Morgunblaðið - 08.08.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
8. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.58 122.16 121.87
Sterlingspund 148.28 149.0 148.64
Kanadadalur 92.06 92.6 92.33
Dönsk króna 18.234 18.34 18.287
Norsk króna 13.649 13.729 13.689
Sænsk króna 12.66 12.734 12.697
Svissn. franki 124.69 125.39 125.04
Japanskt jen 1.1424 1.149 1.1457
SDR 167.32 168.32 167.82
Evra 136.12 136.88 136.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8391
Hrávöruverð
Gull 1461.85 ($/únsa)
Ál 1738.5 ($/tonn) LME
Hráolía 59.56 ($/fatið) Brent
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
„Við höfum ekki heyrt allar forsend-
ur. Ef þetta er raunveruleg vaxta-
lækkun án breytinga á kaupverði bíls-
ins þá er um að ræða undirliggjandi
breytingu hjá fjármögnunarfyrir-
tækjunum sem geta boðið helmingi
lægri vexti. Þá er mjög líklegt að önn-
ur fjármálafyrirtæki muni fylgja í
kjölfarið. Ef þetta er grundvallar-
breyting þá er engin spurning að
Brimborg mun bjóða sambærileg
vaxtakjör,“ segir Egill Jóhannsson,
forstjóri bílaumboðsins Brimborgar,
inntur eftir viðbrögðum við frétt
Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var
fjallað um nýja bílafjármögnun hjá
BL sem frá og með gærdeginum býð-
ur upp á fasta 3,95% óverðtryggða
vexti við fjármögnun nýrra bifreiða
frá umboðinu.
„Ef þetta er hins vegar aðeins til-
færsla frá kaupverði yfir í lækkun á
vöxtum þá veit ég ekki hversu mikill
ávinningur þetta er fyrir neytandann
þegar upp er staðið,“ segir Egill.
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bíla-
umboðsins Öskju, segir ljóst að Askja
muni bjóða sambærilega kosti. Hann
nefnir þó að frá árinu 2014 hafi Askja
boðið upp á, í samvinnu við Ergo bíla-
fjármögnun, vaxtalaus lán til allt að
þriggja ára þar sem lánuð eru allt að
40% af kaupverði bílsins.
„Við erum núna að skoða í sam-
vinnu við fjármögnunaraðila fleiri val-
kosti um lán sem eru lengri og með
hærra lánshlutfall, en á mjög góðum
vöxtum,“ segir Jón Trausti í samtali
við Morgunblaðið.
Horfa þarf á heildarmyndina
„Bílalán geta hentað fólki vel sem
vill greiða af bílnum sínum yfir ákveð-
inn tíma í stað þess að staðgreiða
hann. Þetta snýst á endanum alltaf
um að viðskiptavinir fái bílinn sinn á
góðu verði. Horfa þarf á heildar-
myndina. Annars vegar á hvaða vext-
ir eru greiddir fyrir bílalánin og hins
vegar hvort í boði sé staðgreiðsluaf-
sláttur af bílnum. Þá getur hefðbund-
ið bílalán jafnvel hentað best,“ segir
Jón Trausti sem horfir björtum aug-
um á næstu mánuði í bílasölu, sem
dregist hefur saman um tæp 39% á
milli ára á fyrstu sjö mánuðum ársins.
„Krónan er sterk og bílverð því
hagstætt um þessar mundir. Okkur
finnst bílasala vera að taka við sér –
það eru mörg spennandi módel að
detta inn á okkar búðarborð og við er-
um að fá til afgreiðslu rafbíla og
tengiltvinn-bíla sem margir hafa ver-
ið að bíða eftir. Við erum sérstaklega
sterk hjá Öskju varðandi rafbíla,
tengiltvinn-bíla og sparneytin öku-
tæki almennt, enda okkar framleið-
endur meðal þeirra fremstu í sinni
röð.“
Forráðamenn Toyota vildu ekki tjá
sig um málið þegar Morgunblaðið
leitaðist eftir því. „Við höfum ekkert
um það að segja sem samkeppnisað-
ilar okkar eru að gera,“ sagði Páll
Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi
Toyota og benti að öðru leyti á
„Gæðalán“ fyrirtækisins. Þar býðst
fólki að taka að hámarki 40% lán fyrir
bíl án vaxta í allt að þrjú ár.
Hrista upp í bílamarkaðn-
um með nýjum lánakjörum
Ef þetta er aðeins tilfærsla er ávinningurinn óljós að sögn forstjóra Brimborgar
Bílalán Það stefnir í að keppinautar muni bregðast við útspili BL.
● Talsvert var um
viðskipti í Kauphöll
Íslands í gær.
Bréf Icelandair
lækkuðu um 1,81%
í 191 milljón kr. við-
skiptum. Næst-
mest var lækkunin
hjá Kviku fjárfest-
ingabanka, eða um
1,46% í 27 milljón
kr. viðskiptum.
Hlutabréf Heimavalla hækkuðu mest
allra í kauphöllinni í gær, eða um
6,84% í 1 milljón kr. viðskiptum. Þá
hækkuðu hlutbréf TM um 2,64% í 62
milljón kr. viðskiptum. Hækkun á bréf-
um TM kemur í kjölfar jákvæðrar
afkomuspár fyrirtækisins.
Mest viðskipti voru með hlutabréf Ar-
ion banka eða um 776 milljónir kr. og
nam hækkunin 0,79%.
Icelandair lækkaði um
1,81% í kauphöllinni
Bjallan Nóg var
um að vera í gær.
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™