Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 ✝ Jón Guð-mundur Hall- dórsson fæddist í Munaðarnesi í Ár- neshreppi við Ing- ólfsfjörð 6. júní 1936. Hann lést 31. júlí 2019 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Foreldrar hans voru Halldór Jóns- son, bóndi í Mun- aðarnesi í Árneshreppi, f. 8. júlí 1894, d. 30. nóvember 1967, og kona hans Jóna Jónsdóttir, f. 28. september 1896, d. 4. febrúar 1981. Bróðir Jóns var Garðar Halldórsson, f. 2. janúar 1935, d. 9. júlí 2010. Eftirlifandi er upp- eldissystir þeirra Friðbjörg Ingibergsdóttir, f. 7. apríl 1934. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Stella Elsa Gunn- arsdóttir, f. 30. júní 1935, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hall- dór, f. 27. mars 1961, börn hans eru a) Björn Úlfar b) Hulda Þór- ey, sambýlismaður Ellert Ingi Ellertsson, þeirra börn eru Jó- hann Þór, Alma Ýr og Víkingur mundsson, og Aðalheiði S. Val- geirsdóttur, f. 19. október 1955, maki Helgi Bjarnason. Seinni kona Jóns er Sigrún R. Eymundsdóttir, f. 29. september 1940. Þau giftu sig 6. júní 1996. Foreldrar hennar voru Ey- mundur Guðmundsson, f. 12. ágúst 1900, d. 26. maí 1970 og kona hans Þóra Þórarinsdóttir, f. 4. mars 1906, d. 5. janúar 1971. Börn Sigrúnar eru 1) Þóra Guðrún Karlsdóttir, f. 3. mars 1972, maki Páll Júlíus Gunn- arsson, börn hennar eru a) Ingi Þór b) Birta Líf, unnusti Gunnar Patrik Sigurðsson c) Júlíus Breki. 2) Örvar Karlsson, f. 14. febrúar 1973, maki Aðalheiður Rut Önundardóttir, synir þeirra eru a) Tindur Örvar, b) Máni Örvar, c) dóttir Aðalheiðar og uppeldisdóttir Örvars er Þur- íður Kristín Kristleifsdóttir, sambýlismaður hennar er Arnar Már Jónmundsson. Jón fluttist ungur til Reykja- víkur og vann við hin ýmsu störf í gegnum árin, svo sem sjó- mennsku á farskipum, beitn- ingar og byggingarvinnu. Lengst af vann hann þó við teppalagnir hjá fyrirtækinu Ax- minster og sem vaktmaður í Stjórnarráði Íslands. Útför Jóns fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 8. ágúst 2019, klukkan 13. c) stjúpdóttir Unn- ur Ósk Einars- dóttir, sambýlis- maður Hjörtur Garðarsson, dóttir Unnar er Selma Rós 2) Ómar, f. 14. apríl 1962, maki Guðrún Birna Magnúsdóttir, syn- ir þeirra eru a) Brynjar Rafn, sam- býliskona Helga Hjartardóttir b) Daníel Hafþór 3) Jóna Helena, f. 13. október 1967, maki Guðmundur Sím- onarson, börn þeirra eru a) Símon Haukur, maki Arna Björk Unnsteinsdóttir, synir þeirra eru Svanur Hilmar og Sigursteinn Guðmundur b) Jón Gunnar, unnusta Þóra Katrín Þorvaldsdóttir c) Guðbjörg Eva. 4) Björgvin Sigurgeir, f. 12. september 1969, maki Rakel Þórisdóttir, dætur þeirra eru a) Guðbjörg Elsa, sambýlismaður Ívar Örn Kárason b) Þóra Arna. Stella átti fyrir dæturnar Guðrúnu M. Valgeirsdóttur, f. 18. júní 1954 maki Hilmar Guð- Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, indælan stað mér á himni’ hefur veitt, svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt – það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér, blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Í dag kveðjum við pabba okkar, að leiðarlokum koma upp í hugann árin okkar saman. Flesta sunnu- daga var lagt af stað í bíltúr á höfnina, þar var margt skoðað því pabbi elskaði sjóinn og sjó- mennskuna, ungur bjó hann með foreldrum sínum í Munaðarnesi á Ströndum þar sem náttúran er stórbrotin og þar leika sjórinn og fjöllin stórt hlutverk. Allaf var ómissandi að enda á heimsókn til ömmu og afa í Hjarðarhagann því þangað var gott að koma og margt að spjalla. Óteljandi ferðir með pabba í vinnuna þegar hann vann hjá Axminster sem á þeim árum var teppaverksmiðja og verslun, þar var margt að skoða fyrir forvitna krakka og hægt að fara í ótal leiki um teppalagerinn og rúllurnar. Ferðalögin á Strandirnar þar sem gist var í Kaupfélagshúsinu hjá Gunnu og Geira og litlu systk- inin læddumst út um bjarta sum- arnóttina til þess að forvitnast um eldri bræður okkar sem voru á bryggjunni að dorga og stoltið að hafa tekist að leika á þig og mömmu en gleðin var stutt við máttum ekki vera úti svona seint á kvöldin og vorum sótt og rekin heim. Ung fengum við að fara í ferð með fragtskipum með pabba og bræðrum okkar og þá var margt brallað og haft gaman og ferðalag- ið í sumarhúsið í Danmörku. Gæðastundir áttum við með þér í mörgum af sjúkrahúslegum þín- um og minnumst við sérstaklega tímans á Landspítalanum Foss- vogi á deildunum A-2 og B-4 þar sem þú háðir þína lokabaráttu en þar áttir þú góða daga þar sem ástvinir þínir komu að heimsækja þig og þá varstu hress og kátur, þú varst húmoristi og ljúflingur sem vildir öllum vel. Við sátum hjá þér horfðum á sjónvarpið og spjölluðum saman en stundum var erfitt að skilja þig undir lokin og þá héldum við í hendurnar á þér og létum þig vita að við værum þarna og hversu vænt okkur þætti um þig. Sam- ferðamenn þínir sem hafa komið að máli við okkur hafa allir talað um hversu mikið ljúfmenni þú haf- ir verið og ósérhlífinn til vinnu. Elsku pabbi, þú kvartaðir sjald- an í veikindum þínum, þú barðist lengi og hetjulega við krabbamein og Alzheimer, að lokum varðst þú að láta í minni pokann, þú varst vel að hvíldinni kominn. Elsku Sigrún, börn og barna- börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við systkinin þökkum Sigrúnu fyrir góða umönnun á pabba okk- ar í veikindum hans. Elsku pabbi, minning þín mun lifa með okkur börnunum þínum og barnabörnum og barnabarna- börnum. Hvíldu í friði. Halldór, Helena og Björgvin. Hugurinn reikar víða þegar komið er að kveðjustund, í dag kveð ég tengdapabba minn, ég kynntist honum fyrst fyrir 25 ár- um, þegar ég fór að vera með Björgvini syni hans, sem 4 árum seinna varð eiginmaður minn og faðir dætra okkar. Besta gjöfin sem tengdaforeldar mínir gáfu mér var sonur þeirra. Klukkan er rétt að verða 5.30 þegar við Björgvin göngum inn á Landspítalann í Fossvogi og tök- um lyftuna upp á 4. hæð deild B, skrefin eru þung, því við vitum að þú ert farinn og kemur ekki aftur, Hella tekur á móti okkur og her- bergisdyrnar inn til þín eru lok- aðar. Við vorum hjá þér til rúmlega eitt um nóttina, skruppum bara heim svo þú og Hella gætuð fengið að sofa í rólegheitum, við ætluðum að vera komin til þín aftur snemma um morguninn. Elsku tengdapabbi, það var stutt í grínið hjá þér og meira að segja sárlasinn var stutt í brosið og glottið sem náði alveg til augnanna. Ég spurði þig alltaf hvort ég mætti ekki kyssa þig þegar ég kom og fór og þú varst alltaf til í að fá koss og faðmlag. Stundum gátum við ekk- ert annað gert en látið þig vita að við værum hjá þér og haldið í hönd- ina á þér. Ég þakka fyrir hvert kvöld og hverja mínútu sem ég fékk að vera með þér uppi á spítala og tíminn sem við áttum bara ég og þú er mér ómetanlegur. Eitt kvöldið sem við vorum hjá þér þá spurðir þú mig hvort mamma þín væri komin. Ég sagði nei og þú vildir vita hvenær hún kæmi, ég svaraði því að ég vissi það ekki þar sem ég hefði ekki heyrt í henni. Þú spurðir mikið um mömmu þína og Garðar bróður þinn, þú spurðir um öll börnin þín, það fór bara eftir því hvert okkar var hjá þér um hverja þú spurðir. Síðasta kvöldið þitt var þér og okkur börnunum þínum erfitt, þegar Hella og Björgvin sátu frammi í kaffistofu eftir að hjúkr- unarkonurnar voru búnar gera þér til góða fyrir nóttina, laumað- ist ég inn til þín og tók í höndina á þér, strauk hana og sagði þér að það yrði í lagi með alla og það væri allt í lagi að kveðja. Ég bað Guð um að taka vel á móti þér þegar þú myndir ákveða að þinn tími væri komin. Þú fórst hægt og hljótt í gegn- um lífið. Það voru ekki læti eða vesen í þér og þú talaðir ekki frá þér vitið. Við fundum það hversu vænt þér þótti um okkur, ég vona að þú hafir fundið það líka í gegn- um lífið, upp á Hrafnistu og svo á Landspítalanum í Fossvogi. Þar vorum við bara við og þú og það skipti okkur miklu máli að fá okk- ar tíma með þér. Í lokin valdir þú leiðarlokin þín, þú fórst hægt og hljótt í skjóli nætur og hafðir Hellu, einu stelp- una þína hjá þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Blessuð sé minning þín. Elsku Sigrún, börn og barna- börn, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og vona að góður Guð styðji ykkur og styrki í sorg- inni. Starfsfólki Hrafnistu og starfs- fólki á A-2 og B-4 á Landspítalan- um í Fossvogi þakka ég fyrir góða umönnun á tengdapabba, það skipti okkur öll miklu máli að vel væri um hann hugsað. Við hittumst á ný þegar minn tími er kominn. Þín tengdadóttir, Rakel. Elsku afi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl í friði, elsku afi minn. Takk fyrir samfylgdina í gegn- um árin. Þín Guðbjörg Eva. Jón Guðmundur Halldórsson ✝ Helgi SigurðurHólmsteinsson, fæddist 3. maí 1928 á Grjótnesi í Presthóla- hreppi, N-Þing. (á Melrakkasléttu). Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 25. júlí 2019. Foreldrar hans voru Hólmsteinn Helgason, f. 5. maí 1893 á Kálfaströnd við Mývatn, d. 29. apríl 1988, fyrr- verandi oddviti og útgerðarmað- ur á Raufarhöfn, og kona hans Jó- hanna Björnsdóttir, f. 3. júlí 1901 á Grjótnesi, d. 5. janúar 1994. Systkini Helga: Aðalbjörg Jakobína Hólmsteinsdóttir, f. 21.1. 1926, fv. hússtjórnarkennari í Reykjavík, Björn Stefán Hólm- steinsson, f. 21.1. 1926, d. 11.7. 2006, oddviti og útgerðarmaður á Raufarhöfn. Eiginkona hans var Jónína Ósk Pétursdóttir frá Vest- mannaeyjum. Arndís Sigurbjörg Hólmsteins- dóttir, f. 12.2. 1931, fv. ljósmóðir. Eiginmaður hennar er Karl Jóns- son skipstjóri, og búa þau á Sel- tjarnarnesi. Jónas Maríus Hólm- steinsson, f. 8.7. 1934, d. 24.12. 2017, kaupfélagsstjóri og yfir- 2011. Hrafnhildur Ása Svavars- dóttir, f. 18.2. 2017. Helgi nam við barnaskólann á Raufarhöfn og naut einhverrar unglingafræðslu í tvo vetrarparta á Raufarhöfn. Starfsréttindi sótti hann sér með námskeiðum á Akureyri, mótor-vélstjóraréttindi og aukin ökuréttindi. Síðar aflaði hann sér réttinda til að stjórna minni fiskiskipum. Á unglingsárum stundaði Helgi sjóinn með föður sínum á sumrin eða vann í síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn. Á vetrum kom fyrir að hann færi á vertíð eða í sigl- ingar. Hann fékkst þó aðallega við vörubifreiðaakstur á eigin bif- reiðum við vegagerð og annað sem til féll, en þar fyrir utan stundaði hann sjóinn á bátum fjöl- skyldunnar, einkum vor og haust. Helgi tók gjarnan þátt í við- burðum í þorpinu, s.s. uppfærslu leikþátta og þegar skautasvell var á tjörninni staðsetti hann bíl sinn þannig að hann lýsti upp svellið og sendi út tónlist, o.m.fl. Árið 2006 festi Helgi kaup á íbúð við Herjólfsgötu í Hafnar- firði og hafði þar vetursetu en fór á sumrin norður og var þar við sjósókn allt til 85 ára aldurs. Síðustu árin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, þar sem hann and- aðist. Útför Helga verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag, 8. ágúst 2019, og hefst athöfnin kl. 14. bókari. Eiginkona hans var Edda Kjart- ansdóttir. Hún dvel- ur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Gunnar Þór Hólmsteinsson, f. 6.3. 1936, viðskipta- fræðingur og fv. skrifstofustjóri. Eiginkona hans er Guðrún Gunnars- dóttir og búa þau í Hafnarfirði. Baldur Hólmsteinsson, f. 24.8. 1937, út- gerðar- og sjómaður. Eiginkona hans er Sigrún Guðnadóttir og búa þau á Raufarhöfn. Helgi fylgdi foreldrum sínum þar til hann hóf sambúð með Jensínu Stefánsdóttur, f. 21.2. 1937, árið 1977. Þau byggðu sér einbýlishús í Tjarnarholti 11 á Raufarhöfn. Þau eignuðust saman dótturina Aðalbjörgu Jóhönnu Helgadóttur lögfræðing, f. 26.9. 1977, sem býr í Reykjavík. Jensína átti fyrir tvö börn, Hafdísi og Hafstein Jak- obsbörn. Leiðir Helga og Jensínu skildu eftir 15 ára sambúð. Barnabörn Helga, börn Aðal- bjargar Jóhönnu, eru 3, þau eru: Védís Kolka Jónsdóttir, f. 29.5. 2008, Helgi Leó Jónsson, f. 23.7. Helgi föðurbróðir minn hélt í sinn síðasta róður 25. júlí sl. eftir langa og farsæla ævi. Við áttum mikla samleið fyrstu 20 ár ævi minnar en hann bjó ásamt for- eldrum sínum, ömmu minni og afa, á efri hæðinni í Setbergi, æskuheimili mínu á Raufarhöfn um margra ára skeið. Hann var einstaklega barngóður og það voru margir litlir munnar sem fengu eitthvað sætt í munninn á efri hæðinni. Aðalstarf Helga var sjó- mennska. Hann vann við fjöl- skyldufyrirtækið sem afi stofnaði 1949 fram til 85 ára aldurs! Hann var lengst af skipstjóri á bátum félagsins og var mjög farsæll, afl- aði vel og fór vel með. Það voru ansi margir sem sóttu í pláss til Helga og hygg ég að þeim hafi öll- um þótt vænt um hann eftir þá samvist. Ég byrjaði að róa með honum og pabba 13 ára gamall. Það var góður skóli. Helgi var mjög rólegur að eðlisfari, æðru- laus og seinþreyttur til deilna. Stundum fannst hásetunum hann lengi að koma netatrossunum í sjóinn aftur en það skilaði sér oft í meiri afla daginn eftir. En eitt gerði hann sem ég held að sé ein- stakt. Þegar hausta tók og lagst var við akkeri yfir dimmasta tím- ann þegar ekki var mikil aflavon, þá leit hann á klukkuna áður en hann skreið í koju, reiknaði út tímann sem sofa ætti og drakk kaffi í því magni sem passaði til þess að vakna á tilsettum tíma. Hann sem sagt notaði blöðruna sem vekjaraklukku. Til marks um geðprýði Helga þá unnu þeir saman meira eða minna alla sína starfsævi hann og pabbi eða í ríflega hálfa öld. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt þá rífast. Verkaskiptingin var líka einföld. Helgi var skipstjórinn en pabbi sá um öll veiðarfæri og rekstur auk þess að sækja sjóinn. Framan af var aðallega róið á vor- in og haustin. Síldin réð öllu yfir sumarið þar til hún hvarf. Á þeim árum átti Helgi vörubíl sem hann notaði bæði í vegagerð svo og í þjónustu við síldarplönin á sumr- in. Auk þess fór hann stundum í siglingar á fraktskipum á veturna. Helgi eignaðist dóttur í sambúð sinni með Jensínu Stefánsdóttur. Hún fékk nöfn ömmu sinnar og langömmu, Aðalbjörg Jóhanna, og var augasteinn föður síns. Hún færði honum þrjú afabörn sem veittu honum mikla gleði. Hann var mjög heilsuhraustur alla sína ævi þar til elli kerling fór að angra hann fyrir sex árum þannig að ekki þótti rétt að hann myndi sækja sjóinn lengur. Þá flutti hann suður í nálægð við dóttur sína og dvaldist á Skjóli síðustu árin þar sem hann fékk góða umönnun. Hans hinsta hvíla verður í kirkjugarðinum á Rauf- arhöfn þar sem höfnin blasir við, leiksvið ævi hans. Ég og mín fjölskylda munum minnast þessa öðlings með mikilli virðingu og þakklæti fyrir sam- ferðina. Pétur Björnsson. Helgi Sigurður Hólmsteinsson ✝ Fjóla Loftsdóttirfæddist á Bólstað við Steingrímsfjörð 14. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykjavík þriðjudaginn 30. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Loftur Annas Bjarnason bóndi á Bólstað, f. 18.7. 1895, d. 21.2. 1981, og kona hans Pálfríður Ingigerður Ás- kelsdóttir, f. 6.3. 1897, d. 12.11. 1966. Systkini Fjólu eru: Björg, f. 4.7. 1918, d. 9.9. 1936, Ása Guð- ríður, f. 16.6. 1919, d. 22.3. 2012, Bjarni, f. 22.7. 1920, d. 8.11. 1990, Kristján Hólm, f. 11.9. 1921, d. 8.7. 2005, Lovísa, f. 31.10. 1922, d. 16.10. 2011, Lára, f. 13.6. 1925, d. Knaran Karlsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Halldóra Guð- rún, Jóhann og Snædís. 2) Loftur Jóhannsson, f. 7.2. 1951. Maki Katrín Albertsdóttir. Börn þeirra eru Fjóla, Kristján Albert og Hulda. 3) Ingibjörg Guðrún, f. 20.6. 1953. Maki Baldvin Þórs- son. Börn þeirra eru Jóhann Gabríel og Jaclyn Susanne. Fyrr- verandi maki Jack Arod, þau skildu. 4) Halldór, f. 16.12. 1959. Maki Steinunn Harðardóttir. Börn þeirra eru Karen Dröfn og Eva Dögg. 5) Víkingur Jóhanns- son, f. 6.5. 1961. Maki Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir. Fyrrver- andi maki Halldóra Einarsdóttir, þau skildu. Börn þeirra Róbert Vikar og Inga Dís. Barnsmóðir Sigríður Hallgrímsdóttir. Barn þeirra Vignir Fannar. Barnabarnabörnin eru 25 talsins. Útför fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva í dag, 8. ágúst 2019, klukkan 13. 21.3. 2010, Ragnheið- ur Guðrún, f. 8.9. 1928, Sigrún Svava, f. 5.10. 1931, Björg, f. 8.2. 1937, og Ingi- munda Þórunn, f. 24.12. 1940. Fjóla giftist 19.3 1949 Jóhanni Jóns- syni frá Kaldrana- nesi, f. 28.6. 1921, d. 9.3. 1968. Foreldrar Jóhanns voru Jón Ás- kelsson, f. 14.3. 1898, d. 26.6. 1944, og Ingibjörg Kristrún Ingi- marsdóttir, f.2.10. 1898, d. 10.12. 1990. Seinni eiginmaður Fjólu var Guðmundur Þorkell Jónsson, f. 30.8. 1921, d. 30.1. 2004. Börn Fjólu og Jóhanns eru: 1) Jón Jóhannsson, f. 4.8. 1949, d. 8.2. 2015. Maki Sigrún Björk Nú er hún farin á vit forfeðr- anna hún Fjóla tengdamóðir mín. Það er margs að minnast og margar gleðistundir að þakka fyrir. Ég var sextán ára þegar ég kom inn í fjölskyldu Fjólu og fékk að kynnast þessari harðduglegu og stoltu konu. Ég get dáðst að henni endalaust hvernig hún ein- stæð móðir gat unnið í 2-3 störf- um og gat samt haft tíma til að leiðbeina manni og miðla til manns þeirri þekkingu sem hún bjó yfir. Þá detta mér í hug klein- urnar hennar sem enginn getur gert eins, trúið mér, ég er enn að reyna, flatkökubakstur og kæfu- gerð voru hennar sérgrein og var ég svo heppin að fá að njóta leið- sagnar hennar í þeirri list. Hún var afskaplega stolt af börnum sínum og vildi allt fyrir þau gera. Hún setti alltaf aðra í forgang, vildi ekki vera til trafala. Hún naut þess að fá að ferðast með okkur, berjaferðir, kræk- lingaferðir svo maður tali nú ekki um ættarmótin. Fjóla elskaði að fá að dansa og syngja, núna síð- ustu árin var það uppáhaldið hennar að setjast niður á heimili okkar hjóna og fá Dóra sinn til að taka í gítarinn og spila og syngja með sér, þá sagði hún mikið er þetta nú skemmtilegt og klappaði saman höndunum af gleði. Elsku tengdamóðir mín, hvíl í friði. Steinunn Harðardóttir. Fjóla Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.