Morgunblaðið - 08.08.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
40% afsláttur af sjóngleri með styrk
við kaup á Cébé útivistargleraugum
Eyesland | Grandagarði 13 | Glæsibæ | Sími 510 0110 | www.eyesland.is
S’TRACK
Sérhönnuð hlaupagleraugu sem standast hörðustu kröfur
hlaupara, jafnt götuhlaupara og þeirra sem hlaupa utan vega.
Byltingarkennd tækni gerir það að verkum að gleraugun haldast
alveg stöðug. Glerin dökkna í sól og henta því við öll birtuskilyrði.
Hægt er að fá þau með einfókus og með margskiptum glerjum.
CB Wild 6
Einstaklega létt og fíngerð sportgleraugu sem henta vel í alls
kyns útivist og við flestallar aðstæður. Gleraugunum fylgja
þrenn pör glerja sem auðvelt er að skipta um. Dökk spegilgler
eru góð á björtum og sólríkum dögum. Ólituð gler henta vel að
næturlagi. Gul henta vel við slæm birtuskilyrði, auka skerpu og
draga úr augnþreytu.
Njóttu útiverunnar með þínum styrkleika
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Þóra Sigurðardóttir
Baldur Arnarson
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir marga þætti skýra
erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa
í miðborginni.
„Þetta er röð samverkandi þátta.
Stærsta skýringin er framboðs-
brestur. Það komu 14% færri ferða-
menn til landsins í júlí en í fyrrasum-
ar. Þeirra eftirspurn vegur þungt
hjá veitingahúsum. Um 35% af eftir-
spurninni er frá erlendum ferða-
mönnum. Önnur skýring er að al-
mennt hefur kostnaður hækkað í
ferðaþjónustu að undanförnu og þar
vegur þungt hækkandi launakostn-
aður,“ segir Jóhannes Þór.
Afkoman fer versnandi
„Hagnaður fyrir fjármagns-
kostnað, afskriftir og skatta hefur
þar af leiðandi farið minnkandi.
Þessir þættir hafa veikt
samkeppnishæfni áfangastaðarsins.
Skammtímaáhrif af gjaldþroti WOW
air, kyrrsetning MAX Boeing-véla
Icelandair og nú síðast gjaldþrot
bresku ferðaskrifstofunnar Super
Break munu verða meiri í ferðaþjón-
ustu en í venjulegu árferði. Vegna
mikils vægis erlendra ferðamanna í
veltu veitingahúsa hér á landi hefur
þetta augljós áhrif á afkomu margra
veitingahúsa. Líklegt er að rekstrar-
umhverfið muni leita jafnvægis að
nýju,“ segir Jóhannes Þór.
Hækkandi hráefniskostnaður
Veitingamaður í miðborginni
sagði háan launakostnað og dýrt
hráefni eiga þátt í erfiðu rekstrar-
umhverfi veitingahúsanna.
„Við kaupum hágæðahráefni sem
kostar sitt. Það er hins vegar ekki
hægt að verðleggja það í samræmi
við kostnað. Við höfum ekki hækkað
matseðilinn hjá okkur í mörg ár.
Getum það ekki. Svo er verð á öllu
að hækka í kringum okkur. Til dæm-
is hjá þeim sem selja hráefni. Þarna
er ósamræmi. Launakostnaðurinn
hefur líka hækkað mikið. Við erum
með faglært fólk og það kostar sitt.
Það er orðið mikið dýrara að vera
með fullmannaða vakt en fyrir ekki
svo löngu síðan. Það þarf að gæta
þess vel að vera með rétt fólk á rétt-
um stöðum að vinna.“
Komið að endurskipulagningu
Veitingamaðurinn taldi að fleiri
stöðum verði lokað í miðborginni á
næstunni. Gæta þurfi mikils aðhalds
í kostnaði, endurskipuleggja rekstur
og einfalda. Veitingahúsið Dill, sem
hætti starfsemi í gær, væri dæmi um
rekstrarlíkan sem væri erfitt að láta
ganga upp í þessu árferði.
„Á stöðum eins og Dill þurfa
margir að koma að því að gera svo
fínan mat. Það er erfitt að gera svo
fínan mat með færri starfsmönnum.
Ég veit ekki hvernig það ætti að
ganga upp. Svo kemur veturinn. Við
þurfum að bíða og sjá. Þetta getur
breyst mjög hratt,“ sagði hann.
Annar viðmælandi blaðsins, sem
þekkir vel til veitingarekstrar í mið-
borginni, sagði þumalfingursregluna
þá að 30% af tekjum veitingahúsa
fari í laun, 30% í hráefniskostnað,
30% í húsaleigu og 10% til að standa
undir hagnaði. Nú sé launahlutfallið
víða komið yfir 50%. Fyrir vikið geti
reksturinn ekki gengið upp.
Langt frá því hagkvæmt
„Þetta ber sig ekki lengur. Miðað
við hvað hver diskur kostar þá geng-
ur reikningsdæmið ekki upp. Á bak
við hvern disk eru margir kokkar.
Þetta er því langt frá því að vera
hagkvæmt. Launakostnaður hér er
mjög hár en kokkar vinna mikið til í
kvöld- og helgarvinnu. Það þarf
orðið að fá svo marga viðskiptavini
til að reksturinn beri sig. Hráefnið
er líka fokdýrt. Staðir eins og
Nostra og Dill voru mikið að nota
sveitamat, þarann úr fjörunni og
fjallagrösin á heiðinni. Það fer mikill
tími í að sækja slíkt hráefni. Þetta er
andstæða þess að kaupa hráefni í
miklu magni og fá í staðinn afslátt.
Það er auðvelt að opna veit-
ingastað. Allir eru tilbúnir að eiga
viðskipti við nýja staði. Síðan getur
verið erfitt að stoppa.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hverfisgata 12 Veitingahúsinu Dill hefur verið lokað. Matreiðslan vakti athygli langt út fyrir landsteinana.
Launakostnaðurinn
íþyngir veitingahúsum
Dæmi um að hann sé kominn yfir 50% í miðborginni
Díana Óskarsdóttir hefur verið
skipuð í embætti forstjóra Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands (HSU)
til næstu fimm ára. Sex sóttu um
stöðuna, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Stjórnarráðinu.
Díana er skipuð af Svandísi Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra en
ákvörðun ráðherra er tekin að und-
angengnu mati lögskipaðrar hæfn-
isnefndar sem metur hæfni um-
sækjenda um stöður forstjóra
heilbrigðisstofnana. Díana er með
BS-gráðu í geislafræði, meist-
arapróf í lýðheilsuvísindum og hef-
ur að auki stundað nám í stjórnun
og rekstri á sviði heilbrigðisþjón-
ustu. Frá árinu 2015 hefur hún
gegnt starfi deildarstjóra á rönt-
gendeild Landspítalans, samhliða
lektorsstöðu við Háskólann í
Reykjavík. Áður starfaði hún í sjö
ár sem geislafræðingur hjá Hjarta-
vernd auk þess að vera námsbraut-
arstjóri í lektorsstöðu við Háskóla
Íslands í tíu ár. Díana tekur við
embættinu af Herdísi Gunn-
arsdóttur.
Díana Óskarsdóttir skipuð forstjóri HSU