Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 44

Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Minnkar ágang af flugu og fló. Áralöng Ekkert fosfat er í Staldren. Sótthreinsar múkk. nautgripi, hross, fugla, svín og fleira. 20% afsláttur Þýski rithöfundurinn Bern-ard Schlink gat sér gottorð þegar skáldsaga hansLesarinn frá 1995 fór sig- urför um heiminn og var í kjölfarið gerð að kvikmynd. Leikkonan Kate Winslet vann til verðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni á há- tíðunum BAFTA, Academy Awards og Golden Globe. Nú hefur Schlink sent frá sér skáldsöguna Olgu sem kemur út hér á landi í þýðingu El- ísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Verkið segir sögu hinn- ar viljasterku Olgu, ástar henn- ar á ævintýra- manninum Her- bert og í bakgrunni má lesa sögu Þýska- lands á 20. öld- inni. Aðalpersónan Olga er stórfeng- leg og ævi henn- ar viðburðarík en ást hennar á hin- um fífldjarfa og óraunsæja draumóramanni Herbert er þunga- miðja sögunnar. Herbert er nokk- urs konar táknmynd þjóðar sinnar og þótt Olga sé fyrst og fremst saga sterkrar konu er hún einnig saga Þýskalands á 20. öldinni. Í verkinu er saga þjóðar þar sem mikillæti, stolt og þjóðerniskennd ráða ríkjum sögð frá sjónarhóli sem hefur í gegnum tíðina ekki verið áberandi og það gerir höfund- urinn vel. Hann varpar ljósi á skoð- anir þýskrar konu sem hefur lifað tímana tvenna og hefur yfirsýn yfir sem og innsýn í fortíðina. Þrátt fyrir að efniviður Olgu sé spennandi gæti lestur verksins reynst einhverjum þolinmæðisverk, ekki vegna þess að sagan sé löng eða langdregin, né heldur að text- inn sé erfiður yfirferðar. Út á þýð- ingu Elísu Bjargar er heldur ekk- ert að setja. Það er vegna þess hvernig verkið er byggt upp. Því er skipt í þrjá hluta og hver hluti þess er á sinn hátt ófullnægjandi. Í fyrsta hluta verksins er stíllinn knappur og farið hratt yfir sögu sem gerir frásögninni engan greiða. Farið er yfir ævi Olgu og ástar- samband hennar við Herbert á hundavaði sem verður til þess að lítil dýpt næst sem gerir ást þeirra ótrúverðuga. Í öðrum hluta bókarinnar verða viss umskipti í frásagnarmáta og þá kemur ýmislegt í ljós sem út- skýrir stíl þess fyrsta og þar með verður lesandanum ljóst að líklega var allt með ráðum gert. Stirð sögumannsröddin þess á meðal. Það er þó ekki ljóst að þessar eft- iráskýringar dugi til þess að bæta fyrir þurran og óspennandi stílinn sem einkennir stóran hluta sög- unnar. Þriðji hlutinn, þar sem aðal- persónan Olga fær rödd, er líklega sá best heppnaði. Þar er stíllinn ljóðrænn og lesandinn fær að kynn- ast hugarheimi hinnar viljasterku konu og ást hennar á Herbert. Þar er að finna kryddið sem lesandinn þráði í fyrsta hlutanum. Þar er finna það sem skilur skáldsögu frá sagnfræðiriti. Auk þess kemur fleira í ljós sem dýpkar hina ófull- nægjandi fyrri hluta bókarinnar. Með þessu gerir höfundur aftur til- raun til þess að láta síðari hluta sögunar bæta þá fyrri upp. Það tekst upp að vissu marki en það er óvíst hvort ávinningurinn af þess- um uppbótum sé biðarinnar virði. Þegar sögu heillar þjóðar í hundrað ár og ævisögu stórmerki- legrar konu er fléttað saman þarf að öllum líkindum lengri bók en þessa eða í það minnsta dýpri. Hinni stórkostlegu persónu Olgu eru ekki gerð eins góð skil og til- efni virðist til. Hún fær einfaldlega ekki nægilegt pláss í verkinu. Les- andinn fær aldrei að kynnast henni almennilega. Hann sér aðeins slétt yfirborðið en það sem kraumar undir er mest spennandi. Höfund- urinn myndi að öllum líkindum færa rök fyrir því að þannig hafi það einmitt átt að vera enda virðist myndin sem dregin er upp af aðal- persónunni vera yfirborðskennd af ásettu ráði en það er því miður engu að síður galli á verkinu. Það er ljóst að verkið hefur sína kosti. Fléttan er góð, aðalpersónan heillandi og sögu Þýskalands gerð ágæt skil frá óvenjulegum sjónar- hóli. Höfundinum tekst að öllum líkindum að gera það sem hann ætlaði sér því hugmyndin að verk- inu er snjöll, það er hnýtt vel sam- an og allt gengur upp. Hann hefur sínar ástæður fyrir því að hafa verkið eins og það er og að lestri loknum verður lesandanum ljóst hvernig í pottinn er búið. Þá loks virðist verkið vel heppnað en með- an á lestri stóð var þó ekki alltaf sömu sögu að segja. Hin snjalla og vandaða uppsetning sem á að bæta fyrir og skýra galla verksins dugar tæpast til þess að heilla lesandann. Sumar hugmyndir höfundar hefðu getað verið betur útfærðar og sumar ákvarðanir hans eru jafn- vel misráðnar, því persóna á borð við Olgu á betra skilið. Þó er ekki þar með sagt að vegna þessara ágalla ættu lesendur að láta Olgu fram hjá sér fara því verkið hefur margt til brunns að bera sem vert er að kanna. Snjöll en ófullnægjandi Schlink „Höfundinum tekst að öllum líkindum að gera það sem hann ætlaði sér því hugmyndin að verkinu er snjöll, það er hnýtt vel saman og allt geng- ur upp,“ skrifar rýnir um nýja skáldsögu Bernhards Schlink. Skáldsaga Olga bbbnn Eftir Bernard Schlink. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Mál og menning, 2019. Kilja, 260 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Tveir prófessorar í Kaliforníu komu í vikunni fyrir þremur ein- földum vegasöltum fyrir börn að leika sér á í rammgerðri stálgirð- ingunni á landamærum Bandaríkj- anna, þar sem Sunland-garðurinn í Kaliforníu mætir Juarez-borg í Chi- huahuaríki í Mexíkó. Gjörning- urinn hefur vakið umtalsverða at- hygli og hafa fjölskyldur mæst við vegginn og að sögn AFP-fréttaveit- unnar hafa börn vegið þar salt af kappi. Er uppsetning vegasaltanna sögð ádeila á hugmyndir Trumps Banda- ríkjaforseta um að lengja vegginn á landamærunum, sem eru alls um 3.200 km löng. AFP Vinsælt Börn mætast við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkós og vega salt á þremur plönkum sem prófessorar settu upp fyrir leikinn. Vega salt á landa- mæragirðingunni Þremur dögum eftir að dómstóll í Los Angeles úrskurðaði að tónlist- arkonunni Katy Perry bæri að greiða kristilega rapparanum Flame bætur fyrir að hafa nýtt bút út lagi hans „Joyful Noise“ í met- sölulagi sínu „Dark Horse“ hefur dómari ákveðið upphæð bótanna. Perry ber sjálfri að greiða Flame, sem heitir réttu nafni Marcus Gray, 550 þúsund dali, um 68 milljónir króna. Þá ber útgáfufélagi Perry, Capitol, að greiða Flame 1,3 milj- ónir dala og sex samstarfsmenn hennar greiða líka, til að mynda upptökustjórinn 253 þúsnd dali. Dómstóllinn taldi 22,5 prósent lags Perry byggð á lagi Flames og því var dæmt að sá hluti teknanna af „Dark Horse“ rynni til hans. AFP Tónlistarkonan Lagið Dark Horse frá 2013 aflaði Katy Perry mikilla tekna. Perry greiði Flame um 68 milljónir Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Hjallakirkju í Kópavogi, kemur fram á tvennum tónleikum í Hall- grímskirkju um helgina, á hátíð- inni Alþjóðlegu orgelsumri. Fyrri tónleikarn- ir eru í dag, laugardag, kl. 12. Þá leikur Lára verk eftir Johann Seb- astian Bach og Elsu Barraine. Á tónleikunum á morgun, sunnu- dag, kl. 17 eru á efnisskrá verk eft- ir Bach, Barraine, Vivaldi, Litaize og Jean Guillou. Lára Bryndís var áður organisti við Sønderbro- kirkju í Horsens í Danmörku. Lára Bryndís kem- ur tvisvar fram Lára Bryndís Eggertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.