Morgunblaðið - 08.08.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.08.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Tímaritið Þjóðmál hefur í síðustuheftum fylgst með því hvernig ákvæðum laga um óhlutdrægni Rík- isútvarpsins er fylgt eftir í helsta stjórnmálaþætti þess, Silfrinu.    Í nýjasta hefti Þjóðmála er rakiðhvernig heimsóknum í þáttinn var háttað sl. vetur. Þar segir: „Þeg- ar Silfrið fór í sumarfrí í lok maí höfðu 142 gestir þegið boð um að taka þátt í umræðum í þættinum.    Vinstrimenn mega vel við una þvíaf þessum 142 gestum má flokka 73 þeirra til vinstri, eða 51% allra gesta. 28 gesti, eða 20%, mætti flokka í miðju og 27 þeirra, eða 19%, til hægri. 14 gestir, eða um 10%, eru óflokkaðir.    Vinstrimenn unnu Silfrið í ár. Þáer bara spurning hvað gerist næsta vetur.“    Það er reyndar ekki mikil spurn-ing hvað gerist næsta vetur. Vinstrimenn þurfa engar áhyggjur að hafa, þeir munu áfram njóta þeirrar hlutdrægni sem þeir hafa hingað til notið hjá Ríkisútvarpinu.    Þó er ástæða til að velta fyrir sérhvort sá tími renni mögulega einhvern tímann upp að þeir sem ábyrgð bera á þessari stofnun, þar með taldir þingmennirnir sem ráð- stafa til hennar milljörðum af skattfé á hverju ári, fái nóg af mis- notkuninni.    Að því hlýtur að koma en því mið-ur er fátt sem bendir til að það verði fyrir næsta vetur. Vinstrið með gullið í Silfrinu STAKSTEINAR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hefðbundinn fundur forseta Alþing- is með formönnum þingflokka verð- ur haldinn næstkomandi þriðjudag. Í framhaldi hans verður haldinn fund- ur í nefnd um endurskoðun þing- skapa. Er þetta gert til undirbúnings hauststarfa á Alþingi og hins svo- kallaða stubbs, sem hefst 28. ágúst næstkomandi, en þá stendur til að ræða og afgreiða þingmál sem tengj- ast hinum svonefnda þriðja orku- pakka Evrópusambandsins. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, for- seti Alþingis, við Morgunblaðið. Siðareglur þingmanna og nýfallin álit siðanefndar hafa verið til um- ræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Hafa þingmenn m.a. lýst yfir vilja sínum til að koma málum siðanefnd- ar í nýjan farveg, t.a.m. með því að breyta aðkomu forsætisnefndar að málefnum siðanefndar. Hafa sumir þingmenn sagt þá aðkomu vera ágalla á ferlinu í heild. Steingrímur segir sumarfund for- sætisnefndar verða haldinn á næstu dögum. Spurður hvort hugsanlegar breytingar verði til umræðu á fund- inum kveður hann já við. „Já, það verður á dagskrá,“ segir hann og heldur áfram: „Ég held að allir hafi tekið undir að gott sé að fara yfir og endurskoða utanumhald- ið og umbúnaðinn um reglurnar. Það er í raun það sem er undir í þessu máli, ekki að breyta þurfi sjálfum reglunum efnislega. Það starf er í gangi og við erum með sérstakan hóp í því. Vonandi verður hægt að fara yfir þetta mál á sumarfundi for- sætisnefndar.“ Komandi haust undirbúið á þingi  Hugsanlegar breytingar á ferli tengdu siðareglum þingmanna verður til umræðu Veðurspá helgarinnar bendir ein- dregið til norðlægra átta og rign- ingar á Norðurlandi, svo sem á Dal- vík þar sem Fiskidagurinn mikli verður haldinn. Þetta kalsaveður gæti helst yfir á morg- un, föstudag, og gera má ráð fyrir að það færist síð- an til vesturs eftir því sem líður á helgina. Sam- kvæmt þessu verður væta á föstu- dagskvöldið á Dalvík, en til siðs er að bæjarbúar bjóði gestum og gang- andi þá í fiskisúpu á heimilum sín- um. Hátíðahöld, hvar fiskréttir eru á boðstólum, og stórtónleikar eru á laugardeginum. „Við höldum áfram af bjartsýni og látum ekkert trufla okkur,“ segir Júlíus Júlísson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla. „Enn sem komið er höfum við aðeins spá um veðrið og vonandi rætist úr. Einu sinni feng- um við dropa á fiskisúpukvöldinu sem ekki kom að sök. Hins vegar hefur aldrei rignt á Fiskideginum sjálfum sem nú verður haldinn í 19. sinn.“ Fiskidagurinn mikli er ein vinsæl- asta bæjarhátíð landsins, en til hennar var efnt fyrst árið 2001. Hún hefur jafnan verið fjölsótt og áætlað er að gestir í fyrra hafi verið liðlega 30.000. Margir koma árlega og mæta tímanlega – og strax í gær var all- stór hópur fiskidagsfólks þegar mættur á Dalvík. sbs@mbl.is Rigningarspá fyrir Fiskidaginn mikla  Droparnir komu ekki að sök, segir hátíðarhaldarinn Ljósmynd/Atli Rúnar Hákarl Gunnar Reimarsson sýndi fiskidagsgestum í fyrra vinnu- brögð við verkunina. Júlíus Júlíusson Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - ibudaeignir.is Til sölu glæsileg 3ja herbergja 93,6 fm íbúð á 2. hæð við Kirkjusand 1 í 105 Reykjavík með fallegu útsýni yfir sjóinn. Komið er inn í lokað sameiginlegt fremra anddyri. Forstofa með góðum skápum úr maghonývið. Gengið inn í bjart og fallegt alrými sem saman stendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Eldhúsið er opið og bjart með vandaðri maghonýinnréttingu, ljósum flísum og borðplötu, ofn í vinnuhæð, flísar á milli efri og neðri skápa. Fallegt útsýni er frá eldhúsi með opnalegum rennanlegum gluggum. Hjóna- herbergi og auka svefnherbergi með skápum. Baðherbergi er vandað með sturtuklefa með nuddi. Þvottahús er innan íbúðar. Sérgeymsla og sameiginleg hjólageymsla, sameiginleg líkamsræktarstöð. Stæði í bílageymslu. Með eigninni fylgir hluti í séreign sem er í eigu húsfélagsins sem er húsvarðaríbúð, svo og rými sem er leigt út fyrir snyrtistofu og fara leigutekjur upp í hússjóð. Mjög stór lóð er í kringum húsnæðið, þar er m.a. púttvöllur. Húsvörður er í húsinu. Falleg og vönduð eign á góðum stað í Reykjavík. Verð 57,9 millj. Allar nánari upplýsingar veita á og utan opnunartíma: Halldór Már, löggiltur fasteignasali í síma 898-5599 eða halldor@ibudaeignir.is Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@ibudaeignir.is KIRKJUSANDUR 1 - 93,6 FM ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.