Þórisson Sigurbjörg Sverrisdóttir
Guðný Þórisdóttir Åke Lindell
Sverrir Þórisson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FJÓLA LOFTSDÓTTIR
frá Bólstað,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík
þriðjudaginn 30. júlí. Útför fer fram frá
Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, fimmtudaginn 8. ágúst
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vildu minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin.
Aðstandendur þakka starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir
góða og hlýja umönnun.
Loftur Jóhannsson Katrín Albertsdóttir
Ingibjörg G. Jóhannsdóttir Baldvin Þórsson
Halldór Jóhannsson Steinunn Harðardóttir
Víkingur Jóhannsson Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA BERGÞÓRSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 89,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnu-
daginn 28. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bergþór Guðjónsson Ingibjörg Guðmundsdóttir
Hafsteinn Guðjónsson Anna M. Helgadóttir
Birgir Guðjónsson Sigrún B. Kristjánsdóttir
Guðjón Þór Guðjónsson Kari Brekke
barnabörn og barnabarnabörn
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát