Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 38

Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 38
38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Þýskaland B-deild: Sandhausen – Osnabrück ....................... 0:1  Rúrik Gíslason lék allan leikinn með Sandhausen. Pólland Zaglebie Lubin – Jagiellonia.................. 2:2  Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn með Jagiellonia. B-deild: Chrobry Glogów – Nieciecza ................. 0:1  Árni Vilhjálmsson var ónotaður vara- maður hjá Nieciecza. Frakkland B-deild: Grenoble – Ajaccio .................................. 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Ajaccio. England B-deild: Luton – Middlesbrough........................... 3:3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – HK ..................... L14 GOLF Hið árlega góðgerðamót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, fer fram í 23. skipti á Seltjarnarnesi á mánudaginn og hefst kl. 13. Tíu af fremstu kylfingum landsins taka þátt í mótinu, þar af sex atvinnukylfingar. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Frjálsíþróttakeppni Ungmennalandsmóts- ins á Höfn stendur yfir í dag frá 10 til 15.30 og á morgun frá 10 til 15.45. Keppt er í öll- um aldursflokkum frá 11 til 18 ára. UM HELGINA! EM U18 karla B-deild í Rúmeníu: Keppni um sæti 9-16: Belgía – Írland...................................... 93:70 Hvíta-Rússland – Ísland...................... 93:98 Úkraína – Búlgaría............................... 97:74 Bosnía – Ungverjaland ........................ 76:60  Ísland leikur í dag gegn Belgíu í keppni um sæti 9-12 og um endanlegt sæti á mótinu á morgun.  Sögunni endalausu um knatt- spyrnumanninn Harry Maguire er að ljúka, en Leicester sam- þykkti í gær tilboð Manchester United í enska landsliðsmanninn. Samningaviðræður félaganna hafa staðið í svo til allt sumar, en United mun borga 80 milljónir punda fyrir Maguire, eða því sem nemur um 12 milljörðum ís- lenskra króna. Maguire verður því meðal dýr- ustu knattspyrnumanna heims og dýrasti varnarmaður allra tíma, en Virgil van Dijk fékk þann titil eftir að Liverpool keypti hann á 75 milljónir punda í janúar 2018. Maguire, sem er 26 ára gamall, mun nú gangast undir læknis- skoðun á Old Trafford og semja við United um kaup og kjör. Hann á að baki tvö tímabil með Leicester og hefur fest sig í sessi í enska landsliðinu þar sem hann hefur spilað 20 leiki. Maguire verður þriðji enski leikmaðurinn sem United kaupir í sumar, á eftir Daniel James frá Swansea og Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace. yrkill@mbl.is Verður dýr- asti varnar- maður heims Kostar skildinginn Harry Maguire. AFP JÚLÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir fékk M í Morgun- blaðinu fyrir frammistöðu sína í öllum fimm leikjum Vals í júlí í Pepsi Max- deild kvenna í knattspyrnu, samtals sex talsins, og er leikmaður júlí- mánaðar hjá blaðinu. Valskonur hafa verið á miklu flugi í sumar og unnið ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni. Valsliðinu var spáð góðu gengi og virðist allt vera samkvæmt áætlun hjá þeim. „Já ég held ég geti sagt það en kannski má einnig segja að við séum hundfúlar að vera ekki með fullt hús stiga. Mér fannst við eiga meira skilið út úr Blikaleiknum (2:2-jafntefli) en annars höfum við spilað nokkuð vel. Það var fúlt að missa þann leik niður í jafntefli en við áttum að vera búnar að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Spilamennskan hefur sveiflast upp og niður að einhverju leyti en yfirleitt stöðug. Ég er alla vega mjög sátt við tímabilið til þessa. Valur og Breiðablik eru þannig séð hnífjöfn lið og þetta verður væntanlega barátta fram í síð- asta leik,“ sagði Hallbera þegar Morg- unblaðið tók púlsinn á henni. Í næstsíðustu umferð mætast Breiðablik og Valur. Miðað við úrslitin í deildinni til þessa kæmi ekki á óvart ef sá leikur myndi einfaldlega skera úr um hvort liðið verður Íslandsmeist- ari. „Stigataflan lýgur ekki. Þessi lið hafa staðið sig best í sumar, en við eigum engu að síður erfiða leiki eftir. Eigum til dæmis eftir útileiki gegn Selfossi og Fylki, lið sem hafa verið spræk. Við erum meðvitaðar um að leikurinn gegn Blikum verður ekki úr- slitaleikur nema við náum í stig í leikj- unum fram að því. Við erum með báða fætur á jörðinni.“ Voru í takt við veðrið Valur blandaði sér aldrei í barátt- una fyrir alvöru í fyrra en liðið var þá einnig með öflugan leikmannahóp og sama þjálfara. Hver er helsti munur- inn á liðinu á milli ára? „Við vorum svolítið eins og veðrið í fyrra. Veðrið var ömurlegt og við spil- uðum ömurlega. Við áttum ekki gott tímabil í fyrra. Lykilmenn náðu ekki fram sínu besta, þar á meðal ég. Per- sónulega er ég mun ánægðari með mína spilamennsku í sumar en í fyrra. Við fengum einnig mjög sterka leik- menn inn eins og Guðnýju og Lillý sem hafa verið frá- bærar í vörninni. Nú náði Fanndís heilu tíma- bili með okkur, Hlín lætur meira til sín taka og Mar- grét Lára og Dóra María eru komnar í form eftir meiðsli. Ég myndi segja að lykilleik- menn spiluðu allir miklu bet- ur í ár en í fyrra, Sandra stendur fyrir sínu í markinu, auk þess sem nýir leikmenn hafa passað vel inn í liðið. Þetta er tvennt ólíkt, tímabilið í sum- ar og í fyrra.“ Endurheimti leikgleðina Hallbera hefur verið lengi í meistaraflokki. Lék erlendis um tíma og hefur verið árum saman í landsliðinu. Hefur hún alltaf jafn mikla ánægju af sparkinu? „Ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér frekar leiðinlegt í fyrra. Þetta var ekki tímabil sem ég myndi vilja upplifa aftur og andlega var ég orðin þreytt. Auðvitað er ömurlegt þegar liðinu gengur illa og maður spil- ar ekki sérstaklega vel. En þetta hefur verið skemmtilegt í sumar og á meðan hefur maður enga löngun til að hætta. Eina sem truflar mig er að hásinin hefur aðeins verið að trufla mig. Ég hef glímt við það í mörg ár. Að öðru leyti er ég í toppstandi og eftir þreytt og erfitt tímabil í fyrra hefur þetta sumar rifið mann upp aftur,“ útskýrði Hallbera en á löngum ferli hefur hún þó verið býsna heppin hvað meiðsli varðar. „Ég er svo sem orðin 32 ára og kannski ekki skrítið að maður finni fyrir einhverju. Jú það er rétt að ég hef verið mjög heppin, 7, 9, 13. Ég missti af einum leik í sumar, bikar- leiknum á móti Þór/KA, og þá var orð- ið mjög langt síðan ég hafði ekki getað spilað vegna meiðsla. Ég vonast nátt- úrlega til þess að það haldi áfram og ég get alls ekki kvartað. Sér- staklega ekki miðað við það sem sumir liðs- félaga minna eru að ganga í gegnum,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Morgunblaðið. 3-4-3 Lið júlímánaðar hjá Morgunblaðinu Pepsi Max-deild kvenna 2019 Cecilía Rán Rúnarsdóttir Fylki Lára Kristín Pedersen Þór/KA Sveindís Jane Jónsdóttir Kefl avík Margrét Lára Viðarsdóttir Val Alexandra Jóhannsdóttir Breiðabliki Betsy Hassett KR Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki Ásta Eir Árnadóttir Breiðabliki Berglind Rós Ágústsdóttir Fylki Fanndís Friðriksdóttir Val Hallbera Guðný Gísladóttir Val Fjöldi sem leikmaður fékk í mánuðinum5 Varamenn: Aytac Sharifova, Kefl avík Kyra Taylor, Fylki Dóra María Lárusdóttir, Val Hólmfríður Magnúsdóttir, Selfossi Cloé Lacasse, ÍBV Hlín Eiríksdóttir, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 4 4 4 5 4 4 4 4 4 6 5 6 5 5 5 5 55 Lykilleikmenn að spila miklu betur en í fyrra Hallbera Guðný Gísladóttir » Hún er 32 ára gömul, fædd 14. september 1986 á Akranesi og lék með meistara- flokki ÍA frá 2002 til 2005. » Hallbera lék með Val frá 2006 til 2011 en síðan með Piteå í sænsku úrvalsdeild- inni 2012 og 2013. » Hún spilaði fyrri hluta ársins með Torres í ítölsku A-deildinni en sneri þá aftur til Vals og lék þar í hálft annað ár. » Hallbera lék síðan með Breiðabliki 2015 og 2016, með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni 2017 en með Val frá 2018. » Hallbera lék fyrr á árinu sinn 100. landsleik og er nú sjöunda leikja- hæst frá upphafi með 105 A-landsleiki. » Hún hefur sex sinnum orð- ið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. » Hallbera hefur leikið 186 leiki í efstu deild hér á landi og samtals 256 deildaleiki á ferlinum en með því er hún orðin níunda leikjahæsta knattspyrnukona Íslands í deildakeppni frá upphafi. Best Hallbera Guðný Gísladóttir er leikmaður júlímánaðar hjá Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Hari  Hallbera Guðný Gísladóttir segir Valsliðið 2018 og 2019 vera tvennt ólíkt  Er mun ánægðari með eigin frammistöðu í ár eftir erfitt tímabil í fyrra Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður úr Val og lykilleikmaður ís- lenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu um árabil, var besti leikmaður júlímánaðar í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, samkvæmt ein- kunnagjöf Morgunblaðsins. Hallbera fékk sex M í fimm leikjum Vals í júlímánuði, einu sinni tvö M og fjórum sinnum eitt M og með frammistöðu sinni í þessum leikjum er hún komin í hóp ellefu efstu leikmanna í einkunnagjöf blaðsins í heild sinni fyr- ir tímabilið með samtals 9 M í tólf leikjum, en stöðuna í einkunnagjöfinni mátti sjá í föstudagsblaðinu. Cloé Lacasse úr ÍBV var besti leikmaður maímánaðar og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík besti leikmaður júnímánaðar eins og fjallað var um í blaðinu á sínum tíma. Cloé er efst í heildareinkunnagjöf tímabilsins með 15 M samanlagt í tólf leikjum með ÍBV. Hér til hliðar má sjá úrvalslið júlímánaðar, byggt á einkunnagjöfinni, og eins og sjá má fékk Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki sex M, eins og Hallbera. Hún fékk þau hinsvegar í fjórum leikjum. Átta leikmenn voru síðan á hælum þeirra með fimm M hver. Fjórir leikmenn eru í liði mánaðarins í annað skipti af þremur á þessu keppnistímabili. Alexandra og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru einnig í liði maímánaðar og þær Sveindís Jane og Margrét Lára Viðarsdóttir voru einnig í liði júnímánaðar. Breiðablik fékk flest M samanlagt í júlí, samtals 34, en Valur kom næstur með 33 og Fylkir þar á eftir með 27 M. Selfoss og Stjarnan voru með 23 M hvort, KR og Þór/KA 22 M hvort, Keflavík 21, ÍBV 20 en HK/Víkingur rak lestina með aðeins 11 M fyrir fimm leiki í júlí. vs@mbl.is Hallbera Guðný er leikmaður júlímánaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.